Alþýðublaðið - 15.09.1962, Qupperneq 3
Verkföll í Brazilíu
og stjómarkreppa
Fylgzt með skipum
sem fara til Kúbu
KIO DE JANEIRO, 14. septem
ber (NTB-AFP). Verkalýðssamtök-
in í Brazilíu fyrirskipuðu allsherj-
arverkfall síðdegis til þess að
leggja áherzlu á pólitískar og efna
hagslegar kröfur eins og það var
orðað. Fyrst og fremst er krafizt
þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem
þjóðin geti valið um áframhald-
andi þingbundna forsetastjórn eða
mikil völd forseta.
Verkalýðssamtökin bera og fram
ýmsar kröfur um kjarabætur.
Verkfallið hafði strax áhrif á um
ferðina á götunum, og síðdegis
fóru verkamenn að yfirgefa vinnu
staði. í Rio de Janeiro söfnuðust
verkfallsmenn saman fyrir fram
an járnbrautastöðina.
í Sao Paulo héraði er hersveitir
ÓEIRÐIR
búnar skriðdrekum við öllu bún-
ar, svo og 1. 2. og 3. herinn. For-
ingi herráðsins, Machado Lopes,
hefur tekið við störfum landvarnar
ráðherra til bráðabrigða, en í nótt
baðst Bvochado da Rocha forsæt-
isráðherrar lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt. í kvöld ræðir full
trúadeildin hvort Goulart forseta
skuli veitt umboð til þess að
niynda bráðabirgðastjórn.
Öldungadeildin samþykkti í
morgun þá tillögu, er stjórnin
hafði komið með, að haldin verði
þjóðaratkvæðagreiðsla 6. janúar
til þess að ákveða hvort aftur
skuli horfið til forseta-kerfisins.
Gaulart forseti mun hafa í
hyggju að skipa Nelson de Mello
fv. landvarnarráðherra fersætisráð
herra í stað Brochado da Rocha.
50. herforingjar lýstu yfir stuðn
ingi við Nelson de Mello á fimmtu
dag.
ÞAÐ SLYS varð um kl. 9,30 í
gær á mótum Njarðargötu og
Hringbrautar að Reuault bifreið
ók á dráttartaug, sem tengd var á
billi bifreiða og skemmdist á þaki
og framrúða sprakk. Engin slys
urðu á mönnum. Málsatvik voru
þau, að vörubifreið var að draga
fólksbíl í gang og var kaðall
strengdur á milli. Sá ökumaður
Renault bifreiðarinnar ekki kaðal
inn milli bílanria, er þeir voru að
fara yfir Hringbrautina og ók á
hann og sleit með fyrrgreindum
afleiðingum.
j WASHINGTON, 14. september
I (NTB-Reuter). Bandríski flotinn
! hefur auknar gætur á skipum, sem
sigla til og frá Kúbu, að því er full
trúi flotans skýrir frá. Gæzluflug-
vélar eru á sveimi yfir Karibahafi
allan sólarhringinn, frá Flórdía og
bandarisku flotastöðinni í Guant
anmoflóa á Kúbu.
Þetta eftirlit úr lofti hefur auk-
izt undanfarnar vikur, að sögn
talsmannsins. Bandarískir embætt
ismenn og útsendarar framkvæma
nú rannsóknir í öllum höfnum Ev
rópu og öllum skipum, er leggja
úr evrópskri höfn áleiðis til
Kúbu. Skip sem sigla nálægt
Kúbu er spurð um farm og ákvörð
unarstað.
MMMMHIUHMMMMMHHM'
í fyrradag sagði flugfélagið
Manico I Nicaragua, að sovézkar
MIG-orrustuflugvélar færu eftir-
litsferðir yfir KaríbahafL Flugfé
lagið hefur breytt leiðum flugvéla
sinna til Flórída til þess að forð
ast það, að þær rekist á þotur þess
ar.
Vandræða-
barcelona ástand í
BARCILONA, 14, september
(NTB-Reuter). Hinni stóru raf-
tækjaverksmiðju Siemen-félagsiná
var lokað í dag, og öllum starfs-
mönnum verksmiöjunnar, 3 þús.
að tölu, sagt upp.
Þegar verkamennirnir mættu
til vinnu sinnar var verksmiðjan
lokuð og tilkynning um að þeim
liefði verið sagt upp var í and-
dyrinu. Þá grýttu verkamenn bygg
inguna og brutu margar rúður.
Seinna efndu þeir til mótmæla-
mundar fyrir framan verksmiðj-
una og varð lögreglan að skerast
í leikinn. Verkamennirnir skipu-
lögðu seinagang í fyrri viku til
þess að leggja áherzlu á kröfur
sínar um 170 peseta lágmark dag-
launa.
fangelsum
HEGNINGARHUSIÐ við Skóla-
vörðustíg hefur í áratugi gegnt
því hlutverki, að taka á móti
gæzluföngum, sem hafa dvalið þar
um lengri og skemmri tíma. Hafa
verið fluttir þangað' menn alls-
staðar að af landinu, enda er
hvergi hér á Suðurlandi, nema á
Akranesi, aðstaða til að geyma
menn yfir nótt. Ilegningarhúsið er
fyrir löngu orðið of lítið og óhent-
■ ugt til að sinna þessu hlutverki.
j I Kópavogi, þeim vaxandi kaup-
. stað, er engin fangageymsla og
I ekki einu sinni aðstáða til að
I geyma menn yfir eina riótt. Hefur
Ríkasti maður Sýr-
lands forsætisráðh.
Er gamall
Vichysinni
DAMASKUS, 14. september
(NTB-Reuter). Khaled Azm, sem
oft er kallaður rikasti maður Sýr
lands, er orðinn forsætisráðlierra
landsins, í sjötta sinn. Þjóðþingið
lýsti yfir trausti á honum með 156
atkv. gegn einu í nótt. í gær hafð'i
stjórn dr. Bashir Azmehs beðizt
lausnar.
Azm, sem er úr íhaldsflokknum
er sextugur að aldri og talinn einn
fremsti stjómmálamaður Sýrlend
inga. Hann hefur tvisvar sinnum
beðið ósigur í forsetakosningum,
fyrst árið 1955 fyrir Shukri Kn-
tvatli og aftur árið 1961 fyrir Naz-
em Kudsi. Hann var forsætisráð
herra frá júlí til apríl 1941 og
var skipaður af frönsku Vichy-
stjórninni, og aftur forsætisráð-
herra 1949—50. Hann var handtek
inn í byltingunni í marz s. 1. en
var seinna sleppt úr háldi. Hann
hóf feril sinn sem kaupsýslumað
ur og á fjölda iðjuvera.
Azm skýrði þinginu svo frá í
dag, að Sýrland væri komið fram
hjá mestu hættunni. Hann sagði,
að stefna stjórnar hans mundi
byggjast á algeru hlutleysi og virð
ingu fyrir Sameinuðu þjóðunum.
Þá skýrði hann frá fyrirhugaðri
stjórnarskrárbreytingu, og mun
hér vera um stjórnarskrána frá
1950 í breyttri mynd að ræða. Sam
kvæmt núverandi bráðabirgða
stjórnarskrá getur forsetinn leyst
upp þingið með samþykki stjórn-
arinnar.
j Iögreglan þar þurft að fara með
I alla gæzlufanga til Reykjavíkur
svo og þá, sem þurft hefur að
halda Inni yfir nótt. Blaðið ræddi
við lögrcgluna þar í gær, og fékk
þær upplýsingar, að mjög æski-
legt væri, að sköpuð yrði aðstaða
til geymslu á föngum a.m.k. nætur
langt.
í Hafnarfirði eru rúm fyrir 9
menn til næturgistingar. Þar er
ekki gert ráð fyrir geymslu á mönn
um til Iengri tíma en einnar næt-
ur, þó það hafi verið gert. Þar er
engin aðstaða til að elda mat eða
annars er til þarf. Alla gæzlufanga
verður að flytja til Keykjavíkur.
í Keflavík er heldur engin að-
staða til geymslu á mönnum, nema
rétt yfir blánóttina. Sama er um
KeflavíkurflugvöII og þaðan verð-
ur einnig að flytja alla gæzlu-
fanga til Reykjavíkur.
Af þessari upptalningu er ljóst,
að fangahúsið við Skólavörðustig-
inn verður að taka á móti mönn-
um frá öllum þessum stöðum, enda
er þar stundum yfirfullt. Hegn-
ingarhúsið er einnig mjög óhent-
ugt að því leyti, að það er í miðj-
um bænum, og þar er opinber dóm-
salur og mikill umgangur.
WIHHHUMVMMMMMMMM
Hlerað um EM
Alþýðublaðið hefur hlerað
að geimfarinn Titov sé frétta
ritari Morgunblaðsins á EM
í Belgrad og annar geimfari
sennilega á leið til Venusar
annist sama verk fyrir ríkis
varpið.
4MMMMMHHHHMMMMMM
Rússar
láta
undan
BERLIN, 14. sept. (NTB-
Reúter) Sovézk yfirvöld í
Berlín urðu í dag við þeim til
mælum Breta að nota stræt-
isvagna í stað brynvarða bif-
reiða til þess að flytja her-
menn að rússneska minnis-
merkinu í brezka borgarhlut-
anum. Þangað eru hermenn
fluttir daglcga til þess að
leysa af varðliða. Fulltrúar
vesturveldanna höfðu gefið
Rússum frest til vikuloka til
þess að svara tilmælunum.
Hér þykja Rússar hafa sýnt
mikinn skilning að þessu
sinni. Vestrænn formælandi
lét svo um mælt, að Rússar ;
hefðu svarað tilmælunum
degi áður en fresturinn rann
út.
mmmmmmmmwmmmmmw
Námsstyrkur
til Noregs
ÚR Minningarsjóði Olavs Brun-
borgs, stud. oecon., verður ísl.
stúdent eða kandídat veittur styrk-
ur árið 1963 til náms við norskan
háskóla. Styrkurinn er að þessu
sinni 1100 norskar krónur.
Umsóknir skulu sendar skrif-
stofu Háskóla íslands fyrir 1. okt.
1962. Æskilegt er, að umsækjend-
ur s’endi með umsókn skilríki xun
námsferil sinn og ástndum.
★ USUMBURA: Þjóðþingið í Bur
undi hefur ákveðið að hefja að
nýju mál á hendur átta mönnum
sem fundnir eru sekir um laun-
morðið á fv. forsætisráðherra Ur-
undi, Louis Rwagasore krónprins
13. október í fyrra.
Ráðgjafarþing
Evrópuráðsins
kemur saman
RÁÐGJAFARÞING Evrópu-
ráðsins situr á fundum í Strass-
bourg 17.-23. þ. m. Fyrstu tvo
dagana verða haldnir sameigin-
legir fundir ráðgjafarþingsins og
Evrópuþingsins svonefnda, en á
því eiga sæti þingmenn frá þeim
6 ríkjum, sem eru í Efnahags-
bandalagi Evrópu. Af íslands
hálfu mun Þorvaldur Garðar
Kristjánsson sækja ráðgjafarþing
ið að þessu sinni.
Á dagskrá þingsins eru m. a.
almennar umræður um stjórn-
málaþróunina í Evrópu. Að auki
verður m. a. rætt um efnahags-
samvinnu ríkjanna í Evrópu og
Norður-Ameríku, um orkumál og
um flutninga og umferðarmál. Þá
verður fjallað um starfsemi ým-
issa Evrópustofnana, um ástand-
ið í Albaníu, um flóttamannamál
og um löjrfræðilega aðstoð við
vanþróuð lönd. Einnig verður
rætt um starfsemi Evrópuráðsins
á sviði lögfræði, menningar- og
sveitarstjórnarmála.
Mikiö um ber
á Snæfellsnesi
KRÖKKT hefur verið af berj-
um á Snæfellsnesi í sumar. Stór-
ir Tangferðabílar hvaðanæva að af
landinu hafa komið með fólk á
Snæfellsnesið til að tína. Nú mun
búið að fleyta rjómann ofan af.
Bændurnir, sem berjalandið
eiga, hafa margir hverjir verið ó-
(ánægðir með afraksturinn af á-
jvaxtaekrum sínum, því að fólkið
! hefur tínt ber í löndum þeirra án
I þess að spyrja leyfis og greiða
! fyrir.
I Bæði hefur verið mikið af kræki
berjum og bláberjum á Snæfells-
nesi í sumar, en annars staðari á
landinu hefur verið næsta lítið um
ber, sérstaklega hér Sunnanlands.
Nyrðra hefur verið sæmilegt berja
sumar.
Þórður bóndi á Sæbóli, sem
nefna mætti berjasérfræðing lands
ins, vill ekki gera mikið úr berja-
tekjunni í ár. Hann segist _háfa
komið á Snæfellsnes nú í hau|t.
Þá hafi verið búið að tina mjpg
mikið, en þó hafi nokkuð verið áð
fá á víð og dreif um nesið. f
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. sept- 1962 3