Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 1
ö '■■/í'.'y l> UR ATVINNUUFINU EINS og' kunmigt er, hafa ís- lendingar selt allmikið magn af Iiraðfrystum fiski til Banda- ríkjanna og þá í ýmsum gerð- um og stærðum pakkninga. Ein tegund þessara pakkn- inga eru liinar svonefndu blokk ir, sem vega þetta frá lO—MVz Ibs. eða þar um bil. Eru þær framleiddar bæði úr ýsuflök- um og þorskflökum. Þarf mjög að vanda þessa framleiðslu, og þá ekki sízt með hárrétta stærð þeirra og útlit allt, því á Bandaríkjamarkaði keppa þar við íslendinga aðallega Kan- adamenn, Norðmenn og Danir. í fréttabréfi Sjávarafurða- deildar SÍS nú fyrir skömmu, er grein eftir Einar Jóhanns- son, sem átti þess kost á sl. hausti að fylgjast með vinnslu þar vestra úr íslenzku blokkun- um og einnig þeim kanadísku. Eýsir liann í fyrrnefndu frétta- bréfi útliti blokkanna íslenzku og segir meðal annars: „Þær kanadísku voru mjög sléttar, hornréttar og allir flet- ir beinir. Úrgangur við sögun þeirra var hverfandi lítill. Hins vegar voru íslenzku blokkirnar mjög misjafnar. Framleiðsla sumra húsanna var ágæt, en aftur á móti mjög slæmar hjá öðrum. Aðalgallarnir, sem ég sá, voru: 1. misþykkt 2. pappi í honum 3. blokkirnar liolóttar 4. kantar ósléttir 5. blokkirnar bognar.“...... „Loks rákumst við á nokkrar blokkir, sem ekki höfðu feng- ið neina pressu meðan þær voru að frjósa. Slíkar blokkir eru til einskir nýtar“...„Við skulum líta á þetta mál frá sjón arhóli kaupenda. Þeir, eins og við, vilja fá sem mesta nýt- ingu úr því hráefni, sem þeir kaupa. Það ætti ekki að vera neitt launungarmál, að þeir fá lélegri nýtingu úr íslenzku blokkunum, en þeim kanad- ísku, norsku og dönsku, mest vegna þeirra galla, sem ég liefi talið hér að framan. Við skulum vera þess minn- ugir, að enda þótt hráefnið sé gott, þá hefur það ekki allt að segja við sölu fiskafurða og keppinautar okkar hafa cinnig oft ágætt hráefni. Við fáum mjög gott verð fyrir okkar blokkir þegar þær selj- ast. En ég er hins vegar ekki viss um að íslendingar geri sér grein fyrir þeirri döpru staðreynd, að vegna lélegrar nýtingar og hás verðs á ís- Ienzku blokkunum, kaupa flestir framleiðendur fiskrétti í Bandaríkjunum fyrst sínar blokkir í Kanada, síðan í Noregi eða Danmörku. Þegar þessar birgðir þrýtur, kaupa þeir frá íslandi." Það er hárrétt hjá greinar- höfundi, að það er ömurleg staðreynd, að islenzku blokk- irnar skulu seljast síðast og ekki fyrr en hinar velúclít- andi blokkir frá öðrum lönd- uin eru seldar. Það er nefni-. HÉR ER MIKIÐ I HÚFI ÞAÐ fara margar hendur um fiskinn, áður en hann kemst á borS neytandans. ÞaS má segja að ævintýr- ið sé rétt að byrja þegar fiskurinn er dreginn úr sjón um. Meðfyigjandi grein fjallar um þá brýnu þörf, að allir aðilar geri sér hliósf hvílík verðmæti þeir eru með i höndunum og hve mikið er í húfi að vinnu- brögð þeirra séu í fullkomnu lagi. lega ekki nóg, að sum frysti- húsin eða jafnvel langflest þeirra framleiði rétta gerð af blokkunum, og þótt þau séu bara fá íslenzku frystihúsin, sem framleiða ekki réttu blokkirnar, þá er það nóg til þess að bandarísku kaupend- irnir forðast: „PRODUCE OF ICELAND." llér er ekki liægt að skelia skuldinni á fisldmennina og ef til vill ekki heldur í öllum tilfellum á starfsfólk frysti- liúsanna, sem vinnur við fram leiðslu blokkanna, því mis- lögun blokkanna stafar oft frá lélegum pönnum eða frysti tækjunum sjálfum. Mér er tjáð að nú sé mjög eftir þessu litið lijá liúsunum og er það gott. Það mun vera regla að frystihúsin, sem starfa allt árið, þurfi eftir liverja 6 mánuði að fá lög- gildingu um hæfni til að mega framleiða fisk til sölu erlendis. Og ekkert hús má hefja starfsemi án slíkrar lög gildingar. Þá væri ekki úr vegi aö öll áhöld væru gaumgæfi- lega atliuguð af trúnaðarmönn um Fiskmatsins, svo að fyrir- byggt yrði að þau gætu skemmt lögun eða rétt útlit pakkninganna. Það var góð og nauðsynleg ráðstöfun að taka þessa reglu upp, að löggilda húsin til vinnslunnar um ákveðinn tíma. En þá dettur manni í hug hvort þessi löggilding ætti ekki að vera nokkuð víð- tækari. Til dæmis að í byrj- un hvers árs væru löggiltar stöðvar þær, sem verkuðu salt fisk og skreið. Hús, sem verk uð er skreið í eða saltfiskur, eru úandi og grúandi af smá- um lífverum, séu þau ekki Framh. á 4. síðu. . BLAÐ 43 árg. - ÞriSjudagur 1. maí 1962 - 98. thl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.