Alþýðublaðið - 17.08.1962, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1962, Síða 2
BitstjOxar: Gísli J. Ásipórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjórl: BJÖrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasím! 14 906. — Aðsetur: AlþýðuhúsiÖ. —Prentcmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. 1 lausasölu kr. T.00 eint. Útgef- ^ndi: Alþýðuflokkurinn. -- FramkvæmdastJóri: Asg*ir Jóhannesson. ;] ' ' >! Von Mangoldt FYHR Á ÁRUM urðu þjóðir að bjarga sér í við skiptamálum með samningum hver við aðra og beittu þá styrk sínum eins og þær bezt gátu. Nú i|afa risið upp alþjóðlegar stofnanir á þessu sviði, þar sem reynt er með sameiginlegu átaki að leysa •vandamálin. Hafa þessar stofanir haft sérstaka þýð ingu fyrir smáþjóðir, sem geta mun betur gætt hagsmuna sinna í slíkum samtökum en einar sér. íslendingar hafa tekið þátt í allmörgum slíkum stofnunum um efnahagssamvinnu og hafa hvað eft ir annað náð þar árangri, sem mundi torfenginn á annan hátt. Hefur það verið okkur mikils virði, er áhrifamiklir menn í þessum stofnunum hafa sett sig inn í vandamál okkar og veitt okkur lið af vin- semd. Þýzki bankastjórinn Dr. Hans Karl von Man- goldt er einn þessara manna, en hann var lengi mik ill áhrifamaður innan Efnahagssanwinnustofun- arinnar í París, en er nú forseti framkvæmdastjóm ar Fjárfestingabanka Efnahagsbandalagsins. Af iþessum sökum er von Mangoldt velkominn gestur Hér á landi, er hann kemur í boði ríkisstjómarinnar tjl að kynnast landi og þjóð af eigin raun. Vísir þroskast DAGBLAÐIÐ VÍSIR hefur á langri ævi ekki þótt hafa sérstakan áhuga á auðjöfnun á íslandi. Blað- ið hefur ekki verið í fararbroddi í baráttu fyrir ráðstöfunum til að jafna aðstöðu ríkra og fátækra í landinu. Nú bregður svo við, að blaðið birtir hjartnæman leiðara um að ekki sé nóg að fyrir- byggja skort, heldur verði að koma í veg fyrir ofsa gróða einstakra stétta á kostnað almennings. Eru það mikil tíðindi, að Vísir skuli nú vera kominn á þessa skoðun. Það hefur tekið Vísi langan aldur að komast að þessari niðurstöðu. Meðan fámennur hrópur gróss era ríkti yfir fátækum almúga landsins fyrr á ár um, sagði Vísir ekki neitt. Þegar heildsala- og iðn- rekendagróði hefur verið mestur — á kostnað al mennings — hefur Vísir þagað. Þegar einkafram- tkkið hefur þurft á meiri hlunnindum að halda, hefur aldrei staðið á stuðningi Vísis. £ En nú hafa síldarsjómenn mótmælt lækkun á kjörum sínum, sem eru há í bezta síldarári, en mun ifiinni þess á milli. Þá losnar um málbeinið á Vísi, og hann kallar þetta „skort á þjóðfélagsþroska". Úr því að Vísir er vaknaður, heldur hann vonandi áfram. Hvernig er þjóðfélagsþroski fólksins í Snob Hill og öðrum lúxusvillum Reykjavík? Ekki búa síldarhásetar þar. Vill ekki Vísir leita og sjá, hvort <ácki er ástæða til að amast við skort á þroska hjá elnhverjum öðrum en sjómönnum? GABOON-PLÖTUR - EIKARSPÓNN 24455^7/ Hallveigarstíg 10. N Y K O M I Ð : Gaboon, 16 — 19 — 22 m/m. Hörplötur, 18 — 20 — 22 m/m. Japönsk Eik, 1 - 1 14 - 1 14- 2 - 214“ . Þýzk Eik, 1 - 114 — 2“ •Oregon Pine, 3',4 x 614“ Eikarspónn, kr. 40/25 ferm. Teak-olía í 1 — 25 1 brúsum. Mjög hagstætt verð. HANNES Á HORNINU ★ Vakin athygli á gætu tímariti. ;k Um ættvísi og þjóðleg; an fróðleik. ■k Of hljótt um það, sem vel er gert. ★ Ðæmi uhi ónýtja ís- lenzka framleiðslu. JÓN Kr. SKRIFAR: „Mig furð ar dálítið á því hve hljótt er um Nýjar Kvöldvökur í þeim búningi sem þær hafa birzt okkur á síð- ustu tveimur árum. Kvöldvökuút- gáfan á Akureyri keypti þetta gamla og góða tímarit og skapaði því ákveðið hlutverk, sem nauð synlegt var og er framar öllu þjóð- legt. Undir titlinum stendur: „Tímarit um ættvísi og þjóðlegj fræði.“ NÚ HEFUR TIMARITIÐ komið út í tvö ár og þjónað þessum til- gangi sínum af mikilli kostgæfni svo að hvert hefti flytur manni mikinn og góðan fróðleik um þessi mál, sem eru okkur íslendingum svo hugstæð eins og bezt sannast á því, hve mjög við kaupum end- urminningar og sagnir úr þjóðlíf- inu. Margir ágætir menn eru í rit stjórninni: Einar Bjarnason, Gísli Jónsson, Jón Gíslason og Jónas Rafnar læknir, en það mun vera hinn síðasttaldi, sem vann mest og bezt að hefja útgáfu tímarits um þettá efni. í RITINU er ntikill fjöldi greina um ættvísi og.skrifar Einar Bjarna son, sem mun nú vera fróðastur allra íslendinga um ættir, greina flokk sem hann nefnir: „Um ís- lenzka ættstuðla." Þetta er vísinda leg ritgerð full af margvíslegurn fróðleik, sem leitast við að leiða ættir manna af skjölum, annálum kirkjubókum og fleiri heimildum. En sagt er, að hvergi sé eins auð- vclt að rekja ættir og hér á landi. ENNFREMUR ERU GREINAR um merka íslendinga og merkis- heimili. Þær eru skemmtilegri til lesturs en ættfærslugreinarnar, sem að líkum lætur, enda er hér um að ræða bráðskemmtilegt les- efni. Ég verð að segja það, að mér »berst varla upp í hendurnai skemmtilegra og fróðleiksríkara tímarit en Nýjar Kvöldvökur í þess um búningi. JÁ, MÉR ÞYKIR of hljótt unl þetta ágæta tímarit. Það mun ekki enn hafa náð þeirri útbreiðslu, sem það á skilið. Það mun því eiga erfitt fjárhagslega, enda mun það varla bera mikinn áróðurskostnað Ég vona, að þú hafir það mikinn á- huga á svona fræðum, Hannes minn, að þú sjáir þér fært að vekja athygli á ritinu. Hér í Reykja vík hefur það afgreiðslu í bóka- verzlun Stefáns Stefánssonar á Laugavegi 8. Þar geta menn bæði keypt það í lausasölu og gerst á- skrifendur að því. GRAMUR SKRIFAR: „Nýlega keypti ég kúst, sem búinn er til hér á landi. Stráið í þessum kúst- um er svo hart og stökkt, að þeir endast ekki nema skamma stund. Þeir sópa illa og stráið brotnar svo að áður en við er litið, er kústur inn orðinn ónýtur. Það er slæmt þegar íslenzkur iðnvarningur reyn ist svona illa. Áður gat maður keypt sér kústa með mýkri stráum Er ekki hægt að bæta um þetta?“ Hanncs á horninu Jaðarsmótið næsfu helgi ÍSLENZKIR Ungtemplarar halda fimmta mót sitt að Jaðri um næstu helgi, en þing samtakanna hefst þar á föstudagskvöld. Tjaldbúðir munu verða að Jaðri um helgina og vcrður tjaldbúðasvæðið flóðlýst Jaðarsmótið verður sett á laugar Framhald á 5. síðu. EIRICH mótsraums hrað steypulirærivélar. Einnig sérstakir blandarar fyrir efnaiðnað og leirkerasmíði. Rúmtak frá 50 — 2000 lítrum í blöndu. Öruggasta samblöndun á stytztum tíma. Tilboð óskast án skuldbindingu. Bréfaskipti á dönsku, norsku, sænsku, ensku og þýzku. V. L0WENER VESTERBR03ADÉ9 B - K0BENHAVN: V. - DANMARK TELEGRAMADR.: STA ALL0WENER - VeLEX: S-S85 2 17. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.