Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 8
Ill HANN heitir Steinn Hermann Sigurðsson og dvaldist úti í Englandi við málaranám í sumar. í vetur ætlar hann £ landspróf miðskóla. Steinn Hermann er sonur séra Sig- urðar Einarssonar í Holti undir Eyjafjöllum, hins lands kunna skálds og ræðumanns. — Hvar varstu á Englandi í sumar, Steini? — Ég var í litlum bæ vest ast á skaganum Comwall. Hann heitir Exmouth og í- búarnir þar lifa aðallega á fiskveiðum og svo leggja margir ferðamenn leið sína til bæjarins, m. a. vegna bað- strandarinnar, en hún er á- gæt og þar dvaldi ég oft í góða veðri'nu þegar annað var ekki fyrir stafni. Steinn Hermann Sigurffsson. íbúarnir gera margt fyrir ferðamennina, og einmitt þess vegna hafa þeir svo miklar tekjur af þeim. Hótelin eru mörg og góð, alveg furðan- lega mörg í ekki stærri bæ. — Hvernig ég komst, og hver styrkti mig? — Ja, ég komst á vegum félags sem heitir Scanbritt og hefur það að verkefni að koma erlendum unglingum fyrir á einkaheimilum í Bret landi yfir sumartímann, þó svo að þeir njóti kennslu um leið. Þetta var alldýrt, alltaf ein 30 þúsund, en pabbi hljóp undir bagga með mér eins og svo oft áður. Svo flaug ég báðar leiðir, 3. júní og 21. ágúst og það gerði dvölina dýrari en ella. En dvöl sem þessi er vel peninganna virði, hún er mér ómetanleg, bæði uppeldis- lega og líka hvað málið snerti. — Nú, þarna var mér kom- ið fyrir hjá ágætri fjölskyldu fólki, sem vildi mér allt hið bezta. Fram að hádegi stóð svo kennslan yfir. Við lærð- 'im eingöngu énskt mál og málfræði, krakkar frá ýms- um þjóðum, : Norðurlanda- þjóðunum, Þýzkalandi, Belgíu og Frakklandi.- Bezt líkaði mér við frændiír mína, Norð urlandabúa, einna sízt við Frakkann, blóðheitur og und- arlegur, mikið gefinn fyrir skemmtanir. Það er ekki þó víst að drengurinn hafi verið dæmigerður fyrir Frakka, ég hefi ekki melr kynnst þeim. Svo eftir hádegi, fyrsta hálfan mánuðinn, var harla lítið við að vera hjá mér. Helzt að liggja á baðströnd- inni rétt fyrir utan húsið þar sem ég bjó. En slíkt get- ur líka verið leiðinlegt eins og annað og svo fór að ég fékk mér vinnu á veitinga- húsi, vann þar sem þjónn þegar ég var orðinn það fær í málinu að ég skildi vand- ræðalaust þegar beðið var um kaffi, — jú annars, þaö er undarlegur drykkur kaffið þeirra Bretanna, helmingur þess er heit mjólk, jafnvei svo að hún er flóuð. Undar- legt sull sem ekki bragðast vel óvönum. — Þú spyrð mig um kven- fólkið. Satt þér að segja varð ég ekkert hrifinn, fannst lítið til stelpnanna koma kannski er það af vananum að hafa fallegar stúlkur alltaf fyrir augunum á íslandi. Ég fór tvisvar á dansstað, fór í bæði skiptin út kl. 10, enda lítill „tvistari". Sá dans virtist mér vera lang algengastur, þó að á- liöld séu um fegurð hans. En að lokum: Sá sem vill eiga dásamlegt sumar á fall- egum stað og læra um leið lífsins gang, hann skal fara út fyrir landssteinana og sjá sig um. Minningin mun orna honum í ellinni, augu hans opnast fyrir mörgu, sem annars væri dulið. NÚ er það komið allmikið í tízku meðal ungl- inga hér á íslandi, þeirra sem sæmileg fjárráð hafa, að reisa til útlanda á sumrinu og nema þar rvið sumarskóla í viðkomandi landi. Nú þegar sumri hallar og farfuglarnir tínast í burt, koma þessir unglingar til landsins fullir af ævintýra'- legri reynslu. Þeir hafa frá mörgu að segja, og þess vegna datt okkur í hug að rabba við nokk- ra þeirra og vita hvað er títt á erlendri grunet. Myndirnar á opnunni í dag tók Rúnar Gunnarssori Ijós- myndari. — Hafið þið nýlega komið upp á Röðul og heyrt í hinni ágætu hljómsveit Árna Elf- ars? Ef svo er, þá hafið þið efalaust tekið eftir ungum manni, sem spilar á saxófón og það svo, að maður freist- ast til að halda að hann hafi spilað í áratugi, en ekki í tvö ár, eins og satt er. Þessi ungi maður heitir Rögnvaldur Ár- elíusson og er sonur prests- ins í Langholtsprestakalli, séra Árelíusar Níelssonar. Rögnvaldur er einn þeirra ungu manna, sem lagt hafa land undir fót og reist til annarra landa í leit að fróð- leik og meiri menningu. Hann ljómar af áhuga og margar skemmtilegar minn- ingar sækja að honum, þeg- ar hann segir okkur frá veru sinni í Bandaríkjunum. Það er auðséð að hann hefur hrif- izt af þessu mésta ríki vel- megunar og almenningsréttar í heiminum. — Eg var eitt yndislegt ár úti í Bandaríkjunum, eitt ó- gleymanlegt ár, tímabil, sem aldrei mun fyrnast í huga mínum, það stendur fyrir hug skotssjónum mínum eins og draumur. Borgin, þar sem ég dvaldi við nám, — fór út í júlí fyrra árs — heitir Wan- natosa East High School. — Námsgreinarnar eru óteljandi margar, þú getur lært hvað sem þú vilt og langar til. Eg lagði stund á fimm námsgrein ar, Sögu Bandaríkjanna, ensku, algebru, landafræði og námsgrein, sem þar kallast speech, ræðuhöld, þar sem kennd er framkoma og það, að setja hugsanir sínar skipu- lega fram, láta mál sitt ekki vera neina þvælu, hqldur tjáningu rökréttrar hugsunar. Kennslustundin í skólanum tók yfir eina klukkustund og þar voru ekki neinar frímín- útur. Þannig var, að 1100 nemendur eru í skólanum, — kennt á mörgum hæðum, og fer tímínn milli kennslu- stunda allur í að skipta um stofu fyrir næstu stund. Og þegar maður er búinn að koma sér fyrir, eru þessar íáu fríu mínútur á enda. Jú, það eru bandarísk kennslumál. Alla skipun mála og kennslu í skólanum tel ég til hinnar mestu fyrirmyndar. Kennt er á frjálsum grund- velli, enginn er þvingaður til að nema það, sem honum er ógeðfellt, og það fremur öðru skipar bandarísku skólunum framar á bekk en t. d. þeim íslenzku. Ef þig langar mest til að læra sálfræði, þá lærir þú sálfræði, en þarft ekki að læra það, sem þér er í hæsta máta ógeðfellt og kemur þér aldrei að gagni í lífinu, bók- staflega af því að þú hefur viðbjóð á því. Þetta frjálsa val námsefnis er tvimæla- laust það, sem koma skal, og cr að koma í æ ríkara mæli, speki mannskepnunnar er orð in svo víðtæk og verður sí- 8 28. ágúst 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.