Alþýðublaðið - 28.08.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 28.08.1962, Síða 13
Gefjunaráklæðin breytasl sífellt ! litum og munzlrum, því raeður tízkan hverju sinni. Eitl breylist þó ekki, vöruvöndun verk- smiðjunnar og geeði íslenzku ullarinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefj- unaráklaeðið vinsaalasta húsgagnaáklæð- ið í landinu. piiaráklæði Sjötugur í dag: OLL AKLÆ5IN MÖLVARIN • NÝJUNG: ÖLL ÁKL/EÐIN BHmÖLVARIN Akureyri 100 ára 29. ágúst 1962 I tilefni af 100 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar liinn 29. ágúst n.k., hefur afmælishátíðarnefnd látið gera ýmsa minjagripi'með merki bæjarins, sem verða til sölu í ýmsum verzlunum í bænum og á afgreiðslu- og upplýsingastöð nefndarinnar, Brekkugötu 5 (sími 2820). Munirnir eru þess ir og verða þeir ekis og tilgreint er hér að neðan. Afmælisrit — Dagskrá með m. myndum .... kr. 20.00 Barmnæla .................................. _ 50.00 Borðfánar úr silki ........................ _ 85.00 Borðfánar úr plasti ..................... _ 75.00 Glasabakkar úr stáli ..................... _ 35.00 Glasabakkar úr harðviði................... _ 135.00 Hylki um eldspýtnastokka .........'...... _ 35.00 Barnaveifur á stöng ....................... _ 15.00 Bréfamerki, 4 stk.......................... — 5.0(1 Póstkort, með teikningum af gömlum húsum á Akureyri, 8 teg...................— 3.00 Öll kortin nr. 1—8 ...................... — 20.00 Umslök. Slík umslög verða stimpluð með sérstökum stimpli meðan há- tíðahöldin standa yfir..................... — 2.50 ATH. Merki bæjarins, gammur og kornbindi, einkennir alla þessa muni. Fólk úti á landi getur pantað munina hjá nefnd inni í síma eða með bréfi. AFMÆLISHÁTÍÐARNEFND AKUREYRAR. í. S. í. FREYSTEINN GUNNARSSON skólastjári FREYSTEINN Gunnarsson skólastjóri Kennaraskólans er einn þeirra manna, sem ég tel mér hafa verið mestan ávinning að kynnast. Og í dag, þegar hann er sjötugur og hefur falið starf sitt öðrum manni í hendur, er mér ljúft og skylt að minnast hans og votta honum virðingu mína og þökk. Þar veit ég, að ég er eJnn í stórum hópi nem- enda hans, sem hafa komið og far ið í hans skólastjóratíð í Kennara skólanum. Freysteinn er fæddur 28. á- gúst 1892 að Vola í Árnessýslu. Hugur hans stóð til mennta, og vorið 1913 lauk hann kennara- prófi frá Kennaraskólánum, ‘tveimur árum síðar stúdents- prófi og kandidatsprófi í guð- fræði 1919. Um skeið var hann við nám erlendis, en hóf starf sem kennari við kennaraskólann 1921. Þegar séra Magnús Helga- son lét af skólastjórastarfi, var Freysteini veitt staðan og hefur hann því verið skólastjóri Kenn araskólans í 33 ár samfleytt. Kona Freysteins er Þorbjörg Sigmunds dóttir úr Reykjavík, og eiga þau tvö böm. Örlög Freysteins hafa verið bundin Kennaraskólanum meira •en nokkurs annars manns. Sjálf ur er hann kennaraskólanemandi og hefur alla sína starfsævi unn ið í þjónustu skólans. Kennara skólinn í dag er því lians stofnun fremur en nokkurs annars, og nemendurnir er brautskráðir hafa verið, í bezta skilningi hans nem- endur. Það hygg ég, að þeir flest ir finni glöggt. Sennilega hefur enginn maður haft meiri áhrif á almenna fræðslu í landinu síðustu áratugi en Freysteinn Gunnars- son. Hans nemendur eru þeir, sem annast hafa fræðslu uppvax andi kynslóðar úti um byggðir landsins, mörgum menntastofnun um er stjórnað af hans nemend- um, og jafnvel við Kennaraskól ann stunda nemendur hans kennslu. Freysteinn er kunnur fyrir rit- störf sín, einkum þýðingar. En haiín er skáld gott, þótt hann hafi lítið gert af því að halda því á lofti sjálfur. Og skáldhneigð in kemur vel fram í kennslu hans. Hann er landskunnur íslenzku- kennari og mér hefur líka oft fundizt að enginn geti ke/mt vel íslenzku, nema hann sé skáld Mér eru minnisstæðir íslenzkutím- amir hjá Freysteini, gleði hans LANDSLEIKURINN Freysteinn Gunnarsson. 3 yfir mætti og fegurð tungunnar, ynnileg kýmnigáfa hans, hófsemi hans, þegar vel gekk, og þolin- mæði hans, þótt einhverjum sæk- ist seint' róðurinn. Það eru til mörg skáld í nemendahópi Frey steins, og þau hafa heldur ekki farið tómhent úr hlaði frá honum Þótt Freysteinn væri hófsamur í skólastjórn sinni og sýndi ekki á sér snið stjómandans að ó- þörfu mátti þó öllum ljóst vera að persóna hans umlukti alla stofnunina, og fyrir hans tilverkn að mest allra varð dvölin við nám ið í gamla timburhúsinu við Lauf ásveg bæði ljúf og auðfinnanleg holl. Beztu einkenni góðra manna verða manni jafnan skýrari í huga þegar frá liður: Það eru nú nærfellt 20 ár síðan ég fór úr Kennaraskólanum. Og fyrir mér er Freysteinn Gunnarsson kyrr látur og göfugur maður, sem sam einar ró hins spaka og festu hins Jifsrþynda. Hann er óbri<gðull vinur og ráðunautur nemenda sinna, ef þeir þurfa til hans að leita, jafn heill í raun og hann er fágaður í framkomu. í öllum at höfnum hans er mikil fegurð. Framkoma hans er fögur, mál hans er fágað og hreint og tal hans ber vott um ræktaða hugsun og skapgerð. Mönnum eins og Freysteini er hollt að kynnast, og þá er auð velt að muna. Sigvaldi Hjálmarsson K.S.I. ÍSLAND - ÍRLAND Fer fram á Laugardalsvellinum sunnudaginn 2. september n.k. og hefst kl. 4,30. Dómari: Amold Nielsen frá Noregi. Forsala aðgöngumiða er við Útvegsbankann. — Komið og sjáið spennandi leik. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 100,00 - Stæði kr. 50,00 - Barnamiðar kr. 10.00 KNATTSPYRNUSAM BAND ÍSLANDS. ALÞYÐUBLAÐI0 'wf. Vrt.KÍuU ; 1 28. ágúst 1962 |3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.