Alþýðublaðið - 03.06.1962, Qupperneq 3
LÖNGUM hefur þeirri áráttu íslendinga verið viðbrugðið, að þeir sækt-
ust eftir því að ganga aðra jörð en ættjörðina og sigla annan sjó, en þann,
sem umlykur íslands strendur. Menn hafa lagt vitur höfuð sín í bleyti í
tilraunum til að grafast fyrir rætur þeirrar áráttu og komizt að ólíkri nið-
urstöðu.
Útþrá manna á sér sjálfsagt eins margar og margslungnar rætur og
mennirnir sjálfir eru margir, en stundum verður manni á að hlusta á frá
'sagnir farmannanna hálfu eyra og hugleiða jafnframt í fyllstu alvöru,
hvort hafið streymi ekki í blóði þeirra og gæði rödd þeirra, hinni djúpu
fyliingu, gefi augum þeirra hið fjarræna blik, sem veldur því, að manni
skilst, að á landi eru þeir aðeins gestir.
Maður heitir Ásgeir Höskuldsson, hann hefur fyrir löngu vanizt því að
hafa fast land undir fótum, en þrátt fyrir það er hafið djúpstæðara í
eðli hans og það er einhver bylgjuhreyfing í öllu því sem hann tekur sér
fyrir hendur eins og hafið sjálft gnauði í blóði hans, sterkt og ómótstæði
legt.
Þennan mann heimsótti blaðamaður Alþýðublaðsins fyrir skömmu og
átti við hann það samtal er hér fylgir.
ÁSGEIR Höskuldsson er fædd-
ur á Fremri-Kotum í Skagafirði
árið 1936 og í Skagafirði var
hann að mestu til tíu ára aldurs,
er hann fluttist til Húsavíkur.
— Hvað varstu lengi á Húsa-
vík, Ásgeir?
— Til sextán ára aldurs, þá
lagði ég land undir fót.
— Hvert fórstu þá?
— Til Noregs.
— Hvernig stóð á því ferða-
lagi?
— Ætli það megi ekki kenna
tilboð um vinnumennsku hjá
norskum bónda í gegnum norska
ráðningarskrifstofu.
— Kunnirðu eitthvað í norsku?
— Nei, og það hafði nærri
komið mér á kaldan klaka. í bréfi
ráðningarskrifstofunnar var það
skýrt tekið fram, að ég yrði að
geta bjargað mér annað hvort í
dönsku eða ensku til þess að
ráðning- kæmi til greina. Þó að
ég kynni hvorugt, ákvað ég að
freista gæfunnar og lagði af stað
utan með skipi um vorið. Þegar
uinstæðurnar, sem ollu því.
Það var mikið talað um hval-
veiðar í héraðinu og margir það
an voru á hvalveiðum á hverju
ári. Svo kynntist ég lika göml-
um íslendingi, sem hafði verið
á hvalveiðum og sagði mér
margt frá þeim. Mig langaði til
að reyna þetta líka.
— Og svo varstu ráðinn?
— Já, ég var ráðinn sem
sjúkrahúsdrengur á hvalveiði-
móðurskip.
— Yar það stórt skip?
ævintýralönguninni um það. Mig
hafði lengi langað til að komast
eitthvað út. Eg keypti bækur
Menningarsjóðs, þar á meðal
bækurnar Lönd og lýðir.
í bók um Danmörku rakst ég á
frásögn um skipti á landbúnað-
arverkafólki, og eygði þar með
möguleika á því að láta draum-
inn rætast.
— Hvernig. fórstu að koma
þessu í kring?
— Eg fór nú hægt að öllu. Eg
fór fyrst til Reykjavíkur og
hafði loforð um að komast þar
að sem nemi í smiðju, en var
svikinn um það. Þá komst ég að
sem sendill í þing'nu. Eg sagði
vini mínum Karli Kristjánssyni
alþingismanni frá löngun minni
til að komast utan og hann skrif-
aði fyrir mig bréf til Bjarna Ás-
geirssonar sendiherra í Oslo.
Snemma árs 1953 fékk ég svo
út kom leit fátt björgulega út.
Eg hafði ekki atvinnuleyfi, en
var tilkynnt, að ég yrði að út-
vega mér það.
Eg kynntist íslendingi, sem
hjálpaði mér upp á sendiráð, síð-
an var haft samband við ráðn-
ingarskrifstofuna og þeir vildu
helzt senda mig sömu leið til
baka, mállausan og leyfislausan
unglinginn. Eg lét mig samt ekki
og sama kvöldið lagði ég af stað
með lest til Sandefjord á Vest-
fold. Þar var ég svo vinnumað-
ur í sjö mánuði hjá bóndanum,
sem sent hafði tilboðið.
Að ráðningartímanum loknum
bauðst hann svo til að útvega
mér pláss á hvalveiðiskipi, eftir
minni eigin ósk.
— Hvernig stóð á því, að þú
vildir endilega komast á hvat-
veiðiskip?
— Það voru nú aðallega kring-
— Það var þá stærsta hval-
veiðimóðurskip í heimi, 34,000
lestir.
— Hvert þurftirðu að fara til
að komast á það?
— Ekkert, það vildi svo til, að
þetta stóra skip hafði að nokkru
leyti aðsetur sitt í Sandefjord,
þann tíma, sem það var ekki í
suðurhöfum.
— Var áhöfnin norsk?
— Mikill meirihluti áhafnar-
innar var norskur, þar á meðal
allir yfirmennirnir.
— Hvert var svo siglt?
— Við héldum fyrst til A-
Indía og þaðan til Durban í S-
Afríku, þar fóru áhafnir skot-
bátanna frá borði, yfir í sín
skip, en við tókum marga afrík-
anska verkamenn um borð, sem
áttif að tilheyra áhöfninni um
veiðitímann.
— Hvernig líkaði þér við svert
ingjana?
— Þetta var auðvitað margs
konar lýður, en það er einkenni
legt, ég held, að það sé óhætt
að segja það, að þeir hafi verið
betri eftir því sem þeir voru
dekkri.
— Var munur gerður á
svertingjunum og þeim hvítu
um borð hjá ykkur?
— Nei, varla um borð, en mér
fannst svertingjarnir vera eins
og hver önnur vinnudýr í S-
Afríku. Eg man, að ég sá einu
sinni svertingja vinna við upp-
skipun. Þeir voru í 20-30 manna
hópum og yfir þeim var verk-
stjóri, hvítur maður og í snjó-
hvítum fötum. Hann lyfti ekki
hendi til eins eða neins, nema
til þess að slá til svertingjanna
og spörk fengu þeir, ef ekki
gekk nógu vel.
Eg man það, að þeir urðu
mjög undrandi og hrifnir um
borð, ef hvítu mennirnir hjálp-
uðu þeim við verk, sem þeir
áttu að vinna.
— Hvað var áhöfnin fjölmenn?
— Við vorum um 520 manns
í allt og urðum heldur fleiri en
ráð hafði verið fyrir gert, því
að í Durban fengum við nokkra
laumufarþega um borð, 12 alls.
Við urðum þeirra ekki varir fyrr
en skipið hafði verið tvo sólar-
hringa í hafi.
— Hvers konar lýður var
þetta?
— Þetta var alls konar fólk
og ástæðurnar fyrir þessu ferða
lagi þeirra voru margs konar.
Eg man til dæmis eftir einum
Búa, kaupmanni að atvinnu,
sem flæktist út í þetta vegna ó-
samkomulags við kerlinguna
sína.
— Hvemig voru móttökurnar
um borð, þegar þeir fundust?
— Þær voru nú blandnar og
ekki varð þetta ferð til.fjár fyrir
vesalingana, því að þeir urðu
að þræla um borð þá fjóra mán-
uði, sem veiðiferðin stóð, í tólf
tíma .á sólarhring. Fyrir þá
vinnu fengu þeir mat og skjól
undir þiljum, eins og aðrir
skipsmenn. Þar með var ekki
öllu lokið, því að lögreglan beið
þeirra á bryggjunni, þegar við
komum til baka.
— Hvar voru veiðarnar stund-
aðar?
— Við sigldum beint í suður
frá Afríku og vorum svo við
veiðiskapinn á belti milli 60. og
70. gráðu.
— Þú sagðist hafa verið ráð-
inn sem sjúkrahúsdrengur (ho-
•spitalgutt) — í hverju var það
starf fólgið?
— Það var sjúkrastofa um
borð og við vorum þrír, sem
urinum á henni. Læknirinn, sem
var gamall lierlæknir, ágætis ;
karl. Svo var hjúkrunarmaður,
sem um leið var sálusorgari fyr- ;
ir mannskapinn og ég „gutt- ;
inn“ sá þriðji. Eg var nokkurs ;
konar allra gagn þarna á sjúkra ,
húsinu, blandaði einföld lyf eins ;
og kamfórudropa og hóstamixt- )
úrur, gaf sjúklingunum að eta,
þvoði þeim og snurfusaði, skúr- ;
aði gólf og þvoði upp skítug á- }
höld.
— Hvernig líkaði þér vistin? ,
— Sæmilega. ;
— En livernig líkaði sjúkiing- ,
unum við þig, fékkstu ekki oft ,
orð í eyra frá þeim? ,
— Þeim líkaði yfirieitt vel vlð ,
mig, held ég, en einn kom þó ;
með athugasemd, sem ég gleymi ;
ekki. Hann sagði, að ég væri }
svo sem ágætur, en ég ætti bara ,
aldrei að skúra önnur gólf en ,
þau, sem væru kringlótt.
— Hvað meinti hann með þv!?
— Eg var víst ekki nógu vand- '
virkur með hornin.
— Hvernig líkaði þér við sam-
starfsmennina?
— Þetta voru beztu karlar, og '
ég kynntist þeim nokkuð, þó
man ég bezt eftir eyrunum á
hjúkrunarmanninum. Hann var
nefnilega eyrnaveikur og það
þurfti að hreinsa út úr þeim við
og við. Læknirinn nennti ekki
að standa í því, svo að það féll
í minn hlut.
— Varstu allan tímann í
sjúkrahúsinu?
— Nei, læknirinn hjálpaði 1
mér til þess að komast á dekk,
þegar veiðar hófust.
— Vildir þú heldur komast \
þangað?
— Já, það var meira upp úr \
því að hafa og meira urn að '
vera.
— Hvaða verk liafðir þú þar? /
— Eg var fyrst í svokölluðu /
beinagengi. Kringlótt göt voru <;
á dekkinu og undir þeim voru /
pottamir, þar sem úrgangurinn /
var unninn. Við drógum bein og /
annað, sem með þurfti með stór /
um járnkrókum um dekkið og <;
steyptum því ofan í götin. /
— Var þetta ekki heldijk ó- /
þrifaleg vinna? * /
— Það var sleipt og mesta /
svað á dekkinu. Við gengum /
með mannbrodda neðan í hæl- /
unum og það var erfitt fyrst í )
Framh. á 15. siðu /
ALÞYPUBLAÐIÐ r 3. júní 1%2 3%