Alþýðublaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 11
KnaffspFna Framh. af 10 síðu Evrópucupgullið egnir leik- menn til að gera sitt bezta og o£t hleypur skapið með þá í gönur, eins og t. d. í leik Reims og Au- stria, sem Reims tapaði 2-3. — Leikmenn Austria tóku upp í- skyggilega leikaðferð og spörk- uðu á fætur Frakkanna, jafnvel þótt knötturinn væri hvergi nærri. t byrjun seinni hálfleiks var franski innherjinn Vincent hreinlega barinn niður og varð óður við og barði til baka strax og hann komst á fætur. Og þegar línuvörðurinn kom hlaupandi inn á völlinn, mundandi veifuna, — barði Vincent hann hreinlega nið ur og var svo rekinn út af fyrir bragðið. Við skuluni vona, að svo illa takizt ekki til hér á miðviku- daginn. jLeiknum lauk 1 — 1, — sjá frétt- ina „knattspyrna erlendis” hér á síðunni). Benfica kemur til Norrköping á mánudaginn og hefur tekið það upp eftir Real Madrid og m. a. sent liingað fyrir hálfum mánuði mann til þess að ákveða, •— félagið ætti að búa og hvar að æfa. Benfica hefur síðustu árin hrein lega skorið upp gull með ljánni, en vonandi sannast ekki á þeim orðatiltækið, að blóm sem blómstr ar fljótt, fölnar fljótt, eins og segja má í dag, að sé að verða hlutskipti Real Madrid, sem nú mun ramba á barmi gjaldþrots, eins og öll spönsk knattspyrnu- félög nú í dag. Saporta heitir sá, sem hefur verið gjaldkeri Real Madrid und- anfarin ár, og sem hefur almennt verið álitinn þýðingarmeiri fyrir félagið en di Stefano. Mönnum hefur reiknast til, að á síðustu þrem árum hafa Saporta leikíð inn úm 85 millj. ísl. kr. í kassa félagsins. Hann er mjög þekktur sem stór innkaupandi og seljandi knattspyrnumanna, fjármálasér- fræðingur og samningasnillingur. Nú hefur Saporta íátið af' störf- um og verið ráðinn sem aðalfram- kværridastjóri að einum stærsta banka Madridar. Saporta kvaddi félag sitt með ritsmíð, þar sem hann lýsir hin- um erfiðu tímum. Á síðasta ári féliu tekjur af knattspyrnuleikj- unum stórkostlega, og af því sem hefur komið inn, hef-ur bæjarfé- lagið tekið' 12%%, 4% hafa farið til unglingastarfseminnar, 6% til knattspyrnuskatts, 4% til lóða- leigu, 2% til spanska knattspyrnu sambandsins, 4% til knattspyrnu- ráðs , Madridar, 10% til sérstaks sjóðs, sem er undir stjórn ráðs, sem sér um innkaup á erlendum knattspyrnumönnum og svo hafa um 650 þús. kr. verið bundnar í erlendum leikmönnum, sem keypt ir hafa verið frá heimalandi sínu. Á síðustu árum hafa útgjöld Real Madrid numið ísl. kr. 76 milljónum. Félagið á eigin leik,- vang, Bernaben, sem kostaði um 60 milljónir að reisa og aðeins á eftir að greiða hann niður um 8,5 milljónir. Knattspyrnufélagið Bareeloh^ er ennþá verr statt og Atletico- Madrid hefur orðið að hætta við viðbyggingu sina á Manzanares leikvanginum og urðu að selja bezta framherja sinn Peiro til ítalska Torino fyrir litlar 20 millj- ; ónir ísl. kr., og' á meðan trýggir aðdáendur Real Atletica gráta sínum krókódílatárum, ekur Peiro um ítalíu í hinum nýja Alfa Ro- meo bíl sínum sem hann fékk í milli við söluna. Þannig er í knattspyrnunni eins og annars staðar í lífinu, eins dauði annars brauð. M.s. „Guílfoss" Al^ýbublabib vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Miðbænum, Laufásvegi, Skólavörðustíg, Vesturgötu, Melunum. Afgreiðsla Alþýðufolaðsins Sími 14-900. Laus staða Staða rafveitustjóra á Akureyri er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur til 1. desember n.k. Staðan verður veitt frá 1. janúar 1963. F. h. rafveitustjórnar Knut Otterstedt Umboðsmenn Happ- drættis Alþýðublaðs- ins á Vestfjörðum og Vesturlandi. ÍSAFIRÐI: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar, ísa- firði. HNÍFSDAL: Jens Hjörleifs- son, sjómaður. BOLUNGARVÍK: Elías H. Guðmundsson, símstjóri. SUÐUREYRI, Súgandafirði: Eyjólfur Bjarnason, sjó- maður. FLATEYRI: Kolbeinn Guð- mundsson, verkamaður. ÞINGEYRI: Steinþór Benja- mínsson, skipstjóri. PATREKSFIRÐI: Ágúst H. Pétursson, BÚÐARDAL: Magnús Rögn- valdsson, verkstjóri. STYKKISHÓLMI: Ásgeir Ágústsson, vélsmíðam. GRAFARNESI: Stefán Helgason, trésmiður. ÓLAFSVÍK: Gylfi Magnús- son, sjómaður. HELLISSANDUR: Snæ- björn Einarsson, skip- stjóri/Klettsbúð. BORGARNESI: Jóhann Ingi mundarson, fulltrúi. AKRANESI: Sveinbjörn Oddsson, bókavörður og Theódór Einarsson, verka- maður. Dregið verður næst 7. nóvember um Taunus fólksbifreið. Verðmæti kr. 170 þús- und krónur. Aðeins 5000 númer. Endumýjun stendur yfir. Látið ekki HAB úr hendi sleppa. I' Fer frá Reykjavík föstudag- inn 2. nóvember, kl. 21.00 til Hamborgar og Kaupmanna- hafnar. Farþegar e.ru beðnir að koma til skips kl.. 20.00. H.f. Eimskipafélag fslands Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihúsið Frost h.f. Hafnarfirði — Sími 50165. Hafnarfjörbur 3ja til 4ra herbergja íbúÖ Óskast til leigu, nú þegar, helzt í Austurbæn- um. Upplýsingar í síma 50565. Ú $8 AÐVÖRUN tír gjaJd- enda / Kópavogi Lögtök fyrir þinggjöldum eru að hefjast. Skorað er á gjaldendur að reyna að greiða nú þegar til að ekki komi til þeirra óþæginda og þess kostnaðar sem lögtaki fylgir. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nokkrir ungir menn geta komizt í nám í járniðnaði. V erkamannakaup. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. I MATINN Glæný ýsa, heil og flökuð. Þorskur, rauðspretta, sólþurrkaður saltfiskm:. Hnoðaður mör. Fiskhöllin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. nóv. 1962 1|,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.