Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 28.08.1962, Blaðsíða 16
r mzmi) 43. árg. - ÞriSjudagur 28. ágúst 1962 - 194. tbl. DAUÐASLYS Á GRENSÁSVEGB Þetta eru sigui-vegararn- ir í flugkeppninni, sem fram fór hér sl. sunnudag. Þeir heita Gunnar Arthúrsson t.; h., flugmaffur, og Kristján Karl Guffjónsson, flugleiff- á myndinni enda hafa þeir ærna ástæffu til. UNGUR maður, Halldór Gunn- ar Sigurðsson aff nafni, varð fyrir bifreið á Grensásvegi um kl. 2,30 aðfaranótt sunnudagsins, og slas- áffist svo mikiff, að hann lézt á Uandakotsspítalanum kl. tvö á sunnudag. Halldór var 2G ára gfamall, prentari aff iðn. Hann læt- tir eftir sig konu. Halldór varð fyrir sex manna fólksbifreið, sem var ekið norður Grensásveginn. Ökumaðurinn, eem er 21 árs gamall kvaðst ekki tiafa séð Iíalldór fyrr en rétt í t>ann • mund að hann skall á bif- reiðinni. Halldór hafði komið á móti bílnum, og var höggið svo mikið, að hann kastaðist upp á vélarhúsið og braut framrúðuna •í. bílnum. . Bifrciðin mun hafa verið á tölu verðum hraða, en hemlaför mæld- ust 37. metrar. Mikið fát kom á bíístjórann er slysið varð, og ók fcann burtu af staðnum. Hann fór að bilasíma Bæjarleiða við Rétt- arholtsveg, og bað bílstjórana, sem þar voru að gera lögreglunni aðvart um slysið. Hann treysti sér ekki til að aka bílnum aftur á staðinn, og tók leigubíl. Sjúkrabifreið og lögregla kom fljótt á staðinn, og varð Halldór fluttur á sjúkrahús. Hann lézt rúmum 12 klukkustundum síðar. Ökumaðurinn kvaðst við yfir- lieyrzlu hafa neytt áfengis fyrr um daginn, en taldi áhrifanna eklci h'afa gætt við aksturinn. Engin ölvunareinkenni sáust á honum. Var hann mjög 'miður sín eftir slysið, og átti lögreglan erfitt með að fá samhengi í framburð hans. MARZOGASKUR LANDA KARFA BYIÍJAÐ var í gærmorgun á að landa karfa úr tveim togurum í Rcykjavíkurhöfn. Marz var með fullfermi, eða um 300 tonn af karfa, sem veiddur var við V-Grænland. Askur kom með um 200 tonn af karfa, og hafði sá afli fengist við Austur- Grænland. Nýir skatt- stjórar Nýlega hafa nokkrir skattstjórar veriff skipaðir í samræmi við hin nýju skattalög, sem samþykkt voru á alþingi í vetur. Enn er ekki skip að í allar skattstjórastööurnar, sem lögin gera ráð fyrir. Þessir menn bafa þegar verið skipaðir: Skattstjóri í Reykjavík: Halldór Sigfússon (gegndi embættinu áð- «r). Skattstjóri yfir Suðurlandi: Uilippus 'Björgvinsson, viðskipta- fræðingur Skattstjóri yfir Vestur- tandi: Jón Eiríksson, lögfræðingur Skattstjóri á Akureyri: Hallur Sig- urbjörnsson (gegndi embættinu áður. Fjármálaráffherra mxm á næst- unni skipa í þau skattstjóraembætti eem enn eru óskipuð, því aff lögum samkvæmt skulu þeir hafa verií ekipaðir fyrir 1. október. Nýju skattstjórarnir skulu a^naff hvort vera viffskiptafræðingar effa lög- ftæðingar, effa hafa í þessum efn- uiii iuiigu rtjiisiu «iu buki. Góð síld veiðist NA af Grímsey BLAÐIÐ átti tal viff síldarleit— ina á Siglufirff um tíu leytið í gær- kveld. Þá var komiff sæmilegt veiði veöur á miðunum. Skipin sem far ff höfðu út frá Sigiufirði og Rauf arhöfn, höfðu flest fengiff ágætan afla og sum fullfermi 65-68 mílur Norðaustur af Grímsey. Síldin, sem þar fékkst var afbragðs söltunar- síld, og hafði ekkert borið á smá- síld effa millisíld í henni. Búizt er viff einhverri söltun bæði á Raufar liöfn og Siglufirði í dag. Nokkur veiði var einnig út af Héraðsflóa í dag, 'Jn síldin sem þar veiddist var ekki eins góð og sú sem veiddist NA af Grímsey. Á miffunum fyrir Norffurlandi Frh. á 5. síffu. FLUGKEPPNI Flugmálafélags íslands fór fram á sunnudag. Þátt , takendur voru 20 flugmenn og ' siglingafræðingar, sem flugu 10 j vélum. Átta vélar luku keppni, | eða náffu þeim árangri, sem til ; skilinn var. Sigurvegarar urðu þeir Gunnar Artúrsson og Kristj- j án Karl Guðjónsson á Cessna 140, eu næst þeim komu Sveinn Eiríksson og Vignir Nordal á Cessnu 180. , J - . - v Keppnin hófst kl. tvö frá Rvík- urflugvelli, og var veður hið á- kjósanlegasta. Fjöldi áhorfenda fylgdist með því er vélarnar hófu sig til flugs með 10 mínútná milli bili. Vélarnar flugu stóran hring yfir nágrenni Reykjavíkur, og i fluglínur þeirra mynduðu nafnið ISHELL, en eins og kunnugt er, 'gaf SHELL stóran og fallegan bik ar til keppninnar. Hálfri klukkustund áður en vél arnar lögðu af stað, fengu flug- , mennirnir lokað umslag, sem innihélt prófvei'kefnin. Síðan gerðu þeir flugáætlun, og var mik ilvægt atriði að áætlaður flugtími væri réttur, en með því var fylgzt á nokkrum stöðum, þar sem vél- arnar fóru yfir. Prófraunirnar voru aðallega fólgnar í nákvæmni og öryggi flugmannsins, og mátti ekki muna mínútum eða metrum svo að eink unn þeirra lækkaði ekki. Er þeir komu aftur úr yfirlandsflugiim gerðu þeir nokkrar markalending- ar á Reykjavikurflugvelli, og fleygðu niður keflum á ákveðinn blett. Blaðið ræddi í gær við Bjnrn Framhald á 5. síðu. Afmælishátíðin hófst á sunnudag Akureyri í gær. I HÁTÍÐAHÖLDIN í tilefni 100 ára afmælis Akureyrar, hóf- ust kl. 2 á sunnudag með opnun sýningar á málverkum úr lista- safni Ásgríms Jónssonar. Á sýn- ingunni, sein er í Oddeyrarskóla, eru 54 málverk. Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar bauð gesti velkomna og opnaði sýninguna. .Klukkan 4 þennan sama dag hófst athöfn á íþróttavellinum með því, að Lúðrasveit Akureyrar lék nokkur lög. Voru hljóðfæra- leikararnir allir klæddir nýjum og glæsilegum búningum. Formað- ui iþróuabanúaiags Akureyrar, Armann Dalmahnsson, bauð Reyk víkingana velkomna, og lýsti því yfir, að íþróttamannvirkin á vcll- inum væru nú formlega tekin í notkun. Þá fór fram bæjakeppni í knattspyrnu mílli Akureyrar og Reykjavíkur, og sigruðu síðar- nefndir með þrem mörkum gegn engu. Að leiknum loknum voru gestum bornar veitingar, og þeim boðið að skoða húsakynni. Nú hefur verið ákveðið að opna á miðvikudag nýtt byggðasafn á Akureyri, sem nefnist Norðlenzka byggðasafnið, Akureyri. Fyrir ná- lega 10 árum ákvað Eyjafjarðar- sýsla, Akureyryarbær og KEA að hefja söfnun á gömlum munum úr sveitum og bæjum við Eyjafjörð, og stofna byggðasafn Eyjafjarðar. Kosin var 3ja manna nefnd til að vínna að málinu og hófst hún strax handa um að safna munum og fé til safnsins. í síð- asta mánuði var ákveðið að gera safnið að sjálfseignarstofnun, og nefna það Norðlenzka byggðasafn ið, Akureyri. í stjórn voru kjörnir fimm menn. — Hefur nú húsið Kirkjuhvoll við Aðalstræti 58 ver- ið keypt undir safnið, og þar kom- ið fyrir um 1000 skrásettum mun- um. Söfnuninni heldur áfram og er hér mikill áhugi fyrir mál- inu. — Gunnar. Vilhjálmur Stefáns son Vilhjálmur Stefánssoú. Vilhjálmur Stefánssojn land- könnuður lézt á sunnudag, tæplega 83 ára að aldri. Hann fæddist í Kanada 3. nóvember 1879 af al- íslenzkum foreldrum. Alla ævi taldi hann sig íslending, enda tal- affi hann ekki annaff mál en ís- lenzku fram að tíu ára aldri. Foreldrar lians fluttu til Norður Dakóta er Vilhjálmur var á unga aldri og vann hann þar öll algeng sveitastörf fram undir tvítugt en hóf þá háskólanám. Hann lauk BA prófi við háskólan n í Iowa. Las íramiiaid á 3. sið”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.