Alþýðublaðið - 14.11.1962, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.11.1962, Síða 2
/Jttstjóran Gísli J. Astþórsson (áb) og Benedlkt Gröndal.—ABstoaarrltst)on BJörgvln Guörauudsson. — Fréttarttstjórl: Sigvaldl Hjðtmarsson. — Simar: 14 800 — 14 902 — 14 903. P ugiýsingasiml: 14 906 — Aðsetur: AlþýöuhúslO.' - Prentsmiðja Aiþýöublaðslns, Hverfisgötu 8-10 — ÁskriftargJöM ir. 65.00 6 mánuðí. 1 lausasöiu kr. 4.00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. - Fram- kvæmdartjóri: Ásgeir Jóhannesson ÍSLAND OG EBE I VIÐSKIPTAMÁLARÁÐHERRA hefur nú ákýrt Alþingi frá afstöðu ríkisstjómarinnar til Efna bagsbandalags Evrópu eftir að fullrúar ríkisstjóm arinnar hafa átt ýtarlegar viðræður við ráðamenn bandalagsms og margvíslegar athuganir hafa far- ið fram á áhrifum þeim, er bandalagið hefur og mun bafa á utanríkisviðskipti Íslendinga. Ráðherrann öagði, að ríkisstjórnin teldi nauðsynlegt fyrir ís- lendinga, að semja um einhver tengsl við EBE, bæði til þess að tryggja viðskiptahagsmuni þjóðar- ínnar, svo og til þess að varðveita tengsl okkar við Vestur-Evrópu og koma í veg fyrir að þjóðin ein- angrist frá þeim þ.jóðum, sem henni eru skyldastar og hún á tvímælalaust samleið með. Ráðherrann r sagði ennfremur, að ríkisstjómin teldi fulla aðild íslands að EBE ekki koma til greina. Efnahags- bandalagið mundi aldrei fást til þess að veita ís- lendingum allar þær undanþágur, sem þeim væru nauðsynlegar til þess að þeir gætu gerzt fullgildir öðilar að bandalaginu. Spumingin væri því sú, Mivort íslendingar ættu að saekja um aukaaðild að EBE eða hvort þeir ættu að láta sér nægja að reyna að ná viðskiptasamningum við bandalagið, sem fela ínundu tollalækkanir í sér. Viðskiptamálaráðherra sagði, að ríkisstjórnin teldi enn ekki tímabært að Íkveða upp úr um það hvor leiðin yrði heppilegri : íyrir ísland. Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokks ins skýrði frá afstöðu Framsóknarmanna til Efna- bagsbandalagsins við umræðurnar um skýrslu við- i íikiptamálaráðherra. Mælti hann eindregið með því oð gerðir yrðu tollasamningar við EBE en hvorki 1 leitað eftir fullri aðild né aukaaðild. Það er furðulegt, að Framsóknarflokkurinn skuli telja sig færan um það á þessu stigi málsins að kveða upp úr um það, að tollasamningar muni henta íslendingum betur en aukaaðild. EBE hefur aðeins gert aukaaðildarsamning við eitt ríki, þ. e. Grikk- land en fulltrúar bandalagsins hafi lýst því yfir að • ekki beri að líta á þann samning sem fyrirmynd annarra aukaaðiidarsamninga, þar sem Grikkland bafi á ýmsan hátt sérstöðu. Enn er því alveg ó- Ijóst hvað aukaaðild annarra ríkja áð EBE muni fela í sér. Og meðan það hefur ekki verið kannað bver kjör íslendingar gætu samið um við EBE í sambandi við aukaaðild er ekki unnt að útiloka þá leið. Telja má fullvíst, að Íslendingar muni geta fengið betri viðskiptakjör við aukaaðild heldur en fineð því að gera tollasamning við EBE. Hins vegar yrðu þeir þá einnig að taka á sig meiri kvaðir en ella. En ef íslendingar geta samið um nægilegar wndanþágur vegna sérstöðu sinnar við aukaaðild foer þeim tvímælalaust að fara aukaaðildarleiðina. En takist þeim ekki að fá nægilega góð kjör við ' aukaaðild er aðeins ein leið eftir, þ. e. tollasamn- ingaleiðin. f Miia——■ w—■iiimi hmm Skipasmíðastöð NjarÖvíkur hf* Símar (92) 1250 og (92) 1725, Ytri-Njarðvík. TEL SÖLU 48 rúmlesta vélbátur. frambyggður. í bátnum er 235 hestafla Rolls- Röyce-vél. Getur verið tilbúin á vetrarvertíð. Upplýsingar á staðnum. Dómurinn erður örlagaríkur ÚRSKURÐUR Félagsdóms út af inntöku verzlunarmanna í Alþýðu- samband íslands markar áreiðan- lega tímamót í verkalýðsmálum hér á landi og raunar markar hann tímamót víðar í þjóðlífi íslendinga Það er alveg víst, að hvernig sem þetta mál fer nú í framkvæmd, þá mun þetta koma í ljós. Dómur- inn hefur ekki orðið sammála, því miður, og ekki ætla ég mér þá dul að dæma á milli, ég hef engin skil- yrði til þess að kvcða upp ncinn dóm um lagalcgar flækjur máls- ins. þess, þá hefðu verzlunarmenn vcrið teknir inn með Iófataki — og allir glaðzt yfir því sem sigri samtak- anna. FÉLAGSDÓMUR HEFUR kveö- ið upp sinn dóm, en mér er sagt að núverandi stjórn Alþýðusam- bandsins muni ekki lcggja til að þeim dómi verði framfylgt á þingi sem kemur saman innan fárra daga Þar mun inntökubeiðni verzlunar manna verða felld, að minnsta kosti er það fullyrt meðal þeirra, sem ráða í sambandinu. ÞAÐ ER ÞESSI ÞRÓUN, sem ég álít að muni valda þáttaskilum. Ég óttast klofning sambandkins, en slíkur klofningur mun þegar árin líða Ieiða til þcss, að lægst laun- uðu verkamennirnir verða einir eftir, en það mun verða örlagaríkt fyrst og fremst fyrir þá, sem veik asta hafa aðstöðuna eins og dæmin sanna svo áþreifanlega frá síðustu árum. Og það er ekki æskilegt — og var sannarlega ekki tilgangur inn uppliaflega, að veikja aðstöðU þeirra lægst launuðu. Hannes á horninu Bátahöfn á ísa firði stækkuö EN ÞAÐ VEIT ÉG, að alls stað- ar i heiminum eru verzlunar- og skrifstoíufólk sjálfsagt í allsherjar samtökum laanþeganna, og víða er það einn meginþáttur þeirra. Það er engum blöðum um það að fletta, að frá sjónarmiði verkalýðs- samtakanna eiga verzlunarmenn að fylgjast með meginhópnum. Þeir eiga að vera í Alþýðusambandinu. HITT ER SVO allt annað mál, að það getur verið rétt, séð frá laga- legu sjónarmiði, aö Alþýðusam- bandið eigi að ráða því sjálft, hvaða samböndum það veitir viðtöku — og þá gctur það alveg eins neitað sjómannafélagi um upptöku eða verkamannafélagi, enda hefur þgð rekið verkamannaféiög úr sam- bandinu — af pólitískum ástæðum. MÖNNUM ER LJÓST, að stjórn Alþýðusambandsins vill ekki taka samtök verzlunarmanna inn vegna þess, að sagt er að fulltrúar verzl- unarmanna á þing sambandsins, munu vera á annarri pólitískri skoðun, en núverandi stjórn þess. Hefði vissa verið fyrir því, að þeir myndu fylgja nuverandi stjórn ÍSAFIRÐI, 10. nóvember. FUNDUR var haldinn í Alþýðu- flokksfélagi ísafjarðar í gærkvöldi. Form. félagsins, Gunnlaugur Ó. Guðmundsson setti fundinn og stjórnaði honum. í fundarbyrjun bauð hann velkomna til starfa með limi, sem gengu í félagið á fund- inum. Á fundinum fór fram kosning fulltrúa á flokksþing. Kosnir voru: Aðalmenn: Birgir Finnsson. Jón H. Guðmundsson. Varamenn: Pétur Sigurðsson. Þórður Einarsson. Þá flutti Guðmundur Guð- mundsson, yfirhafnsögumaður, yf- irgripsmikið og fróðlegt framsögu- erindi um hafnarmál ísafjarðar. Hann gerði glögga grein fyrir helztu áföngum í þeim málum allt frá því, að fyrsta liafnarnefnd kaupstaðarins tók til starfa, en fyrsti fundur Hafnarnefndar ísa- fjarðar var haldinn 1. október ár- ið 1887. Sérstaklega ræddi hann um yfir- standandi hafnarframkvæmdir, en það er stækkun bátahafnarinnar, sem byggð var á árunum 1933— 34. Hór er um verulega stækkun bátahafnarinnar að ræða, m. a- lengist viðlegukantur hafnarinnar um 100 metra. Stórvirkur krani, eign Vitamálastjórnarinnar, hefur unnið að uppgreftri í sambandl við framkvæmdina, og var áætlað að grafa þyrfti burtu a. m. k. 24 Framhald á 14. s£ðu. 2 14- nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.