Alþýðublaðið - 14.11.1962, Blaðsíða 4
ísland gerðist aðili að Efnahags
samvinnustofnun Evrópu þegar við
stofnun hennar. Sú aðild hefur ver
ið okkur mjög mikilvæg og reynzt
•okkur gagnleg á margan hátt. Á ár
unum 1948-1952 urðu íslendingar
aðnjótandi hinnar rausnarlegu efna
hagsaðstoðar Bandaríkjanna. íslend
ingar liöfðu margvíslegt hagræði
af greiðslukerfi því, sem stofnunin
kom á fót og leysti af hólmi þá
tvíhliða viðfikiptaK og greiðslu-
samninga er áður höfðu verið
grundvöllur milliríkjaviðskiptanna
í>etta kerfi hafði sérstaklega mikla
þýðin(gu fyrir íslendinga vegna
t>ess, að okkur hentar ekki mikil
kaup í ýmsum þeirra landa, þar
sem góður markaður er fyrir út-
llutningsvörur okkar. Þótt hægt
miðaði í fyrstu, er þó nú þannig
komið, að svo að segja öll aðildar-
ríki Efnahagssamvinnustofnunar-
innar hafa afnumið innflutnings-
tiöft á sjávarafurðum öðrum en nýj
xim fiski. Að tillögu íslendinga
hafa verið gerðar ítarlegar athugan
ir á sjávarútvegsmálum Vestur-
Evrópu, og innan Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu, sem
nú hefur leyst Efnahagssamvinnu-
stofnunina af hólmi, liefur verið
komið á fót sérstakri sjávarútvegs-
tnálanefnd, sem starfa skal stöðugt
að athugunum á sjávarútvegsmál
«m aðiidarríkja og stuðla að því, að
viðskipti með sjávarafurðir verði
sem frjálsust, en nefnd þessari var
komið á fót að frumkvæði íslands.
Loks er þess að geta, að Evrópu-
sjóðurinn, sem er ein af stofnunum
Efnahags- og framfarastofnunar
Evrópu, veitti íslandi mikilvæga
íjárhagsaðstoð í sambandi við þá
GYLFI Þ. GÍSLÁSON, viðskiptamálaráðherra, flutti ítarlega ræðu um Efna-
hagsbandalag Evrópu og afstöðu íslands til þess á Alþingi sl. mánudag. Ræðan
var mjög löng og mun Alþýðublaðið því ekki geta birt hana í heild. En meginhluti
ræðunnar verður birtur í þrem blöðum. í upphafi ræðu sinnar ræddi viðskipta-
málaráðherra efnahagssa(mstarf V-Evrópuþjóða eftir síðari heimsstyrjöld. Síðan
ræddi ráðherrann þátttöku íslands í því samstarfi og fórust orð á þessa leið:
endurskipulagningu á efnahags-
málum þjóðarinnar, sem hafin var
1960, með því að veita íslandi lán
gegn lágum vöxtum. ísland liefur
og orðið aðnjótandi margvíslegrar
tækniaðstoðar frá Efnahags- og
framfarastofnunni. Þegar bent er
á það liagræði, sem íslendingar
hafa haffaf aðild sinni að Efnahags
samvinnustofnuninni, verður þó
einnig að hafa það í huga, að ís-
lendingum var lengi vel erfitt að
sækja mál sitt af festu innan stofn
u|iarinnar vegna þeff, að þeir
sjálfir höfðu litla viðleitni uppi
til þess að koma á jafnvægi í efna-
hagsmálum og afnema gjaldeyris-
og innflutningshöft. Á þessu varð,
svo sem kunnugt er, gagnger breyt
ing á árinu 1960.
Bandaríkin og Kanada eru fuij-
gildir aðilar að hinni nýju Efna-
hags og framfarastofnun, er leysti
Efnahagssamvinnustofnunina af
hólmi á síðastliðnu ári. Er stofn-
uninni ætlað að vinna að því nýja
verkefni, að samræma aðstoð aðild-
arríkjanna við lönd, sem skammt
eru á veg komin í iðnþróun. Þess
er rétt að geta, að hin nýja stofnun
mun ekki liafa sömu þýðingu íyrir
viðskiptasamvinnu Evrópuríkjanna
og fyrirrennari hennar', Efnahags-
samvinnustofnunin, hafði. Ástæð-
an er sú, að helzta vandamálið, sem
nú er við að etja á sviði viðskipta-
mála, lýtur að tollamálum. En hin
nýja stofnun mun ekki, fremur en
fyrirrennari hennar, fjalla um
tollamál. Það viðfangsefni er á
sviði viðskiptabandalaganna
tveggja í Evrópu eða arftaka þeirra
auk Albióðatollmálastofnunarinn-
ar (GATT)
ísland hefur ekki gerzt aðili að
Alþjóðatollamálastofnuninni og
hefur því að sjálfsögðu engin áhrif
getað haft á þær umræður, sem þar
hafa farið fram um lækkun tolla.
Segja má, að á undanförnum ár-
um hafi ísland lítið erindi átt í
alþjóðasamtök, sem hafa það að höf
uðmarkaði að vinna að lækkun
tolla og innflutningsgjalda, þar
sem íslendingar hafa hvað eftir
annað á árunum eftir síðari heims-
styrjöldina þurft að hækka slík
gjöld vegna óraunhæfs gengis. Á
hinn bóginn hefur ísland notið
þeirra tollalækkana á útfiutnings-'
vörum sínum, sem orðið hafa í
markaðslöndunum, vegna þess, að
í viðskiptasamningum okkar við
þau hafa verið ákvæði um svo
nefnd „beztu-kjör“ báðum aðilum
til handa. Vegna þeirra breytinga á
efnahagsmálum þjóðarinnar sem
orðið hafa á síðustu árum, hefur nú
skapazt grundvöllur fyrir aðild að
Alþjóðatollmálastofnuninni, og tel
ég að taka ætti hana til athugunar,
þegar þeirri endurskoðun á ís-
lenzkri tollalöggjöf, sem unnið hef
ur verið að undanfarið, er að fullu
lokið, en vonir hafa staðið til þess,
að Alþingi það, er nú situr, geti
fengið frumvarp til nýrrar toll-
skrár til meðferðar.
íslenzk stjórnarvöld tóku þátt í
þeim viðræðum, sem fram fóru inn
an Efnahagssamvinnustofnunarinn
ar árið 1957 og 1958 um stofnun frí
verzlunarsvæðis allra aðildarríkja
stofnunarinnar. Augljóst var, að
þar var um að ræða mál, sem mjög
snerti viðskiptahagsmuni íslend-
inga. Ef keppinautar okkar í fisk-
útflutningi og markaðslönd okkar
yrðu ein viðskiptaheild, en við
stæðum utan hennar, hlaut aðstaða
okkar í samanburði við keppinaut-
ana mjög að versna. Værum við
hluti af slíku fríverzlunarsvæði,
mundum við annars vegar öðlast
frjálsan aðgang að mörkuðum þess
en liins vegar verða að fá viður-
kenningu á sérstöðu okkar að
ýmsu leyti. Átti þaö raunar ekki
við um ísland eitt, að sérstaða var
talin nauðsynleg. Grikkir, írar
Portúgalsmenn og Tyrkir töldu sig
einnig þurfa á ýmis konar sér-
stöðu að halda, ef af stofnun frí-
verzlunarsvæðis yrði. Árið 1958
flutti ég hinu háa Alþingi tvær
skýrslur um þetta mál og rek því
ekki einstök atriði þess nánar hér.
Eriverzlunarumræðurnar fóru út
um þúfur í árslok 1958, svo sem
ég hef þegar getið. Á það reyndi
aldrei, hvort við hefðum getað
fengið viðurkenningu á þeirri sér-
stöðu okkar, sem lögð hafði verið
áherzia á. Mér er þó óhætt að segja,
að í undirbúningsviðræðunum virt-
ist ríkja skilningur á sérstöðu okk
;ar, sem og þeirra landa annarra,
sem ég nefndi.
Þegar hafinn var undirbúningur
að stofnun Fríverzlunarbandalags
sjö-veldanna, var íslendingum ekki
boðið að taka þátt i þeim undirbún
ingí og ekki heldur Grikkjum, ír-
um eða Tyrkjum. Var sú afstaða sjö
veldanna eðlileg með tilliti til
þeirrar sérstöðu, sem við höfðum
haft, og eins með tilliti til þess, að
Fríverzlunarbandalaginu var fyrst
og fremst ætlað að vera fríverzlun-
arsvæði fyrir viðskipti með iðnaðar
vörur og ekki ætlað að taka nerna
að takmörkuðu leyti til landbúnað-
ar- og sjávarafurða.
Stofnun viðskiptabandalaganna
tveggja gat í fyrstu ekki haft mikil
áhrif á utanríkisviðskipti íslend-
inga. Stafaði þetta af því, að tolla-
lækkanir innan bandalaganna áttu
sér stað smám saman, og hins veg
ar skyldi sameiginlegur tollur
Efnahagsbandalagsins á sjávaraf
urðir ekki byrja að koma til fram-
kvæmda fyrr en í ársbyrjun 1962
Þar að auki mátti búast við, að
nokkur dráttur yrði á því, að
bandalögin mötkuðu stefnu sína í
sjávarútvegsmálum. Ríkisstjómin
taldi því rétt að bíða átekta um
skeið, en að láta vinna hér innan-
lands að athugunum á áhrifum á
hinna nýju viðhorfa á islenzka ut-
anríkisverzlun og íslenzkan þjóðar-
búskap yfirleitt. Komst skriður á
þetta starf síðari hluta árs 1960,
og var það unnið á vegum þeirrar
embættisnefndar, sem komið hafði
verið á fót í sambandi við fríverzl-
unarumræðurnar árið 1957.
Eins og ég minnist á hér að
framan, fóru áhyggjur manna 1
Vestur-Evrópu vegna viðskipta-
klofningsins vaxandi, eftir því sem
tollalækkunum innan bandalag-
anna miðaði áfram. í ársbyrjun
1961 var talið, að í undirbúningi
væru viðræður um einhvers konar
sameiningu bandalaganna. Ríkis-
stjórnin tók þá til athugunar, hvort
ráðlegt væri að leita aðildar að
Fríverzlunarbandalaginu. Tilgang-
urinn hefði fyrst og fremst verið
sá, að öðlast samstöðu með Frí-
verzlunarbandalagslöndunum í
samningum við Efnahagsbandalag-
ið, svo og að leita innan Fríverzlun
arbandalagsins hagkvæmrar lausn-
ar á sérstökum vandamálum okkar
í því skyni, að sú lausn yrði for-
dæmi, er lagt yrði til grundvallar
í samningum við Efnaiiagsbanda-
lagið. Það mælti einnig með því,
að þessi möguleiki væri athugaður,
að Fríverzlunarbandalagið hafði a£
ráðið að hefja umræður um stefnu
sína í sjávarútvegsmálum á árinu
1961, og að í samningum Finna
við Fríverzlunarbandalagið hafði
tekizt að finna lausn á vandamál
um þeirra, að því er snerti viðskipti
við Austur-Evrópu, er liugsanlega
gæti orðið okkur fordæmi. í sam-
bandi við þessar athuganir áttu ís-
lenzkir embættismenn óformlegar
könnunarviðræður við embættis-
menn nokkurra aðildarríkja Frí-
verzlunarbandalagsins og fram-
kvæmdastjórn þess. Þegar komið
var fram í maí, var hins vegar orð-
ið ijóst, að Fríverzlunarbandalagið
mundi ekki semja sem heild við
Efnahagsbandalagið, heldur mundu
einstök lönd þess livert um sig
leita aðildar að Efnahagsbandalag-
inu og freista þess að fá hvert í
sínu lagi lausn á sérvandamálum
sínum, þótt gert væri að vísu ráð
fyrir, að þau hefðu samráð sín í
milli. Þegar svo var komið, taldi
ríkisstjórnin það ekki geta verið til
gagns, að ísland leitaði aðildar
að Fríverzlunarbandalaginu, og var
athugun málsins því hætt. Þess
má geta, að umræðum um sjávarút-
vegsmál innan Fríverzlunarbanda-
agsins var frestað, þegar ljóst varð,
hvert stefndi.
Með tilliti til þeirra nýju við-
horfa, sem voru að skapast í þess-
um málum, ákvað ríkisstjórnin í
maí 1961 að leita um þau samráðs
við helztu hagsmunasamtök í land-
inu. Hafa síðan verið haldnir fund-
ir með fulltrúum þessara samtaka,
þar sem þeim hafa verið kynnt við-
horf málanna og þeir hafa gert
grein fyrir sjónarmiðum sínum.
Um mitt síðastliðið ár, þegar vitað
var, að Bretar og Danir hefðu af-
ráðið að sækja um aðild að Efha-
hagsbandalaginu, var ekki álitið ó-
sennilegt að hinar ýmsu þjóðir
Vestur-Evrópu mundu eiga sam-
leið í viðræðum sínum við Efna-
hagsbandalagið, og þær færu fram
samtímis. Ríkisstjórin taldi rétt,
að íslendingar byggju sig undir að
geta tekið þátt í slíkum viðræðurn,
ef til kæmi. Þess vegna var leitað
álits liagsmunasamtakanna á því,
hvort ísland ætti að leita viðræðna
um tengsl við bandalagið, að sjálf-
sögðu þó án allra skuldbindinga.
Voru fulltrúar hagsmunasamtak-
anna að undanskildum fulltrúa Al-
þýðusambands íslands, hlynntir
því, að svo yrði gert. Reyndin varð
13. SfÐA
Ræða Gylfa Þ. Gíslasonar um Efnahagshndalagið, fyrri hluti
4 14. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ