Alþýðublaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.05.1962, Blaðsíða 15
FRÁ SOVÉT 0 Þ í> „Ég sagði, að við þyrftum þeg ar í stað að mæla með hermd- arverki á njósnasviðinu, og ein af deildum okkar — vafalaust mín — verður látin sjá um fram kvæmdina". Ógreinileg feginsstuna leið frá brjóstum manna. Svo að SME RSH mundi þá bera- ábyrgðina: Það var þó nokkuð. „En valið á takmarki verður ekki auðvelt og sameigirileg á- byrgð okkar á réttu vali verður þung“. Linur-harður, harður-linur. Nú átti fundurinn leik. „Það er ekki aðeins um það að ræða að sprengja upp bygg- ingu eða skjóta forsætisráðherra. Við höfum ekki í huga neina svoleiðis, borgaralega dellu. Að gerð okkar verður að vera hár- fín, nákvæm og miðuð að hjarta leyniþjónustu vesturveldanna. Hún verður að valda njósnakerfi þeirra alvarlegu tjóni — leyndu tjóni, sem almenningur heyrir ef til vill ekkert um, en verður hið leynilega umræðuefni ráð- andi manna. En hún verður lika að valda opinberu hneyksli, sem er svo stórkostlegt. að heimur- inn sleiki út um og geri grín að skömm og heimsku óvina okk ar. Ríkisstjórnirnar munu að sjálfsögðu vita, að um sovézkt konspiratsia (samsæri) er að ræða. Það er ágætt. Það verð- ur hluti af ,,hörðu“ stefnunni. Og agentar og njósnarar vestur veldanna munu vita það líka, og þeir munu dást að því hve slungn ir við erum.og þeir munu skjálfa. Svikarar og hugsanlegir brott- hlaupsmenn munu skipta um skoðun. ' Starfsmenn okkar sjálfra munu öðlast hvatningu. Þeir verða hvattir til frekari dáða af styrkleika þeim og snilli, sem við sýnum. En auðvitað mun um við þræta fyrir, að við vit- um nokkuð um verkið, hvert sem það kann að vera, og það er æskilegt, að almenningur í Sovétríkjunum viti ekkert um samsekt okkar“. G. hershöfðingi þagnaði og horfði aftur sviplaust í augu hon um. „Og nú þurfum við að velja þá stofnun, sem við beinum atlög unni að, og síðaro ákveða skot- markið innan þeirrar stofn- unar. — Félagi Vozdvishen- sky hershöfðingi, þar eð þér lítið á leýinþjónustuna er- lendis frá hlutlausum sjónar- hóli (þetta var skens vegna hinn ar alræmdu afbrýðissemi milli GRU, leyniþjónustu hersins, og leyniþjónustu MGB), ef til vill vilduð þér gefa okkur yfirlit. — Við vildum gjarna fá skoðun yð ar á því hver af leyniþjónustum vesturveldanna er veigamest. Við munum síðan velja þá, sem hættulegust er og við viljum helzt valda tjóni“. G. hershöfðingi settist aftur í stólnum. Hann lét olnbogana hvíla á örmunum og hvíldi hök una á samanfléttuðum fingrun- um, eins og kennari, sem ætlar að fara að hlusta á langa frá- sögn. Vozdishensky hershöfðingi var ekkert bangirn yfir verki sínu. Hann hafði verið í leyniþjón- ustunni, mestmegnis erlendis, í þrjátíu ár. Hann hafði starfað sem ,;dyravörður“ i rússneska sendiráðinu í London, þegar Lit vinoff var þar. Hann hafði unn ið hjá Tass fréttastofunni í New York, og síðan farið aftur til London sem starfsmaður Am- torg, sovézku viðskiptastofnunar- innar. í fimm ár hafði hann ver ið hermálafulltrúi hjá hinni frá- bæru frú Kollontai í sendiráð- inu í Stokkhólmi. Hann hafði hjálpað til að þjálfa Sorge, hinn sovézka meistaranjósnara, áður en Sorge fór til Tókíó. í strið- inu hafði hann um tíma verið yfirmaður í Svisslandi, eða „Schmidtlandi", eins og það hét á máli njósnara, og þar hafði hann aðstoðað við að lcoma á fót hinu frábærlega vel heppnaða en sorglega illa notaða „Lucky“ njósnaneti. Hann hafði alloft far ið inn í Þýzkaland sem sendi- boði til „Rote Kapelle“, og hafði komizt naumlega hjá því.að vera útrýmt með þeirri deild. Og eft ir stríðið, er hann hafði verið í láni hjá utanríkisráðuneytinu, hafði hann vitað alit um Burg- ess og Maclean málið og ótelj- andi önnur samsæri til að kom ast inn i utanríkisráðuneyti vest urveldanna. Hann var atvinnu- njósnari fram í fingurgóma, og hann var algjörlega fús til að láta skrá skoðanir sínar á keppi nautunum, sem hann liafði ver ið að kljást við allt sitt líf. Aðstoðarmaðurinn við hlið honum var ekki eins rólegur. Ilann var hræddur um, að RUMID yrði með þessu sett upp við vegg, og það án þess að deild in væri vel undirbúin. Hann veik öllu' burtu úr heila sínum og bjóst til að hlusta vandlega á hvert einasta orð. „I þessu máli“, sagði Vozd- vishensky hersh'öfðingi varlega, „má ekki rugla saman mannin um og stöðu hans. Sérhvert land á góða njósnara. og það eru ekki alltaf stærstu löndin, sem eiga hina flestu eða beztu. En leyni þjónustur eru dvi’ar, og lítil lönd hafa ekki efni á þeim sam stilltu aðgerðum, sem leiða til góðrar leyniþjónustu — fölsun arskrifstofum, loftskeytastöðv- um, skjalasöfnum og deildum, sem meta og bera saman skýrsl- ur njósnranna. Einstakir njósn- arar, sem starfa fyrir Noreg, Hol land, Belgíu og jafnvel Portú- gal, gætu reynzt okkur mjög erf iðir, ef lönd þeirra vissu hvers virði skýrslur þeirra eru, eða notuðu þær vel. En þau gera það ekki. í stað þess að koma upplýsingunum áfram til stór- veldanna, vilja þau heldur sitja á þeim og þykjast mikil. Svo að við þurfum ekki að hafa áhyggj ur af þessum smærri ríkjum", hann þagnaði, „þar til við kom- um að Svíþjóð. Þar hafa þeir verið að njósna um okkur öld- um saman. Þeir hafa alltaf haft betri upplýsingar um Eystra- saltið og löndin þar í kring en jafnvel Finnar eða Þjóðverjar. Þeir eru hættulegir. Ég mundi vilja stöðva aðgerðir þeirra“. G. hershöfðingi greip fram í. „Félagi, þeir eru stöðugt með njósnahneyksli í Svíþjóð. Eitt hneyksli í viðbót mundi ekki vekja neina athygli. Haldið á- fram, gjörið svo vel“. „Við getum sleppt Ítalíu“, hélt Vozdvishensky hershöfð- ingi áfram, án þess að virðast taka eftir því, að tekið hafði ver ið fram í fyrir hönum. „Þeir eru kænir og starfsamir, en þeir valda okkur engu tjóni. Þeir hafa aðeins áhuga á sínu eigin hafi, Miðjarðarhafinu. Sama má segja um Sján, nema hvað gagu njósnadeild þeirra er Fiokknum erfið. Við höfum misst marga góða menn í hendurnar á þess- um fasistum. En það mundi sennilega kosta okkur fleiri menn að koma á fót aðgerðum gegn þeim. Og lítill árangur muridi nást. Þeir eru enn ekki tilbúnir til byltingar. í Frakk landi er Deuxieme Bureau enn gáfuð og hættuleg, þó að okkur hafi tekizt að komast inn í flest ar njósnadeildir. Það er maður að nafni Mathis, sem er yfirmað ur hennar. Skipaður af Mendes France. Hann mundi vera freist andi skotmark, og það mundi vera auðvelt að athafna sig í Frakklandi". „í Frakklandi gæta þeir sín sjálfir", sagði G. hershöfðingi. „Allt öðru máli gegnir um England. Ég býst við, að við ber- um allir virðingu fyrir leyni- þjónustu Breta“, Vozdvishensky, hershöfðingi, leit umhverfis borð ið. Allir viðstaddir kinkuðu treg lega kolli, þar á meðal G. „Ör- yggisstofnun þeirra er frábær. Þar eð England er eyja, hafa þeir mjög góða aðstöðu í öryggis- málum, og hjá hinni svokölluðu M15 starfa menn með góða menntun og gáfur. Leyniþjón- usta þeirra er enn betri. Þeir hafa náð athyglisverðum ár- angri. Við vissar tegundir að- gerða erum við alltaf að komast að raun um, að þeir hafa orðið á undan okkur. Starfsmenn þeirra eru góðir. Þeir launa þá illa — aðeins eitt eða tvö þús und rúblur á mánuði — en þeir starfa af trúmennsku. Þó hafa þessir starfsmenn engin forrétt indi í Eng’andi, enga undanþágu frá sköttum og engar sérverilan ir, eins og við höfum, þar sem þeir geti keypt ódýrar vörur. - Þjóðfélagsstaða þeirra erleijdis er ekki há, og konur þeirra yefða að látast vera konur ritara. Jþ]|im er sjaldan launað með orðu, fyrr en þeir setjast í helgan st^in. Og þó halda þessir menn og,kon ur áfram þessu hættulega stfrfi. Það er einkennilegt. Það ep ef til vill skólakerfið, sem gerir þetta. Ævintýraþrá. En samt er það einkennilegt, að þeir skuli vinna þetta verk svo vel, því að þeir eru ekki fæddir undirhyggju menn“. Vozdvishensky hershöfð ingi óttaðist, að orð lians yrðu talin of lofsamleg. Hann flýtti sér að draga úr þeim. „Auðvitað liggur mest af styrk þeirra í goð sögn Scotland Yard, Shertock Holmes. leyniþjónustunnar. Við liöfum sanriarlega ekkert að ótt- ast frá þessum herramönum. En þessi goðsögn er hindrun, sem gágnlegt væn að ryðja úr vegi“. „Og Bandar'íkjamenn?" G., hershöfðingi vildi reyna að stöðva tilraunir Vozdvishensk- ys til að draga úr lofi sínu um brezku leyniþjónustuna. Ein- hvern tíma mundi þetta, sem hann sagði um skólakerfið, taka sig vel út í réttarsal. Næst, von- aði G. segir hann, að Pentngon. (landvarnaráðuneyti USA) sé sterkara en Kreml. „Bandaríkjamenn hafa stærstu og ríkustu þjónustuna af óvin- um okkar. Frá tæknilegu siónar miði, í loftskeytatækjum, vopn- um og öðrum búnaði, eru þeir beztir. En þeir hafa engan skiln- ing á starfinu. Þeir fyliast a£ hrifningu yfir einhverjum .njósnara frá Balkanskaga, sem segist hafa upplýsingar um leyni her í Ukrainu. Þeir ausa í hann peningum til að kaupa fyryir stígvél handa þeim her. Auð- vitað fer hann beint til Parisar og eyðir peningunum í kvenfólk. Bandaríkjamenn ætla sér't að "’gera allt með peningum. Góðir njósnarar vinna ekki fyrir pen- inga eina saman — aðein& lé- legir njósnarar, sem Bauda- ríkjamenn eiga nokkrar hercleild ir af." „Þeir ná árangri, félagi," —i sagði G.. hersliöfðingi, silki- mjúkri röddu. „Ef til vill van- metið þér þá.“ Vodvishensky hershöfðingl yppti öxlum. „Þeir komast ekkt hjá því að ná árangri. félagi herg höfðingi. Það er ekki hægt að sá milljón sæðum, án þess að úpp- skera svo mikið sem eina kart- öílu. Persónulega tel ég ekki, að þessi fundur þurfi að bcina athyglinni að Bandarikjamönn- um.” Yfirmaður RIJMID settist aftur í stólinn og tók fram síg- arettuveski sitt. ' „Mjög athyglisverð fram- setning,” sagði G„ hershöfðingi, kuldalega. „Félagi Slavin, Hérs- höfðingi?” Slavin hershöfðingi, yfirmað- ur GRU, hafði engan veginn i huga að láta setja sig upp að vegg vegna hersráðsins. „Eg het lilustað af athygli á orð félaga Vozdvishensky hershöfðingja'. Eg hef engu við að bæta.” i Nikitin, ofursti í ríkisöiYgg- Vinsæli Bezta skjólflíkin gegn regni og stormi. Tilvalin ferðaflík. Fæst nú aftur. Stærðir frá 8 ára. Sendum gegn póst- kröfu um land allt. Aðalstræti. 9 Sími 18860. eftir lan Fleming ALÞÝÐUBLA9IÐ - 1962 16. maí Í5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.