Alþýðublaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.11.1962, Blaðsíða 9
TARNIR ALLA SÖK og nálaraugað, manninn sem átti að gefa helming eigna sinna til þess að verða sáluhólpinn og fl. orðum Krists. Er þetta ekki tvískinnungur? Er það kannski til þess að efla sambandið milli kenniföðurs og á heyrenda? Nei, ástaeða fyrir slæmri kirkju sókn er það að prestarnir dansa of mikið í kringum gullkálfinn. Treysta ekki á orð Krists. Trúa •ekki að vor himneski faðir sé okkur jafn kærleiksríkur og fugl um loftsins, sem ekkert haía fyr ir sínu brauði utan að þiggja gjaf ir hans. Er þessi fyrirmynd sem for ingja heppileg til þess að leiða aðra með sér? Hvað segir söfnuðurinn? Hann segir: „Þetta gerir presturinn, hann er mín fyrirmynd." Já, þessi er ástæðan fyrir því að ég sæki ekki kirkjur. Ég sé það að það er meiningar laust blaður og orðin án verka þeirra fá ekki fullgert það hlut- verk sem þeir eru sendir íil að vinna. Innan kirkju Krists þurfa að vera heilindi. Þar er ekki hægt að þjóna tveim herrum Þegar okkur er sýnt jafn létt úðarfullt trúartraust virðist mér það bezta meðalið til að afkristna þá fáu, sem hugsa og hafa haldið sinni trú. Á oss öllum hvílir á- byrgð. En í þessu sambandi eru laun ábyrgðarinnar eilíft líf með Kristi samborið hans eigin orð- um. Hver á að trúa orðum Krists þegar sjálfur presturinn forsmáir þau og breytir ekki eftir þeim. Ég vildi óska að vor íslenzka kirkja mætti sjá í dag á hversu óheilum fótum hún stendur. Mætti sleppa höndinni af guil- kálfinum og trúa orðum ritning arinnar. Latur kirkjugestur. fögur ífcrótt! | fylgjandi mynd, sem hann tók á j æfingu hjá ÍR. Við vitum ekki hve l stúlkan Iyftir mörgum kílóum. En I viff vitum, aff hún heitir Ingibjörg Eyfelds, aff hún er fædd 10. 7. 1948, aff hún er nemandi í Voga- skóla og aff helzta áhugamál henn- ar er frjálsar íþróttir. Yfir 5000 slátrað á Akranesi SLÁTRUN er fyrir nokkru lok- iff hjá Kaupfélagi Suffur-Borg- firffinga, Akranesi, slátraff var á 6. þúsund fjár og yfir 80 stór- gripum, er þaff lun þriðjungi meira en sl. ár. Vænstu dilkarnir sem slátraff var þar í haust, voru tví- lembingar, eign Guffmundar Bjarna sonar á Sýruparti. Höfffu þeir 28,9 og 27,4 kg. kroppþunga. Mun slík þyngd vera mjög óvenjuleg. Á liðnu sumri kcypti Kaupfé- lagiff stóra lóff á bezta staff í bæn- um, svonefnda Hákotslóff, og mun ætlunin vera, aff þar rísi aðalstöðv ar fyrirtækisins í framtíðinni. Hlúð að Gamla Garði AÐ frumkvæffi nokkurra gam- alla Garffhúa og nokkurra annarra vina gamla stúdentagarffsins hef- ur nú veriff efnt til samtaka „er hafi þann tilgang, aff bæta um búnaff Gamla Garffs hiff innra og fegra umhverfi hans.“ 1 undirbúningsnefnd þessa máls eiga sæti: Gunnlaugur Pétursson borgarritari, Jóhann Hafstein bankastjóri, Lúðvig Guðmundsson fyrrum skólastjóri, Ragnar Jó- hannesson cand. mag., Sverrir Her- mannSson viðskiptafræðingur og Þorvaldur Þórarinsson hæstarétt- arlögmaður. Um þessar mundir eru liðin rétt 40 ár síðan stúdentaráð háskól- ans hóf fjársöfnun og undirbún- ing að byggingu stúdentagarðs- ins. Formaður garðnefndarinnar fyrstu árin var Lúðvíg Guðmunds- son. Aukin höf- undavernd NÝLEGA hafa báffar deildir Bandaríkjaþings einróma sam- þykkt, aff framlengja til bráffa- birgffa til ársloka 1965 vernd allra þeirra hugverka, sem ella mundu missa höfundarréttarvernd sam- kvæmt bandarískimi lögum. Kennedy, forseti Bandaríkj- anna, hefur lagt sérstaka áherzlu á endurbætur höfundalaga og skip að nefnd sérfræffinga til að undir- búa nýtt frumvarp aff höfundalög- um, er menn vona, aff gengið verði í gildi fyrir árslok 1965. Vi5 drögum um Taunus-bíl á miðvikudaginn kemur! Til fermingjar- gjafa: Greiðsiu- í fjölbreyttu úrvali. Verð og gæði við aílra hæfi. Marfeinn Einarsson & Co. Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816 Nýkomið Ifalskar peysur grófprjónaðar. Hattabúð Reykjavíkur Laugavegi 10. Rýmingarsala - Rýmingarsala Seljum næstu daga mjög ódýrt: Barnakjóla. Verff frá kr. 98,00. Barnablússur. Verff frá kr. 50,00. Barnapils kr. 98,00. Barnapeysur og margt fleira. Verziunin Ása Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. Kópavogur - Vinna Nokkrar stúlkur og einn karlmaður óskast í vinnu strax. Niðursuðuverksmiðjan ORA Símar: 17996 og 22633. ITALSKIR KVENSKÓR LÁRUS G. LÚDVÍGSSON, SKÓVERZLUN, BANKASTRÆTI 5 ALÞYÐUBLAÐIÐ - 2. nóv. 1962 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.