Alþýðublaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 14
DAGBÓK miðvikudagur MIM Miðviku- dagur 16. maí: — 12,00 Hádeg- Isútvarp. 13,00 „Við vinnuna". 15,00 Síðdegisútvarp. 18,30 Óp- crettulög. 19,30 Fréttir. 20,00 Varnaðarorð: Erlingur Pálsson lögregluþjónn talar aftur um umferðarmál. 20,05 „Valsar fyr ir vestan haf“: Harold Coates og hliómsveit hans leika og syngja. 20,20 Kvöldvaka. 21,45 íslenzkt «nál. 22,00 Fréttir. 22,10 Upplest ur: „Við gröfina", smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur. 22,25 Næt- urhljómleikar: Frá hátíð nútíma tónlistarmanna í Varsjá s. 1. haust. 23,25 Dagskrárlok. Aðalfundur dansk-íslenzka fé- lagsins var haldinn 30. apríl s. 1. Starfsemi félagsins hefur verið fjölþætt og veigamikil á undanförnum árum undir stjórn Friðriks Einarssonar. - FJárhagur þess er góður. ■—. Stjórnarkosning fór fram og var kosinn formaður, Þórir Þórðarson prófessor. Er hann kosin til tveggia ára. HJÓNAEFNI: — í gær opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Heiða Ólafsdóttir, Laugarnes- búðum 28, Rvk, og Baldur Baldvinsson, sjómaður, Vest- manneyjum. Ennfremur ung- frú Sirrý Ólafsdóttir, systir Heiðu, og Jón Jóhannesson, Sjómaður, Vestmannaeyjum. Eimskipafélag' íslands h.f.: — Brúarfoss kom til Rvk 14.5. frá Ham- ÖG borg. Dettifoss fer frá Nevv York 15.5. til Charleston -og ■ni Hamborgar. Fiallfoss fer frá ■') í Akranesi í dag 15.5. til Rotter- dam, Hamborgar, Antwerpen og Hull. Goðafoss fór' frá Dublin 6.5. til New York. Gullfoss fór frá Leith 14.5. til Rvk. Lagar- foss fór frá Eskifirði 13.5. til Hamborgar, Fredrikstad, Gauta- borgar, Mantyluoto og Koíka. Reykjafoss fer frá Rotterdam 15.5. til Hamborgar, Rostock og Gdynia. Selfoss kom til Rvk 12.5. frá New York. Tröllafoss fór frá Keflavík 13.5. til Hull, Ventspils, Leningrad og Kotka. Tungufoss fór frá Gautaborg 12. 5. væntanlegur til Reyðarfjarð- ar 16.5., fer þaðan til Seyðisfj. Vopnafjarðar, Raufarhafnar, — Skagastrandar, ísafJarðar og R- víkur. Zeehaan fór frá Kefla- vík 11.5. til Grimsby. Laxá kom til Hafnarfíarðar 13.5. frá Hull. tíordland Saga lestar í Hamborg 16.5. fer þaðan til Kmh og Rvk. Askvik lestar í Gautaborg 18.—. 20.5. til Rvk. Jöklar h.f.: Drangajökull kom til Seyðisfjarðar í gær frá Gtb. Langjökull er í Riga, Vatnajök- ull fer væntanlega í kvöld frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grimsby og London. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er í Napoli. Askja er á leið til Rvk. I’Iugfélag íslands h.fí: Millilandafl.: Gullfaxi fer til Glasg. og Kmh kl. 08,00 í fyrramálið. — Innan- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Hellu, ísafiarðar og Vestmanna- eyja (2 ferðir). — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, ísafjarð- ar, Kópskers, Vestmannaeyja (2 ferðir) og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: — Miðvikudag 16. maí er Þorfinnur karlsefni væntanlegur frá New York kl. 05,00. Fer til Oslo og Helsing- fors kl. 06,30. Kemur til baka frá Helsingfors og Oslo kl. 24. Heldur áfram til New York kl. 01,30. — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá New York kl. 06,00. Fer til Gautaborgar, K- mh og Stafangurs kl. 07,30. — Kemur til baka frá Stafangri, Kmh og Gautborg kl. 23,00. — Heldur áfram til New York kl. 00,30. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá Helsingfors og Oslo kl. 24,00. Fer til New York kl. 01,30. Kvöld- n*turvörð- ur L.R. f dag: Kvöld- vakt kl. 18,00—00,30. Nætur- vakt kl. 24,00—8,00: - Á kvöld- vakt: Víkingur Arnórsson. Næt- urvakt: Daníel Guðnason. Laeknavarðstofan: aiml 15030. Vesturbæjarapó- tek á vakt vikuna 12.-19. maí. Sími -22-90 Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9.15-8 laugar daga frá kl. 9.15-4 og sunnudaga frá kl. 1-4 Helgidaga og næturvörður í Hafnarfirði vikuna 12.-19. maí verður Eiríkur Biörnsson sími 5-02-35 . MUNIÐ NEYÐARVAKTINA Bæjarbókasafn teyk.iavíkur: — Sími: 12308. A0- alsafnið Þing- holtsstræti 29 A: Útlánsdeild 2-10 alla virka daga nema laug ardaga 1-4. Lokað á sunnudög um. Lesstofa: 10-10 alla virka daga, nema laugardaga 10-4. Lokað á sunnudögum. Útibúið Hólmgarði 34: Opið 5-7 alla virka daga, nema laugarddga. Útibúið Hofsvallagötu 16: Op ið 5.30-7.30 alla virka daga nema laugardaga Vlinningarspjöld „Sjálfsbjörg'' félags fatlaðra fást á eftirtöld um stöðum. Garðs-apóteki, Holts-apoteki Reykjavíkur- apoteki, Vesturbæjar-apotekl Verzlunninni Roði Laugavegi 74, Bókabúð tsafoldar Austur stræti 8, Bókabúðinni Laugar nesvegi 52 Bókbúðinni Bræðra borgarstíg 9 og í Skrifstofu >iálfsbiargar Minningarorð: KRISTlN KRISTJÁNSSON ÞAÐ er ekki algengt, að mönn um verði sérlega mikið um, þótt þeir frétti lát einhvers, sem kom inn er á áttræðisaldur — nema það sé þá faðir eða móðir þess, sem fréttin berst. En þannig fór mér, þegar ég fékk þá fregn, að frú Kristín Helgadóttir KristJáns son, væri dáin. Ég hafði ekki bú Akureyri hafnar izt svo skjótt við láti hennar, þótt raunar hefði hún látið svo ummælt við konu mína, að það hefði fyrir hana borið ekki alls fyrir löngu, sem ylli þvi, að hún byggist ekki við að lifa að verða sjötíu og fjögurra ára, — en það hefði hún orðið 7. nóvember n.k. — og ef til vill liefur hún fyrir^ þær sakir flogið svo skyndilega vestur um haf til að kveðja vini sína, börn sín, fimm tengdabörn, kjörson og barnabörn — því að hingað til íslands vildi hún kom ast aftur, áður en dauðann bæri að höndum, og bera hér beinin. Kristín var mikil kona og ó- venóuleg. Það vissi ég því betur, sem ég kynntist henni meira. Og ekki hef ég orðið jafnnáinn vinur neins, sem ég hef skrifað um ævi sögu, og raunar var það svo„ að kona mín og sonur, sem er mað ur einungis rúmlega tvítugur, fengu ekki síður mætur á henni en ég, og mátti heita, að hennar væri hér beðið með eftirvæntingu af okkur öllum, þegar við áttum von á henni. Hún hafði átt við margt og mik ið að stríða um dagana, margir erfiðleikar mætt henni og siúk dómar veitt henni þungar búsifj ar. Hún hafði staðið ein uppi með börn sín báðum megin Atl- antshafsins og orðið að vinna fyr ir þeim hörðum liöndum, og hún hafði oftar en einu sinni verið við dauðans dyr. Og dulargáfur hennar ollu henni oft ærnum ó- þægindum og settu hana tíðum í mikinn vanda, því þó að hún gæti oftast bægt frá sér í bili hinum annarlegu óhrifum, ef illa stóð á, þá gripu þau hana stund- um af slíku ofurmagni, að hún fékk ekki viðnám veitt, hvernig sem ástatt var. Og sýnir hennar og vitranir lögðu henni löngum margar og miklar skyldur á herð ar. En hún styrktist við hverja raun á þeim vettvangi — eins og í lífsbaráttunni, leit orðið á það sem hlutverk sitt að láta sem mest gott af sér leiða, hjálpa sem allra flestum, sem voru hjálpar- þurfi, án tillits til þess, hvort þeir voru skyldir eða vandalausir og án þess að hugsa nokkru sinni um endurgjald, þessa heims eða annars. Loks var þannig komið, að persónuleiki hennar var orð- inn svo hreinn og sterkur, að henni var hver raun, sem hún á sig lagði í annarra þágu, ekki að eins létt, heldur Uúf. Hún var og með öllu liætt að hugsa fyrir sín um morgundegi. „Það verður séð fyrir mér“, sagði hún, „ég þarf ! ekki að hafa neinar áhyggjur." Og henni varð að þessu, það var þrautreynt. Á sjötugasta og fjórða aldurs ári lagði hún það á sig fyrir konu, sem bjó í sama húsi og hún, konu, sem lífið hefur leikið ó- veniugrátt og lienni var alls ó- skyld, að fara með henni að loknu sínu dagsverki sex daga vik unnar og vinna erfiðisvinnu fram undir miðnætti. Það var ekki til neins fyrir okk- ur vini hennar, að segja henni að hlífa sér. „Ek hefi vánd klæði, ok liryggir mik ekki, þó at ek slíta þeim ekki gerr,“ sagði Ingjaldur í Hergilsey. Ég mun ekki að þessu sinni mæla langt mál eftir þessa konu, og ég veit, að ég þarf ekki að biðja henni framliðinni góðs. En ég og við þrjú á mínu heimUi þökkum henni vináttu hennar og kynni og biðjum blessunar henn ar nánustu, austan hafs og vestan. Guðmundur Gíslason Hagalín islenzk Val- borgarmessa SÆNSK-ÍSLENZKA félagið í Reykjavík hélt nú í ár Valborgar- messu til að fagna komu vorsins með iíkum hætti og Svíar gera. Sænskir stúdentar halda jafnan 30. apríl hátíðlegan og syngja vor söngva um nóttina. Heitir fagnað urinn Valborgarmessa. Hélt Sænsk-islenzka félagið há- tíð sína í Skíðaskálanum í Hvera dölum. Var bál kveikt fyrir utan skálann og dönsuðu gestir í kring um það og sungu. Ræður voru fluttar og mikið sungið og fór há tíðin hið bezta fram. Framh. af 1. síðu þ. e. Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna, Krossanesverk- smiðjunni, K. Jónsson & Co og Netagerðinni Oddi. Með tilliti til undirtekta ákvað fundurinn að fé- lagsmcnn skildu mæta til vinnu í dag. Frá Húsavík berast þær fréttir, að í fyrradag, hafi verið fest upp á veggi og símastaura, tilkynning- ar, þar sem verkalýðsfélagið til- kynnir hækkaða taxta frá og með 15. þ. m. Þar er sagt, að almennt verkamannakaup hækki úr 23,74 í 26,10 eða um 10%. Þar eru tveir lægstu flokkarnir felldir saman, og kemur 10% hækkunin á þá, en aðrir flokkar hækka um 6%. Enginn fundur hefur verið hald inn þar með atvinnurekendum, eða öðrum aðilum. Það er haft eftir á- reiðanlegum heimildum, að þar muni allir aðilar samþykkja þaup- taxtann hljóðalaust, en ekki skrifa undir neina samninga. Þó eru Síld arverksmiðjur rikisins undanskild- ar, en miklar framkvæmdir eru nú á Húsavík, og vinna 20 menn við verksmiðjuna. Mun verksmiðju- stjórnin fá málið til meðferðar. — Þar er Kaupfélag Þingeyinga einn stærsti atvinnurekandinu. Á Raufarhöfn hefur verkalýðs- félagið sagt upp samningum fyrir nokkru, og er það miðað við 1. júní. Vill það fá 6% hækkun plús þau 4%, sem koma 1. júní. Þó kem ur til greina 9% kauphækkun ef félagið fær greitt Vi% í bygginga- sjóð. Engar áætlanir eru þar uppi um að tilkynna hækkaðan kaup- taxta, heldur bíða til mánaðamót- anna. Eins og kunnugt er, gera hinir tilkynntu kauptaxtar ráð fyrir að 10% hækkunin komi strax til greina, þó með tilliti til þess, að ákveðin 4% hækkun 1. júní falli niður. SÍS og kaupfélögin eru stærstu atvinriurekendurnir í þeim kaup- túnum, þar sem kommúnistar hafa tilkynnt hækkun á taxta, og má t.d. benda á hinar stóru verksmiðjur KEA og sambandsins á Akureyri, þar sem hundruð manna vinnur. Nú er almennt talið víst, að verkalýðsfélögin á Austurlandi muni sigla í kjölfar með að gefa út taxta með hækkuðu kaupi. Slösuðust Framhald af 1. síðu. hcimleiðinni og fóru að fikta viS einn af bautasteinunum, með þeim aflciðingum að steinninn hrundi ofan á þá. Bautasteinninn var á stöpli frck ar veikum og brotnaði hann í tvennt. Annar drengurinn komst lieim til sín, en hinn lá ósjálf- bjarga eftir, unz kona kom á vettvang og gerði aðvart uin slys- ið. Voru báðir drengirnir fluttir á Slysavarðstofuna, og síðan það- an á Landsspítalanu, þar sem ver ið var að gera að sárum þeirra í gærkvöldi, er blaðið fór í prentun. Liðsauki.... Framhald af 1. síSu. inu, verði ekki fyrir neinni komm- únistískri árás. Kennedy forseti upplýsti, að U Thant, framkvæmdastjóra SÞ, hefði verið tilkynnt um þessa styrk ingu bandaríska liðsins. Liðið verður undir yfirstjórn Harkins hershöfðingja, sem er yfir hernað- araðstoðinni við Suður Vie-tNam. Áður en tilkynning þessi var gef- in út, hafði forestinn rætt við þing- leiðtoga bæði demókrata og repú- blíkana. Forsetinn lagði áherzlu á, að stefna USA gagnvart Laos væri að koma á samstéypustjórn í land- inu. Talsmaður Washingtonstjórn- ar kenndi í dag Phoumi Nosavn, landvarnaráðherra Boun Oums, um að ekki hefur tekizt að mynda slíka stjórn. Dobrynin, sendiherra Rússa í Washington, ræddi í kvöld við Rusk utanríkisráðherra um Laos- málið. 14 16. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.