Alþýðublaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.09.1962, Blaðsíða 9
ekki að þreytast Kann VERÐUK Harold McMillan aldrei þreyltur? Jú, — það kemur fyrir, en hann sýnir það engum. McMillan má teljast hrein- asti undragripur. í meira en hálfan mánuð hefur hann stað- íð í fremstu víglínu í heima- landi sínu, svo og á alþjóóleg- um vettvangi. Ráðstefnan uin hvort Bretlandi skuli innlimast í Efnahagsbandalagið, sem nú er nýafstaðin, hefur tvímæla- laust verið hápunktur stjórn- málabaráttunnar í lífi hans. Og hann var virkilega þreytt- ur, en hann duldi það. Hann var ekki þreyttur, þeg- ar hann sólarhring síðar rabb- aði við þjóð sína í sjónvarpi og útvarpi. Með einnar nætur svefni hafði hann afþreytzt Tveggja vikna stanzlai.'st erfiði, strangir dagar og stuttar næt- ur. MacMilIan er ekki jafngam- all Adenauer eða de Gaullc. Þeir virðast vera nokkurn veginn ódrepandi. En MacMiI- lan hefur einn kost fram yfir þá, hann getur Ieynt þreytu sinni og vonbrigðum sínum, en það geta þeir ekki. Það er brezka skólakerfinu að þakka, að MacMiIlan gctur leynt þreytu sinni. Hann hefur lært að skipta lífi sinu milli tveggja heima. Hann er af brezku yfirstéttinni, og hann hefur orðið að ganga í gegnum þessa vanabundnu heimavistar- skóla, sem breyta drengjum i menn, og þar sem þessum mönnum er það kennt að til- finningarnar eigi heima fyrir innan andlitið. Brezkt blað, hefur leitað á- lits meðal sálfræðings, alþing- ismanns og leikara um hvernig á þessu standi að aldrei sjái þreytu á MacMiIlan. Sálfræðingurinn taldi skól- ann orsökina, félagi hans úr þinginu sagði, að sá MaeMilIan, sem væri í þinginu væri hul- inn þykkum sterkum múr, og Ieikarinn sagði að hann væri eins og góður leikari, sem þefði algjörlega lifað sig inn í hiut- verk sitt. QUlSLiNGS UNMÁSKED; BY THEIR DEEDS WE KNOW THEM FUTURC, NKRUMAH NEVER DIES! R-tho Ghanoíon tjii* ** o Hme of vigittuyfo. not önIvfeeeau*«of tho h«rftoge of ímpe k Á* 0 Towio Adomafia ...■. .■ .. # H. H. C. Coffie-Crobbe YKKUR finnst íslenzku blöðin illskeytt og æst — einkum fyrir kosningar? Blessuð verið þið, íslenzk- ír blaðamenn eru hreinir englar samanborið við snmi starfsbræður þeirra erlendis. Hér er smádæmi. Þið sjáið hluta af grein, sem birtist núna í vikunni í kv ildblaði stjórnarinnar í Ghana. í henni er krafizt dauðadóms yfir tveimur liandteknum ráðherrum og fyrrverandi stjórnarmanni stjórnarandstöðuflokksins, sem líka er kominn í svartholið. Hvers vegna eru mrndir hinna fordæmdu á hvolfi? Það er gert þeim til háðungar; og kvað það vera hin mesta hneysa í Ghana að birtast á haus á prenti. Sendisveinn Piltur, 13 — 15 ára óskast til sendiferða eg fleiri starfa frá 1. október — hálfan eða allan daginn. i>arf að hafa hjól. H.F. HAMPIÐJAN Stakkholti 4, sími 24490. Verkamenn óskast. Upplýsingar í síma 38008 eftir kl. 8 á kvöldin. VÉLTÆKNI H.F. Frá íþróttaskála Jóns Þorsteinssonar Leikfimi fyrir stúlkur, sem æfa tvisvar í viku, hefst mánu- daglnn 1. okt. kl. 8 síðdegis, en stúlkur, sem æfa einu sinnt í viku, mæti fimmtudaginn 4. okt. kl. 9 síðdegis. Baðstofan er opin fyrir almenning sem hér segir: Fyrir konur á mánudögum kl. 2 — 6 síðdegis. Fyrir karla á laugardögum kl. 1—3 og kl. 6—9 síðdegis. Þessir síðdegistímar eru lausir fyrir flokka sem vilja hafa vissa baðtíma: á þriðjudögum kl. 2—3, 3—4 og 4—5 síðd. Á miðvikudögum kl. 4—5 og 5—6 síðd., á fimmtudögum kl. 4—5 og 5—6 síðd., á föstudögum kl. 3—4 síðd. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. sept-,1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.