Alþýðublaðið - 24.06.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 24.06.1962, Qupperneq 15
[> FRÁ SOVÉT kvöld verð ég á kvöldvakt frá klukkan sex. Ég verð ein á skrif stofunni og get tekið Spektor- inn“. Bond kipraði saman augun. Hann hugsaði með feikihrað um þau vandamál, sem þurfti að leysa. Hvar ætti að fela hana. Hvernig ætti að koma henni burtu með fyrstu flugvél, eftir að tapið hefði verið uppgötvað. Þetta var hættulegt. Þeir mundu einskis svífast til að ná henni og Spektornum aftur. Loka vegin- um til flugvallarins. Setja sprengju í flugvélina. Hvað sem var. „Það er dásamlegt, Tania“. Rödd Bonds var róleg. „Við fel- um þig og tökum svo fyrstu vél að morgni". „Enga vitleysu". Tatiana hafði verið vöruð við því, að nú mundu koma erfiðar setningar í „rullu“ liennar. „Ég tek lestina. Austur landa-hraðlestina. Hún fer klukk an níu í kvöld. Heldurðu, að ég hafi ekki hugsað málið? Ég verð ekki mínútu lengur i Istanbul en þörf krefur. Við verðum komin yfir landamærin í dögun. Þú verður að ná í miðana og vega- bréf. Ég ferðast sem kona þín“. Hún horfði hamingjusöm upp til hans. „Ég hef gaman af því. í einum af þessum einkaklefum, sem ég hef lesið um. Þeir hljóta að vera mjög þægilegir. Eins og lítið hús á hjólum. Á daginn töl- um við og lesum og á nóttinni stendur þú fyrir utan litla hús- ið okkar, í ganginum, og gætir hússins". „Fjandakornið sem ég geri það“, sagði Bond. „En heyrðu, Tania. Þetta er snarvitlaust. Þeir hljóta að ná okkur einhvers stað ar. Það tekur fjóra daga og fimm nætur til London í þessari lest. Við verðum að láta okkur detta eitthvað annað í hug“. „Kemur ekki til mála“, sagði stúlkan ákvéðin. „Þetta er eina leiðin, sem ég vil fara. Ef þú ert snjall, hvernig geta þeir þá kom izt að þessu?“ Guð minn góður, hugsaði hún. Hvers vegna höfðu þeir heimt að. að farið væri með þessari lest? En þeir höfðu verið mjög ákveðnir. Þeir höfðu sagt, að hún væri góöur staður til að elska á. Hún mundi þá hafa fjóra daga til’ að koma honum til að elska sig. Og svo mundi hún eiga þægilegt líf, þegar hún kæmi til London. Hann mundi vernda hana. Annars, ef hún færi með flugvél til London, yrði hún sett beint í fangelsi. Þessir fjórir dagar væru bráðnauðsynlegir. Og þeír höfðu varað hana við og sagzt mundu hafa menn í lest- inni til að gæta þess, að hún færi ekki úr henni. Hún skyldi því vera varkár og hlýða fyrirskip- unum. Ó, guð, ó, guð. Og þó hlakkaði hún nú til þessara fjögurra daga með honum í litla liúsinu á hjólunum. En hvað þetta var einkennilegt! Það hafði verið skylda hennar að neyða hann. Nú var það ástríðu- full löngun hennar. Hún horfði á hugsandi andlit Bonds. Hana langaði til að teygja höndina til hans og hugga hann og segja honum, að þetta yrði allt í lagi: að þetta væri aðeins saklaust samsæri til að koma henni til Englands: að ekkert mundi koma fyrir hvorugt þeirra, því að það væri ekki tilgangur- inn með samsærinu. „Mér finnst þetta samt vera vitlaust", sagði Bond, og velti því fyrir sér hver mundu verða viðbrögð M.s. „Ég býst við, að þetta geti heppnazt. Ég er með vegabréfið. Það þarf að fá á það' júgóslavneska áritun", hann hvorfði hvasst á hana. „Láttu þér ekki detta í hug, að ég fari með þér í þann hluta lestarinnar, sem fer gegnum Búlgaríu, annars_ gæti ég haldið, að þú hefðir í huga að ræna mér“. „Ég vil það“, sagði Tania og flissaði. „Það er einmitt það, sem ég vil”. „Svona, þegiðu nú, Tania. Við verðum að ganga frá þessu. Ég næ í miðana og ég fæ einn af mínum mönnum til að koma með. Bara til vonar og vara. Það er góður maður. Þér mun geðj- ast að honum. Þú heitir Caroline Somerset. Gleymdu því ekki. Hvernig ætlar þú að komast í lestina?” „Karolin Somerset", stúlkan velti nafninu fyrir sér. „Það er fallegt nafn. Og þú ert herra Somerset“. Hún hló glaðlega. „Þetta er gaman. Hafðu ekki á- liyggjur af mér. Ég kem í lest- ina rétt áður en hún fer. Hún fer frá Sirkecistöðinni. Ég veit hvar hún er. Það er allt og sumt. Og svo höfum við ekki meiri áhyggjur. Allt í lagi?“ „En ef þú missir nú kjarkinn? Ef þeir grípa þig?“ Bond varð skyndilega áhyggjufullur yfir ör yggi stúlkunnar. Hvernig gat hún verið svona viss? Grunur fór eins og hrollur um hana. „Áður en ég sá þig, var ég hrædd. Nú er ég það ekki“. Ta- nía reyndi að telja sjálfri sér trú um, að þetta væri sannleik- ♦ ur. Einhvern veginn var það það næstum því. „Nú missi ég ekki kjarkinn, eins og þú. segir. Og þeir geta ekki gripið mig. Ég skil dótið mitt eftir á hótelinu og fer með mína venjulegu tösku : á skrifstofuna. Ég get ekki skil- ið loðkápuna mína eftir. Mér þyk ir of vænt um hana. En í dag er sunnudagur og það er afsökun fyrir því að koma í henni til skrif stofunnar. í kvöld klukkan hálf níu geng ég út og tek mér bíl til stöðvarinnar. Og nú verðurðu að hætta að vera svona áhyggjufull ur“. Ósjálfrátt og af því að hún mátti til rétti hún út höndina til hans. „Segðu, að þú sért á- nægður". Bond færði sig að rúmstokkn um, Hann tók hönd hennar og horfði í augu hennar. Ég vona, að þetta sé allt í lagi, hugsaði hann. Ég vona, að þetta brjál- æðislega ráðabrugg heppnist. Er þessi dásamlega stúlka svikari? Er hún sönn? Er hún raunveru- leg? Augun sögðu honum ekkert, nema að stúlkan væri hamingju- söm, og hún vildi, að hann elsk- aði hana, og að hún væri undr- andi yfir því, sem væri að ger-: j ast með henni. Hin hönd Tá- -.1 níu lyftist upp oglagðist um háls honum og togaði hann ofsa i lega niður. 1 fyrstu skalf munn : ur hennar við liann og svo, þeg- , ar ástríðan greip hana, gaf munn n urinn endalausan koss. m Bond færði sig upp í rúmið. Á “ meðan liann kyssti hana færði : hann höndina á vinstra brjósti hennar og hélt um það og fann “ geirvörtuna harðna af ástriðu !í undir fingrum sínum. Hann “ færði höndina niður eftir flöt- um maganum. Hún færði leti- lega til fæturna. Hún veinaði lágt og munnur hennar sleppti hans. Augnahárin skuflu, eins og vængir á fiðrildi. Bond tók í lakið og svifti því öllu, af og fleygði því út yfir rúmgaflinn. Hún var ekki í . neinu nema svörtum borðanum um hálsinn og svörtum sokkum, sem voru vafðir upp rétt fyrir ofan hné. Handleggir hennar leituðu að honum. SKIPAUTGCRB RIKISINS M. s. Esja Ráðgerð skemmtiferð til Vest- mannaeyja um helgina 7.7 ■ 9.7. Frá Reykjavík kl. 19.00 á laug- ardag. Til Ve. á sunnudagsmorgun. Frá Ve. á sunnudagskvöld kl. 21.00. Til Rvíkur á mánudagsmorgun kl. 08.00. Komið verður við í Keflavík, I,t báðum leiðum. Siglt verður kring um Eyjarnar til kynningar. Fargjöld verða frá kr. 625.00 til kr. 950.00 að meðtöldu eins dag3 fæði og þjónustugjöldum, einnig fylgir sýning bjargsigs. Farpöntunum veitt móttaka nú þegar. Tæknin Tækninni fleygir fram, ekkl sízt á hernaöarsviðinu —- þvl miður. Hér er rétt eitt dæmið. Bretar eru byrjaðir aff nota þyrlur við byggingu bráðabirgða brúa. Þær flytja flotholtin á staðinn og skila þcim þýðlega á árbakkann. Þá er aðeins eftir aff skjóta þeim út í vatnið, leggja ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júní 1962 IJj ■ Hún dró lakið upp yfir munn inn og talaði að baki því. Aug- un, sem sáust yfir lakinu, voru köld. „Svo að það er hún, sem þú vilt?“ „Hlustaðu nú. „Bond gerði sig kæruleysislegan i rómihum. „Þessi vél kemur okkur á eng- an hátt við. En þeir í London vilja ná í hana“. Hann mundi öryggisreglurnar. Hann bætti við, án þess að láta bilbug á sér finna. „Hún skiptir ekki svo geysilegu máli. Þeir vita allt um vélina og þeir telja hana vera dásamlega, rússneska uppfinn- ingu. Þeir vilja bara fá eina til að líkja eftir henni, eins og þeir í Rússlandi líkja eftir erlendum myndavélum og slíku". Guð minn góður, hvað þetta virðist aumt, hugsaði hann. „Nú ertu að ljúga“, stórt tár rann út úr öðru, stóru, bláu aug anu og niður mjúka kinnina nið ur á koddann. Hún dró lakið al veg yfir andlitið. Bond teygði út hendina og lagði hana á handlegg hennar undir lakinu. Hún kippti hand- leggnum reiðilega burtu. „Til helvítis með fjandans vél ina“, sagði hann óþolinmóður. „En, í guðs bænum, Tania, þú hlýtur að vita, að ég hef verk að vinna. Segðu bara af eða á og svo gleymum við þessu. Það er margt annað, sem þarf að tala um. Við verðum að taka ákvörð un um ferðalagið og svo fram- vegis. Auðvitað vilja mínir menn ná í vélina, annars hefði þeir ekki sent mig til að flytja þig heim með hana“. Tatiana þurrkaði sér um aug un á lakinu. Skyndilega dró hún lakið aftur niður að öxlum. Hún vissi, að hún hafði gleymt verki sínu. Það hafði aðeins verið, að . . Ó, jæja. Ef hann hefði að- eins sagt, að vélin skipti ekki máli fyrir sig, ef hún kæmi að eins. En það var meira en hægt var að vonast eftir. Hann hafði rétt fyrir sér. Hann hafði verk að vinna. Hún líka. Hún leit rólega upp til hans. „Ég kem með hana. Vertu ekki hræddur um það. En við skulum ekki tala meira um hana. Hlust aðu nú“. Hún settist upp liærra við koddann. „Við verðum að fara í kvöld“. Hún mundi lexíu sína. „Það er eini möguleikinn. í þeim við stjóra og fleygja í ,þá burðarborðunum. Þannig getur verkfræðingadeild hersins brú- að fljót á fáeinum mínútum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.