Alþýðublaðið - 17.08.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 17.08.1962, Síða 13
MWmWMtMMUMMMmWUMUMWMMMW WWMWilWMMMWWWWWMWIMmWI rðfirðingar ja betri hofn IIAFNARGERÐ og lmsa- byggingar eru ’ þau mál, sem eiima hæst ber á NorSfirði, að því er Gestur Janus Ragnars- son skýrði blaðinu frá í við- tali í gær. Gestur er 26 ára gamall húsgagnasmiður, sem var efstur á lista Alþýðuflokks- ins í bæjarstjórnarkosningun- um og vann nú sæti í bæjar- stjórn, sem AlþýSuflokkurinn ekki hafði síðasta Jtjörtímabil. Miðað við allar aðstæður kom það mönnum á óvart, hve góða útkomu flokkurinn féklc og að hann skyldi vinna sæti, en nú er vaxandi starf og áhugi inn- an Alþýðuflokksins á Aust- f jörðum og margir ungir menn komnir þar til forystu. Gestur sagði, að síldin hefði liaft mjög örvandi áhrif á af- kornu og framtíðarhorfur fólks í Neskaupstað. Um skeið hefði verið kyrrstaða, en íbúuin væri nú tekið að fjölga og liúsnæð- isskortur í bænum. Kvað Gestur þá Alþýðuflokksmenn hafa lagt til, áð bæjarfélagið stofnaði byggingalánasjóð til að greiða fyrir fólki við íbúffa- byggingar, skipulegði ný hverfi og ynni að hagræðingu á bygg- ingaháttum. Margir hafa nú íbúðabygg- ingar á prjónunúm í Nes- kaupstað. Þyrfti bærinn , að styðja þá viðleitni með því aff koma upp malarvinnslu, en vandkvæði á aff finna möl valda byggjendum aukakostnaði og erfiði. Gestur Ragnarsson Hafnarmálið er eitt þýffing- armesta vandamál Neskaup- staðar. Leggur Alþýðuflokkur- inn mikla áherzlu á að höfn- inni verði sem fyrst komiff í viöunanlegt horf, þannig að bátaflotanum verffi tryggffur öruggur viðlegustaður. Þá er nauðsynlegt að bæta aðbúnað 'smábátanna, sem eru margir, enda stutt til góðra miða. Þyrfti aff byggja beitingarstöff með kæligeymslu, þar sem að- staffa yrði leigð út með hag- kvæmum kjörum, bæta lönd- unaraðstöðu og tryggja trillum affstöffu til uppsáturs. Miklar framtíffarvonir eru tengdar viff fjölbreyttan fiskiðnað, til dæmis niðursuffuverksmiðju, og þjónustu viff útveginn eins og tunnuverksmiffju og neta- verksmiðju. . Myndarlegt félagsheimili er meffal þeirra framkvæmda, sem síffast hafa risiff í Neskaupstaff, en þó er aðeins hluti þeirrar byggingar ennþá fullgerður. Mörg verkefni bíða lausnar, þar á meðal holræsakerfið og vatnsveita bæjarins. Þá er vax- andi þörf á varanlegri gatna- gerð á öllum aðalgötum bæjar- ins og mikill áhugi á því máli eins og á öffrum stöðum á landinu. MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMW* HIS 9CHAN TURALLRA TJÓRA FYRIR 800 árum, árið 1162, fæddist hinn mikli hirðingja- höfðingi Gengihs Khan austur í Mongólíu. Þar í landi hefur þessa afmælis verið minnzt með ýmsum hætti í ár. Reist hefur verið minnismerki um hann og frimerki gefin út til minningar um afmælið. Eins og jnenn muna lagði Genghis Khan undir sig .. mestalla Evrópu og stóran hluta Asíu og Austurlanda nær. Hins vegar er lítið vitað um uppruna "h'a'ns — sagt var, að hann væri kominn' af meyjunni Alan-goa, , sem hefði átt hann með tungls- geisía. Álíka lítið er vitað um endalok hans. Fyrir nokkrum mánuðum kom síðasti leiðangurinn,'sem gerður hefur út til að leita legstaðar hins mikla' Mongólahöfðingja. . aftur til Ulan Bator, höfuðborg- ar Ytri-Mongólíu. Ekkert fannst. Þö að Genghis Khan færi viða sleít hann aldrei tengslin við föðurland sitt, og þegar hann dó árið 1227, en talið að hann hafi verið grafinn í fjalli nálægt upptökum ánna Onon og Ke- rulen, þar .sem hann fæddist. Munnmæli herma, að allir þeir, sem orðið hafi á vegi lík- fylgdarinnar hafi verið drepnir til þess að leyna fréttunum af dauða hans fyrir óvinum hans og legstað hans fyrir þjófum. Þá er einnig í sögunum getið um stórkostlega hesta, sem fómað var til að tryggja, að hann kæm- ist heilu og höldnu til annars heims, auk 40 föngulegra meyja, sem skyltíu þjóna honum hinum megin. Genghis Khan settist aldrei að neins staðar. Hann lifði í hnakknum og bjó í tjaldi. Enn í dag lifa Mongólar í tjöldum — þar á meðal tveir þriðju hlutar íbúa höfuðborgarinnar — ráfa enn með hjarðir sínar mllli sumar- og vetrarhaga, -nærast enn aðallega. á kjötinu af dýrum sínum og drekka hinn ljúffenga, en áfenga drykk, kumiss, sem er gerjuð merarmjólk. Sérhvert Mongólabarn byrjar að sitja á hestbaki fimm til sex ára gamalt. í byrjun þessarar aldar var fátt til í Mongólum, sem minnti á hina miklu stríðsmenn Genghis Khan. Þeir voru taldir úrkynj- aðir og óhæfir til að keppa við umheiminn og ýmsír töldu, að þeir mundu ó næstunni þurrkast alveg út. íbúatala Ytri-Mon- gólíu var komin niður í tæpa hálfa milljón manna (persónu- legur lífvörður Genghis Khans hafði verið 10.000 úrvalsstríðs- menn, þegar hann kom til valda). Klerkavald var óskaplegt, svo að um helmingur allra karl- manna var um aldamótin lamar. A. m. k. einn sonur úr hverri fjölskyldu fór í lamaklaustur, annaðhvort sem munkur eða þjónn. Aðrir landsbúar stóðu svo með sköttum sínum undir 1800 klaustrum og 700 lamabú- stöðum. Stórlama Mongólanna hafði veraldleg völd, alveg eins og Dalai Lama og Panchen Lama í Tíbet. Hann var „lifandi Búddha“. Efnahagsleg hnignun og úr- kynjun þjóðarinnar háfa vafa- laust versnað við hið furðulega hlutfall milli lamanna og venju- legra borgara, sem várð til þess, a, fjórðungur þjóðarinnar tók engan þátt í framleiðslu nc fólksfjölgun. Einlífi lamanna var hugsjón, en í framkvæmdinni var mikið um frillulifnað, kyn- villu og aðra vlllu meðal lam- anna, en fjölkvæni meðal aðals- manna, og kynsjúkdóma meðal allra stétta þjóðfélagsins. Hnignunarskeiði Mongóla er nú lokið. Fólksfjöldi hefur vax- ið um helming og er orðinn ein miiljón. Þó að Mongólar búi enn í tjöldum, sem gerð eru á sama hátt og gerðist á tímum Genghis Khans, þá hafa ýmsar breytingar orðið. í stað taðelds á miðju gólfi er nú kominn ofn með reykháf upp úr miðjunni. Útvarpsloftnet sjást lika iðulega og á kvöldin sést oft birta frá rafmagnsperu út um opið. Bak við tjaldið standa gjarnan bundn Framh. á 12. síðu Hvaff skyldi hún gera ef ég reyni aff komast upp? Já, ég meina upp á, bak henni. Þaff er svo ósköp sjaldan, sem maffur fær aff klifra. Ég held ég reyni Hún hreyfir sig ekki. Sjáið þið bara. Svona klifra ég nú. Þetta mynduð þiff ekki leika eftir. Uss, þetta er bara barnaleikur. “Upp, upp, upp á Ah, mikiff er gott aff anda ai sér hreina háfjallaloftinu. Þa< er bara eins og maffur sé komini heim til Afríku, upp í fjöllin. Það er bara verst aff mega ekk vera hér svolítið lengur. Þetta e Svo óstöðugt og titrandi fjal Gaman var þaff nú samt sem áðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. ágúst 1962 J3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.