Alþýðublaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 8
Segir Yestur-íslend- ingurinn Þorsteinn Þórðarson( sem hér sézt með systur sinni, Borghildi) KENNEDY er ókei, Ameríka er all ræght, en ísland er líka gott land. Það er Þorsteinn Þórðar- son, togaraskipstjóri frá Boston, sem segir þessi orð. Blaðamaður frá Alþýðublaðinu er kominn á vit þessa heimkomna sonar íslands, þessa sævíkings, sem í þrjátíu og þrjú ár hefur stundað sjó frá milljónaborginni Boston. . Þorsteinn er 55 ára gamall, há- vaxinn og myndarlegur maður, beinn í baki og með augu, sem skjóta gneistum, þegar hann vill leggja áherzlu á eitthvað. Það gustar af honum og það er ekki laust við að fari um mann, þegar hann ber í borðið og segir sína meiningu. Eg áræði samt að bera upp fyrstu spurninguna. „Já, ég er frá Stöðvarfirði og ólst þar upp með foreldrum mín- j um þar til ég varð 22 ára gamall. Þá fór ég vestur um haf. Hver voru tildrög þess? — Það voru andskotans engin i tildrög til þess, það var bara til-1 viljun. Móðurbróðir minn, sem ferðast hafði víða, kom einu sinni til foreldra minna og var á leið til Boston. Eg spurði hann hvort ég mætti koma með og það var ókei. Eg hef verið í Boston síðan og þetta er í fyrsta skipti, sem ég heimsæki ísland síðan. — Hvað olli því, að þú komst hingað aftur, var það heimþrá? — Nei, fjandakornið, mér bara datt það í hug og lét verða af því. Eg hef lifað eins og kóngur síðan ég kom. Almenningur á islandi hefur það gott. Húsin, húsgögn- in, hitinn, þetta er eins og hjá milljónerunum úti í Ameríku. — Borghildur, systir hans, sem er 20 árum yngri, segir: — Mér finnst almenningur í Ameríku líka hafa það gott, þeg- ar ég kom til að heimsækja þig. — Eg var ekki að segja að al- menningur í Ameríku hefði það slæmt ég sagði að íslenzkur al- menningur hefði það betra. Það er ekki hægt að reikna lífskjör út með því að umreikna dollara yfir í krónur. En það er að vísu satt, að allir, sem hafa lært eitt- hvað, hafa góð laun í Ameríku. En Islendingar yfirleitt lifa eins og milljónerar og það er satt. — Ertu kvæntur? — Konan mín dó fyrir fimm ár- um. Hún var héðan úr Reykjavík. Valgerður Sigurlaug Jónsdóttir hét hún. Þú hefur kynnst henni úti í Ameríku? — Já, hún kom í heimsókn til systur sinnar, Jóhönnu, sem er gift úti í Boston Kormáki Ásgeirs syni, miklum ágætismanni eins og fleiri af þeirri ætt. (Kormákur er bróðir forseta Islands). — Þar kynntumst við og vorum gefin þar saman — all right. — Eg bið Þorstein að segja mér eitthvað um sjómennskuna í Boston. j — Eg vil nú sem minnst um það tala, segir Þorsteinn. Eg er ' orðinn hundleiður á sjónum og ætla að hætta allri sjómennsku. Eg hef stundað sjómennsku allt mitt líf, nema ég hef orðið veik- ur einstaka sinnum. Eg get orðið veikur eins og aðrir menn. Eg hef siglt með alls konar mönnum, — Bostonarmönnum, sem eru upp og ofan eins og aðrir menn, Ný- fundnalandsmönnum, sem eru sérstakir ágætismenn nú og svo auðvitað íslendingum. I — Eru margir Islendingar sjó- menn í Boston? | — Það er slangur. Seinast var ég á togaranum Arlington. Þar er Jóhannes Björnsson skipstjóri núna. Einn af beztu vinum mín- um í Boston er Öskar Gíslason skipstjóri, hann er úr Flóanum og mikill ágætismaður. Cg ekki má gleymi Eggertssyni vini mínum. sem kom með mér til Boston. Fyrir 25 árum voru 65 íslendingar í Boston, nú eru aðeins eftir um 25, og þeim fækkar, því ég ætla að koma mjög bráðlega aftur til íslands og setj- ast hér að. — Og ekki gleyma honum Grími Eggertssyni, hann hefur verið með mér öll þessi ár í Boston. — Þú átt eitthvað af skyld- fólki hér á landi, er það ekki? — Jú, þrjú systkini mín búa hér. Magnús, Sigbjörn og Borg- hildur, sem ég bý hér -hjá. Svo á ég tvær systur, sem giftar eru erlendis, Aðalheiður í Englandi og Jakobína í Ameríku. Eg þakka Þorsteini fyrir greina góð svör og óska honum góðrar ferðar til Ameríku og góðrar heimkomu, er hann kemur hing- að aftur. Mágur lians, Helgi Guðjónsson verzlunarmaður er nýkominn heim og ég þakka þeim hjónum fyrir góðar veitingar og beina þá stund, sem ég hef dvalizt á heim- ili þeirra. Og ég er að velta því fyrir mér á leiðinni niður í bæ- inn aftur, að líklega lifum við Is- lendingar betra lífi en við almennt gerum okkur grein fyrir, ef það er rétt hjá Þorsteini, vini okkar, frá Boston, að við lifum eins og rmlljónerarnir í Ameríku. Þ. G. PRESTENIR standa ráðþrota yfir því hversu illa kirkjurnar eru sóttar. Það er að vísu stórt áhyggjuefni sem hefur alvarleg ar afleiðingar. Við erum aldrei svo sterkir að ekki þurfum upp örvunar við í siðferði og trúar- legu hugarfari. En hver er ástæð an? Það er sú spuming sem nauðsynlegt er að vita. Er ég svara henni er það mín eigin reynsla og þekking á því máli. Prestarnir sjálfir eiga alla sök. Þeir hafa ekki rækt sína skyldu þegar varirnar mæla öðru vísí en lífsstarfið sýnir í veruleikan um, vekur það íyrirlitningu áheyr enda. Þeir halda sér of; fast við gullið. Þeir eru fjárgróðamenn, i það minnsta dómkirkjuprestam- ir. Eru með ríkustu mönnum þessa bæjarfélags. Koma síðan upp í stóiinn og leggja út af orð unum um auðinn, sem mölur eða ryð geta ekki grandað, úlfaldan Þetta er þá VIÐ höfum ekki talið lyfting- arnar fagra íþrótt — þangað til ljósmyndarinn okkar skilaði meff- 8 2. nóv. 1S62 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.