Alþýðublaðið - 17.08.1962, Page 3
Samningi um Guineu
misjafnalega tekið
DJAKARTA OQ WASHING-
TON, 16. ágúst, (NTB-Reuter).
íbúar Djakarta, sem er fánum
prýdd, fögnuðu í dag fregninni
um samning Hollendinga og In-
donesa um Vestur-Nýju-Guineu,
kvöldið áður en Indónesar halda
hátíðlegt sautján ára afmæli
sjálfstæðis.
Formælandi utanríkisráðuneyt-
isins sagði í dag, að Bandaríkja-
níenn væru mjög ánægðir með
lausn deilunnar, sem fékkst með
friðsamlegum samningaviðræðum.
Formælandi hollenzka utanrík-
isráðuneytisins skýrði frá því í
dag, að að Hollendingar og Indó-
nesar hefðu orðið ásáttir um, að
koma á ný stjórnmálasambandi
sín á milli, en Indónesar slitu því
17. ágúst 1960.
Frá Hollindia berast þær fregn-
ir, að hollenzkir íbúar séu óá-
nægðir með samninginn. Margir
Verður Kongó
sambandsríki
BRUSSEL OG ACCRA, 16. ág-
úst, (NTB-Reuter).
Moise Tshombe Katangaforseti
sagði í dag í viðtali við Brussel-
blaðið „Le Soir“, að hann væri
mjög ánægður með tillögu Cyril-
íe Adoula, forsætisráðlierra
Kóngó.
Stjórnarskráin mundi kveða á
Mælir gegn
aðild Breta
SACKVILLE, 16. ágúst,
(NTB-Reuter).
FORINGI Social Credit flokks-
ins í Kanada, Robert Thompson,
Iagðist eindregið gegn aðild Breta
að efnahagsbandalagi Evrópu í
dag, og hélt því fram, að samveldið
mundi geta boðið Bretum talsvert
betri kjör en EBE gæti. Thompson
hélt því fram, að Kanadamenn
svikju Breta á neyðarstund þeirra,
og Iýsti yfir, að þjóðin ætti að
vinna að því að Bretum yrðu boön-
ir aðrir kostir en EBE.
um, að Katanga yrði aðili að
kóngósku sambandsríki. Tshombe
kvaðst fús til þess að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórn-
arskrármálið.
AFP-fregn frá Accra hermir, |
að Kwame Nkruma Ghanaforseti1
hafi ráðlagt Adoula forsætisráð-1
herra að fallast ekki á stjórnar-
skrártillögu þá, er gera mundi
Kongó að sambandsríki. Öflug
einingarríki er það, sem þarf í
Afríku, segir i áskorun Nkrumah
til Adoula.
Joseph Kasavubu forseti gaf í
dag út lög, en samkvæmt þeim
er Kóngó-héruðunum fimm, sem
lúta miðstjórninni, skipt í 16 ný
héruð. Ekki verður hreyft við
Katanga-héraði.
Lagt var til fyrir nokkrum vik-
um, að Norður-Katanga yrði fyrsta
héraðið, sem þingið samþykkti.
Ef þetta hefði verið gert yrði veldi
Tshombe skipt í tvo hluta.
Það var innanríkisráðherrann,
Kamitatu, sem gerði grein fyrir
hinum nýju lögum í útvarpsræðu.
Landamerki hinna nýju héraða
fela í sér skiptingu eftir ættbálk-
um. Leopoldville-héraði er skipt
í fjögur aðskilin héruð, Equator
í tvö, Orientale í þrjú, Kasai í
fimm og Kivu í tvö.
höfðu grert sér vonir um, að
Hollendingar mundu ekki undir-
rita samninginn eftir atburð þann,
er átti sér stað fyrir nokkrnm
dögum, þegar fjöldi fallhlífarher-
manna hélt til margra staða á
eynni.
Blöðin í Haag kalla samninginn
ýmist „uppgjöf" (íhaldsblöð) eða
„létti” (sósíalistablöð), en öll eru
þau sammála um, að smárikið
Holland hefði ekki átt sér neins
annars úrkosta en að láta undan
hinu óhjákvæmilega.
Frjálslynda blaðið Algemeine
segir m. a.: Ef eitthvað er ljóst
í þessu máli hlýtur það að vera
það, að enn er það vald, sem
ræður lögum og lofum í heímin-
um. Þetta kemur alls ekki rétt-
læti við. Holland er lítið land. Það
barðist í heimsstyrjöldinni síðari
með öllum verzlunarflota sínum.
En nú eru þaö stórveldin, sem eru
allsráðandi.
AÐALVEIÐIN
ÚT AF GERPÍ
SÆMILEG síldveiði var í gær-
dag, og fengu margir bátar góð
köst út af Gerpi og Hvalbak. Veð
ur var gott í gærkvöldi og veiði
horfur góðar. Bátarnir munu hafa
lóðað á töluverða síld á þessum
slóðum.
Sæmilegt veður var á síldarmið
unum í fyrradag og fyrrinótt, en
lítil veiði. Var vitað um 31 skip
með 12.610 mál og tunnur. Aðal-
veiðisvæðið var ASA af Dalatanga
og SSA af Gerpi.
Frá síldarleitinni á Siglufirði:
Víðir II. 500, Hafþór RE 40, Gylfi
70, Stígandi ÓF 250.
Frá síldarleitinni á Raufarhöfn:
Sigurður AK 300, Gjafar 750,
Bjarmi 150.
Frá síldarleitinni á Seyðisfirði:
Skipaskagi 200, Sólrún 400, Freyja
GK 500 Steinunn 650, Sigrún 700,
Seley 750, Guðfinnur 300, Guðm.
Þórðarson 500, Árni Geir 400, Þór
katla 400, Guðný 100, Ólafur Magn
ússön EA 500, Náttfari 200, Sigur-
fari BA 300 Halkion 200, Skírnir
500, Eldey 400, Hvanney 500, Sigur
björg KE 500 Hafrún ís 1000, Höfr-
ungur II. 800 Ólafur Magnússon
AK 300, Ingiber Ólafsson 300,
Tálknfirðingur 350.
P. Nenni
slasast
ROM 16. ágúst (NTB-iReuter)
Foringi ítalskra vinstri-sósíalista
Pietro Nenni fannst í dag meðvit
undarlaus á fjallsbrún nálægt
Aosta í ítölsku Ölpunum. Nenni
sem meiddist mikið á höfði, var
fluttur á sjúkrahúsið í Aosta þar
sem læknir skýrði frá skömmu
seinna, að Nenni væri kominn til
meðvitundar, en sennilega hefði
hann höfuðkúpubrotnað og brotið
nokkur rifbein.
Faðerni Sverris
konungs véfengt
AFMÆLI REYKJA-
VÍKUR I ÁRBÆ
AFMÆLI Reykjavíkur er á
morgun. Til hátíðabrigða verður
boðið upp á þjóðleg skemmtiat-
riði á útivistarsvæðinu við Arbæ.
Þessi nýlunda var fyrst reynd á
Jónsmessuvöku í sumar og hefur
gefizt vel.
Útivistarsvæðið verður opnað að
vanda kl. 2 en lokaö kl, 7. Stræt-
isvagnaferðir verða frá Lækjar-
torgi kl. 2, 3, og 4 auk Lækjar-
botnsferða kl. 1.15 og 3.15 en
heimferðir aukalega kl. 6 til 7
eftir þörfum.
Þjóðdansasýning verður kl. 4.15
og glímusýning kl. 5,15 en að auki
mun • Lúðrasveitin Svanur leika
þjóðlög við Árbæ kl. 3.15 ef
ástæður leyfa.
í sumar hafa verið sýndir
sænskir og íslenzkir þjóðdansar á
sýningarpalli á túninu og nú síð-
ast glíma og hráskinnsleikur á
laugardögum kl. 5. Einkum hafa
erlendir ferðamenn verið þakk-
látir fyrir að sjá þessar þjóðlegu
íþróttir. Þjóðdansafélag Reykja-
víkur og Glímudeild Ármanns
hafa séð um þessi skemmtiatriði.
SAGAN segir, að Sverrir kon-
ungur sé fæddur árið 1151, en
hann hefur þótzt vera að minnsta
kosti sjö árum yngri en hann var
í raun og veru, segir norski pró-
fessorinn Halvdan Koht í grein
í norska tímaritinu „Historisk Tid
skrift". Sverrir eigi að hafa sagt
rangt til um aldur sinn til þess að
hann gæti haldiö því fram, að
hann hafi veriö sonur Sigurðar
konungs munns.
Þegar Sverrir var 24 ára gamall
sagði móðir hans (Gunnhildur) hon
um, að hann væri óskilgetínn og
faðir hans væri ekki éiginmaður
hennar, Unás kambari, eins og
hann hefði haldið áður.
Einnig segir sagan, að Sverrir
hafi verið prestvígður maður er
hann fékk þessa vitneskju. Sam-
kvæmt kunnum heimildum er
hægt að gera ráð fyrir að hann
hafi fengið að vita þetta árið 1174.
En samkvæmt þágildandi kirkju-
lögum gátu menn, sem ékki höfðu
náð þrítugsaldri fengið prestvígslu
Sverrir hefði þá átt að vera fædd
ur 1144, og þá var óhugsandi að
hann hafði getað verið sonur Sig
urðar konungs munns, sem sjálíur
var fæddur 1133 eða 1134.
Onnur vitneskja, sem bendir til
hins sama er þessi: Sverrir átti
yngri systur, sem var gift og átti
son. Þessa sonar hennar var getiö
sem höfðingja hjá Sverri konungi
1184. Hann hlýtur þá að hafa ver
ið að minnsta kosti tvítugur, ger
um ráð fyrir að hann hafi verið
22 ára, og fæðingarár hans ætti
þá að hafa verið 1162. Þegar dreng
urinn fæddist hlýtur móðir hans
að hafa verið fulltíða, gerum ráð
fyrir að liún liafi verið 17 ára. Hún
hlýtur samkvæmt þvi hafa fæðzt
árið 1145.
Þriðja vitneskjan, sem hnígur
í sömu átt með tilliti til aldurs
Sverris konungs er þessi: Þegar
hann kvæntist 1185 átti hann fjög
ur óskilgetin börn, tvo syni og
tvær dætur. Saxo skýrir frá því, að
elzti sonurinn Sigurður, sem fyrst
var kallaður Unás, hljóti því að
hafa verið fæddur þegar Sverrir
taldi enn, að hann væri sonur Unás
kambara. En einnig kann að vera
að þau börn Sverris, sem ekki
fæddust 1 hjónabandi, — Hákon,
Sesselja og Ingibjörg, — hafi haft
minniháttar konungstitla í fyrstu.
Sigurður Sverrisson var kallað
ur lávarður í stjórnartíð föður síns
1193 og Hákon var kallaður höfð-
ingi árið 1197. Báðir hljóta að hafa
verið að minnsta kosti tvítugir áð
ur en þeir gátu hlotið ^höfðingja-
nafnbót, og þeir fæddust sennilega
MUHMHMMMtMMMMMMtM
Rússar reka
fréttaritara
„Newsweek''
LONDON 16. ágúst (NTB-
Reuter) William Bassow, eina
fréttaritara tímaritsins banda
ríska „Newsweek" í Moskvu
hefur verið skipað að fara af
landi brott. Tass-fréttastofan
sem fregn þessi er höfð eftir
segir að skrif Bassows hafi
vakið almenna reiði í Sovét
ríkjunum.
MMtMMMMMHMMMHHHW
í Færeyjum. Dóttirinn Sesselja,
giftist höfðingja, sem kallaður var
Einar prestur, seinna Einar kon-
ungsmágur. En sagan getur ekki
um hann fyrr en 1201, og þess
vegna getur Sesselja verið fædd
í Noregi. En seinna var hennar get
ið sem elztu dóttur Sverris, og
yngsta dóttirinn, Ingibjörg, giftist
árið 1196 sænska konungssyninum
Karli Sörkvissyni, sem féll 1198.
Allt bendir þetta til þess, að
báðar dæturnar hljóti að hafa
fæðzt í Færeyjum einnig. Ef svo
er hafði Sverrir eignazt fjölskyldu
í Færeyjum áður en hann kom til
Noregs 1176, og þá getur hann ekki
hafa verið mjög ungur.
Allt bendir þetta til þess, segir
prófessor Koht, að Sverrir hafi lát-
ið telja sig að minnsta kosti sjö
árum yngri en hann var í raun og
veru, og að því er mig varðar er
ég ekki í neinum vafa um, að ár-
talið 11444 cr réttara fæðingarár
en 1151.
Prófessoh Koht telur ósennilegt,
að Gunnhildur hafi sagt Sverri að
Sigurður konung munnur væri fað
ir hans. Gunnhildur fór í pílagríms
ferð til Rómar, og þar skriftaði
hún fyrir presti .einum, og sagði
frá syninum, sem hún átti utan
hjónabands, og var prestvígður.
Henni var skipað að segja syni
sínum frá réttu faðerni hans.
Um Sigurð konung munn mun
Sverrir ekki hafa vitað annað en
að hann hafi verið beittur svívirði
legu ofbeldi. En það var nóg til
þess að varpa á hann helgiljóma.
Sverrir vildi feta í fótspor hans og
hefja ætt hans til vegs og virðirigar
Hugarburðurinn fór að blandast
raunveruleikanum. Ei var lengur
annar fulltrúi liinnar réttu kon-
Framh. á 14. síðu
ALÞÝÐUBLA0I0 - 17. ágúst 1962 J