Alþýðublaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 1
43. árg. - Sunnudagur 2. desember 1062 - 267. tbl. G* >c • • ® ooir vimr ÞETTA eru þeir vinirnir Steingrímur Long (sendisveinn hjá Alþýðublaðinu) og Árni Þórhallsson (til hægri á myndinni). Þeir eiga tvær kanínur, sem þeir hirða af einstakri kostgæfni og eru þær stríðaldar. Á myndinni eru drengirnir með kanín- urnar sínar. Þær heita Knubbur og Mjallhvít. 4500 bíiar í árekstrum frá áramótum ÁREKSTRAR í Reykjavík eru orð'nir um 2250 á þessu ári, þ. e„ frá áramótum og til dagsins í gær. Er það um 430 árekstrum fleira cn á sama tíma í fyrra, en allt árið 1961 urðu árekstrar 2057. Þá hafa nú orðið fimm dauðaslys í umferð- inni. Það mun láta nærri að 4500 bíl- ar í Reykjavík hafi lent í árckstr- um á þessu ári, og geta menn í- myndað sér hve gífurlegl tjón þetta fyrir þjóðfélagið. Þess ber að gæta, að bílum hcf- ur fjölgað gífurlega á þessu tirna- bili, en þrátt fyrir það er árekstra f jöldinn vægast sagt óeðlilega mik- 111, og sá mesti, sem um getur í sögu lögreglunnar. ★ NEW YORK: Zorin, aðalfull- trúi Rússa hjá SÞ, sagði á föstu- dag, að Rússar væru enn fylgjandi því, að embætti aðalframkvæmda- stjóra SÞ verði lagt niður og í þess stað skipaðir þrír fram- kvæmdastjórar, einn frá aust- rænu ríki, einn frá vestrænu og einn frá hlutlausu ríki. en U Thant var einróma kosinn aðalfram- kvæmdastjóri næsta kjörtímabil. Zorin kvað Rússa hafa stutt U Thant vegna „mikilla hæíileika hans.“ VÖXTUR ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLUNNAR: ÞJOÐARFRAMLEISLAN jókst um 64% á tímabilinu 1945-1960 segir í nýótkomnu tlmariti Framkvæmda- banka íslands ,Úr þjóffarbúskapnum’. Samsvarar þessi aukning 3.4% aukn ingu á ári til jafnaðar á þessu 15 ára tímabili. Aukningin frá 1952-1960 er HLERAD Blaðið hefur hlerað — að það muni verða liarðar umræður um ágæti nor- rænnar samvinnu í kvöld — í þætti Sigurðar Magnússonar! aftur á móti 57% yfir 8 ára tíma- bil er samsvarar 5.6% jöfnum árs- vexti. í síðasta hefti af Úr þjóðarbú- skapnum er grein um þjóðarfram- leiðslu, verðmætaráðstöfun og þjóðartekjur 1945-1960. Er grein- og........ að Ingólfur Kristjánsson, rit- höfundur, hafi unnið verð launasamkeppni þá, er Vikan efndi til, um beztu smásöguna, byggða á til- tekinni annálsheimild. in samin af hagfræðlngunum Torfa Ásgeirssyni og Bjarna Braga Jónssyni. Hér er um stórmerka grein að ræða, þar eð í henni er að finna þær beztu upplýsingar, sem til eru um þjóðarframleiðslu íslcndinga á umræddu tímabili. Áður hafa verið birtar tölur um þjóðarframleiðsluna á umræddu tímabili, en þær hafa oft verið endurskoðaðar, enda ekki byggð- ar í nægilega traustum grunni í upphafi. En um hinar nýju töl- ur um þjóðarframleiðsluna, sem nú birtast í tímaritinu Úr þjóð- arbfiskapnum segja höfundar m. a. þetta: „Segja má, að úrvinnsla frum- gagna og samræming talna sé komin á það stig, hvað viðvíkur tímabilinu 1945 — 1960, að mikilla breytinga sé ekki að vænta við Framhald á 2. síðu. Kommar voru sjálfir með gerðardómum Kommúnistar halda upp- teknum hætti og ráðast á Jón Sigurðsson og aðra for- ustumenn Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir gerðar- dóminn, er scttur var í síld- veiðideilunni s.l. sumar. Enda þótt Alþýðublaðið hafi marg oft sýnt fram á það, að for- ustumcnn Sjómannafélags Reykjavíkur voru á móti gerðardómnum, halda komm- únistar áfram að ljúga því hreinlega upp, að Jón Sig urðsson og aðrir í stjórn Sjómannafélagsins hafi stutt gerðardóminn. Sannleikurinn er sá, að í fyrsta lagi var Jón Sigurðs- son andvígur því, að út væru gefin lög um geröardóm í síldveiðideilunni og í öðru lagi greiddi hann atkvæði gegn niðurstöðu dómsins og lagði sjálfur til, sem fulltrúi sjómanna í gerðardómnum, að kjör sjómanna ú síldveið- unum yrðu eins og samninga nefnd sjómanna hafði lagt til. Afstaða Jóns Sigurffsson- ar formanns Sjómannafélags Reykjavíkur hefur því verið eindregið gegn gerðardómn- um. Hins vegar hafa kommúnist- ar ekki alltaf veriff jafn skel- eggir gegn gerðardómum eins og nú. Nokkru áður en fram var boriff á Alþingi stjórnarfrumvarp um verð- lagsráð sjávarútvegsins, sem m. a. gerði ráð fyrir gerffar- dómi við ákvörðun fiskverffs, höfðu þeir Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósepsson (útvegs- mannaráðherra), boriff frani frumvarp um stíkan gerffar- dóm. Þaff liggur því Ijóst fyr- ir, að kommar hafa sjálfir verið með gerðardómum, og ættu því að spara sér öll gífuryrði um afstöðu AI- þýðuflokksmanna til þeirra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.