Alþýðublaðið - 17.08.1962, Side 8

Alþýðublaðið - 17.08.1962, Side 8
HIN næstu þrjú ár má Francesko Ghizoni ekki fá a8 sjó sína heittelskuðu An- gelu Mondini. Þykkur múr og rimlagluggi mun skilja hann frá stúlkunni, sem , hann var svo vitlaus í. En allir sem til þekkja eru viss ir um, að þegar hann kemur út aftur, þá er fjandinn laus. Því Francesco Gihzzoni og Angela Mondini eru að- ilar að einni furðulegustu ástarsögu á þessari öld, ást- arævintýri, sem þegar hefur staðið yfir í 27 ár, og er án efa alls ekki á enda. Þetta mikla „drama“ hófst árið 1935 á fallegum ágúst- degi. Á strönd eins baðstað- arins við Póflóann var hin 15 ára gamla stúlka Angela Mondini á leið upp að búð einni til að kaupa sér ís. Fyrir innan búðarborðið stóð Francesco Ghizzoni. og hann varð á þeirri sömu stundu, sem stúlkan gekk inn í búðina, svo hugfanginn af fegurð hennar og yndis- þokka, að hann neitaði að taka við borgun fyrir ísinn, sem hún hafði keypt. Stuttu seinna kom hann með öskj- ur fullar af súkkulaði til Angelu og móður hennar. Unga stúlkan brosti blítt til hans í þakkarskyni, en veitti honum að öðru leyti ekki hina minnstu eftirtekt. Dálitlu seinna tók Fran- césco eftir Angelu, þar sem hún var á leið í skólann í Cermoa, þar sem þær bjuggu báðar mæðgúrnar. Hann reyndi að ná tali af henni, en hún svaraði hon- um ekki. Síðan elti hann hana daglega á götunni. Og að lokum tók hann að senda henni bréf: Elsku litla heitt- elskaða .... Frú Mondini náði tali af Francesco og bað hann um að halda sig frá dóttur hennar, — „hún er aðeins barn ennþá“, sagði hún ákveðin. En ungi maðurinn Hegnið honum vék ekki eitt hænufet frá sinni útvöldu. í vikur, mánuði, ár elti hann hana, þegar hún var á göngu, settist við hlið henn- ar, ef hún fór í bíó, og stóð fyrir utan gluggann hjá henni, þegar hún var heima. Aldrei launaði Angela hon- um með brosi eða einstöku orði. Eftir fimm ára „kunn- ingsskap" taldi Francesco móður sína á að fara til frú Mondini, móður stúlkunnar, og biðja hana allra vinsam- legast um hönd dótturinnar fyrir son sinn. Frú Mondini svaraði. að um það væri ekki að ræða. og hún leyndi heldur ekkert ástæðunni, — að Aneela gæti alls ekki þolað Francesco. En Francesco vildi ekki láta sannfærast. Hann taldi sér trú um, að innst inni elskaði Angela hann, — hún ætti bara eftir að láta það í ljós. Alltaf þegar. hann var að elta hana, og þegar hann- komst nálægt henni, hvísl- aði hann: „Angela, litla elsk an, hvenær eigum við að halda brúðkaupið?“ Eftir nokkurra ára heitar ástarjátningar sagði frú Mondini lögreglunni hátta- lag hans, sem gaf honum skipun um að koma ekki ná- lægt Angelu. En það var ekki klukku- stund liðin frá skipun lög- reglunnar, þegar Francesco stóð fyrir utan gluggann hjá Angelu. Elskan, hrópaði hann, — ekkert getur skilið mig frá þér. Og í fyrsta sinn svaraði hin unga stúlka bænum hans, — utan við sig af hug- arangri tók hún þungan — koss: líkamsárás ! ? kertastjaka og sló hann með honum í höfuðið. Næsta dag birtist Fran- ceseo aftur fyrir utan glugg- ann hennar og nú með plást- ur á höfðinu, en samt með tilbiðjandi augu. Við annað tækifæri kast- aði hún á eftir honum, og eitt sinn þegar hann fékk sér sæti við hlið hennar í veitingahúsi, slengdi hún úr vínglasinu framan í hann. út af fyrir sig á lóð sinni, en dag einn á siðasta ári kom • nokkuð fyrir, sem markaði tímamót í þessum mikla ástarharmleik. Síð- degis dag einn þegar Angela stóð í tröppum húss síns og var að tala við aðra konu, kom Francesco þjótandi frá götunni, slengdi höndunum utan um hana og þrýsti brennandi kossi á varir hennar. Henni tókst að berja sig lausa, og æpa svo hátt, að elskhuginn varð hræddur og flúði sem fætur toguðu í burtu. Nú loksins var þolinmæði Angelu á enda. Hún fór rakleiðis til lögreglunnar og kærði hinn ákafa elskhuga sinn fyrir líkamsárás á áberandi stað. Og fyrir stuttú síðan stóðu hinn 52 ára gamli ástfangni maður og ungfrú Angela bæði tvö frammi fyrir hinum ítalska dóm- stóli. Til að byrja með var Francesco næstum hlægi- lega öruggur með sjálfan sig. Er koss kannski lík- amsárás?“ spurði hann dóm- arann. — Eru tröppur opin- ber staður? — Og auk þess megið þér ekki gleyma því að signora Angela elskar mig. — „Maðurinn er sinnisveik- ur“, sagði Angela, — Hann hefur eyðilagt líf mitt, og hann hefur rekið alla biðla Francesco Gihzzoni varð smám saman dugandi mað- ur. Hann hafði með sínum eigin höndum komið á fót verkfæraverksmiðju, og var þekktur af öllum, sem dug- legur verzlunarmaður, sem vissi hvað hann söng. Að- eins þegar Angela átti í hlut var eins og hann gjörbreytt- ist. Hann sendi henni rosa- lega rósavendi og dýrmæt- ar gjafir — og fyrir nokkr- um árum síðan sendi hann henni afrit af erfðaskrá sinni, þar sem henni voru ánafnaðar hans miklu eign- ir. En frú Mondini sendi allar gjafirnar til baka. Móðir Angelu dó á þess- um árum, en eftir iifði Angela einmana, — bitur og ógift, og var það beinlínis því að kenna, að hin ástfangni Gihzzoni hélt svo dyggilegan vörð um hana að allir biðl- arnir hrukku frá. Að því er virðist hefur hún lifað ein mína burtu með sj: stöku frekju. Ég kr< af réttinum, að han þessum manni stran Rétturinn fylgdi Angelu og dæmdi F í þriggja ára fangel greip sá dæmdi öi um höfuðið, en ai síðar sneri hann sér „elskuðu“ og sagði þú ert ánægð yfir þ skuli vera í fangelsi, ég vera hamingju klefa mínum. — Og mundu við munum sjást af þrjú ár....... MHMMIMHMMMM ari g. 17. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.