Alþýðublaðið - 11.11.1962, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 11.11.1962, Qupperneq 11
IAUNÁKERFIÐ OG UUNA RlKISSTARFSMANNA Staöreynd er, að framiarir fast ekki meiri fyrir launajöfnun, það er viðurkennt jafnt í kapítölskum sem sósíölskum rikjum. Allt eru þetta aðeins vörðubrot á samanburðarleiðinni launa- ÞEGAB launastigi fyrir ríkis- starfsmenn var til umræðu á síð- asta bandalagsþingi, tók ég lítils- liáttar þátt í umræðum, og höfðu sumir þingfulltrúar orð á því að inntak orða minna ætti að birtast opinberlega. Fyrir því hef ég látið tiileið- ast að festa á blað nokkur orð um málið til birtingar í Alþýðublað- inu. ' 1 Ef þú værir spurður að því les- andi góður hvort þú teldir að op- inberir starfsmenn ættu að fá lægri laun fyrir vinnu sína en aðrir launþegar þjóðfélagsins hverju myndir þú svara? Ef þú viðurkennir að verður sé verkamaðurinn launa sinna, líka sá, sem er í opinberri þjónustu, hvar myndirðu leita samanburð- ar? í fljótheitum myndirðu svara að verkamaður ríkis eða sveitafé- lags eigi að fá laun sambærileg við verkamanninn á eyrinni í vöru gteymslunum eða við iðnaðinn. Við enn nánari athugun mynd- irðu hugleiða það ófremdarástand, sem nú ríkir um vinnutimann, að verkamaðurinn verður að inna af hendi yfirvinnu, er gefi, ja — segjum 30% tekjuaukningu til þess að fleyta fram lífinu. Og þessa staðreynd myndir þú hik- laust meta, þegar þú ættir að á- kveða kaup verkamannsins, sem enga yfirvinnu hefur. — Ekki vx-ri ósennilegt að þú teldir ósamboð- ið velferðar- og menningarríki að bjóða verkafólki upp á 48 stunda vinnuviku hvað þá lengri til þess að geta brauðfætt sig. Og vitanlega sem góður þjóð- félagsþegn, er vill bióðfélagi sínu allt hið bezta, myndirðu vilja geta valið til starfa hjá því opinbera betri eða jafnvel beztu starfs- kraftana, og til þess þyrfti kaupið að vera samkeppnisfært við frjálsa markaðinn. Ég geri ráð fyrir að okkur komi saman um þetta, það er viðtek- in regla í þjóðfélaginu að tala um ^mahækkun handa þeirr| sem, lægst hafa launin. og við hljótupi því að koma okkur saman um neðsta þrepið í launastiganum. Næst virðum við fyrir okkur iðnaðarmenn, að vísu eru þarna á milli ýmsir hópar, sem við skul- um ekki tefja okkur á að telja upp REIKTO EKKI í RÚMINU! Hástigendafélag Rcykiavlkor nú. Launamunur er viðurkenndur milli þessara starfsmanna, iðn- menntun er talin þjóðfélaginu til góðs, að henni beri að styðja og fyrir hana skuli greitt. Þegar þú leitar uppi taxta iðnaðarmanns- ins til að gá að því hvað skuli nú greiða iðnlærðum manni í þjónustu hins opinbera, hvers verður þú þá vísari? j Jú, þú sérð ýmsa taxta, sem þú veizt að aldrei eru notaðir, vegna þess að þeir eru taldir of lágir, og auk þess eru iðnaðarmenn á und- an verkamönnum um ákvæðis- / vinnutaxta, og bæta þannig sína j beztu tímakaupstaxta um allt að þriðjung, og stundum nokkru ! meira. í Það er vissulega staðreynd, að iðnaðarmenn liins opinbera eru vanhaldnir um laun miðað við frjálsan markað, og við verðum samkvæm okkur sjálfum og ákveð- um að ríkið þurfi að geta ráðið til sín hina hæfustu menn í þessum ! greinum. Kannske hefur þú ekki hugsað mikið iengra lesandi góður fyrr en þá núna á allra síðustu tímum. Sú skoðun hefur ríkt í þjóðfélagi okkar að ekki bæri að greiða fyr- ir meiri menntun en þá, sem iðn- skóli og verzlunarskólar veita. Eyrsta verulega áfallið, sem þessi þröngsýna launastefna fékk, var þegar verkfræðingar brutust í að mynda stéttarfélag og fá rétt til samninga. Ógleymt er þó að stjórnvöld hafa gert ýmsar ráð- | stafanir meira eða minna opinber- j ar, til þess að bæta sumum há- I skólamenntuðum starfsmönnum upp kaup þeirra, og eru þær bæt- ur ærið misjafnar að lit og gæð- um, og fæstar þeirra horfa til sið- bóta. Verkfræðingar hafa fengið við- urkenndan taxta sinn á frjálsum markaði, og með einhverjum hætti hefur hið opinbera fengið verkfræðinga til að leysa af hendi verkefni, sem ekki varð komist hjá, og höfum við fyrir satt að ekki hafi með því verið brotinn taxti félags þeirra. Verður því að álíta viðurkenningu fengna fyrir því, að háskólamenntun sé nokk- urs virði fyrir þjóðfélagið í verk- legum efnum, líka við störf í þágu hins opinbera, og mætti að vísu nefna um það fleiri dæmi. Þarna höfum við þriðja við- miðunarstigið, þegar við hugsum og ræðum launastiga ríkisstarfs- manna, en annars er fátæklegt um viðurkennda taxta á frjálsum markaði fyrir þessa starfshópa. Veldur þar um t. d. að einkarekst- urinn hefur hingað til hugsað sér að liálfmenntun eða jafnvel eng- in menntun dygði til að fram- leiða iðnaðarvörur handa íslenzk- um almenningi, auk þess sem þenslan hefur orðið svo ör, að þjóðin hefur ekki haft við að sér- hæfa nauðsynlegan f jölda. Það er ekki mjög langt síðan að eng- inn læknir var starfandi hérlend- is nema héraðslæknar og land- læknir. Ennþá eru prestar svo fáir utan þjóðkirkjunnar að ekki hefur myndast taxti þeirra á mark aði fríkirknanna. Fyrr á árum, meðan þjóðin var fátækari miklu en hún er í dag, voru æðstu embættismenn henn- ar metnir hátt í launastiga, t. d. biskup og landlæknir, en þrátt fyrir allan stórhug og framfarir, þá víkkaði ekki sjóndeildarhring- ur valdhafa og almennings að sama skapi, heldur þótti sjálf- sagt að launajafna niður á við. Framfaramennirnir, sem stofn- uðu nautgriparæktarfélög og komu á hrútasýningum, til þess að fá aukinn afrakstur þjóðar- búsins, keyptu þilskip og síðan togara, þeir héldu að fjármálum ríkisins væri betur borgið, ef ekki væri greitt fyrir menntun, á- byrgð og sérhæfni í starfi nema sem svaraði ýsuspyrðu eða gras- lambsverði. Við metum þeirra góðu verk, en gleymum skammsýninni og bætum fyrir hana. Eða ertu ekki samþykkur, góður lesandi? málum opinberra starfsmanna, m. a. vegna þess að opinberir starfsmenn hvorki eru né eiga að vera taglhnýtingar annarra starfs- hópa. flestir starfshópar þeirra ar þarf að reikna o.fl. o.fl. Þetía eru sérstæðir ó ýmsa lund, og til hefur launakerfi hins opinbera arlegt megi virðast eru starfskrafli ar hins sérhæfða manns metnir hærra til verðs en hins fjölhæfa. Ábyrgð og vandi fylgir hverju starfi, en ekki sízt í opinberum störfum, þar sem hver starfsmað- ur er þjpnn allra, sem til hanst þurfa að leita. Ábyrgð og vanda starfans þarf að meta til lar.na kostnaðinn við að afla menntun- þeirra eru oftlega gerðar hærri kröfur en annarra starfsmanna, og munu þær kröfur enn auk- ast. Opinberir starfsmenn eru þjón- ar fólksins í landinu um leið og þeir framkvæma valdboð, — lög, reglugerðir og önnur fyrirmæli Alþingis og ríkisstjórnar — Rík- isvaldið þarf vel menntað starfs- lið til þeirra verka. Þegnarnir gera kröfu til góðrar þjónustu, vilja fá hana og eina að fá hana gegn réttlátu gjaldi. Á þessum breytingatímum þarf að mörgu að hyggja, vélvæðing- in eykst í öllum starfsgreinum, opinber afskipti af hverskonar viðskiptum þegnanna fara vax- andi, ný vandamál krefjast nýrra félagslegra stofnana, hvarvetna þarf bætta menntun, aukinn skiln- ing og margbreytilegri þjónustu. Skólakerfi landsins þarf að að- lagast auknum kröfum tímans, eins og vinsælt er að kalla líðandi stund. Sérhæfing vex og þó und- ekki leyft nema ákaflega tak- markað, og af því hefur hlotizt tjón á ýmsan hátt, sem bæta þarf m. a. með nýju launakerfi, er gefi fleiri möguleika til starfsmats en núverandi launajöfnunarstigi. A. B. B. Þórscafé Sýning á undrakerfinu System abstracta í Kjörgarði, Laugaveg 59 í dag milli kl. 3—6 e. h. Teiknað af Paul Cadovius. Nýtt byggingarefni, sem nota má í innréttingar, húsgögn og hús Helztu kostir: Útstillingar Milliveggi Innréttingar Húsgögn EINKAR HENTUGT FYRIR: Enginn nagli Engin skrúfa Engin fagvinna Engin verkfæri nema hamar Einkaréttur: RAFGEISLAHITUN HF. Vörugeymsluhillur Söluumboð: SKEIFAN GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN í KJÖRGARÐ í DAG ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. nóv. 1962 H

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.