Alþýðublaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 8
sssa SUÐliRGATAN er ein fegursta gata Reykja- víkur, myndarleg íbúðahús með fögrum görð- um. En svo gerist það, að verzlunarfyrirtæki kaupir eitt húsið og setur þar upp sölubúð. Garðurinn fyrir framan hverfur og þar koma skilti, bílastæði og annað sem fyigir verzlun. Þannig eru hverfi í Reykjavík eyðiíögð með samblandi óskyldra hluta og skipulagsleysi. hús á verðmætum stöðum og auðar lóðir. Þetta er bæði ópraktiskt og ljótt og Reykvíkingar verða að gera á næstu árum átak til að laga þetta, gera byggðina jafna og nota gamla bæinn til hins ítrasta. Þetta þýðir, að taka verður óeðlilegan gróða af lóðasölu og nota til skipulagningar. Ganga verður frá endanlegu skipu- lagi gömlu hverfanna og hvetja stórfyrirtæki og stofn anir til að byggja upp gamla bæinn í stað þess að fara til úthverfanna. ★ FULLGERUJVT HVERFIN Einn versti gailinn við út- lit Reykjavíkur er sú stað- reynd, að bæjarhverfi virð- asl aldrei vera fullgerð. — Þar eru hálfgerð hús, ópúss- uð hús, lóðir hafa ekki ver- ið lagfærðar, gangstéttir vantar og göturnar eru mal- argötur. Þannig er það víða, enda þótt borgararnir hafi reist hin glæsilegustu hús. Hér er ósamræmi mill'i bess, sem fólkið veitir sér innan- húss og í bílakaupum - og hins, hvernig umhverfið og ytra útlit er vanrækt. Það er ekki eðlilegt, að í- búar í svo efnaðri og þrótt- mikilli borg, sem Reykjavik er þurfi að bíða 20-30 ár írá því ibúðarhús þeirra eru reist, þar til nágrennið lít- ur úf eins og bæjarhluti í REYKJAVÍK hefur risið á einum fegursta stað, sem hægt var að finna hér á landi fyrir höfuðborg og stór borg. Að vísu er hrjóstrugt í næsta nágrenni borgarinn- ar, en fjallahringurinn, ströndin og sundin skapa glæsilegan ramma fyrir nú- tíma borg. Mikið hefur verið gert til að fegra borgina og gera hana svo úr garði, að hún sómi sér í hinni fögru um- gerð. Ýmsar götur og bygg- ingar stuðla að þessu og Skemmtigarðarnir í mið- bænum eru fallegir og vel hirtir. Þrátt fyrir þetta skcrtir mikið á, að Reykjavík sé nægilega fallegur eða vel byggður bær. Verkefnin, sem bíða á þessu sviði, eru mikil Og aðkallandi, og verður hér minnzt á nokkur þeirra. ★ UPPBYGGING ELDRI HVERFA. Versti gallinn á útliti Reykjavíkur er sá, að borg- in er alls staðar eins og hálf byggð. í eldri hverfunum eru smáhús og kofaræskni innan um glæsileg og ný stór hýsi. í nýju hverfunum eru ópússuð hús, ógerðar lóðir. Því miður hefur verið vanrækt að koma eðlilegu skipulagi á lóðaverð, bar.nig að elztu bæjarhlutarnir, sem eru næst miðbænum, hafa ekki byggzt upp. Lóðir þykja þar dýrar á sama tíma 'sem fyrirtæki geta fengið leigulóðir utarlega í bænum. Arangurinn af þessu er sá, að bæjarbúar-' hafa varið milljónum á milljónir ofan til að gera ný hverfi fyrir ný hús, en gamli bærinn hef- ur ekki byggzt upp eins cg eðlilegt væri. Þar eru lítil nútímaborg. Verkefnið er þvi að taka hverfin fyrir hvert um sig og reyna að Ijúka við þau, smátt og stórt. Þá mundi smám sam- an fást hlýlegur og fastur svipur á Reykjavík, og hún mundi missa þann Klondyke svip, sem einkennir hana í dag. ★ REGLUGERÐIR UM HVERFIPÍ. Vegna þess hve Reykja- vík hefur verið seint og illa skipulögð, er mikill mis- brestur á því, að íbúðahverfi séu nægilega vel aðgreind frá verksmiðjuhverfum og annarri starfsemi. Þetta þarf auðvitað að lagast. Þannig að iðnaðurinn fái meira og betra landrými í eigin hverfum, en hvers konar atvinnurekstur, sem ekki getur átt heima í íbúða- hverfum, sé fjarlægður það- an. Eitt dæmi um þetta er hin margvíslega starfsemí, sem rekin er í bílskúrum í bænum. Þar eru verzlanir og verkstæði, þar er framleidd ur alls konar varningur og pakkað inn. Að vísu ber þessi_ bílskúrsstarfsemi vott um dugnað og framtak, en þó má þessi starfsemi í flest um tilfellum alls ekki vera í íbúðahverfum og sýnir skort á skipulagi og skorti á aðstöðu fyrir smáiðnað og verzlun. Setja þarf reglugerðir fyrir hverfi bæjarins, þar sem mælt er fyrir um, hvaða starfsemi megi vera í hverju og tryggt, að út af því verði ekki brugðið. ★ SKRÚÐGARÐARNIR. Skemmtigarðar bæjarins hafa meginþýðingu til að skapa fagran bæjarsvip. — Þeir eru nú þegar allmarg- ir og mikið um lítil horn hér og þar, $em hafa verið snyrt og sett þar niður blóm eða jafnvel tré. Þetta er allt lofsvert og hefur meira að segja verið áberandi, hve vel hefur verið frá görðun- um gengið og við þá unnið. Hins vegar þarf meira til. Það verður að gera ráð fyr- ir miklum opnum svæðum í nýju hverfunum, taka þau frá strax og byrja sem fyrst að vinna eitthvað við þau. Miklatún er ágætt dæmi. Það er skiljanlegt, að ekki sé unnt að skipuleggja þar garðinn og hefja vinnu við stíga og blómabeð fyrr en eftir nokkur ár. En væri ekki rétt að byrja strax og setja niður tré í stórum stíl og gefa þeim nokkum tíma, áður en garðurinn verður allur lagaður? ★ BYGGINGALISTIN. Hvað sem gert er við göt- ur og umhverfi, hafa húsin sjálf alltaf meginþýðingu varðandi fegurð borgar. Par- ís mundi ekki þykja merki- leg, ef húsin við aðalgöturn- ar væru eins og húsin við Laugaveg. Reykjavík á engin veru- lega gömul hús — því mið- ur. Það elzta Verður von- andi varðveitt, ýmist á sín- um stað (eins og stjórnar- ráðið og Menntaskólinn) eða í safninu við Árbæ. Hins vegar á Reykjavík mikla byggð frá tíma bárujárnshús anna með allan tréskurðinn. Mikið af þessum húsum er verulega fallegt og sjálfsagt að varðveita góð sýnishom þessa byggingastíls, sem einu sinni var ríkjandi í höfuðborg okkar. Því miður er búið að klína ljótum steinkumböldum inn á milli þessara gömlu húsa, svo að erfitt verður að finna samfellda götu eða smá hverfi til að varðveita, en gera verður það, sem fram- ast er unnt. í Nýju húsin eru sum mjög fögur, en miklu meira af þeim hörmulega ljótt. Við eigum eftir að sjá eftir, hve mikið var byggt í flýti árin eftir styrjöldina og hve ljótt mikið af því er. Bærinn verður að hafa áhrif á húsameistarana með góðu fordæmi og þyrfti að veita þeim árleg verðlaun fyrir béztu húsin. Oft ættu bæjaryfirvöld hreinlega að Framh. á 1/2. síðu EFRI myndin kvæmd, sem sn nágrenni, þð sei rusl, en svo glæ Reykjavíkur. Þí f jarlægja braggí geta verið. t 8 16- maí 1962 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.