Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 1
Hún bjargaði börnunum Hér sézt dr. Frances Kelsey <t. v. ), kvenlækiiirmn banda- ríski, sem kom í veg fyrir notkun thalidomide í Bandaríkjun um, ásamt Kennedy Bandaríkjaforseta, (t.h.). Ilún var sæmd æðsta heimursmerki Bandaríkjanna fyrir að koma í veg fyr ir að fjölmörg börn fæddast vansköpuð í Bandaríkjunum en í ljós kom að konur er tekið höfðu inn thalidomide ólu van- sköpuð börn. GOTT ÚTLIT Á SÍLDVEIÐUNUM 43. árg. — Laugardagur 25. ágúst 1962 - 192- tbl. Laxness- ieikritið ekki sýnt í haust MARGIR hafa búizt við því, að leikrit Halldórs Kiljan Laxness, „Prjónastofan Sólin,“ yrði sýnt í Þjóðleikhúsinu í vetur. Svb mun þó ekki verða, a.m.k. ekki fyrri liluta sýningarársins, að þvi er Guðlaugur Rósinkranz þjóðleik- hússtjóri tjáði blaðinu í gær. I Eins og kunnugt er, las Halldór Kiljan leikritið fyrir íslenzka stúdenta í Höfn í vetur, en síðan hefur lítið verið um það talað. Að öllum líkindum mun það koma út i haust, og verður Helga- fell útgefandi eins og að fyrri bókum skáldsins. \ Blaðið náði í gær í Kiljan, og ræddi við hann í síma. Var hús hans þá fullt af gestum, o'g kvaðst skáldið tæplega heyra 1 sjálfum sér. Um útgáfu bókarinn- ar kvaðst skáldið ekkert vita, en hann væri fyrir löngu búinn að senda handritið frá sér. Ekkert vissi hann heldur livort leikritið yrði sýnt, og sagði að það hefði ekkert komið til tals. Finnst mörgum óvenjuleg bið á því, að þetta verk nóbelsverð- launahöfundarins komi fyrir al-r menningssjónir. Yfirleitt hafa all- ar bækur hans og ritsmíðar verið gefnar út í snarhasti. Tokio, Moskvu, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Við rákumst á frásögn af þessu í „Billedbladet" og þar eru hinar 5 stúlkur nefndar fulltrúar Kaupmannahafnar. Sjálfsagt hafa hinir ítölsku haldið að Thelma okkar væri dönsk og er það hálf hart, þar eð „Billedbladet“ danska segir að hinir ítölsku kvik- myndatökumenn hafi „fall- ið fyrir“ töfrum hennar. Thelma Ingvarsdóttir var í liópi 5 stúlkna, er ítalska kvikmyndafélagið „Alexan- derfilm" valdi í Kaupmanna- höfcl til þess að vera í kvik- mynd, sem félagið er að gera frá fimm lielztu höfuðborf- nm heims, þ. e. frá Róm, SÍLDVEIOIBÁTAR MAL OG TUNNUR? ÞAÐ er nú útlit fyrir að í kring um 100 bátar fái 10 þús. mál og tunnur eða þar yfir á síldarver- Mannekla í Eyjum Vestmannaeyjum í gær. MANNEKLA er nú allmikil í fíestum fiskvinnslustöð\Tim hér, og alls staðar unnið eins og háver- tíð væri. Bátarnir, sem liéðan eru gérðir út fiska yfirleitt vel. Þeir sem eru á fiskitrolli koma flestir iTictlunuiLii ti 14. siðu. tíðinni í sumar, sagði einn af síld- arútvegsmönnum, er Allvýðublað- ið ræddi við liann í gær. Um síð ustu helgi voru 67 bátar búnir að ná þessu aflamagni en síðan hefur afli verið góður og munu nú yf- ir 80 bátar komnir með 10 þús. mál og tunnur og þar yfir. I fyrra voru það aðeins rúmlega 50 skip er fengu yfir 10 þús. mál og tunnur. Hefur hinn góði afli nú því dreifzt á mun fleiri skip en áður og mun útkoman af síld- veiðunum því vera mun jafnbetri nú. Enn er ágætur afli og má bú- ast við að bátarnir bæti talsverðu við enn. Hið eina er nú hamlar er það hversu síldin er smá og vill ánetjast. Hafa nokkrir bátar orð ið að hætta veiðum af þessum sök um, þ. e. bátar er ekki höfðu nægi lega smáriðnar nætur. r í Fyrir skömmu voru:’ sumir á ÍSeyðisfirði allt að því sólarhring að hrista smásíldina úr nótunum. Síldin gengur mjög langt inn í ismöskvana og slitnar því yfirleitt jí sundur þegar verið ér að hrista hana úr. Við þetta kemst að sjálf sögðu grútur í nótina og verður helzt að hreinsa hana mjög vel áður en hún er lögð niður. Sumir setja salt í nótina til að forðast að mikið hitni í henni. Og rýkur úr nótunum þegar þær eru tekn ar upp, hafi ekki verið hreinsað vel úr þeim. Berlín, 24. ágúst. NTB. Tveir Austur-Þjóðverjar hafa flúið til V-Berlínar sl. sólarhring. Var annar þeirra stúdent, en hinn hermaður í einlcennisbún- ingi. Stúdentinn komst yfir mörk in aðeins tveim tímum eftir að hinn 19 ára Hans Ðietcr Wesa var skotinn við flóttatilraunina. Nokkrir unglingar í V-Berlín hafa reist stóran trékross, Þar sem Wesa féll.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.