Alþýðublaðið - 14.11.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.11.1962, Blaðsíða 5
ta sjálfsagðri Grunnavík- urfé vænst ÚRSKURÐUR Félagrsdóms í málinu LÍV gegn ASÍ hefur vakið mikla athygrli, og bíða - menn spenntir eftir viðbrögðum komm únista innan ASÍ og hvaða ráðstaf •anir þeir gera gegn þessari „árás á félagafrelsið og broti á stjórn- arskránni” eins og Þjóðviljinn nefndi það í gær. Alþýðublaðið ákvað í gær að ræða við þrjá menn, og fá fram álit þeirra á niðurstöðu Félags- dóms. Mennirnir voru Sigurður Guðmundsson, meðlimur í vara- Stjórn LIV, Guðmundur H. Garð- arsson, form Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur og Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunír frá því á hádegi í gær og langt fram á kvöld, tókst blaðinu ekki að ná í Hannibal, hvorki á skrif- stofu hans né heimili, og verður því að láta nægja fréttatilkynn- ingu, sem blaðinu barst í gær frá ASI, — og mætti ætla að væri samhljóða áliti Hannibals á mál- inu. Sigurður Guðmundsson sagði: „Um þá niðurstöðu Félagsdóms, að Alþýðusambandinu sé skylt að veita Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna aðild, er auðvit- að elckert nema gott eitt að segja. Alþýðusambandið var upphaf- lega stofnað sem samtök launþega, og það vill vonandi vera það enn þann dag í dag. Af þeirri ástæðu áttu samtök verzlunar- og skrif- stofufólks að vera orðin aðili fyrir löngu síðan. Ástæðan fyrir því, að svo hefur orðið fyrst nú, er af pólitískum toga spunnin. Komm- únistum í stjórn ASÍ hefur verið meira í mun að reyna að lialda í .völd sín og óhrif innan ASÍ, með ,því að halda hinum fjölmennu launþegasamböndum verzlunar- og skrifstoíufólks utan Alþýðu- sambandsins, heldur en að reyn- ast trúir hinu upphaflega mark- miði og tilgangi ASÍ. En það hefur auðvitað ekki kom- ið okkur Alþýðuflokksmönnum á óvart. Til þess eru brottrekstrar- tilraunir kommiínista og brott- rekstur Verkakvennafélagsins Framsóknar og Alþýðusambands- Vestfjarða forðum daga, of glöggt í minni. ■ Landssamband íslenzkra verzl- unarmanna vildi gerast aðili að ASI af stéttarlegum ástæðum. Kommúnitar streitast á móti af pólitískum ástæðum. Þeir urðu undir, því réttur málstaður sigrar jafnan rangan, þegar allt kemur til alls. Aðild LIV að ASÍ styrkir Og eflir bæði samtökin, og því ber sannarlega að fagna niðurstöðu Félagsdóms”. Guðmundur H. Garðarsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sagði: „Verzlunarfólk fagnar niðurstöðu meirihluta Fé- lagsdóms um að ASÍ sé skylt að veita LÍV inngöngu í sambandið með fullum og óskertum réttind- um, sem stéttarfélagasambandi, og telur það, að með þeirri niðurstöðu, sé verið að framfylgja og tryggja lýðræðisleg réttindi í anda ís- lenzku stjórnarskrárinnar". „ASÍ var upphaflega stofnað sem heildarsamtök alþýðunnar, og sem slíkt hefur það notið styrks og stuðnings íslenzku þjóðarinnar. Sumir uppbyggjendur verkalýðs- hreyfingarinnar hafa ætíð lagt allt kapp á, að fá sem flest félög og launþega til þátttöku í ASÍ og með því eflt samtökin.' Nú bregður svo við, að þeir sem sízt skyldu, nú- verandi forystumenn ASÍ, heyja miskunnarlausa baráttu gegn því, að stór hópur launþega, verzlunar- fólk fái -aðild að samtökum alþýð- unnar á íslandi, á svipaðan hátt og starfsfélagar þeirra á Norður- löndum eru í alþýðusamtökum við komandi Ianda“. „Hverjir eru að misnota félags- frelsið á íslandi og níða niður Al- þýðusambandið? Það eru áhrifa- miklir kommúnistar innan ASÍ, sem vilja ekki lýðræðislega þróun í íslenzkum alþýðusamtökum og inntöku launþegafélaga, sem hafa orðið til í samræmi við breytta þjóðfélagshætti. Stéttarfélög, sem styrkja heildarsamtökin og jafn- framt sína eigin baráttu með þátt- töku sinni í ASÍ.“ „Þetta er kjarni baráttu verzl- unarfólks fyrir aðild sinni að ASÍ. Stór hluti verzlunar- og skrifstofu- fólks, eru afkomendur sjómanna, verkamanna og annars launafólks, sem upphaflega stofnaði ASÍ ár- ið 1916“. „Þessir afkomendur brautryðj- roun endanna, vilja njóta þeirra rétt- inda, sem forfeður þeirra skópu og þjóðfélagið hefur hlúð að, en ekki láta nota þennan rétt gegn launastéttum í pólitískum til- gangi“. „Afurhaldsmenn í verkalýðsmál- um eru þeir menn innan ASÍ, sem vilja engar breytingar og þola ekkert nýtt, hvorki menn né mál- efni. Eru það vissulega hnignunar merki á ASÍ, að þeir aðilar skuli ráða þar ríkjum, sem neita sjálf- sagðri og. eðlilegri þróun, sem myndi stórauka áhrifamátt alþýðu- samtakanna fyrir tilstyrk einnar fjölmennustu launastéttar lands- ins“. „í stuttu viðtali er eigi hægt að ! gera fleiri atriðum skil, sem vert væri að minnast á, en ég vildi hvetja alla góða íslendinga til að fylgjast vel með viðbrögðum kommúnista í máli verzlunarfólks, því þar kemur glögglega fram lýð ræðisást þeirra og hvers væri að vænta fyrir óbreytta þjóðfélags- þorgara, ef kommúnistar næðu völdum á íslandi. Fréttatilkynningin frá A.S.Í.: Vegna dóms þess, sem kveðinn hefur verið upp í dag í Félags- dómi með eins atkvæðis meirihluta j í máli Landssambands ísienzkra | verzlunarmanna gegn Alþýðusam- bandi ísiands, gerir miðstjórn AI- | þýðusambands íslands eftirfarandi ályktun: Miðstjórnin lýsir undrun sinni yfir þeirri niðurstöðu meirihluta Félagsdóms að hægt sé að dæma Framhald á 14. síðu, Isafirði, 11. nóv. ALLS var slátrað hjá Kaupfélagi ísfirðinga 8659 fjár, þar af voru 7832 dilkar. Hæsta meðalvikt hjá Kaupfélagi ísfirðinga höfðu dilk- ar, sem Hallgrímur Jónsson, hreppstjóri frá Grunnavík, lagði inn, eða 19,77 kíló. Hann lagði inn 130-140 dilka. Eins og Alþýðublaðið hefur áð- ur sagt frá fluttist allt fólk frá Grunnavík í haust, og er nú sveitin í eyði. Grunnavíkurféð hef ur jafnan verið mjög vænt eins og hér sést. Alls mun Grunnavík- urféð, sem slátrað var, hafa verið um 1000 að tölu. Meðalþungi allra þeirra dilka, sem slátrað var hjá Kaupfélagi Is- firðing var hcldur meiri en sl. haust eða pú 15,37 kg. á móti 15,18 kíló haustið 1961. Kaupfélag Isfirðinga tók á móti nú í haust 139 tonnum af dilka- kjöti. Kaupfélagið starfrækir eig- in kjötfrystingu í Edinborgarhús- inu á Isafirði. Allt þetta kjötmagn, auk kjöts af fullorðnu fé og stór- gripum, sem Kaupfélag Isfirðinga tekur á móti, er selt á heimamark- aði. B. S. Fræðsla um gólf Kirkjuritið er komið út KIRKJURITIÐ, 9. hefti, 28. ár- gangs, er nýkomið út. Ritið flyt- ur m. a. Hugleiðingu eftir sr. Þor- grím Sigurðsson, sem flutt var við setningu kirkjuþings í Reykja- vík í haust, greinin Gildi kirkj- unnar eftir Ilalldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Trúleysinginn og hinir kristnu, þýdd grein eftir Al- bert Camus, Heimilið, kirkjan og sakramentið eftir sr. Magnús Guð- mundsson á Setbergi, Norrænn prestafundur eftir sr. Jakob Jóns- son, Vísindin um vegin eftir Úlf Ragnarsson, Húsmæðraskólinn á Löngumýri eftir sr. Ingólf .Ást- marsson, Pistlar eftir ritstjórann, sr. Gunnar Árnason og fleira efni er í ritinu. teppi kk fram af bryggj- unni, en var bjargað ísafirði, 8. nóvember SL. MIÐVIKUDAGSKVÖLD féll eldri maður fram af bæjarbryggj unni og í sjóinn og var það mesta mildi, að honum var bjarg- að, en þá var hann búinn að velkj ast í sjónum a. m. k. 15—20 mín og orðinn töluvert þrekað- ur. Þetta atvikaðist þannig, að maðurinn, Sigmundur Guðnason frá Hælavík, en hann er þekkt- ur hagyrðingur, til heimilis á ísafirði, var meðal farþega á Fagranesinu, sem var að koma úr Djúpferð þetta kvöld. Sig- mundur verður 69 ára gamall í næsta mánuði og er orðinn mjög sjóndapur. Fagranesið lagðist, við bæjarbryggjuna á venjulegi um stað. Sigmundur fór upp á bryggj- una og hugðist halda heim, en í stað þess að ganga upp bryggj- uua gekk hann fram eftir henni, og steyptist fram af bryggjunni í sjóinn. Enginn veitti þessu at- hygli, enda komið myrkur. Sigmundur fór á bólakaf, en skaut fljótt upp aftur og náði þá handfestu á bryfegjus.faur, og skömmu síðar öruggu taki á járnbolta, sem stóð út úr staum- um. Hann kallaði strax á hjálp, en menn, sem voru á bryggjunni, m. a. þeir, sem voru að vinna við Fagranesið, lieyrðu ekki hróp hans lengi vel og virðist sem köll hans hafi illa borizt upp á bryggjuna. Þó heyrði skjp- verji á Fagranesinu einhver hljóð nokkru eftir að Sigmund- ur féll í sjóinn, en gat ekki greint hvaðan þau bárust, og spurði hann mann, sem á bryggj- unni var, hvort liann heyrði ekk- ert óvenjulegt. Ekki gátu þeir þó greint hvað- an köllin bárust og mun þó ann- ar þeirra þó hafa gengið fram eftir bryggjunni; töldu þeir helzt, að þetta væru drykkjulæti manna, sem staddir væru á hafn arbakkanum í Neðstakaupstað. Maður, sem var á gangi ofar- lega í Hafnarstræti, heyrði neyð- arköll Sigmundar, og áttaði sig strax á, að einhver væri í nauð- um staddur við bæjarbryggjuna. Hann hraðaði því ferð sinni þangað, en er hann kom á vett- vang, voru menn, sem þar voru staddir, búnir að átta sig á því hvað um var að vera, og búnir að finna hinn nauðstadda mann og byrjaðir björgunina. Strax var farið með Sigmund í hus f ná grcnninu og læknir sóttur. Sig- mundur var býsna hress eftir volkið. Hann fór heim til sín um kvöldið og náði sér fljótlega og virðist ekkert hafa orðið meint af þessari þolraun. B. S. ÚTGÁFU- og fræðslustarfseml Neytendasamtakanna hefur nxí tekið á sig svip með útkomu nýrr ar gerðar af Neytendablaðinu. Er það í stærra broti en verið hefur, og eru leiðbeiningar Neytendasam- takanna, sem hingað til hafa ver- ið gefnar út í bæklingaformi, fellcl inn í blaðið. Að þessu sinni fjalla þær um gólfteppi, en ætla má, eins og í ritinu segir, að leiðbein- ingar um val og meðferð á þeim séu nauðsynlegar og tímabærar. Fyrir sögn þess kafla blaðsins vek- ur strax forvitni: „Teppaheiti, sem segja ekkert um gæðin“. Neytendablaðið er hvergi til sölu, heldur sent meðlimum sam- takanna, og muiiu 3 tölublöð koma út fyrir áramót, send skilvísum meðlimum fyrir 45 króna ársgjald. Spjaldskrá yfr hina 5500 meðlimi samtakanna hefur verið endurskoiS uð undanfarið mjög ítarlega, óg eru menn sérstaklega áminntir um, að láta skrifstofuna vita, ef þeir fá ekki blaðið næstu daga, en breytt lieimilisfang verður að til- kynna til öryggis. Þó hefur veriS reynt eftir föngum að tryggja það, að blaðið komist rétta leið til me<S lima. Samtökin eru öllum opin, hvar sem þeir búa á landinu. Neytendablaðið kemur út síðar í þessum mánuði, en bæði eru þau prýdd skemmtilegum íorsíðumynd- um eftir Halldór Pétursson, list- málara. Meginefni næsta blaðs er fróðleikur um kartöflumál og ma4 og flokkun garðávaxta. Ekkert ákveðib um Færeyjaflug EITT dagblaðanna. í Reykjnvíís skýrði frá því í gær, að FJugfélagt Islands myndi hefja reglubundn- ar áætlunarferðir til Færeyja íí apríl n. k. Vegna þessarar fréttar ræddi blaðið í gær við blaðafull- trúa F. í. Sagði hann þessa fréíá ranga, þar eð ekkert hefði veriO ákveðið um reglubundið flug titt Færeyja, en eins og allir vissrf hefðu þessi mál verið lengi í aís» hugun án þess að nokkrar kvarðanir hefðu verið teknar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. nów. 1962 §>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.