Alþýðublaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 4
HETJUSOGUR íslenzkt myndablað fyrir börn 8 - 80 árá cg kappar Iheftikomið (^blaðsölur kostar aðeins 10 krónur Guðni Guðmundsson: LBÐSSAIgíAÐUR kínverskra kommúnistá í Fukienhéraði á meginlandinu gegnt Formósu og eyjunum Quemoy og Matsu sem eru í höndum stjórnar Chi- ang kai-sheks á Formósu , hefur að sjálfsögðu vakið mikla at- hygli víða um heim og talsverð- an ugg. Ekki eru menn á einu máli ijm hversu skýra skuli þetta fyrirbæri, en ýmsar skýr- ingar koma íil greina. Það er að sjálfsögðu ekki ólík- legt, að forustumenn kínverskra kommúnista óttist að til ínnrás- ar kunni að koma frá .Formósu og því sé liðssafnaður þessi til kominn I varnarskyni. Það er svo sem ekki sérlega líklegt, að hugsanleg innrás frá Formósu yrði stjórninni mjög skeinuhætt í sjálfu sér, en hún gæti haft mjög alvarlega erfiðleika í för með sér fyrir kommúnistastjórn ina, þrátt fyrir það. Mönnum er enn í fersku minni hinn gífurlegi ílótti yfir landamærin til Hong Kong fyrr- í sumar. Af hvaða rótum,. sem sá fjölda- flótti var runninn, þá bendir hann m.a. til þess, að ástandið í Kína sé ekki gott og viðhorf íbúanna ekki slíkt, að hægt sé fyrir kommúnistastjórnina að bera fullkomið og óskorað traust til viðbragða þeirra, ef til innrásar skyldi koma. Að þessu athuguðu getur því verið um tvennt að ræða annaðhvort að um beinar varnarráðstafanir sé að ræða, eða stjómin telji árás vera beztu vörnina vegna hins ótrygga ástands í héruðunum úti við ströndina. Það er augljóst, að í hinuin langvinnu átökum milli Banda- rikjamanna og kínverskra komm- únista eru eyjarnar Quemoy og Matsu'kommúnistum hvað mestur þyrnir í augum. Kínverjar hafa löngum verið sannfærðir um það, að Bandaríkjamenn hefðu í hyggju að steypa kommúnista- stjóminni í Kína af stóli. Þeir svo fráleittt sem sú skoðun er, og þeir eru vafalaust enn reiðu- töldu Kóreustríðið sönnun þessa, búnir til að trúa því, að stuðn- ingur Bandaríkjamanna við Chi- an'g Kai-Shek tákni það, að nota eigi Quemoy og Matsu sem stökk- Pífrl í „innrás auðvaldsins". Annars má skjóta þvi hér inn, að mjög er erfitt að gera sér grein fyrir stefnu Kínverja í dag. Svo miklar breytingar hafa orðið þar í landi frá „stóra stökkinu áfram“ og bjartsýninni, sem ríkti þá, að ómögulegt er raunverulega að gera sér grein fyrir hvernig ; ástandið innanlands er. En allur liðssafnaður á megin- landi Kína hlýtur óhjákvæmilega að vera liður í því „einkastríði" sem svo lengi hefur staðið milli MAO TSE TUNG Bandaríkjamanna og Kínverja. Sú stefna Bandarikjamanna að viðurkenna alls ekki kommúnista stjórnina í Kína, miklu fremur af „mórölskum og dulleskum" ástæðum en nokkru öðru hefur ekkert breytzt. Móðursýkislegar og ofsalegar ásakanir Kínverja á hendur Bandaríkjamönnum sýna engin merki þess að minnka. Sam skipti þessara tveggja ríkja eru því í algjörri sjálfheldu og lítil von virðist til bóta í bili, hvað svo sem kann að gerast þegar hin venjulega iillaga um upptöku kínverskra kommúnista í Samein- uðu þjóðirnar kemur fyrir alls- herjarþingið næst. Menn Velta því mjög fyrir sér, hvað muni gerast í sambandi við liðssafnaðinn nú og endurtekna skothríð kommúnista á Quemoy og Matsu. Menn muna það, að þegar Kínverjar skutu hvað ákaf- ast á þessar eyjar 1958, þá gerði Krustjov sér ferð austur til að benda þeim á, að Rússar styddu ekki neinar fyrirætlanir um inn- rás á þessar eyjar. Það má því segja, að allt, sem gerist á þessu svæði, sé raunverulega „einka- mál“ þessara tveggja ríkja. Nú 'kunna menn að sp'yrja, hvort Chinag Kai-Shek hafi ekkert að segja í þessu máli. Það eru ýmis merki þess á lofti, að stefna Bandaríkjamanna í þessum heims hluta byggist ekki lengur á hinni dullesku hugmynd um gagn- byltingu, en allt um það hcfur Kennedy forseta enn ekki unnizt tími til að setja fram neina skýrt afmarkaða stefnu í þessum mál- um, enda hefur hann í mörg horn að líta. Hitt er nokkurn veg- inn alveg víst, að þó að Cliiang Kai-Shek hefði hug á að reyna innrás á meginlandið, mundu Bandaríkjamenn ekki leyfa það. Hins vegar er það jafnvíst, að Bandaríkjamenn mundu hjálpa Chiang að verjast ef með þyrfti. Ein skýring á liðsflutningunum í Fukien er sú, að setuliðið, sem verið hefur í héraðinu, hafi þegar verið þar svo lengi, að vinátta þess við bændurna í kring hafi gert það lið ótryggt stjórninni, ef till átaka kæmi innanlands vegna hungursneyðarinnar og hins almennt erfiða ástands í landinu. Þessi skýring gæti líka vel verið rétt. Hin mikla breyt- ing, sem orðið hefur í landinu síðan í „stóra stökkinu" 1958, hefur m.a. orðið til þess að Kín- verskir kommúnistar hafa fyllst reiði út í allt og alla, bandamenn sína kommúnista i öðrum lönd- um, og hlutlausa auk þess sem illska þeirra út í lýðræðisríkin hefur aukizt um allan helming. Ekki er ólíklegt að erfiðleikarnir innanlands geti haft eitthvað svipuð áhrif á landslýðinn sjálfan og hann fyllst reiði út í stjórnar- völdin Ef áframhald verður á skot- hríð kommúnista á eyjarnar, er ástæða til að fylgjast vel með atburðum þarna austur frá, en allt um það virðist tími til kom- inn, að Washingon komi sér niður á skýrari og ákveðnari stefnu þarna, ekki sízt vegna þess hve Bandaríkjamenn leggja nú mikla áherzlu á varnir Suð-austur Asíu í heild.. Það er ástæða til þess, að Framhald á l'í. síðu. Aöðlfundur AB og Stuðla h. ABALFUNDUR Almenna bóka félagsins var haldinn 27. júní sl. í greinargerð formanns bóka- félagsins, dr. Bjarna Benedikts- sonar, ráðherra, um starfsemi fé- lagsins síðastliðið ár, kom fram, að mikil grózka hefur v.erið í bóka- útgáfu félagsins á árinu, bækur hefðu yfirleitt selzt vel, enda margt úrvalsbóka, og nefndi for- maður sérstaklega í því sam- bandi bækurnar, Svo kvað Tóm- as, samtalsbók þeirra Tómasar Guðmundssonar og Matthíasar Johannessens, Ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Alberts- son, Hafið, eftir Unnstein Stef- ánsson og ritgerðasafnsbókina Náttúra íslands. Þá minnti hann á, að árið 1961 hefði verið hafin útgáfa bóka- flokksins Lönd og þjóðir, cn só bókaflokkur væri þegar orðinn mjög vinnsæll. Einnig nefndi hann útgáfu á Skáldverkum Gunnars Gunnars- sonar, og kvað ánægjulegt, að fé- laginu skyldi auðnast að eiga hlut að enn frekari úrbreiðslu á verk- um Gunnars Gunnarssonar ineðal þjóðarinnar. Skýrsla framkv.stjóra félags- ins, Baldvins Tryggvasonar sýndi, að hagur félagsins er góður. Hann drap einnig á starfsemi félagsins það sem af er þessu ári, og sýndi fram á, að félagið væri nú í ör- um vexti. Sagði hann, að félags- mpnnum fjölgaði stöðugt og hefðrt t. . d. félagsmönnum í Reykjavík fjölgað um 300 síðan um .áramót. Stjórn bókafélagsins var öll end urkjörin, en hana skipa: Bjarni Benediktsson, ráðherra, formaður. Alexander Jóhannesson, próf. Gylfi Þ.' Gíslason, ráðherra. Jóhann Hafstein, bankastjóri. Karl Kristjánsson, alþm. Varamenn : Davíð Ólafsson fiski málastj., Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri. í bókmenntaráð voru kjörnir : Tómas Guðmundsson, form. Birgir Kjaran, Davíð Stefánsson, Guðmundur Gíslason Hagalín. Höskuldur Ólafsson Jóhannes Nordal, Framhald á 14. síðu. Höfum fiu skrifstofur okkar og vörugeymslur úr Hafnarstræti 1 oð Sætúni 8 (gegn Höfða) Óbreytt símanúmer 2 4 0 0 0 O. Johnson & Kaaber h.f. 4 J. júlí 1962 ALÞYDUBLAÐI9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.