Alþýðublaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 5
Dag einn fyrir fáum ár-
um sátu nokkrir menn á veitinga-
húsi í Chicago. Tveir þeirra
störSu með aðdáun í augum á
þann þriðja, sem talaði kæru-
leysislega um áralanga reynzlu
sína í siglingum um öll heimsins
höf. Hann talaði um smygl og sjó
ræningja við Afríkustrendur og
ferðir inn í frumskógana.
Mennirnir tveir, sem hlýddu á
hann af mikilli athygli voru báð
ir sölumenn og hétu Joseph Mur
ano og Leslie Cohen. Þeir voru
báðir ógiftir, en komnir á miðjan
aldur og höfðu fengizt við margt
um ævina.
Ævintýramaðurinn, sem heill-
aði þá svo gjörsamlega kallaði
sig Joseph Schmitz, Hann trúði
þeim fyrir því, að hann hefði
skipstjórapróf á stærri skipum
eins og hann orðaði það og hefði í
huga að skreppa í smásiglingu til
Afríku. Það væri alls ekki ólík-
legt, að hann gæti komizt í sam
band við gimsteinasmyglara við
Afríkustrendur, því að þar þekkti
hann hverja smugu og hvert vik
við ströndina. Hann stæði meira
að segja í samningum við mann,
sem ætti 16 metra langa skútu og
væri fáanlegur til að leigja hana.
Sölumennirnir tveir litu hvor á
annan og spurðu óðamála hvenær
hann hyggðist leggja af stað.
Ævintýramaðurinn yppti öxl-
um. — Það verður víst ekki fyrr
en á næsta ári, ég verð ekki bú-
inn að safna mér fyrir leigunni
fyrr, sagði hann.
— Viljið þér taka okkur sem
félaga, spurðu sölumennirnir á-
fjáðir, þá getum við siglt strax?
Schmitz þóttist hugsa sig um
andartak, svo rétti hann fram
lúkuna og þar með var félagsskap
urinn innsiglaður.
Murano og Cohen höfðu aldrei
stigið fæti á stærri farkost en
barkarbát, en Schmitz íullviss-
aði þá um, að það skipti engu
máli, það væri ekki meiri vandi
að sigla bát en að aka bíl.
Cohen og Murano ruku til og
útveguðu sér ferðaskilríki svo
gengu þeir á milli verzlananna og
fengu sér sporthúfur og allskon
ar tæki til veiða og ferða í frum
skóginum, þeir keyptu sér meira
að segja fílabyssur.
Um ferðina fyrirhuguðu frétti
enginn, því að þeir höfðu lofað
Schmitz því að segja engum neitt
og stóðu við það.
í ágústbyrjun var ekið til New
York til að líta á farkostinn,
þeim fannst hann lítill, en ,,Ser-
ena“, en svo hét bá'urinn, liefði
glatt auga livers verulegs sigl-
ingamanns, traustlega byggð, þrí
sigld með hjálparvél. Undir þilj
um var ágæt káeta með teppum
á gólfi og hægindastólum.
Murano og Cohen biðu upp á
dekki meðan Schmitz fór ofan til
að semja við eigandann. Hann
kom upp stuttu síðar og skýrði
félögum sínum frá því að samn
ingar hefðu tekizt. Það var ekki
fyrr en nokkrum mánuðum síð
ar, að þeir komust að því að
„samningarnir“ giltu aðeins til
tíu daga siglingar á skipalcið ut-
an Long Island. Eigandinn liafði
lagt á það ríka áherzlu, að seglin
á Serenu væru alls ekki ætluð til
stórátaka og skipið mætti alls
ekki nota til úthafssiglingar.
Næsta dag hófst ferðin. Og
þeir voru ekki fyrr komnir úr
augsýn utan hafnar en þeir tóku
til við að mála yfir nafn og númer
fleytunnar. í dögun þann 14. á-
gúst, einmitt á sama árstíma og
hvirfilvindarnir taka að safna
krafti til átaka á .Suður-Atlants-
hafi, lögðú Schmitz og félagar
hans af stað í átt til Afríku.
New York var ekki horfin að
fullu bak við sjóndeildarhringinn,
er Murano og Cohen uppgötvuðu
að öll hin fögru orð Schmitz um
dásemdir slíkrar siglingar voru
ekki allskostar í samræmi við
staðreyndirnar. Þeir þurftu að
taka nýjan kurs, en áður en því
var lokið voru þeir orðnir bláir
og blóðugir. Þeir héngu dauð-
hræddir í skautunum meðan
Schmitz hrópaði allskonar óskilj
anlegar skipanir í þeirra land-
krabbaeyru og bóman sveiflaðist
þvert um skipið aftur og aftur og
ógnaði þeim með höfuðkúpubroti
í hvert sinn.
Loks fengu þeir leyfi til að fara
undir þiljur og gera að skrámum
sínum og styrkja sig á einni öl-
flösku áður en kæmi að næsta
verki, að koma fyrir vistum og
varningi á öruggum stað. En hvíld
in varð ekki löng, þeir heyrðu allt
í einu að það hvein óhugnanlega
í reiðanum. Skyndilega hófst ká-
etugólfið á loft eins og lyfta en
féll jafnskjótt niður aftur með
hreyfingum eins og tappatogari,
sem er skrúfaður ofan í flösku, sú
hreyfing dugði til þess, að báðir
féllu kylliflatir á gólfið. A þil-
fari varð allt í einu sprenging,
eitt seglið var farið í tætlur og
allt lauslegt í káetunni, þar á
meðal mennirnir tveir, fóru flug-
ferð fram og aft,ur. I.oks gátu þeir
skreiðst upp á dekk, þar stóð
Sclimitz váð stýrishjólið, en -allt í
að koma sér að verki og reyna að
gera við það, sem aflaga hafði
farið, og það gerðu þeir eins vel
og þeir gátu.
Smámsaman lærðu félagar
Schmitz að hagræða seglum, án
þess að flækja sig í köðlum og
vírum. En það leið varla sá morg
un, að ekki kæmi él að þeim ó-
vörum og rifi seglið í tætlur, það
sem eftir var dags fór þá í að
reyna að sauma saman stærstu
rifurnar.
í New York var eigandi báts-
ins hinn rólegasti í fyrstu, en
þegar langt var liðið umfram
þann tíma, er báturinn átti að
vera kominn til baka, lét hann
hefja leit að honum, lögregla
strandgæzla og tollþjónusta tóku
þátt í leitinni, en ekkert fréttist
af Serenu.
Schmitz var alltaf í sjöunda
himni og át með ánægju súrkál-
ið sitt til morgunverðar og
sveskjur með hnetusmjöri til
hádegisverðar. Kosturinn féll
félögum hans ekki eins vel í geð
Þeir voru að niðurlotum komnir
af átökunum við segl og rár
(venjuleg áhöfn slíkrar skútu er
6—8 menn) og þeir urðu stöð-
ugt vesælli.
Þegar svo var komið að Cohen,
sem var fjarska lítill vexti, gat
ekki lengur komið að veruleg-
um notum við seglin, fékk hann
leyfi til að stýra, en stefnan var
oft hálfgert út í hött.
Eina nóttina kom Schmitz ó-
vænt upp á þilfar og tók þá eftir
því að Cohen hafði, annaðhvort
kring geisaði hið versta óveðurs
él.
Élið varð að raunverulegum
Atlantshafsstormi, svo að bátur-
inn kastaðist eins og korktappi
um öldurnar og Schmitz varð að
binda sig við stýrið og skipaði
hinum að koma sér undir þiljur
og vera þar. Ein aldan olli slík-
um halla á bátnum, að gríðar-
stór ísklumpur, sem þeir höfðu
tekið með sér í von um að geta
haldið smádrykkjusamkvæmi á
lognsævi við sólarlag, braut sér
leið út úr kæliskápnum og bráðn
aði í sameiningu við nokkur egg,
tómata, kartöflur og corn-flakes
í eina heljarstóra omelettu.
Schmitz stóð við stýrið sam-
fleytt í þrjá daga og alltaf geis-
aði óveðrið jafn látlaust. Sölu-
mennirnir tveir skiptust á um að
skríða upp á þiljur og mata hann
með skeið á niðursoðnum baun-
um. Á öðrum degi öskraði Cohen
i eyra hans og það væri farinn að
koma sjór upp um káetugólfið.
Schmitz skipaði honum að dæla.
Þeir gátu ekki komið dælunni af
stað og urðu að dæla með hand-
afli. Seinna kom það í ljós, að
með því fyrsta sem þeir dældu
fyrir borð voru nokkur hundruð
lítrar af benzíni, sem hafði flot-
ið út í kjölvatnið, er leiðsla rofn-
aði.
Loks lægði storminn. Schrpitz,
sem enn var óbugandi þráttíyrir
allt, sem hann hafði mátt þola
úndanfama dága, skipaði' þeim
vegna mistaka eða af heimþrá,
snúið skútunni um 180 gráður,
svo að stefnið sneri aftur til sama
lands. Eftir þetta var Cohen
hafður undir þiljum, eins rnikið
og mögulegt var. Hann sat svo
mikið niðri í káetunni í votum
léreftsskóm sínum við að leggja
kabal, að tær hans og öklar tóku
að þrútna ískyggilega.
Murano tók líka einhvern ein-
kennilegan sjúkdóm, sem varð
til þess, að rödd hans varð há og
hvell. (Nú segir Murano, að hann
hafi bara verið svona hræddur).
Eftir allan storminn tók við
algjört logn dögum saman, og
Serena vaggaði á öldunum dag
eftir dag án þess að færast úr
stað að marki. Það virtist enginn
efi geta leikið á um endalok þess-
arar ferðar. Vatnsbirgðir þeirra
voru senn á þrotum, fæðubirgðir
þeirra hurfu líka óhugnanlega
fljótt. Kjölvatnið hækkaði stöð-
ugt og Murano og Cohen*. sem
báðir höfðu misst tugi kílóa af
þyngd sinni urðu fljótlega of
máttvana til þess að dæla. Hóp-
ur smáhákarla fylgdi þeim nú
orðið dag og nótt, eins og þeir
væru að bíða eftir því að þeir
stykkju fyrir borð.
Einn morguninn kom Schmitz
þeim á óvart með því að segja
þeim, að liann héti alls ekki
■ Schmitz, heldur Bredel, og 'þeir
fengu skipún um að nefná hann
• því nafni framvegis.
• Næsta dag tilkýnnti hann fé-
hálf meðvitundarlaus í koju
sinni, og bjóst við því á hverri
stundu að kjölvatnið tæki að
fljóta yfir hann, heyrði hann að
Bredel var að rífast við Cohen.
Þær eru hérna, sagði hann. Ég
er alveg viss um það, við getum
rekist á þær hvenær sem er
Murano skreiddist á dekk og
hugleiddi hvem skrattann Bredel
væri að tala um — hann minn-
ist þess, að hann bjóst við hverju
sem er, afríkönskum Pygmæum
eða jafnvel Hollendingnum fljúg
andi — en í stað þess sá hann
nokkra fjallstinda á stórri eyju
framundan. Þeir höfðu náð Ma-
deira og verið 50 dægur i hafi.
Bredel .skipaði sínum mönn-
um að gera allt klárt til lancí-
göngu og því var tjaldað, sem
til var. Fáum mínútum cftir að
þeir höfðu kastað akkerum -f
Santa Cruz höfn, var Bredel kom
inn yfir í aðra skútu og farinn að
segja sjóferðasögur eins og hanr.
hefði verið að koma úr skemmti-
legri sunnudagssiglingu um fló-
ann.
Bredel virtist kunna mætavel
við sig á eyjunum, en ekki leið á
löngu, áður en hann fór að und-
irbúa næsta áfanga siglingarinn
ar til Afríku. En þá gerði Cohen
uppreisn og fékk Murano til að
samþykkja það að hverfa frá
borði og reyna að komast heim
aftur hið bráðasta.
Þeir tilkynntu Bredel ákvörð-
Framh. á 15. sWu
lögunum, að samkvæmt útrbikn
ingum sínum væru þeir ekki
meira en dagsferð frá Madeira.
En þeir höfðu vart meðtekið
þennan gleðiboðskap, er aftur hóf
sig stormur, einn hinn versti,
sem komið hafði um árabil. í því
óveðri fórst meðal annars þýzka
skólaskipið Pamir með áttatíu
manna áhöfn.
Það var í þessu óveðri, að
Leslie Cohen hóf að skrifa
aumkunarverða skýrslu, sem
hann nefndi „Síðustu dagar Les-
lie Cohen”. Þar má meðal ann-
ars lesa þetta: Stöðugt votur.
Vinn átján tíma. Komist ég lif-
andi úr þessu, þá heiti ég því að
stíga aidrei framar um borð I
skip.
Ægilegt óveður í nótt. Aldrel
hefur Guð heyrt þrjá flækinga
biðja eins innilega fyrir sér og
við gerðum.
Við veltum fram og aftur, vind
hraðinn 70 — 90 sjómilur á klukku
stund, .en við færumst ekki úr,
stað. Murano segir, að sin vegna
megi skipið farast á stundinni,
þá sé þessu að minnsta kosti lok-
ið. Bredel segir nei — hann viil
ná landi.
Aftur nýr dagur, nýr hvirfil-
bylur. Skyldi nokkur maður hafa
gert aðra eins bölvaða vítleysu
og þessa.
En einhvern veginn sluppu
þeir út úr þessu. Einn daginn var
allt í einu komið gott veður og
aumkunarverð, hálfsokkin skút-
an lá hulin þykkri þoku.
Morguninn eftir, er Murano lá
AIÞYÐUBLAÐIÐ. - 3. júní J962 5