Alþýðublaðið - 28.09.1962, Side 8
✓
a
TIL a<V anka kaup gresta og gangandi og draga athygli að vörum stnum, hafa flestar verzlanir út-
jtillingar úti í gluggum sínum. Þessar útstillingar eru af ýmsu tagi, og það er list út af fyrir sig
■ að stilla út í glugga svo að vel sé og veki eftirtekt vegfarandans. Margar aðferðir eru notaðar til
þess að gera gluggann athyglisverðan, ýmist stilla menn út ryðguðum tannhjólum úr ónýtum hesta-
sláttuvélum ásamt herrabindum og buxum, eða teiknaða apa sokkna upp að hnjám í skeljasandi með
fatnað í kringum sig. . . . Okkur datt í hug að tala við einhverja af þeim sem ráðstafa slíkum hlut-
um hér í bænum svo að við lögðum land undir fót og gengum þau stræti, þar sem hvað mest er
höndlað á íslandi.
ÞEGAR við komum upp á
Vesturgötu veittum við athygli
útstillingum í glugganum hjá
Andersen og Lauth. Þær voru
sérkennilegar, smekklegar og
þannig að þær drógu athyglina að
búðinni. Sá, sem þarna stillir út
heitir Einar Eggertsson og vinnur
við afgreiðslu hjá Andersen og
Lauth, en stillir út öðrum þræði.
— Hvað hefur þú lengi stillt út
Einar?
— Það er í ein sex ár, — þau,
sem ég hef verið hér.
— Stillt út annars staðar?
— Hjá Flugfélaginu um tíma,
svo er ég tekinn við glugganum
hjá Lauth uppi á Laugavegi 39.
— Hefurðu lært að stilla út?
— Nei, aldrei, bara skoðað er-
lend tímarit og haft mínar eigin
hugmyndir. Annars hefði verið
gaman að læra, kaupið er gott við
útstillingar, en þó held ég að
vinnan sé leiðinleg sem slík ein-
göngu til lengdar.
— Hvaða sjónarmið hefur þú
helzt i huga, þegar þú stillir út í
gluggann, helzt að draga athygl-
ina að honum — er það ekki?
— Jú, fyrst og fremst til þess,
svo má skrautið ekki verða of
áberandi, svo að það drepi alveg
það, sem auglýsa skal, og er að
sjálfsögðu aðalatriði i söluglugg-
um, en ekki eins í sýningarglugg-
um. Sölugluggi er annað en sýn-
ingargluggi.
— Hvað hefur vakið mesta at-
hygli af því, sem þú hefur stiilt
út?
— Ætli það hafi ekki verið bað-
stofan, sem ég útbjó fyrir jólin
í fyrra, hún vakti mikla athygli,
þar inni voru rokkar og allt í
gömlum stíl, og svo fötin. Sú
útstilling var ein af þeim fáu, sem
ég hef gert teikningu að.
— Hver finnst þér vera bezta
útstillingin þín?
— Ja, ætli það hafi ekki verið
sú, sem hér var um daginn, fugl-
ar á stöpli, hún var ansi lífleg,
það var líf í henni.
Erfitt að vera ein.
KJÖRGARÐUR er ein -af
stærstu verzlunum hérlendis, ein
af stórverzlunum, sem verzla með
allt milli himins og jarðar.
Okkur var bent á að þar stillti
út ung og falleg stúlka, sem héti
Hrafnhildur Sigurbergsdóttir. Eftir
mikla leit í hinni stórú verzlun
fundum við loks unga hávaxna
stúlku í hvítri ullarpeysu og græn
um buxum, svart hár og svart-
spengd gleraugu.
Eftir að hafa séð í gluggann
hennar var spurningin næstum ó-
þörf: Þú hefur lært útstillingar?
— Já, var í Skotlandi í 8 mán-
uði og lærði þar við stóran skóla,
þar sem útstillingar voru kenndar.
Námið í þessum skóla var þri-
þætt: fyrirlestrar bóklegt og verk-
legt.
— Hvernig gekk?
— Mér gekk ágætlega. Eftir
prófið eru útstillingarnar sendar
út um heim og mér bárust at-
vinnutilboð írá þremur vérzlunum,
sem ég þáði ekki, heldur kom heim
og byrjaði að vinna hér í Kjör-
garði um miðjan maí.
Eru útstillingar i íslenzkum
gluggum frábrugðnar útlendum?
Já, það er allt annað að koma í
stóra búð úti en hér á íslandi.
Þar er mikil áherzla lögð á útstill-
ingar.fleiri manns vinna í búðum
eins og Kjörgarði, aðeins við út-
stillingar. T. d. ef kúnninn kemur
og vill fá að sjá aðra vöru í glugg*
anum, þá er skipt um á sömu
stundu. Mikil áherzla ér lögð á að
skipta oft um útstillingar.
— Starfið skemmtilegt?
— Já, en það fer þó' eftir því
hve mikið maður hefur á milli
handanna, hér heima eiga búðir
tiltölulega lítið til af gínum og
öðrum munum, sem þarf til þess
að hægt sé að stilla falléga upp í
glugga.
— Hvað hefur mest að segja
þegar þú ætlar að stilla út í
glugga?
— Hún lítur á tússin á borðinu
fyrir framan sig: litir hafa ákaf-
lega mikið að segja, öðru ræður
smekkur og svo tízka.
Framh. á 14. síðu
Vilji fólksins og kaup verkamanna
ÞAÐ ER MARGT skrítið í póli-
tíkinni hjá okkur íslendingum,
eins og fleira. Það á að heita,
að hér sé lýðræði, en þó er oft
eins og vilji fólksins verði ekki
að veruleika. Sem dæmi detta
mér í hug laun hinna lægst
launuðu stétta þjóðfélagsins.
Núverandi ríklsstjórn hefur
gert miklar breytingar á efna-
hagskerfinu og játa allir, sem
tala af nokkurri sanngirni, að
afstaðan út á við hefur verið
rækilega rétt við. Það er mál,
sem varðar okkur alla. A þessu
byggist svo, að atvinnuvegirnir
hafa haft það betra, að ekki sé
minnst á góðærið og síldina I
þokkabót. Hins vegar sé ég ekki
betur en ríkisstjórninni hafi
ekkl tekizt að umbreyta þessu
ástandi nógu vel í beinar kjara-
bætur fyrir almenning, heldur
hafi Framsókn komið bg getað
þakkað sér, að hægt hefur ver-
ið að hækka kaupið. Samt var
þetta aðeins hægt af því að rík-
isstjórnin hefur tekið á sig ó-
þægindi þess að styrkja grunn
hússins.
Síðastliðið vor tilkynnti rík-
isstjórnin, að hún teldi að lægst
launuðu stéttirnar ættu að fá
meiri hækkanir en aðrar. Ég
heyrði ekki betur en að allir
væru sammála þessari skoðui),
hvort sem þeir aðhyllast stjórn-
arflokkana, framsókn eða
kommúnista.
Samt sem áður hefur þetta
ekki orðið. Hver stéttin á fætur
annarri hefur komið á eftir okk
ur verkamönnum og fengið
mciri hækkanir en við. Það,
sem allir virtust sammála um
í okkar lýðræðisskipulagi, hef-
ur ekki orðið heldur þver öf-
ugt.
Þetta tel ég að verði að laga.
Það verður að koma slíku skipu
lagi á, að vilji fólksins verði að
staðreyndum, en ekki að tog-
streita einstakra hagsmuna
hópa eyðileggi allt saman. Ég
er ekki að sjá eftir kauphækk-
unum til annarra stétta, heldur
aðeins að benda á það ósam-
ræmi, sem hér er augljóst.
Við verkamenn höfum tekið
eftir því, að Alþýðublaðið bef-
ur verið að spyrja Þjóðviljann
um þessi mál, hvort það sé eðli-
legt undir þeirra stjórn á Dags-
brún og Alþýðusambandinu, að
hinir lægst launuðu verði þann
ig ávallt síðastir. Þjóðviljinn
hefur ekki getað svarað þessu,
sem von er.
Alþýðan óttast þá miklu verð-
bólgu, sem nú ríður yfir. Hún
veit, að margt kemur til, að
þegar kapphlaupið milli kaups-
ins og verðlagsins er einu sinni
byrjað, er erfitt að stöðva. En
einhvern veginn verður það að
gerast. Til þess höfum við ríkis
stjórn, og ætti hún þá um leið
að hugsa til orða sinna síðast-
liðið vor og reyna að rétta hlut
hinna lægst launuðu, sem allt-
af eru hlunnfarnir undir stjórn
kommúnista á launþegasamtöh-
untun.
Verkamaður.
, | 28. sept- 1962 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ