Alþýðublaðið - 27.07.1962, Side 10
«88!
ÞETTA er bandaríski stang-
arstökkvarinn Dave Tork,
sem setti heimsmet snemma
sumars — stökk 4,93 m. —
Nokkru síðar bætti Finninn
metiö í 4,94 m. Síðustu vik-
urnar hafa Nikula og Tork
keppt nokkrum sinnum og
ávallt hefur Finninn sigrað.
10 ■ 27- júlf \962 — .ALÞÝpilBL^piÐ
RitstjórL ÖRN EtÐSSON
Holbæk vann og
gerði jafntefli
DANSKA unglingaliðið frá Hol
bæk lék öðru sinni hér á miðviku
dagskvöldið og þá gegn KR. Fyrst
lék III. fl. og lauk þeim viðskipt
um með jafntefli 1:1. Voru það
ekki réttlát úrslit, því KR hefði
átt að sigra með að minnsta kosti
með 3-4 marka mun, eftir gangi
leiksins og tækifærum. Var sókr
KR miklu meiri meginhluta leiks-
ins, en óheppnin var sannarlega
fylgikona KR-inga, sem m.a áttu
þrjú stangarskot auk annarra góðra
tækifæra. Danirnir náðu sér lítt
á strik, og var leikur þeirra nú
allur annar en á Laugardalsvell
inum gegn Víkingi.Var auðséð að
mölin var þeim óþjál undir fæti
og torveldaði það samleii: allan
og knattmeðferð, enda alis óvanir
malarvelli.
Sama var og með II. fl sem
þegar lék á eftir gegn II. fl. KR.
Að vísu sigruðu Danimir þar
næsta réttlátíega með 3:1, en leik
ur þeirra var, eins og félaga þeirra
í III. fl. allur annar en á Laugar-
dalsvellinum. Knötturinn hagaði
sér þarna með allt öðrum hætti
en á grasinu. Gekk þeim yfirleitt
illa að hemja hann og náðu ekki
nærri því eins góðum samieik og
fyrr. Má segja að leikur beggja
liðanna dönsku hafi verið sem svip
ur hjá sjón, miðað við fyrri leiki
Eins og skýrt hefur verið frá á I Þeirra hér. Fyrri hálfleik lauk með
íþróttasíðunni hafa þau Hrafnhild i sisri Dana, 1:0 og er skammt var
ur Guðmundsdóttir, Guðmundur liðið á sIðari hálfleik bættu þeir
3 íslendingar á
EM í sundi?
Gíslason og Hörður B. Finnsson
öll úr ÍR 'náð lágmarksárangri
þeim, er krafist var af SSÍ til að
komast á EM í sundi, sem fram fer
í Leipzig 18.-25. ágúst n.k. Heyrst
hefur að þau muni öll fara, en ekki
tókst að fá það staðfest í gær.
•MMMMMtMMMVIMMMtMW
Akranes
hefur nú
forystu í
I. deild
Akurnesingar sigruðu Ak
ureyringa í I. deild íslands
mótsins með 3 mörkum gegn
1. Leikurinn fór fram á Akur
eyri í fyrrakvöld og voru á
horfendur alimargir
Akureyringar léku ágæta
vel í fyrri háifleik. scm lauk
með jafntefli 1 mark gegn 1
I síðari hálfleik voru Akur
nesingar mun frískari og
unnu verðskuldað, en sann
gjart hefði verið eins marks
munur. Jens Sumarliðason
mun skrifa nánar um ieik
inn á morgun.
Hér er staðan í I. deild:
Akranes
Fram
KR
Vaiur
Akureyri
ísafj.
MMMMVMMMMMMMMMMW
einu marki við. Þá skoraðt KR úr
vítaspyrnu og síðan bættu dan-
irnir þriðja markinu enn við og
lauk leiknum þannig með sigri
þeirra 3:1. \
Beztu menn Dananna voru h.
innherjin, miðvöröunm og li. út
vörðurinn. Hann meiddist seint í
hálfleiknum og varð að yfirgefa
völlinn. Hins vegar naut hinn
glæsilegi innherji sín ekki eins
vel nú og áður, en átti þó sinn
góða þátt í báðum fyrri mörkunum
auk þess sem hann skoraði sjálfur
3. markið. Lék hann á bakvörðinn
síðan á markvörðinn, sem réðst
fram gegn honum, og skaut svo í
mannlaust markið. Voru þetta
vissulega skemmtileg tilþrif. Ann
að markið gerði miðherjinn úr
sendingu h. innherjans, ínn íyrir
vörnina. Miðherjinn vippaði síð
an knettinum yfir úthlaupandi
markvörðinn, af miklu öryggi. Var
þetta einnig faglega framkvæmt,
Fyrsta markið kom eftir allgóða
samfellda sóknarlotu, sem lauk
með föstu skoti.
í kvöld keppir III. fl. Vals yið
III. fl gestanna, en úrval úr II. fl.
i Þróttar og KR við II. fl. þeirra.
Fara leikirnir fram á Melavellin-
um.
Áhorfendur vorv frekar fáir full
orðnir, en allmargt af krökkum,
1 sem margir hverjir virtust sam-
kvæmt aldri sínum og lögreglu-
samþykktinni frekar hafa átt að
vera innan heimilisvéanna og í
bóiinu en á íþróttavellinum um
þetta leyti dags, auk þess sem þau
létu flest öllum illum látum og
höfðu sýnilega engan áhuga á því
sem fram fór á leikveilinum. Iíafði
þetta truflandi áhrif á þá sem
þarna höfðu keypt sig inn til þess
Framhald á 11. síða.
MMMMMMHMMMMMMMMtM
Biörn Bang
Andersen
í LANDSKEPPNI Norðmanna og
Svía á Bislet í fyrrakvöld setti
Björn Bang Andersen nýtt norskt
met í kúluvarpi, varpaði 17,41 m.
Sverre Strandli setti norskt met
i sleggjukasti — 63,55 m. Petter-
son Svíþjóð sigraði í hástökki með
2,06 m. í 10 km. lilaupinu urðu þau
óvæntu úrslit, að Norðmaðurinn
Magnar Lundemo sigraði á hinum
ágæta tíma, 29.35,6 mín. Ove Jons-
son, Svíþjóð sigraöi í 100 m. á 10,5,
annar varð Hörtevall Svíþjóð á
10,6 og þriðji Bunæs á 10,6.
FH og Esslingen leika
í Hafnarfirði í kvöld
ÞYZKA handknattleiksliðið Ess-
lingen, sem hér er í boði FH kom
hingað til lands í fyrrakvöld. Þjóð
verjarnir leika fyrsta leik sinn í
kvöld og mætir hinu snjalla liði
FH á Hörðuvöllum í Haínarfirði
kl. 8. Áður en leikur FH og Essling
en hefst leika Ármann og FH í
meistaraflokki kvenna. i
Alls eru 14 leikmenn og tveir
fararstjórar með í íörinni, en aðal
fararstjóri er Paul Kenner. ilinn
heitir Manfred Kienle
Móttökunefnd FH, en formaður
hennar er Valgarð Thoroddson,
ræddi við fréttamenn í gær og
skýrði þeim írá tilhögun heimsókn
arinnar. Alls verða háðir fjór’.r
leikir, tveir inni og tveir úti. Á
sunnudaginn verður leikur í í-
þróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli
og þá leika Þjóðverjarnir gegn
SV-úrvali.
Hér eru nokkrar upplýsingar um
hið þýzka lið, sem er mjög gott og
eitt bezta lið Þjóðverja, bæði í
inni- og útihandknattleik
Turnarbund Esslingen eða fim
leikafélag Esslingen, hefur á und
anförnum árum látið mjög að sér
kveða í handknattleik og er nú
talið eiga eitthvert sterkasta lið
Þýzkalands í þeirri íþrótt. Liðið
kemur frá Esslingen, sem er lít'l
iðnaðarborg í fylkinu Wúrtemberg
í Suð-vesturhluta Þýzkalands, > n
þar hefur liðið notið nábýlis við
hin beztu handknattleikslið önnur
í nærliggjandi borgum. Má þar ti’.
nefna F. A. Göppingen, sem nú er
Evrópumeistari í handknattleik, en
þessi tvö lið hafa löngum keppt
um meistaratitilinn í Wúrtemberg
Handknattleikslið Esslingen hefur
einnig á undanförnum árum háð
KRISTJAN STEFANSSON
Ieikur með í kvöld.
marga leiki við þekkt erlend lið
við góðan orðstír. Árið 1959 ferðað
ist liðið til Júgóslavíu og 1961 til
lAlsír, en þar vann liðið alla sina
leiki. Meðal þekktra handknattleiks
Jliða, sem Esslingen hefur keppt
við, má nefna MIK Oautaborg (11:
’ 7). Spartak Prag (11:8). BTV St.
i Gallen (Svisslandsmeistarar), AT
SV Linz (Austurríkismeistarar) og
Partizan Bjelovar (desember 1961
23:21. Þetta lið varð nr. 2 í Evrópu
meistarakeppninni).
Þýzku leikmennirnir: Markvörð
ur: Sigfried Wundenvald er 22 ára
og er í handknattleiksúrvali Wúrt-
emberg. Varnarleikmenn: Werner
Hágele 24 ára Sigfied TVIack 26
ára Josef Fink er í úrvalsliði Wúrt
emberg í inni- og útihandknattleik
iog í Suður-þýzka úrvalinu. Hann
hefur leikið í þýzka landsliðinu.
Werner Knecht 26 ára. Hann er í
úrvali Wúrtemberg og í Suður
þýzka úrvalinu Dieter Kölz 21 ára
Sóknarleikmenn: Manfred Pfeffer
21 árs Helmut Simmendinger 24
ára. fyrirliði liðsins. Hann er í úr
vali Wúrtemberg og i Suður-þýzka
úrvalinu. Roland Boger 24 ára.
Hann er í úrvali Wúrtemberg í úti
handknattleik og í S ’ður-þýzka úr
valinu. Ernst Bayer 22 ára.