Alþýðublaðið - 17.08.1962, Blaðsíða 15
Neville Shute
s'
jt
leðursætinu o. fl. Síðan skrifaði
hún ávísun fyrir upphæðinni og
borgaði þarna á staðnum. Síðan
fórum við og fengum okkur mat
arbita.
Ég kynnti hana fyrir Colin
Hicks, yfirflugmanninum þarna,
sem staddur var inni á veitinga
stofunni. Hann bauð okkur upp
á snafs en ég afþakkaði, þar sem
við áttum eftir að fljúga til baka.
Ég bað samt um engiferöl, og
hún mjólkurglas. Ég sagði hon
um að hún hefði verið að kaupa
Moth vél af fyrirtækinu. Hann
suurði um skrásetningarnúmerið
og þegar ég sagði honum það,
sagði hann: ,,Það er gamla vél-
in hans majórs Strauther. Það
er góð vél. Hann seldi hana
vegna þess að hann var sendur
til Indlands“. Svo sneri hann sér
að henni. „Við ætlum að halda
flugsýningu með Parísar flug-
klúbbnum við La Baule í júni.
Þangað ættuð þér að koma Vél-
in yðar ratar þangað því hún var
þar í fyrra“.
„Til Frakklands", sagði hún
hugsandi. Hann kinkaði kolli.
Það er við Biskaya flóann, ekki
‘ langt frá Stó Nazarie. Vanalega
hittum við Frakkana í Le Touq-
uet og fáum okkar þar í gogg-
inn, síðan fljúgum við saman
það sem eftir er. Þetta er ekki
erfitt flug og þarna skemmta all
ir sér“.
„Ég ætla að hugsa nánar um
þetta“, sagði hún. „Ég hef nú
ekki mikla reynslu enn sem kom
ið er“.
Við fengum okkur nú sæti við
' borð til að snæða hádegisverð.
Hún virtist annars hugar, sat og
starði út á flugvöllinn.
„Eruð þér ánægð?“ spurði ég.
Hún snéri sér að mér. „Já
meira en lítið. Mér finnsta þetta
. varla geta verið satt“.
„Það er alltaf gaman að eign
ast eitthvað nýtt. Það væri al-
veg eins með nýjan bíl“.
Hún kinkaði kolli. „Það er
ekki bara það. Það verður allt
annað að eiga flugvél. Maður
verður svo frjáls ferða sinna.
Sjáið þér til“, sagði líún. „Ég
lief eiginlega aldrei komið neitt.
En nú, að fara til Frakklands,
— fljúga þangað í minni eigin
flugvél, — ótrúlegt.
Ég veit ekki hvort ég hef
hugrekki til að gera þetta. Og
ég veit að ég mun iðrast þess
alla mína ævi, geri ég það ekki“.
„Kunnið þér . .nokkuð . . í
frönsku?" spurði ég.
„Ég lærði frönsku þegar ég
var í skóla", sagði hún. „En
síðan eru liðin fimmtán ár. Ég
er víst búin að gleyma hvað mað
ur á að segja við flugvirkja á
flugvelli".
Ég brosti. „Þér verðið að
finna yður farþega, sem er þess
um hnútum kunnugur. Það eru
margir hér sem mundu grípa
tækifæri' til að komast til La'
Baule fegins hendi“.
„Það getur satt verið“, sagði
hún. Hún var að hugsa um stund
síðan sagði hún. „Hvað voru nú
einkennisstafirnir aftur?“
„Ég sagði henni það. „G-
EMLE”.
„MLF“, sagði hún. „Morga Le
Fay. Það ætla ég að kalla hana“.
„Hver var Morgan Le Fay?“
Hún var systir Arthúrs kon-
ungs“.
„Morgan Le Fay::, endurtók
ég. „Það er ekki svo slæmt nafn
á flugvél. Viljið þér ekki láta
mála nafnið á hana. Mála það
með rauðum stöfum rétt fyrir
neðan hreyfilinn. Það mundi
verða ansi fallegt".
Hún varð alveg himinlifandi.
„Væri það hægt? Það mundi
verða alveg dásamlegt“.
„Það er vel hægt. Við skulum
fara inn á skrifstofuna og
biðja þá um að skrifa þetta nið
ur áður en við förum“.
Við gerðum það þegar við vor
um búin að borða, og síðan stig
um við upp í vélina sem við kom
um á og flugum til baka til
Duffington. Þegar hér var kom
ið hafði henni farið lieilmikið
fram í að fljúga yfirlandsflug.
Þegar við fórum fram hjá Bed-
ford, sagði hún í talpípuna:
„Pascoe".
„Já“, svaraði ég.
„Ég bætti við fimm gráðum
vegna vindsins, en eftir reykn-
um frá járnbrautarlestinni þarna
að dæma er vindurinn á austan.
Ætti ég að breyta stefnunni?“
Ég leit niður. Þetta var alveg
rétt hjá henni. „Vindurinn er
ekki mjög sterkur. Ég mundi
bæta svo sem tveim gráðum við
upprunalegu stefnu. Ég held við
séum komin full vestarlega“.
Þegar við lentum í Duffing-
ton, var ekki nokkur sála þar,
því klúbburin n er lokaður á
mánudögum. Hún ók vélinni
upp að dyrunum á flugskýlinu,
sem voru lokaðar. Við fórum út
og opnuðum dyrnar og ýttum
vélinni inn. Þegar við vorum bú
in að því sneri hún sér að mér
og sagði: „Mikið er ég yður
þakklát fyrir að fórna mér frí-
deginum", sagði hún. „Mér hef
ur fundist þetta alveg yndisleg-
ur dagur. En ég hugsa að þér
getið ekki sagt það sama“.
„Þetta var allt í lagi mín
vegna“, sagði ég. „Ég ætlaði
ekki að gera neitt sérstakt. Ég
ætlaði kannski að verzla svolít-
i
ið, en ég get alltaf gert það“.
„Ætlið þér að gera eitthvað
sérstakt í kvöld?“
„Nei“.
„Munduð þér vilja koma og
borða heima hjá mér?“ spurði
hún dálítið feimnislega. „Með
mér og móður minni?“
„Það mundi mér þykja mjög
gaman“, sagði ég. „Um hvaða
leyti ætti ég að koma?“
„Klukkan sjö? Við borðum
vanalega um það leyti“.
Ég kinkaði kolli. „Það hentar
mér vel. Ég ætla að fara og
skrifa i loggbækurnar, síðan fer
ég heim og skipti um föt, svo
kem ég.
Ég gekk upp að húsinu hennar
um kvöldið, nýrakaður og
skrýddur mínum beztu fötum.
Ég hafði aldrei komið þarna áð-
ur, en óg hafði séð húsið úr
lofti á hverjum degi. Þetta var
gamalt hús. Þetta kvöld fannst
mér leiðin að húsinu frá vegin-
um lengri og húsið allt meira
en mér hafði áður fundizt.
Stofustúlka með stífaða
svuntu kom til dyra og vísaði
mér til stofu. Frú Marshall og
móðir hennar stóðu upp til að
bjóða .mig velkominn, og ég var
kynntur fyrir móður hennar, frú
Duclos.
Ég kannaðist við hana í sjón
þótt við hefðum aldrei talast við.
Mér leizt ekkert meira en svo
á hana. Þær buðu m'ér snafs og
ég kaus Sherry. Meðan nemandi
minn var að sækja sherrið og
glösin fór sú gamla að ræða við
mig.
„Brenda segir mér að hún sé
búin að kaupa flugvél", sagði
liún.
„Ég brosti. „Það er rétt“, Svo
spurði ég: „Samþykktuð þér
það?“
Það rumdi í henni. „Það skipti
nú víst ekki miklu máli hvort éé
hefði samþykkt það eða ekki.
En — mér finnst þetta allt í
lagi meðan hún drepur sig ekki
á þessu. Þér sjáið til þess a3
hún geri það ekki“.
„Það geri ég eftir beztu getu“,
„Standið upp og leyfið mér að
líta á yður“.
Ég stóð upp og hún og eftiis
smá stund sagði liún: „Brenda
segir að þér hafið skotið niður
ellefu Þjóðverja í stríðinu“.
„Já“, sagði ég. „Ég er hrædd
ur um að. ég hafi gert það“.
„Um hvað eruð þér hrædd->
ur?“
„Ekkert", sagði ég. „Nú finnst'
mér ekki eins mikill heiður að
hafa gert þetta eins og mér
fannst þá“.
„Eruð þér að verða friðar-
sinni eða hvað? Hvað heitið þér
annars, ég get ekki haldið áfram
að kalla yður Pascoe höfuðsmann'
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. ágúst 1962 15 '