Alþýðublaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.12.1962, Blaðsíða 5
awB—i ■HHBBnwHHBaBBaa skrifar um helginð: ú þarf lagni hlutanna! Þegar vinstri stjórnin var mynduð síðla sumars 1956 og birt var, hverjir þar færu með embætti og hvernig stjórnin hugsaði sér að starfa, sagði glöggur maður: „Nú, þetta er símahringur Hermanns Jónas- sonar.“ Þessi símahringur er ennþá tú, þótt dálítið hafi hann dreg- izt saman. í honum eru menn í Framsóknarflokknum, Finn- bogi Kútur og Alþýðubanda- lagsmenn og nokkrir mikils- ráðándi kommúnistar, þeirra fremstur Lúðvík Jósefsson. Það hefur lifnað yfir þessum hópi síðustu daga vegna ým- issa stjórnmálaviðburða, sem benda til þess, að ný vinstri stjórn verði meira á dagskrá í vetur og vor, en til skamms tíma var hægt að gera sér von- ir um. í fyrsta lagi hefur Fram- sókn nú greinilega sveigt nær kommúnistum og kemst varla hjá því að heyja kosningabar- áttuna fast við hlið þeirra. — Framkoma Framsóknarmanna á Alþýðusambandsþingi var glöggt dæmi um þetta og dugði til að framlengja pólitískt líf Hannibals Valdimarssonar enn um sinn. Afstaða flokksins til Efnahagsbandalags Evrópu er jafnvel enn þýðingarmeira tákn um þessa aðstöðu og er henni sýnilega ætlað að vera sams konar brú til kommúnista og marzályktunin um brottflutn- ing hersins var 1956. Þeir Framsóknarmenn, sem standa utan við „símahring- inn,” telja sér trú um, að með þessari afstöðu til efnahags- bandalagsins muni flokkurinn vinna atkvæði frá kommúnist- um. Auk þess er það þægilega loðin afstaða að vilja tolla- og viðskiptasamning en ekki auka aðild, þar sem enginn veit í dag, hvaða munur er á þessu tvennu eða hvort það er nokk- ur munur nema nafnið. Þann- ig geta framsóknarmenn ým- ist þótzt vera á móti banda- laginu eða með því, og halda opnum dyrum til hverrar af- stöðu sem betur passar í kram- ið, ef ílokkurinn fær tækifæri til að komast í stjórn eftir kosningar. Það var þó fyrst og fremst flokksþing kommúnista, sem veitti hugmyndum um nýja vinstri stjórn byr undir báða vængi. Framsóknarmenn telja sér trú um, að kommúnistar verði eitthvað bragðbetri eft- ir að Brynjólfur Bjarnason og hans lið hafa verið reknir úr miðstjórn Sósíalistaflokksins. Þoir treysta því, að fólk þekki ekki hina ungu SÍA-menn, sem komu í stað Brynjólfs, en þeir eru rækilega skólaðir í hinni nýju línu frá Moskvu og tryggja það, að flokkurinn er ekki síður en áður hluti af liinni alþjóðlegu sveit kommún- ista í baráttu hennar fyrir heimsyfirráðum. Mörgum hættir til að vera vantrúaðir á, að kommúnistar hér uppi á íslándi geti skip- azt í klíkur og flokka eftir lín- um, sem greina á milli Moskvu og Peking. Þetta stafar af því, að menn skilja ekki kommún- ismann til fulls og átta sig ekki á, hvernig kommúnistar sjálfir hugsa. Kommúnisminn er eins konar trúarbrögð. Það er hinn mikli styrkur hans, að hann gagn- tekur hug þeirra manna, sem ganga stefnunni á hönd. Einmitt af þessari ástæðu eru dogmat- isk atriði, túlkun stefnunnar og baráttuaðferðir hennar á hverjum tíma, þeim svo mikils virði. Þess vegna verða allir kommúnistar að taka afstöðu til mála eins og þeirra deilna, sem nú standa yfir innan flokksins um allan heim — og þau geta skipt mönnum hér á landi ekki síður en annars staðar. Hitt er svo tilviljun, að þessi atök falla saman við valdabar- áttu innan fíokksins hér á landi. Lúðvík, Karl Guðjónsson og fleiri eru að reyna að þoka gamla liðinu frá og skapa nýjan grundvöll undir hinn gamla draum „símahringsins.” Eftir að vinstri stjórninni lauk voru kommúnistar æfir út í Framsókn og kölluðu hana öll- um illum nöfnum í samþykktum sínum, afturhaídsklíku, fram- sóknarauðmagn og hvaðeina. Nú er þetta gerbreytt. í stjórnmála ályktun sinni biðla kommúnist- ar óspart til framsóknarmanna og tala um nýja og víðtækari samfylkingu. Þeir tala mikið um „samstarf stéttanna“ og sam- stöðu verkamanna og bænda. Þeir nefna ekki þjóðnýtingu á nafn en tala um að styrkja sam- vinnufélögin, og getur hver mað ur séð, hvað slík dægurmála- stefna þýðir við íslenzkar að- stæður. í ályktuninni stendur meðal annars, að verkefnin fram- •undan muni krefjast mikils starfs, LAGNI og víðsýni. — Ekki þarf að efast um, að það muni þurfa töluverða lagni til að koma Framsókn svo vel til, að mynduð verði á ný vinstri stjórn: En það er nú augljóst takmark stjórnarandstöðu- fiokkanna. knaskifti Þeir samlagsmenn í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, sem óska að skipta um lækna frá næstu áramótum snúi sér til af- greiðslu samlagsins, Tryggvagötu 23, á tímabilinu 3. — 18. desember og hafi samlagsskírteini sitt meðferðis. Skrá um lækna þá, sem um er að velja, mun liggja frammi í afgreiðslunni. r Læknarnir: Árni Björnsson og Tómas Jónsson láta af störf- umum sem heimilislæknar hjá samlaginu frá n.k. áramót- um, vegna starfa sem sjúkrahúslæknar m.m., og þurfa því allir, sem hafa þá fyrir heimilislækna að velja sér lækni að nýju. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 10 A. Sími 11043 KARLIVIANNAFOT - KAR'LMANNA- FRAKKAR - MANCHETTSKYRTUR HÁLSBINDI - TREFLAR SÍS AUSTURSTRÆTI 12000 VÍNNINGAR Á ÁRI! 30 KRÓNUR MIÐINN Alþýðublaðið vasntar ungMnga til að bera blaðið til áskrif^ enda í þessum hverfum: Lönguhlíð • í l Hverfisgötu. 'p | fc AfgreEðsla Alþýðublaðsins t V ; í Síml 14-900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. des. 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.