Alþýðublaðið - 27.07.1962, Page 2
Hltstjórar: Gisli J. Astpórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — ASstoáarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentaniðja Alþýðubiaðsins, Hverfisgötu
I—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. r.OO eint. Útgef-
andi: Aiþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri; Ásgeir Jóhannesson,
Að vekja grun
EIN eftirlætis starfsaðferð kommúnista er sú,
að vekja grunsemdir almennings um að flokkar
eða menn sitji á svikráðum, séu að leyna einhverju
eða hafi óhréint í pokahorninu. Hvert smávægi-
legt tilefni er gripið til að koma slíkum grun-
semdum á framfæri hjá almenningi.
Undanfamar vikur hefur Þjóðviljinn óspart
haldið fram, að ríkisstjórnin væri búin að ákveða
afstöðu íslands til Efahagsbandalags Evrópu og
jafnvel að sækja um aðild að bandalaginu.Er sí og
æ gefið í skyn, að þetta eða hitt sé grunsamlegt
til að ýta undir róginn.
Alþýðublaðið hefur nú upplýst, 'að ríkisstjórn-
in hafi í þessu máli gefið Framsóknarflokknum
tækifæri til að fylgjast nákvæmlega með öllum
þeim könnunarviðræðum, sem frarn hafa farið um
málið. Hafa forustumenn Framsóknarflokksins
fengið að kynna sér hvert plagg um málið og feng-
ið allar upplýsingar, sem aflað hefur verið. Loks
hafa þeir oft rætt málið við tvo ráðherra, þá Gylfa
Þ. Gíslason og Bjarna Benediktsson, og þar spurt
þess, sem þá fýsti að vita til viðbótar.
Spumingin er nú þessi: Hvers vegna hafa
liafa Framsóknarmenn ekki tekið undir ásakanir
Þjóðviijans? Af hverju hafa þeir ekki slitið við-
ræðum við stjórnina um þetta mál? Dettur nokkr-
um í hug, að þeir mundu þegja og halda áfraní
að tala við ráðherrana, ef ríkisstjórnin hefði gert
eitthvað af því, sem Þjóðviljinn ásakar hana um?
Og mundi stjórnin trúa Framsókn fyrir málinu,
eins og hún gerir, ef hún væri með einhverjar
blekkingar?
Það leynir sér ekki, að ásakanir Þjóðviljans
er óskammfeilinn rógur, tilhæfuiaus með öllu.
Hvar eru verkin?
TÍMINN gat þess í vikunni, að einn af þing-
xnönnum Alþýðuflokksins hefði flutt góðar tillög-
ur um vega- og hafnamál í erindi um daginn og
'veginn í útvarpinu. Tók Tíminn undir tillög'umar,
en sagði, að þetta væru allt hugmyndir Framsókn-
armanna, sem barizt hefðu fyrir þessum málum
á Alþingi.
£ Ef svo er, þá vakna þessar spurningar: —■ Af
hverju framkvæmdu Framsóknarmenn ekki slík-
ár umbætur í vega- og hafnagerð, meðan þeir voru
f stjórn og fóru með fjármál og samgöngumál ár-
um saman?
Gerðardómurinn...
Framhald af 1. sí?ín.
aflaverðmæti skipsins (brúttó) sem
skiptist sem hér segir:
a) Á skipum undir 40 rúmlestir
í 10 staði.
b) Á skipum 40—70 rúmlestir
I 11 staði.
c) Á skipum 70 rúmlestir og
yfir í 12 staði.
Þó skal aldrei skipt í fleiri
staði en menn eru á skipi.
2. Á skipum sem stunda síld-
veiðar með liringnót og hafa bæði
kraftblökk og sjáifvirkt síldarl'eit-
artæki eða annað hvort-þessarra
tækja, skal aflahlutur skipverja af
heildaraflaverðmæti skipsins og
skipting lians í staði vera sem hér
segir:
a) Á skipum undir 60 rúmlestir
35.5'/í er skiptist í 10 staði.
b) Á skipum 60—119 rúmlestir
35% er skiptist í 11 staði.
c) Á skipum 120—239 rúmlestir
34.5% er skiptist í 12 staði.
d) Á skipum 240—300 nimlestir
34.5% er skiptist í 13 staði.
e) Á skipum 300 rúmlestir eða
þar yfir 34.5% er skiptist í 15
staði.
Aðalbreytingin, sem gerðadóm-
ur ákveður frá fyrri samningum,
er sú, að skipting aflahlutar mið-
uð við skipstærð breytist, og kem-
ur þar fram lækkuð prósentutala
sjómanna af aflaverðmæti frá því
sem áður var, en hún hefur verið
um 40% en lækkar niður í 34.5%
á skipum, sem eru 120 rúmlestir
og þar yfir. Þetta á þó aðeins við
á þeim skipum, sem nú veiða með
blökk og/eða leitartæki.
ÍJrskurðurinn felur einnig í sér
hækkað lágmarkskaup háseta úr
5365 upp í 6610 krónur. Einnig
það, að nú hefur matsveinn öðlast
sömu kauptryggingu og 2. vél-
stjóri 25% aukningu á laun háseta.
Á síldveiðum með herpinót,
skal aflahlutur skipverja vera
37.5% af heildaraflaverðmæti
skipsins, og skiptast í jafnmarga
staði og menn eru á skipi, þó ekki
fleiri en 18. Prósenta á hlut skip-
verja er svipuð því sem hún hef-
ur verið, en grein þessi er ekki
1 svo mikilvæg vegna þess að engir
bátar eru nú á síldveiðum meS
herpinót.
Það kemur fram í gerðardómn-
um, að ef háseti örkumlast eða
deyr, skuldbindur útgerðarmaður
sig til að greiða sem tryggingu
200.000 krónur — tvö hundruð
þúsund krónur. Upphæðin greiðist
viðkomandi ef háseti deyr, en hon
um sjálfum, ef um full örkuml er
að ræða. Tryggingin skerðir að
engu rétt skipverja til greiðslna
úr lífeyrissjóði sjómanna.
alta e
Framhald af 1. síðu. 1
ræður síldarútvegsnefndar við
verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna,
er um háskalegar rangfærslur að
ræða: |
★ í fyrsta lagi liefur síldarútvegs-
nefnd ekki samþykkt að bjóða
Sovétríkjunum síldina fyrir sama
verð og í fyrra heldur 15 shilling-
um hærra verð pr. tunnu.
★ I öðru lagi hefur nefndin boöið
100 þúsund tunnur af Norðurlands
síld, en ekki 80 þúsund eins og
segir í fréttinni.
★ I þriðja lagi er salan á Norður-
landssíldinni ekki bundin sölu á
Suðurlandssíld, heldur ítrekaði t
nefndin beiðni um samningaviö- j
ræður um sölu á a. m. k. 50 þús-
und tunnum af Suðurlandssíid.
★ í f jórða lagi greiddi Gunnar Jó-
hannsson alþingismaður, fulltrúi I
Alþýðusambandsins í síldarútvegs-
nefnd og heimildarmaður frétta-
ritara Þjóðviljans, ekki atkvæði á
móti ákvörðun síldarútvegsnefnd-
ar, heldur sat hann hjá við at-
kvæðagreiðsluna um að óska við-
ræðna um sölu Suðurlandssíldar
cn lýsti sig að öðru leyti fylgjandi
samþykkt nefndarinnar mn magn
og verð á Norður- og Austurlands-
síld sem boðin væri til Sovétríkj-
anna.
Heimildarmaður fréttarinnar
virðist rugla því saman, að verzl-
unarfuiltrúar Sovétríkjanna hafa
aðeins til þessa viljaö semja um
kaup á um 78 þúsund tunnum
Norðurlandssíldar fyrir sama verð
og í fyrra, þrátt fyrir liækkaðan
framleiðslukostnað og hækkað
söluverð á öðrum mörkuðum.
Síldarútvegsnefnd
HANNES
Á HORNINU
★ Merkar umbætur á
Þingvallaveginum.
★ Minnt á stórslys fyrir
mörgum árum.
★ Nemið á burt blindar
beygjur.
★ Vantar leiðbeiningar-
merki.
FERÐALANGUR SKRIFAR:
„Fyrir allmörgum árum var ég á
ferð á ÞingvöIIum. Á leiðinni í bæ
inn aftur varð ég vottur að hræði
legu bifreiðasl.vsi og lentu fjórar’
bifreiðar í því. Þegar ég kom á slys
staðinn nokkrum mínútum eftir að
árekstrarnir áttu sér stað, lágu
þrjár bifreiðar stórskemmdar fyr
ir utan veginn og þar á meðaUein
alveg ný af nálinni. Þetta slys átti
sér stað á brekkubrún og stafaði
af því, að einn ökuníðingurinn
ætlaði að smeygja sér fram úr bif
reið á brúninni sjálfri, en tvær bif
reiðar komu á móti á brúnina um
leið og hann — og allar á miklum
hraða svo að fjórar bifreiðar
lentu í árckstrinum.
MIKIÐ VAR SKRIFAÐ um
þetta í þá daga, og ég man ekki
betur en að það hafi verið einmitt
þú, sem bentir á bað, að á slíkum
brekkum þyrfli nauðsynlega að
vera tveggja akrema merking. Vit
anlega væri forkastanleg: undiv
öllum kringumstæoum að ætla að
skjótast fram úr á brekkubrúnum
en fyrst ekki væri luegt að kjraa
í veg fyrir það, væri líkast til
heppilegast til bess að forða vand
ræðum, að hafa axreinarnar tvær.
ÉG FÓR að hugsi um þetta í
dag þegar ég ók til ÞingvaJla. Mörg
ár eru liðin síðan áreksturinn
mikli varð, en ekkert hefur verið
gert í því að setja tvær akrel»ar
á brekkubrúnir fyrr en nú. Nú
fyrst sér maður og finnur hversu
mikil öryggisaukning er fólgin í
þessu. Það er bókstaflega allt ann
að að aka um hættulegustu kaflana
á Mosfellsheiðinni eftir þessar um-
bætur — og ólíklegt er það, að
slys eigi sér stað og stórskemmdir
á mönnum og farartækjum á þess
ari leið af sömu ástæðum og áð-
ur.
EN ÞAÐ ER EKKI NÓG að gera
þessar umbætur á þessari einu leið
Þær þarf að framkvæma miklu
víðar, því að viðar eru blindar hæð
ir en á Mosfellsheiði. Einnig þarf
að ryðja burt blindbrúnum, sem
loka alveg fyrir útsýni við beygjur
Þetta getur valdið slysum og verð
ég að segja, að ég slapp við slíkfc
í dag er ég ók austur. Svört. bif
reið kom fyrir beygju á ofsahraða
á vitlausum vegarhelmingi og
varð með naumindum forðað
slysi. Þetta var svört bifreið og
var að koma frá Þingvöllum og
kl. var um 2. — Slysum af völdum
slíkra ökufanta verður ekki forðað
nema með því að ryðja burt
brekkuhornum sem loka fyrir út-
sýnið.
EN FYRST ÉG fór að skrifa bér
þessar línur er rétt að ég minnist
með nokkrum orðum á annað. Það
er ljóður á stjórn Þingvalla hvað
lítið er þar til leiðbeiningar fyrir
ferðafólk. Ég vil aðeins geta um
eitt atriði. Nær allir, sem koma
til Þingvalla vilja fara upp í gjána
og koma að Öxarárfossi. Þarna er
ekkert, sem vísar fólki leiðina. Að
vísu er opið hlið við veginn, en
fólk veit alls ekki hvaða leið það
á að fara til þess að komast af
brekkunni og niður í gjána.
EKKI GETUR ÞAÐ spillt helgi
staðarins þó að sett séu upp merki
til þess að vísa fólki þessa leið.
Hér er ekki um annað en hugsunar
léysi að ræða og vona ég að því
verður kippt i lag hið bráðasta.“
ÉG TEK UNDIR ÞETTA hjá
bréfritaranum. Það vantar lyið-
béiningar við ýmsa staði á Þing-
völlum..
Hanncs á horninu.
2 27. júlí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ