Alþýðublaðið - 01.07.1962, Page 1

Alþýðublaðið - 01.07.1962, Page 1
43. árg. — Sunnudagur 1. júlí 1962 — 148. tbl. |t> Víð erum með heilsíðu i| krossgátu í blaðinu í dag! ii Lögðu land undir hjól FYRST hittuni vió þær undir Esjunni uppi á Kjalamesi, og þá var ástandið' svona: afspyrnurok svo að naumast var stætt á veg- inum. en greiðvikiiúi bílstjóri til allrar hamingju búinn að stöðva bílinn sinn til þess að taka þær upp í. Svo bar fundum okkar aflur saman í fyrradag í Reykjavík — „í menningunni". Þá var reyndar rok líka. En það höfðu þær að segja af ferðum sínum um ísland þá, að þótt þær hefðu víða Iagt land undir reiðhjól, þá hefðu þær hvorki kynnst elskulegra landi né elskulegra fólki. Þær eru enskar og hafa hjólað mikið um suðoriandið. — Og er sannarlega ánægjulegt að kynnast jafn hressilegu fólki, sém ekki guggnar þótt í móti blási og hugsar af lijartanlegum hlýhug til landsins. . | : .. , ' §Pllit§ Mfll HREINN hagnaður flugfélagsins Loftleiðir á síðastliðnu ári, nam rúm lega 7 milijónum króna og er hér um aS ræða mun meiri hagnað en nokkurt ár áður. Afskriftir jukust úr 11.153,000 í 21.133.000 eða um 90 af hundraði. Hluthöfum félagsins verður að þessu sinni greiddur 15 prósent arður og er það miklum mun hærra en áður hefur til þekk*t. Starfsfólki verður þökkuð dygg þjónusta með sérstakri launaupp- bót í lok yfirstandandi árs. Heildarvelta félagsins árið 1961 var kr. 292.511.873.00, J5°/o hlut- hafaarður Alþýðublaðið átti í gær tal við blaðafulltrúa Loftleiða og spurði hann, til hvaða orsaka mætti 'rekja þessa miklu velgengni á liðnu ári. Hann svaraði því til, að orsök- in væru sú, að sætanýtingin hefði i aldrei verið betri en nú. Framboðn ’ ir sætakílómetrar voru rúmlega ^ 382.3 milljónir, en af þeim notað- ir 275,9 milljónir, én það gerir sætanýtingu .72,2%, sem telst mjög gott. Til samanourðar má gcta þess að árið 1960 var sætanýtíng 65 5%. Samtals voru fluttir 51.396 far- þegar á öllum flugleiöum. og er það 26,7% aukning frá árinu áðúr Vöruflutningar urðu 381 torin <á móti 363 tonnum) og jukusl um 5,5%. Póstflutningar urðu 69 tonn (á móti 40 connum) og jukust um 72,2%. j Fastir . starismenn Loftleiða heima og erlendis í ársiok 1961 voru alls 326 en voru á samn tíma árið áður 235. Fóstu starfsiiði fjölg- aði þannig um 91 eða um 3S, i%. Stjórn Loftleióa á aðalfundi. Frá hægri: E. K. Olsen, Einar Árnason. Kristján Guðlaugsson, AlfreS Elíasson, Sigurður Heigason. - (Sjá 3. síðu). ÞAU þrjátíu og fimm skip, sen voru að veiðum á vestnrsvæðinu £ fyrrinótt fengu samtals um 15.960 mál. Þrir bátar voru að veiðnra fyrir austan. Afli þeirra var 29*. 400 og 800 mál. Eftirtaldir bátar á vestursvæð- inu fengu 500 mál eða meira: Jón Jónsson SH 800, Valafell SH 800, Rifsnes 700, Sæfaxi NK 5*8, Helgi Helgason VE 600, Kldey KE 500, Gnýfari 600, Björn Jónsson RE 600, Anna SI 500, Þorbjörn BK 500, Eldborg BK 500. Haraldur AK 500, Fákur GK 500, Dofri BA 500. Mörg skipanna, sem voru á veið- um út af Strandagrunni eru á Ieið til lands, — og flestir liugsa til þess að fara austur eftir helgina, — en þar er síldin feitari og betri. Sfldarleitin á Siglufirðí hafði ekkert heyrt til Noröanmanna £ gær, þegar Alþýðublaðið itti tal við starfsmenn hennar. Það var kaldí á miðununt fyrir austan í gær, - að því er síldarleit- in sagði, — en blíðviðri á vesfr* urmiðunum. Saga til næsta bæjar FYRIR nokkru var haldin mikil hestasýning í Edinborg í Skotlandi. Fengu beztu hest arnir verðlaun og voru sýndir þarna allskonar hestar. M. a. voru sýndir þarna litlir hest- ar í sérstökum flokki og tóku þátt í keppninni í þeim flokki nokkrir íslenzkir hestar. Fór það svo, að íslenzku hestarn- ir röðuðu sér á f jögur fyrstu verðlaunin í þeim flokki. íslenzku hestarnir. sem þarna voru á ferðinni eru eign ekkju Stuart Mclntosh, dýralæknisins, er hér var á ferð fyrir nokkrum árum og drukknaði í Brúará. Stuart Mclntosh átti nokkuð af ís- lenzkum hestum og hefur ekkja hans haldið nokkrum þeirra og hugsað mjög vel um þá. í skozku blaði er sagt frá úrslitum keppninnar í Ed- inborg voru birt nöfn ís- lenzku hestanna er fengu verðlaun en þeir heita Bleikjuskjóni, Köttur, Smávi og Pétur. " nnniirirnnrTTi—™^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.