Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 3
ÉG GLEYMI aldrei fyrsta fundi mínum með Lenin í stóra en auða vinnuherberginu hans í Kreml árið 1921. Drengjalegt andlitið á Aivo Tuominen verður fjarrænt, en skyndilega fer hann að hlæja á meðan hann þurrkar sér um munninn með pentudúknum. — Það var þá, að ég varð fyr- ir mínum fyrstu vonbrigðum bak við múra Kreml. í barna- legri ímyndun minni hafði ég gert mér í hugarlund tilkomu- mikla mynd af mínum mikla spámanni: Gáfaður og voldug- ur maöur hlaut að líta vel út og hann hlaut að vera hár og kraftalegur. Mér til mikilla von brigða hitti ég litinn karl með gulleita og litlausa húð, skiikk augu og meðtekið andlit. En á þeim hálftíma, sem við töluð- um saman um ástandið í finnskri verkalýðshreyfingu, hafði ég gleymt hinum líkam- lega veikleika. Það, sem ég síð- an mundi af ytra útliti hans, var hinn skarpi og lifandi svip- ur í augunum. Þannig situr hinn lágvaxni, en þéttvaxni og kröftugi tré- smiðssonur frá Tammerfors og gefur okkur nokkra innsýn í margbreytta og innihaldsríka ævisögu sína. Stundum beinir hann atriðum til hinnar clsku- legu konu sinnar til að tryggja nákvæmni síns eigin minnis. Hann er Iifandi mannkynssögu- bók, fullur af dramatískum frásögnum úr einum af veiga- mestu brennideplum samtím- ans. Ilann fæddist fyrir G8 árum í Tammerfors. Þar Iifði liann byltingu og götur, sem skulfu undir fótataki soltinna mót- mælagangna. Hann varð bar- áttumaður í þjóðfélagsbarátt- unni. Með krafti unglingsins og brennandi trú gekk hann í að fjarlægja allt hið gamla og rotna til að brjóta leið fyrir eitthvað nýtt og mikið. Öll bar- átta Iians var „söguleg nauð- syn”. í heil tíu verðmæt ung- lingsár sat hann í fangelsi vegna „rauðra” atliafna sinna í hinu „hvíta” Finnlandi. Loks yfirgaf hann föðurland sitt og varð einn af helztu „liðsfor- ingjunum” í „héraði” heims- kommúnismans í Moskva. Á næstu árum var hann ná- inn samverkamaöur allra stóru nafnanna í sögu kommúnisma nútímans. Ilann hafði Tito sem „lærling”, hann hafði „beina línu” til Stalíns, og hann hafði íbúð með Kuusinen, mannin- um, sem lifði af allar stóru hreinsanirnar og spilar enn að tjaldabaki í Moskva. En Tuominen lifði einnig vöxt ógnarstjórnar Stalíns.. í návígi sá hann hvernig stór og stolt’ nöfn hrundu skyndilega saman og voru strikuð út úr sögu Sovétríkjanna og komm- únismans. í dag er rótað upp í sumu af þessu í stöku tíma- ritsgrein. Tuominen þekkti marga þeirra. Ásamt mönnum eins og Togliatti, Pieck, Gott- wald og prófessor Varga sat hann á hinum dramatíska fundi í Komintern, þegar Dim- itrov Ias upp dauðadóminn yf- ir Bela Kun. 1938 fór hann yfir hafið til að hreinsa til í finnska komm- únistahreiðrinu í Stokkhólmi. Hann var fullur af dauðum blekkingum og ideólógískum efasemdum. Og það var í höf- uðborg Svíþjóðar, sem hann fékk þann dropann, sem fyllti mælinn, svo að út af flóði: — hann fékk bréf frá félaga Sta- lín, þar sem honum var tjáð, að hann hefði verið skipaður „forsætisráðherra” í hinni frægu Terijokki-stjórn, en þann „heiður” tókst Kuusinen á hendur, þegar Tuominen hætti. Þessi tilkynning frá Moskva gaf Tuominen til kynna hvað var í vændum, og hann átti sem sagt að verða yfirmaður „finnskrar” stjórnar á sov- ézkri grund. Hann læddist hægt og rólega út um bakdyrnar og í mörg ár bjó hann undir fölsku nafni í Svíþjóð, en hann gerði upp sitt pólitíska innbú. N'okkru eftir stríð kom hann svo aftur til síns gamla heima- bæjar. Hann varð nú aftur að Iáta undan þörf sinni til að starfa að stjórnmálum, og loks endaði hann sem ritstjóri og þingmaður jafnaðarmanna. Nú hittum við hann á eftir- Iaunum og önnum kafinn. Á skrifborði hans liggur handritið að nýrri, pólitískri endurminn- ingabók hans. „Ilvernig gat heilt heimsríki skolfið fyrir einum manni, og hvernig gat Stalín látið a’Ia hlýða með ógnunum sínuin óg ógnum?” — Maður, sem ekki 'iefur verið „trúaður” kommúnisti, getur sennilega aldrei skilið það alveg. í bók minni „Klukfc urnar í Kreml” hef ég revnt að gefa svar við þessari fróðlegu spurningu. Látið mig aöeius nefna lítið dæmi, sem a. m. k. segir hluta af sannleikanum: Eftir uppgjör Krústjovs við Stalín á 20. flokksþinginu, fékk hinn orðglaði forsætisráðherra miða upp í ræðustólinn. Nafn- laus maður niðri í salnum vildi fá að vita orsökina fyrir að- gerðaleysi og hlýðni Krústjovs við harðstjórnina. Krústjov bað viðkomandi mann um að standa upp og Ieggja spurninguna fram munnlega. Það varð þögn í salnum og enginn stóð upp. Það var þá, sem hinn nýi stjórn andi kom með hið fræga svar sitt: — Þessi þögn gefur gott svar við spurningunni. „Hefur Krústjov raunveru- lega áhuga á að koma smám saman á meira frelsi? Aftur kemur drengilegt bros á varir Tuominens: — Eg steypti Stalín af stóli þegar árið 1938. Tito kom ekki fyrr en 1948, og Krústjov var sem sagt silakeppur. Það var ekki fyrr en 1956, að hann fór að berja á hinni helgu guðsmynd. Eini maðurinn, sem hafði var- anleg áhrif á mig, var Martin Tranmæl. Hann lét aldrei lokka sig í netið. „En snúum okkur aftur að Krústjov í dag. Látum vera, að hann hrá seint við, en brá hann heiðarlega og vel viö?” — Ég held ekki, að rétt sé að tala um góðleik og heiðar- leik í þessu sambandi. Krúst- jov gegnir aðeins ákveðnu lilut verki og er knúinn áfram af öflunum í þjóðfélaginu kring- um sig. Jafnvel í einræði nú- tímans verður áberandi stjórn- málamaður að fara eftir straum unum hjá almenningi. Og Krústjov hefur gott og við- kvæmt nef. Honum er Ijóst, að það getur soðið hjá ungu kyn- slóðunum, ef vélræn þvingun og kúgun verður aftur helzta tæki einræðisherrans. Hann mun tala um fyrir og „ala upp”. Hann er nógu raunsær til að sjá, að þetta er eina leiðin fyr- ir hann. Hann mun reyna að framkvæma einræði án ofbeld- is. „En ef gömlu hundingjarnir úr trúnaðarmannahópi Staiíns verða ofan á í baráítunm?” — Þegar til Iengdar lætur geta þeir ekki sigrað, því að þróunin hefur blátt áíram dauðadæmt gömlu aðferðirnar. En í baráttunni verður Krúst- jov að nota hina gömlu kenn- ingu Lenins í breyttu formi: hann verður að taka þrjú skref áfram og hörfa síðan tvö. Þess vegna munu sennilega skiptast á vorleysingar og vetrarkuldi. Það, scm á næstu árum getur valdið mestum vanda í hinum kommúnistíska heimi, er ekki ástandið í Sovétríkjunum, held- ur í hinum kommúnistísku ríkj unura. Við skulum ekki gleyma, að Kína er enn á miðju þróun- arstigi stalinismans. Þörfin á samræmi í ídeólógíu og algerri kreddutrú er enn veigamlkill þáttur í hinni kommúnistisku heimshreyfingu, og þetta get- ur leitt til mikilla guðfræði- legra deilna og mikils, kalds „trúarstríðs”, og mörg óúí- reiknanleg atriði blandast ínn í myndina. „En ef við viljum vera bjart- sýnir og dálítið spámannleg'r: hvernig entíar þetta eigin- lega?” — Hluti af óhamingju míns synduga Iífs var, að ég vissi svo mætavel hvað hlaut og mundi gerast í samræmi við einföld, sögulcg lögmál. Ég er brennimerktur af mínum glæstu framtíðarvonum, sem síðan hrundu. En ég skal samt lia;tta mér út í að setja fram skoðun, sem að mínu viti er líkleg. í hinum kapítalistíska heimi hefur lengi verið fram- þróun, sem gerir iðnaðarþjóð- félag nútímans félagslegra og demókratískara. Gamli klass- íski kapítalisminn í sinni upp- runalegu mynd er smám sam- an að hverfa. í Sovétríkjunum eru nýjar kynslóðir að vaxa upp, unglingar, sem aðeíns þekkja byltinguna af afspurn og láta ekki auðveldlega veiða sig í aígjöra trú á -isma. Þeir hafa þörf hins almenna manns til að efast, miklu sterkari di mín kynslóð, sem oft Ieit á trúna sem nauðsyn. Þessi félagslegi og algjör- lega mannlegi grundvöllur mun leiða til þess, að hin tvö þjóð- félagskerfi náigist hvort ann- að. Af slíkum samruna mun upp rísa þjóðfélag, þar sem Framhaid á 7 síðu. ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 1. maí 1962 3 IMMWmwiWmWWWWWMWMWWWMWmtMtWMWWWMVIWWMW^MMWWWWMMMWMMtimMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.