Alþýðublaðið - 28.09.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 28.09.1962, Síða 13
iiiiiiBiiki HVAD OKGUt NEMUR GAMALL TEMUK Gilwell 1962 DAGANA 8.—16. september var lialdið að skátaskólanum á Úlf- ljótsvatni, hið svonefnda Gilwell- námskeið fyrir skátaforingja, 18 ára og eldri. GilwelL má kalla háskólamenntun skátans þ. e. a. s. æðstu menntun, sem foringi getur hlotið. Gilwell er alþjóðlegt og er það í 3 hlutum, einn skriflegur og tveir verklegir. Námskeið þetta að Úlf- ljótsvatni, er aðeins einn hluti þessarar menntunar. Að þessu sinni voru þátttakend- ur 19, 15 þiltar og 4 stúlkur. Á námskeiðum sem þessu er leitazt við að færa út í starf hug- myndir leiðtogans Baden Powers, sem koma fram í bók hans „Scou- ting for boys“. Skátunum er skipt niður sam- kvæmt flokkakerfinu og fengin ákveðin verkefni til úrlausnar og njóta þeir kennslu sér eldri og reyndari skátaforingja. Við, sem þessa grein ritum, vildum mjög gjarna færa Björgvin Magnússyni, skólastjóra á Gil- well 1962 óg leiðbeinendum, alúðar þakkir fyrir ómetanlega fræðslu. Sannur Skátaandi ríkti þarna og þökkum við Hröfnum, TJglum og Gaukum, hjartanlega samveruna. Þetta var sannarlega ógleyman- leg vika. Skátakveðja Dúfur Kefi til söiu Einbýlishús, bæði fokheld, tilbú in undir tréverk og fullgerð, á einni hæð eða fleirum. — Einnig parhús, nokkra hús- grunna. íbúðarhæðir 3ja og 4ra herb. í Kópavogi og Reykjavík. Einbýlishús í Silfurtúni. Góð'a íbúðarhæð í Hafnarfirði og margar fleiri eignir. Hringið — Komið — Skoðið — Kaupið. líermann G. Jónsson, hdl. Lögfræðiskrifstofa Fasteignasala Skjólbraut 1, Kópavogi. Sími 10031 kl. 2 — 7. Heima 51245. UTGERÐARMENN Drekakeðjur nýkomnarð gerið pantanir sem fyrst. ARINBJÖRN JÓNSSON, Sölvhólsgötu 2. sími 19542 og 11360. Aðalsafnaðarfundur Kópavogssóknar verður haldinn eftir messu, sunnudaginn 30. sept. í barna- skólanum við Digranesveg. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarnefndin. ORÐSENDING til barnshafandi kvenna Að gefnu tilefni eru barnshafandi konur vinsamlega á- minntar um að panta tíma til læknisskoðunar í mæðradeild Heilsuverndarstöðvarinnar með nokkurra daga fyrirvara. Tilhögun þessi er nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir óþarfa bið. Tekið er á móti pöntunum í síma 2-24-06 kl. 3 alla virka daga nema laugardaga. Heilsuverndarstöð Ueykjavíkur. Byggingarfélag alþýðu Reykjavík íbúð til sölu, 3ja herb. íbúð í 1. byggingaflokki, til sölu. Umsóknum sé skilað til skrifstofu félagsins, Bræðraborg- arstíg 47, fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 8. október. Stjórnin. Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir ógreiddum tryggingagjöld um til Tryggingastofnunar ríkisins, sem greiðast áttu í jan- úar og júní s. 1., söluskatti 4. ársfjórðungs 1961, 1. ársfjórð ungs 1962 og 2. ársfjórðungs Í962 svo og öllum ógreiddum þinggjöldum og tryggingagjöldum ársins 1962, tekjuskatti, eignarskatti, námsbókagjaldi,. slysatryggingaiðgjaldi, at- vinnuleysistryggingasjóðsiðgjaldi, kirkjugjaldi og kirkju- garðsgjaldi, sem gjaldfallin eru í Kópavogskaupstað. Enn- fremur bifreiðaskatti, skoðunargjaldi bifreiða og vátrygg- ingagjaldi ökumanns, en gjöld þessi féllu í gjalddaga 2. janúar s. 1., svo og skipulagsgjaldi af nýbyggingum, skipa- skoðunargjaldi, rafstöðvagjaldi, vélaeftirlitsgjaldi og ó- greiddum iðgjöldum og skráningargjöldum vegna lög- skráðra sjómanna, auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa Úr ákurðar án frekari fyrirvara ef ekki verða gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Kópavogi 26. sept. 1962. Sigurgreir Jónsson. Híseigendafélae Reykjavlkor Auglýsingasíminn er 149 06 AUþÝÐUSLAÐJÐ - 28. sept- 1952 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.