Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1962, Blaðsíða 2
JHtstjoiar: Gísli J. Asipórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AöstoBarritstjóri: Ctfjörgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasiml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentaniðja Alþýðubiaðsins, Hveriisgötu a—10. — Askriftargj ald kr. 55,00 á mánuði. I lausasölu kr. 2,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. -- Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Eru sjómenn ofsagróða- I stétt þjóðfélagsins? FYRIR NOKKRUM DOGUM birti Vísir ristjórn argrein, þar sem talað var réttilega um tekjujöfn- un meðal þegna þjóðfélagsins. Taldi blaðið ekki að- eins nauðsynlegt, að skortur væri fyrirbyggður, heldur yrði einnig að lækka tekjur ofsagróðastétta. Sem dæmi um slíka stétt nefndi Vísir síldarsjó- menn. Alþýðublaðið fagnaði þeirri stefnubreytingu, sem fram kom í þessari ritstjórnargrein Vísis, enda hefur blaðið um langa ævi haft meiri áhuga á eðrU en réttlátri tekjuskiptingu. Hins vegar mótmælti Alþýðublaðið eindregið þeirri niðurstöðu, að sjó- menn væru hin hættulega ofsagróðastétt okkar þjóð félags, og skoraði á Vísi að athuga fínu villurnar í Keykjavík, hvort þar byggju síldarhásetar, og kanna, hvort ekki væri frekar ástæða til að amast við öðrum stéttum en sjómönnum í þessum efnum. Þessi mótmæli Alþýðublaðsins virðast hafa farið meira en lítið í taugarnar á ritstjórum Vísis og þeir svara með því að ausa svívirðingum á Alþýðu- flokkinn á þann hátt að það er blaðinu og ritstjór- um þess til stórskammar. Alþýðublaðinu er vel ljóst, að síldarsjómenn geta haft miklar tekjur í beztu árum. En þess ber að gæta, að þeir verða að lifa marga mánuði á nokk- urra vikna vinnu og þeir verða að sigla frá fjöl- skyldu og heimilum ár eftir ár, þótt lítið sem ekkert veiðist. Þess vegna telur Alþýðublaðið það fásinnu, að taka sjómenn sem dæmi um ofsagróðastétt. Það liefur ríkt mikil velmegun í landinu. Alþýð- an býr við sæmileg lífskjör með því að slíta sér út við alltof mikla vinnu. Hins vegar eru margir starfs hópar, sem virðast komast til gildra efna og lifa í vellystingum. Við þurfum ekki annað en hafa aug- im opin til að sjá þetta fólk, sem lifir þægilegu lúx uslífi á þurru landi, en greiðir oft lægri skatta en sjómcnnirnir. Það kann að vera til of mikils ætl- azt, að Vísir skoði til dæmis afkomu iðnrekenda í Ikndinu. En það má una sjómönnum góðrar vertíð- ar fyrir því. i Vísir telur sig sérlega frjálslyndan kapitalista, eftir að blaðið hefur fundið hina hættulegu ofsa- gróðastétt — sjálfa sjómennina. Getur nokkur Iáð - Alþýðublaðinu, þótt því finnist slagsíða á slíltu fíjálslyndi? Frá SÞ aa—g«£gagr»TagtfiTTii'iniriiff'« Sameiginlegur markaður Mið- ameríkurikja Gosta Rica, EI Salvador, Guate- mala og Nicaragua i Mið-Am- eríku hafa undirritað þrjá samn inga um sameiginlegan markað. Samkvœmt þeim viðurkennir stiórri Costa Rica samning Mið- Ameríkurík.ia um afnám innflutn ingstolla og tollaákvæða og í þriðja lagi samning þessara ríkja um aðgerðir i skattamálum er miða að bættri iðnaðarþróun. Með þessum samningum hafa fyrrgreind í'imm lýðveldi gengið endanlega frá sáttmála um sam- eiginlegan markað. í houum felst m.a. að samræmdir hafa verið innflutningstollar á rúmlega 95% af öllum varningi, sem fluttur er inn til landanna fimm. Stofnað liefur verið fríverzlunarsvæði og samræmdar ákvarðanir verða teknar fyrir iðnaðarþróun land- anna í heild. Efnahagsnefnd SÞ í Súður-Ameríku hefur starfað með nefnd ríkjanr.a fimm að því að koma á þessum samningum. Éi L0 S WEN ELUF ER l: 1 Ú PHILIPS Rafsuðuvír Rafsuðuvélar Tappa-rafsuðubyssa NISTERTAL Rafsuðuvélar Tilboð óskast án skuldbindingar. Bréfaskipti á dönsku, norsku, sænsku, ensku og þýzku. V. L0WENER VESTERBROGADE 9 B - K0BENHAVN V. - DANMARK TELEGRAMADR.: STAALL0WENER - TELEX: 5S8S HANNES Á HORNINU ★ Almenn umgengni hef- ur mikið batnað. ★ Enn víða ábótavant. ★ Athyglisvert bréf og á- gætar tillögur. ★ Akureyri til fyrirmynd. ar. UMGENGNI IIEFUR mikið batn að við mannabústaði um land allt og í því efni orðið miklar fram- farir hin síðustu ár. I*ó skera nokk ur þorp sig úr fyrir sóðaskap - og cinnig sveitabæir. Um þessi mál fékk ég bréf nýlcga og ber bréf ritari fram nokkrar athyglisverðar tillögur. Bréfið fer liér á eftir: FERÐALANGUR skrifai" „Ég héí korhið í alla bæi þessa lands, sem nefndir eru kaupstaðir, eða hafa kaupstaðaréttindi. Einnig hef cg komið í allflest kauptún þessa lands. Eftir að hafa skoðað þessa bæi og kauptún, varð mér fyrst ljóst hversu mikill munur er á skipúíagi, umgengni og útliti þess ara staða yfirleitt. Sumsstaðar er ástandið hörmulegt og upp í það að vera til fyrirmyndar. Tel ég Akureyrarbæ þar efstan á blaði og fyrir aðra af að læra. FRÁ MÍNU SJÓNARMIÐI er það afar nauðsynlegt að bæði bæir og þorp séu snyrtileg, þrifaleg og reynt sé að hafa opin svæði til yndisauka fyrir þá sem staðinn byggja. Ef forsvarsmenn þorpa og bæja hafa fogröngu, er það hvöt fyrir íbúana að snyrta kringum hús sín, rækta blóm og tré og hafa hreinlegar og fallegar lóðir sínar. ÞETTA VERÐUR hverjum ljóst, sem til Akureyrar kemur. Þar urðu snemma til fyrirmyndartrjágarðar og síðar hinn dásamlegi skraut- garður bæjarins. Þetta hefir vark að sálrænt á íbúa bæjarins. Hver. sem hús byggir, reynir að prýða lóð sína með blómum og trjáplönt um. OG ÖLL SLÍIÍ snyrtimennska og fegurð, verkar sálrænt á íbú- ana, sem bæi þessa byggja. Óþrifa legar götur, illa hirtar lóðir og illa útlítandi hús, verka „ncga- ■tivt“, þetta er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. EN ÞA ER SPURNINGIN: Hvern ig er hægt að færa þetta almennt til liins betra? Ég hef hugsað nokk juð um þetta, og vil biðja þig, Hannes minn, að koma á framfæri Ihugmynd sem er tii athugunar, og jer hún þessi: Skipaður verður sér- istakur fulltrúi sem t.d. gæti heyrt jundir það ráðuneyti sem fer með j skipulagsmál bæja. Hann fari á milli bæja, kauptúna, og gefi leið beiningar, veiti hvatningu til fegr- unar staðanna, gerði cða sæi um teikningar af svæðum þar sem menn vildu gera að skemmtigörð um eða skrúðgörðum o.s.frv. Á HVERJU ÁRI væru svo veitt þrenn verðlaun, í .fyrsta lagi þeim bæjum, sem mest hefðu á sig lagt til fegrunar á bænum, í öðru lagi verðlauna það kauptúnið sem fram úr skaraði og loks í þriðja lagi hreppsfélög, sem sýndu þessu máli áhuga, en auðvitað yrði slíkur fegr unarráðunautur fyrir iandið allt, er bæir, þorp og sveitarfélög gætu kallað til. Ég er viss um að starf þessa fulltrúa yrði vinsælt og myndi hann fá nóg að starfa. ÞAÐ ERU NOKKRIR fyrir- myndarmenn í starfi hjá Reykja- víkurbæ. sem liafa unnið borginni ómetanlegt gagn með því að fegra og skreyta viss svæði borgarinnar svo ekki yrði vandasamt að fá mann í starfið. Aðalmótbáran yrði kostnaðarhliðin, en hér er um að ræða aðeins einn mann, sem gæti starfað innan veggja ráðuneytis, án þess að setja upp skrifstofu- bákn. En ríkið yrði þó árlega á fjárlögum að taka upp lið til verð- launaveitingar og ekkert óeðlilegt að leggja þá um leið kvöð á hin ýmsu bæ.iarfélög að þau kostuðú hann að hluta til. IIÉR VÆRI FARIÐ inn á þær leiðir, að gera bæina, þorpin og vissa staði í sveitum þessa lands fegurri og aðlaðandi, sem í fram- tíðinni hefði ómetanlegt listrænt gildi. Við viljum laða hingað er- lenda ferðamenn og við því er ekki nema gott eitt að segja, en því frekar gctum við aukið þann slraum, ef við getum sýnt þeim, fallega bæi og þorp, þar sem fal- legir trjálundar og blómaskrúð mætir auga ferðamannsnis. Taki þeir þetla til athugunar, sem málum ráða og vilja gott láta af sér leiða með starfi sínu í landinu. 2 25. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.