Alþýðublaðið - 24.06.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1962, Blaðsíða 2
ÍIRI i Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — A'ðstoðarritstjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentcmiöja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. SÍS og ríkisstjórnin AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra samvinnu- félaga var haldinn fyrir nokkru. Það er fróðlegt að bera skýrslu SÍS um sl. starfsár saman við hrak- spár stjórnarandstöðunnar um atvinnulífið. Tím- inn og Þjóðviljinn höfðu spáð því að viðreisnin mundi leiða samdrátt yfir atvinnulífið og jafnvel atvinnuleysi. En nú segir Samband íslenzkra sam vinnufélaga að hagur SÍS hafi aldrei verið betri en á sl. ári. Og Eysteinn Jónsson sem ér varafor- anaður stjórnar Sambandsins gerir enga athuga- semd við umsögn SÍS um sl. ár. Eysteinn skrifar í Tímann að ríkisstjórnin sé allt að drepa með við reisninni og það sé samdráttur í atvinnulífinu en í stjórn SÍS samþykkir Eysteinn, að ástandið hafi aldrei verið betra. í skýrslu SÍS um árið 1961 segir svo m. a.: „Árið 1961 var hagstætt fyrir þjóðarbú íslend- inga. Framleiðsla þjóðarinnar hefur aldrei orðið aneiri. Uppbygging liðinna ára er ein höfuðástæð- an fyrir hinni miklu framleiðslu. Jafnframt voru utanaðkomandi áhrif á framleiðsluna hagstæð. Sjávaraflinn óx verulega frá árinu áður“. Og síð- ar segir: „Þessi aukna framleiðsla hafði að sjálf- sögðu mikil áhrif á rekstur Sambandsins, bæði beint og óbeint. Mikil söluaukning varð á innlend um afurðum, þ. á m. á iðnaðarvörum og samvinnu hreyfingin hefur aldrei fyrr skilað jafnmiklu í þjóð. arbúið“. Og síðar í skýrslunni segir: „Flestar greinar starfseminnar sýndu betri afkomu á ár- inu 1961 en árið áður. Kemur hér til greina auk- in umsetning í magni og þó enn meira í krónum vegna gengisbreytingarinnar“. Það kemur ennfremur fram í skýrslunni, að tekju afgangur varð árið 1961 8 millj. kr., þegar afskrif aðar höfðu verið 11 millj. En árið 1958 síðasta ár vinstri stjórnarinnar varð tekjuafgangur 882 þús. krónur. Þessar tölur og skýrsla SÍS tala skýru máli um árangurinn af viðreisnarráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. Ráðamenn SÍS vita það enda þótt þeir vilji ekki viðurkenna það í orði, að efnahagsráð- Stafanir ríkisstjórnarinnar hafa stórbætt aðstöðu SIS. Þær hafa gert Sambandinu kleift að auka út- flutning vegna þess, að ráðstöfunum ríkisstjórnar innar var m. a. ætlað að bæta hag útflutningsat- vinnuvegannna, eða réttara sagt þær áttu að leið- •rétta misræmi sem röng gengisskráning hafi skap að og það misræmi bitnaði verst á útflutningsat- vinnuvegunum. Það er þess vegna broslegt er SÍS herranir læða því inn í skýrslu sína að hið góða ástand sl. ár sé að þakka upp.byggingu liðinna ára og mun SÍS líklega þar eiga við afrek vinstri sfjómarinnar. SÍS mundi svo sannarlega ekki geta sfátað af góðum hag nú ef óðaverðbólga sú, er var að skella yfir er vinstri stjórnin hrökklaðist frá efði fengið að magnast. HANNES Á HORNINU ★ Sérsvipmót þjóðarhá- tíðarhaldanna í höfuð- staðnum. ★ Gagnrýni á stirðnuð sjónarmið. ★ Alþjóðlegt svipmót eða einkasvipur. ★ Tillögur til úrbóta. REIÐUR REYKVÍKINGUR SKRIF AR: „Ég er algjörlega sammála því, sem Gísli Ástþórsson segir um hátíðahöldin 17. júní. Þau eru fyr- ir neðan allar liellur og scrstaklega er þó þáttur Ríkisútvarpsins hörmu legur Dagskráin hefst snemma morguns með beljandi karlakórum sem virðist algjörlega samvaxiff öllum tyllidögum. Svo kemur gamla og margþvælda dagskráin frá há- tíðahöldunum í Reykjavík. NÚ FINNST IVIÉR ekki ofmikið, þó að okkar margsundraða þjóð ætti sér einn — já aðeins einn — sameiginlegan dag á ári hverju, þessi dagur er 17. júni. En hvernig er þetta svo í framkvæmdinm? — Ekki finnst mér annað sýnna en að Reykvíkingar og stúdentar séu að reyna að ræm þessum degi sér til handa. (Sjálfur er ég bæði Reyk- vikingur og stúdent) FÁTT FER ÍUEIR í mínar taugar en hégómlegur provmcialismus, hvort heldur hann er kcnndur við Vesturbæ eða Þingeyjarsýslu. Þjóð hátíðardagskrá sú, sem útvarpað er frá Reykjavík er hlaðin slíkum sjónarmiðum. Framámenn tala þar um borgina sína og fegurð Esjunn- ar eins og til stæðu kosnir.gar en virðast steingleyma öðrum hlutum landsins. Hjartnæm ástarkvæði til Reykjavíkur eru ort í skyndingu og lög samin við þau og svo sungið fyrir landslýðinn í útvarpið. ÉG SEGI ÞETTA ekki af fjand- skap við mína eigin lieimabyggð, en ég tel þetta grófa ókurteisi við rúman helming tandsbúa. Reykja- .vík á sinn afmælisdag og þá getur svona dagskrá átt vel við en ckki á sameiginlegum degi allrar þjóðar- ■ innar. ÞÁ EIGA engir íslendingar að vera utangarðsmenn hvar svo sem þeir kunna að búa. Þá eru það blessað- ir stúdentarnir. Þeir hafa þegar helgað sér 1. des. og notað þann dag ósleitilega sér til handa og ættu því að geta deilt 17. júní með öðrum landsmönnum. GÓÐ SAMVINNA milli allra ■ landsmanna, er þjóðarnauðsyn og ; vildi ég minna forráðamenn Reykja víkur á þetta áður en næsta þjóð- hátíðardagskrá er samin, en sér- staklega vil ég þó benda forráða- . mönniim Ríkisútvarpsins á, að þeir . hafa sömu skyldur við alla. Jands- . menn, og með það- í -huga, -eiga þeir að gera dagskrá útvarpsins þannig úr garði 17. júní ár hvrrt, að hún sé dagskrá allra íslendinga án tillits til þcss hvar þ»h' búa eða hvaða stétt þeir tilheyra“. ÞAÐ ER RÉTT, að dagskrá þjóð- hátíðardagsins hér í Reykjavik er orðin stirðnuð, líflaus og blóðlaus. Það er líka satt og rétt, að hún ber of mikið sérsvip Rcykjavíkur. Það er að vísu eðlilegt að þjóðhátíðar- höld á hverjum stað beri nokkurn svip sinnar byggðar, en Rev'>-|avík verður að gæta sérstöðu sinn — Hér er útvarp um landsbyggð alla. Þess vegna verður þjóðhátiðin í höfuðstaðnum að hafa sinn sér- staka alþjóðlega svip. I GAGNRÝNIN Á ÚTVARPIÐ , þenna dag, er lika rétt af þessari i sömu ástæðu. Vel væri að fyrir 'þessu verði hugsað í framtíðinn'. Hannes á horninu. LÍU U EILU EINS og kunnugt er, hafa að anförnu fariff fram samningavið- ( ræður milli sjómannafélaganna víðs vcgar um landiff innan vé- j banda Alþýðusambands íslands annars vegar og útvegsmanna innan LÍÚ hins vegar um kaup | og kjör sjómanna á síldveiðum. Forsaga þessa máls er sú, að á síðustu tveimur árum hafa út- J vegsmenn tekið í þjónustu sína við síldveiðar ný og fullkomin tæki, sem kostað hafa útvegs- menn mikið fé. Tæki þessi hafa á hinn bóginn stórkostlega auk- ið aflamöguleika síldveiðiskip- apna, og þar mcð opnað mögu- leika til aukinna tekna hjá sjó- mönnum, sem síldveiðar stunda. í fyrsta lagi vegna aukinna afla möguleika og í öðru lagi vegna þess, að unnt hefur verið að fækka mönnum við veiðarnar. Þegar síðast voru gerðir samn- ipgar um hlutaskipti sjómanna á síldveiðum á árinu 1958, hafði tækni þessi ekki hafið innreið sína, í síldarútveginn, og því ekki í huga höfð, þegar þeir samningar voru gerðir. Það af leiðandi sögðu útvegs- menn á sl. ári upp samningum um síldveiðikjör með það fyrir augum, að gerður yrði samning- ur fyrir þau skip, sem útbúin voru þessari nýju veiðitækni — (kraftblökk, sjálfvirkum síldar- leitatæki auk sérstakrar og dýrii nótar.). Vorið 1961 hófust svo viðræð- ur milli fulltrúa útvegsmanna og sjómannafélaganna um þessi mál en ekki þótti þá komin nægileg reynsla á gildi þessara tækja fyr ir síldveiðarnar og samningaum- leitunum því frestað til hausts- ins. Reynslan af þessum tækjum sumarið 1961 sýndi, að aflaverð- mæti þeirra skipa, sem búin voru tækjunum varð rúmlega tvöfalt aflaverðmæti hinna, sem engin tæki höfðu. Viðræður voru teknar upp á ný um þessi mál í septcmber og £ október 1961, en án árangurs. Nú í vor, þegar öllum samn- ingum um síldveiðikjör hafði ver ið sagt upp af útvegsmönnum, voru hafnar viðræður milli aðil- anna með það í huga, að gera hcildarsamning fyrir landið allt. Krafa útvegsmanna nú er, að gerður sé greinarmunur á hluta- skiptum á þeim bátum, sem ekki Framh. á 1Z. síðn Aðalfundur Tafl- félags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Taflfélags Reykjavíkur var nýlega haldinn. Starfsemi félagsins var þróttmik- il á s. 1 .ári, þannig að þáttaka í skákmótum félagsins hefur aldrei verið meiri, og fjárhagur þess fór batnandi. Húsnæðisvandræði hafa mjög háð allri starfsemi félagsins, því að í þeim efnum hefur það verið á algjörum hrakhólum. Á næsta starfsári hyggst félagið hefja fjár hagslegt stórátak til að leysa þetta vandamál, og verður í þvi sambandi leitað stuðnings allra unnenda skókíþróttarinnar á fé- lggssvæðinu. Þá. hyggst félagið .efla af alhug skákkennslu með- al nnglinga og verður á þeim vgttyangi haft samstarf við Æsku lýðsráð Reykjavíkur. Þótt skákíþróttin sé eðlilega höfuðviðfangsefni félagsins, þá hefur verið ákveðið að gefa með limunum kost á iðkun annarra hollra íþrótta. Þannig mun félag ið í sumar iðka knattspyrnu- æfingar og keppa við fyr- irtæki og aðra áhugamannahópa í þeirri grein, en eðlilega ekkl taka þátt í opinberum knatt- spyrnumótum. Vonir standa til, að hinn landskunni knattspyrnu maður og skákmaður, Gunnar Gunnarsson, bankamaður, veiti forstöðu þessum þætti í félags- starfseminni. Jóhann Þórir Jónsson, eftirlits maður, var endurkjörinn formað ur félagsins, en með honum £ stjórnina voru kjörnir þeir hankamennirnir Hilmar Viggós- son og Jóhann Örn Sigurjónsson, Tryggvi Arason, rafvirkjameist- ari,. Jpn P. Emils, lögfræðingur, Björn Víkingur Þórðarsson, gjaidkeri og Jónas Þorvaldsson, hókbindari. 2 24. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.