Alþýðublaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 13
Vib sjó og í sveit
Framh. af 9. síðu
— þær eru spakar þessar, Hró-
b.jartur, sagði ég og benti á end
urnar.
— Jó, þeim er gefið svo vel
hérna, þær koma alltaf aftur, ég
held bara, að þetta séu þær sömu
og voru hér í fyrra.
— Þær eru orðnar hændar að
■ mönnum;
— Það-ér hægt að hæna að sér
öll dýr, ef maður er góður við
þau.
— Hvaðan ertu ættaður, Hró-
bjartur?
— Ég er Árnesingur, fæddur
á Illemmiskeiði á Skeiðum árið
1890.
— Og gerðist sjómaður?
— Það var nú bæði og. Ég var
tuttugu ár á vertíðum, vetur og
vor, en ég hef nú líka verið bóndi
Ég bjó í fimmtán ár í Villinga-
holtshreppi.
— Það er tilbreyting að hitta
hér hálfgerðan bónda innan um
alla sjómennina.
— Ég verð nú víst að teljast
fremur sjómaðu» en bóndi, þó að
það hafi alltaf verið sveitamaður.
í mér.
— Ertu löngu ffuttur í borgina?
— Ég hef verið í Keykjavík síð
an 1941, fór hingað vegna veik-
inda og var þó nokkuð á togurum
einkum frá Hafnarfirði fyrst eft
ir að ég kom suður. En svo brugð
ust fæturnir og bakið. Það er
kölkun í bakinu á mér og hún
gerir mér lífið leitt. En handlegg
irnir og herðarnar eru enn eins
og á ungum manni.
— Þér líkar auðvitað vel vistin
hérna?
— Sæmilega, það er nú ekki
svo slæmt, en mér leiðist bara
kaupstaðalífið, það er aðallega
það. Annars er ágætt að vera
hérna, aðbúðin er góð og vel
sinnt um mann.
Við Hróbjartur sátum snöggv
ast undir veggnum og ég þóttist
viss um, að hann, sjómaðurinn,
sem var kominn á Hrafnistu eftir
langt og erfitt starf á sjónum, sá
ekki fyrir sér borgina glampandi
í sólskini nýútsprungins sumars,
þegar hann horfði út yfir hana,
heldur sá hann fyrstu sóleyjuna
skjóta upp kollinum og fann ilm
úr grasi sveitarinnar, sem hann
unni.
Þannig togast landið og hafið á
um sál eybúans og sættast ekki
alltaf, fyrr en yfir líkur.
Ungur stýrimaður kom
dag nokkurn inn til skip-
stjóra síns, ræskti sig og
sagði: Mig langar til að
biðja yður, skipstjóri um
nokkurra daga leyfi.
— Gæti ég fengið að vita
ástæðuna, sagði skipstjór-
inn.
— Konan mín er á leið að
eignast barn, svaraði stýri-
maðurinn.
— Nei, heyrið mig nú,
góði maður, sagði skipstjór-
inn og var ekki auðvelt að
lieyra hvort heldur hann
skemmti sér eða var fok-
reiður. Við vituin fullvel,
að nærveru yðar er krafizt,
þegar kjölurinn er lagður,
en fjandinn hafi það, ég get
ekki skilið, að þér hafið
neitt að gera, þegar skipinu
er hleypt af stokkunum.
%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%<
OBY DICK
Framh. af 7. síðu
reyna að éta trjárót. Hann
spýtti henni út úr sér aftur og
það heyrðust dómadags óhljóð
innan úr vömbinni á honum. Án
þess að taka eftir því, að ég var
vaknaður, reis hann á fætur og
gekk niður að pollinum hjá fisk
inum. Innan stundar kom hann
aftur og það söng í maganum á
honum -meira en nokkru sinni
fyrr. Hann bölvaði, svo kom
liann að eldinum til mín og
hristi mig til.
„Vaknaðu", sagði hann, „vakn
aðu. Ég geispaði og settist upp.
Ég horfði framan í hann og það
var hörmulegasta sjón, sem ég
hef séð, en hann var slóttugur
á svip. Hann lagði höndina á öxl
mér. — „Vesalingurinn", sagði
hann. „Þú hefur verið að kalla
upp úr svefninum, gef mér mat,
gef mér mat, kallaðir þú“.
Ég varð alveg orðlaus, en
Hetjur á hefilspæni
Framh. af 11. síðu
Næturnar höfðu verið verstar,
þá var allaf kalt og þeir voru
gegnblautir.
Vissu þeir hvar þeir vorú,
þegar við fundum þá?-
Já, já, þeir höfðu vonað, að
geta náð til kóraleyjarinnar If-
alik. „Hún er þarna,” sagði Ser-
nous og benti til norðvesturs.
nofnina
Ilöfnin, lífæð Keykjavíkurborgar, er sá staður sem hefur
mest aðdráttarafl fyrir alla þá, sem unna lífi og starfi og gera
sér um Ieið Ijóst, hve þýðingarmikill þáttur hún er í uppbygg-
ingu og fyamtíð höfuðborgarinnar. En sé höfnin mikilfengleg
um daga, er hún það ekki síður um nætur. Og sá maður má
vera sneyddur fegurðarskyni, sem ekki getur lirifizt við höfn-
ina um sölarlag eða sólarupprás á sumartíð.
Bæði skipstjórinn og stýrimað-
urinn kinkuðu kolli og brostu
lítið eitt. Sá gamli hafði reynd-
ar rétt fyrir sér, hún var
„þarna.” Samkvæmt kortinu var
hún 35 sjómílur frá þeim stað,
er við höfðum komið auga á þá,
en næstum 500 mílur frá Truk,
upphaflegum áfangastað þeirra.
Við ræddum það á eftir,
hvernig okkur myndi haf-i lið-
ið á sál og líkama eftir að liafa
velkst 30 daga um hafið i slík-
um hefilspæni. Og hvernig við
hefðum brugðist við eftii’ að
hafa verið bjargað á svjpaðan
hátt og þeim fimm.
, Gamli maðurinn hafði sagt
sögu sína hreinskilnislega og
geðshræringalaust og félagar
hans sýndu heldur engin merki
neins óróleika. Þeir höfðu villst
af leið á opnu £afi, en það hafði
komið fyrir " hjá þúsundum
þeirra áður. Sumir höfðu fund-
izt, aðrir ekki. 30 dagar, 500
sjómílur, hverju máli skipti það?
Engu — það svar fann maður í
afslöppuðum líkömum þeirra og
í rólegum, brúnum augunum.
Sernous sagði aftur eitthvað
og túlkurinn sagði. — Hann
spyr, hvort þeir megi halda áfram
við að dytta að bátnum sín-
um. Þá langar til að hafa hann
þurran og þéttan, þegar þeir
leggja af stað aftur frá Truk
til Pulap.
— Auðvitað, sagði skipstjór-
inn. Svo datt honum eitthvað í
hug.
— Spurðu hann, hvað þeir
hafi ætlað að gera til Truk?
Túlkurinn flutti spurninguna
á milli, svo sagði hann: Þeir
fóru af stað til þess að kaupa
sígarettur.
— Sígarettur, alla þessa löngu
leið, bara til þess að kaupa síg-
arettur?
— Já, hann segir, að það hafi
ekki vantað annað.
Við gáfum þeim hverjum um
sig eitt karton af sígarettum, og
það sem eftir var af leiðinni til
Truk keðjureyktu þeir um leið
og þeir unnu við bátinn sinn.
Þeir minntust ekki á það, hvaða
tegund þeir höfðu ætlað að
kaupa, en þeir kvörtuðu ekki
heldur yfir þeirri tegund, sem
þeir fengu.
hann hélt áfram. — „Eg hef víst
verið eigingjarn, ég er svo feit-
ur, að ég get verið án matar
langtímum saman — en þú svona
grindhoraður, það er annað
mál. Ég ætla að biðja Henry að
steikja fyrir þig fiskinn."
Ég hef aldrei aumkað mann
meira á ævi min'ni. Hann laug
— auðvitað, það var hann, sem
var að sálast úr sulti og vildl
éta fiskinn, en það gat hann
ekki viðurkennt, hann varð að
finna einhverja afsökun fyrir
því að éta fiskinn, sem hann
hafði beðið eftir alla ævi, og ég
var ágæt afsökun, glæpinn átti
að fremja í mínu nafni.
„Þakka þér fyrir, Sammi,**
tautaði ég, „mér þykir þetta leitt
en . . .
„Minnumst ekki meira á það“,
sagði hann og ég heyrði garna
gaulið í honum. „Þú mundir gera
það sama fyrir mig, ef ég væri
eins svangur".
Við þetta er litlu að bæta,
Moby Ðick var etinn, þó að það
væri sú þöglasta og ömurlegasta
máltíð, sem ég hefi tekið þátt
í. Tveimur dögum síðar var okk
ur bjargað.
En þetta var í síðasta skiptið,
sem Sammi át fisk.
(Úr sögu eftir B.M. Atkinson jr.)
%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%
Franska herskipið var á
siglingu um Miðjarðarhafið,
og dag nokkurn fékk einn
liðsforinginn skipun um að
taka sólarhæðina og ákveða
hnattstöðu skipsins.
Ungi maðurinn gerði eins
og fyrir hann var lagt og
skilaði útreikningum sínum
til yfirmanns síns.
Stuttu síðar fékk liðsfor-
inginn skipun um að mæta
þegar í stað uppi í brú, þeg-
ar, Jiann kom þar upp, sagði
yfirmaður lians liátíðlega:
Ungi maður, takið af yður
einkennishúfuna, því að við
erum á heilögum stað.
— Ekki skilið, foringi, —
sagði aumingja liðsforinginn
— Þá skal ég segja yður
það, sagði foringinn. „Ef út-
reikningar yðar eru réttir,
þá erum við á þessu augna-
bliki í miðri Péturskirkjunni
í Rómaborg.
%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%v
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. júní 1962 13
..-utv.uiit-, •• •, , >4.