Alþýðublaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 15
ung hjón, sem komast að því eftir þriggja ára hjónaband, að hjónaband þeirra hefur aldrei verið löglegt. Robert Montgo- mery, eiginmaðurinn, vill bæta fyrir þetta með því að giftast Carole upp á nýtt, en hún held- ur ekki og snýr sér að féiaga lians, Gene Raymond í fyrstu og leyfir eiginmanninum að eltast hæfilega mikið við sig. • Það var eitt sprenghlægilegt atriði, þar sem Carole átti að raka Robert Montgomery með gamaldags rakhníf. Hún lærði það lijá rakara en það róaði Sob ekki, því Carole sprakk hvað eftir annað af hlátri meðan á rakstfinum stóð. „Eg héld að ég myndi enda neflaus," sagði hann. Á meðan á mynöatökunni stóð, átti Bucket hárgreiðslu- konan afmæli. Og Carole hélt henni veizlu, og eins og venju- lega lék hún alls kyns skrípa- brögð. Hún bað um ís í formi lianda öllum, skemmti sér svo við að setja þeyttan kaldan rjóma í stað íssins og tók svo myndir af andlitum vina sinna þegar þeir brögðuðu á ísnum. Alfred Hitchock leikur alltaf í kvikmyndum sínum. Það er að segja, hann birtist einhvers stað ar á hvíta tjaldinu, annað hvort gengur hann yfir götu eða er einn af hópnum sem horfir á. í „Herra og frú Smith" ákvað hann að birtast fyrir framan í- búðarhúsið, lyfta hatti sínum, þegar hann mætti Robert Mont- gomery og bjóða honum góðan daginn. Carole narraði hann til að leyfa sér að stjórna atriðinu. Og af því að það var hún, gerði hún eins mikið úr þessu og henni var unnt og Hitchock skildi of seint í hvað hann hafði liætt sér. Carole lagði mikla á- herzlu á þetta. atriði, hún gagn- rýndi förðun Hitchocks, rödd hans og göngulag. I-Iún lét taka atriðið hvað eftir annað, áður en hún sagðist vera ánægð. — Þessi saga komst í blöðin og Life birti stóra mynd af henni. Leikararnir og aðrir sem unnu að myndatökunni skemmtu sér svo vel, að einn þeirra s'agði þegar töku myndarinnar var lok ið: „Mér finnst andstyggilegt að þetta skuli vera búið. Eg hef aldrei skemmt mér jafnvel og aldrei hlegið jafn mikið.“ Clark var alltaf óþolinmóð- ur, þegar vinna hans neyddi hann til að taka ekki þátt í byrjun veiðitímans, þannig var það nú. Hann lauk við að leika í „Félagi X“ áður en Carole hafði lokið leik sínum hjá RKO og hann gekk eirðarlaus um — glataður án hennar. „Flýttu þér nú, Ma,“ sagði hann einn morguninn, þegar hún var að leggja af stað. „Við verður að fara að leggja af stað.“ „Um hvað ertu að hugsa, Pa?“ spurði Carole. „Um endur“ sagði Clark og glotti. 10. Veiðiferðin til La Grulla þetta haust var skemmtileg. Clark, Carole og Fleichmann hjónin komu í bíl Clarks. Buster Coll- ins og kona hans Stevie óku líka þangað, sömuleiðis Eddie Man nox. Phil Berg og kona hans Leila flugu hins vegar í lítiili flugvél, sem Phil hafði tekið á leigu og var að hugsa Ujn að kaupa. Þau fengu engar endur við La Grulla svo þau ákváðu að fara upp í fjöllin til Laguna Han- son. Flugvél Phils var of lítil til að rúma þau öll og Carole harðbannaði Clark að fljúga því hún sagði, að Phil hefði srrert trjákrónúrnar á leið sinni'til La Grulla. „Við skulum ná í Paul,“ sagði Clark. „Hann fiýgur með okkur þangað.” Hann hringdi til gamals vinar síns Paul Mantz og Paul flaug og sótti þau til La Grulla og lagði svo af stað með þau að Laguna Hanson. Þau komust að því að þau voru eina fólkið við vatnið og settust að í gömlum veiðikofa. Þau settu upp ofninn sinn og suðu sjálf mat sinn og skemmtu sér vel við að veiða og fiska. Á nóttunni sváfu þau undir beru lofti í svefnpokum sínum. „Clark og Carole voru yndis legar manneskjur og mér fannst gaman að vera með þeim,“ seg- ir Paul. „Þau létu ekki eins cg kvikmjmdastijamum ’hæítir til og ég hafði yndi af að umgang- ast þau.“ . Þegar þau fóru gekk Paul illa að hefja sig til flugs því vatnið var lítið og umkringt trjám. „Það var slétt eins og spegill”, segir Paul, „svo ég keyrði í hringi til að ýfa vatnið. Við vor- um með tvo kassa af skotfærum og þunga rafgeyma og þegar ég var að leggja af stað upp í loftið mistókst mér og við urðuin að byrja á nýtt“. „í þetta skipti losuðum við okkur við skotfærin og rafgeym- ana og Clárk sagðist ætla að senda jeppa eftir þeim. Ég geri ráð fyrir að ég sé óvenjulega varkár en ef til vill get ég erui flogið vegna þessarar varkárni minnar. Okkur tókst að komast á loft í næstu tilraun". „Það var óskaplega spenn- andi“, segir Nan, „því flugvélin straukst við trjákrónurnar. Carole sem ekki var hrædd við neitt varð náföl og sagði við Clark: „Við skulum aldrei fara í sitt hvorri flugvél. Þegar ég flýg vil ég hafa þig hjá mér”. Carole varð fyrir mýflugna- biti og eitrun af eiturgrasi og hún varð að leggjast í rúmið þegar heim kom. Jessie elda- buskan fór upp til hennar. Þcg ar hún sá Carol liggja þarna í hvítum náttkjól og með andlit, háls og handleggi þakið í hvítum smyrslum þá setti hún svuntuna fyrir andlitið og veinaði og vældi. „Hættu þessu væli Jessie“, sagði Carole‘ „Það er ég sem ætU að gráta”. „Ó, frú Gable, þú ert alveg eins og afturganga“, svaraði Jess ie. „Ég er hrædd við afturgöng ur“. „Ég skal ganga aftur og of- sækja þig ef þú hættir ekki að væla“, svaraði Carole. Um leið og Carole náði sér lögðum við upp í jólainnkaup- in. Clark var alltaf að vinna við bílinn sinn. Það virtist alltaf eitt hvað vera að honum og hann var eilíflega að kvarta yfir hon um. „Mér finnst gaman að þessu“ sagði Carole þegar við vorum að aka til borgarinnar dag nokk- urn. „Hann heldur að hann leiki á mig en ég veit að hann er að þessu til að fá sér nýjan bíl. 1941 gerðin er komin og hann hvílist ekki fyrr en hann fær slíkan bíl“. Og hún hafði á réttu að standa. Innan viku ákvað Clark að eina leiðin væri að skipta á garrjla bílnum fyrir nýjan. Car- ole samþykkti alvarleg á svip að þetta væri eina leiðin. „Veiztu hvað Jenie“, sagði hún við mig þegar við vorum , eftir Jean Carceau orðnar einar, „þetta er ein und irstaðan í skapgerð Clarks — þessi ótti við að eyða pening- um, óttinn við að verða peninga laus. Til að réttlæta nýja bílinn varð hann að sannfæra sjálfan sig um að hann yrði að kaupa hann“. „Félagi” var frumsýnd í des- ember. Gagnrýnendurnir sögðu að þetta væri léleg stæling á „Ninotehka" og að aðeins per sónuleg hylli Clarks myndi fá fólk til að sjá myndina. Þeir sögðu að hann hefði ekki leik ið í góðri kvikmynd síðan hann lék í „Á hverfanda hveli“ og veltu því fyrir sér hve áhrif þessar miðlungskvikmyndir myndu hafa á framtíð hans. Carole hafði að venju fjöl- skylduna í heimsókn á jólunum. Þetta ár gáfu þau mér fagurt platínu og demants armband með nafni þeirra greiptu á bak hliðina og að venju háa ávís- un. Clark gaf Carole fallegan liring settan rúbínum og demönt um og minkapels. Hún gaf hon- um nýja veiðistöng og ensk stíg vél. Clark var sjaldan veikur og þó hann kvartaði aldrei vissum við öll að honum leið oft illa í öxl inni sem hann hafði meiðzt í þeg- ar hann lék í San Francisco" ár- ið 1936. Carole sem vissi að erfitt yrði fyrir hann að leita til lækn is í Hollywood án þess að það kæmist í blöðin taldi hann á að ifera til John Hopkins í Baltt more. ‘ Þau fóru skömmu eftir jóÚai aeð lest. Þeim tókst að sleppa ir } og inn í bargina án alltof mik- ’ illar eftirtektar þó Carole ^sgSi. að hjúkrunarkonurnar hjá Johnf Hopkins hefðu ætlað að sleppa sér þegar þær sáu Clark. \ Læknirinn ráðlagði nudd og- vissar æfihgar sem Clark lagðí sig allan fram við. Annars- fannst ekkert að honum. Corale- hringdi til mín og sagði méi?! fréttirnar og hún var í sjöunda himni af hamingjusemi því húö. hafði haft áhyggjur af heilsu hans. Þegar öxlin var úr sögunni bjó Carfele sig undir að skemmtá' sér. Hún hafði aldrei komið tiÞ Washington og þau heimsóttu The Capitol, Hvíta húsið, Lin- voln minnisvarðann og Washing ton minnisvarðann. Ég fékk fjöi mörg pástkort frá henni sem á# stóð „Skemmti mér vel, vijdL að þú værir hér“. Fréttirnar um dvöl þeirra í borginni komust til eyrna forsét" ans. Roosvelt forseti ætlaði að, fara að halda einn af sínum frægu útvarpsþáttum og hann bauð Clark og Carole ásamt fleiri gestum að vera í bókaher- bergi hans meðan upptakan fór". fram. Þetta var stór stund 1 ; lífi þeirra beggja. ' l Eftir að upptökunni var lokið bauð forsetinn þeim að dvelja hjá sér um stund og spurði þau Barnafatnaður Kjólar — Blússur — Peysur. Pils — Sokkabuxur. Ungbarnafatnaður — Sængurgjafir. Gleðilegt sumar! 'j Verzlunin i i Laugavegi 70. Páska- blóm Afskorin blóm í úrvali. Gróðurhúsið er fullt af grænum og blómstrandi pottaplöntum. ( Lítið inn yfir páskahelgina. — Munið hringakst- urinn uim gróðrastöðina. ; Ævisaga CLARK GABLE Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar: 22822 og 19775 Útsalan að Laugavegi 91 er opin á laugardag. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. apríl 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.