Alþýðublaðið - 12.12.1962, Page 7

Alþýðublaðið - 12.12.1962, Page 7
ÞJÓÐHÖFÐINGI íslenzka IýSveldisins ber embættisheit- iS: Forseti íslands. Samkvæmt stjórnarskránni fer forsetinn meS löggjafarvald iS ásamt Alþingi. Þá fer hann með framkvæmdarvaldiS ásamt öðrum stjórnarvöldum eftir fyr irmælum stjórnarskrárinnar og öSrum landslögum. ÞaS er því ljóst, að forseti íslands er, auk þess aS vera þjóShöfðingi íslenzka ríkisins, æðsti embættismaður þess. Forsetar lýðvelda öðlazt em- bætti sín með almennum kosn ingum gagmstætt því, er á sér stað í konungsríkjum, þar sem þjóðhöfðingjatignin gengur að erfðum. Lýðveldin hafa ýmis konar hátt á forsetakjöri sínu. Sums staðar er hann þingkjör- inn, en annars staðar þjóðkjör- inn. Þjóðkjörinn forseti getur aftur á móti ýmist verið kosinn beinum kosningum eða óbein- um. Svo er t. d. í Bandaríkjun- um og Finnlandi, þar sem al- mennir kjósendur kjósa fyrst kjörmenn, en þeir velja síðan forsétann. Eins og kunnugt er, er forseti íslands þjóðkjörinn með beinum kosningum. Við lýðveldisstofnunina var það á- litamál, hvernig haga ætti for- setakjörinu. í stjórnarskrár- frumvarpinu var upphaflega gert ráð fyrir, að hann væri ■ kosinn af sameinuðu Alþingi. Þessu ákvæði var breytt í með- förum Alþingis með þeim rök- stuðningi, að þjóðkjör væri I meira samræmi við vilja þjóð- arinnar. Má fullvíst telja, að þar hafi verið valinn heppi- legasti kosningahátturinn. Kjörgengisskilyrði til forseta kjörs eru þau sömu og til AI- þingiskosninga, þó þannig að forsetaefni þarf að hafa náð 35 ára aldri, og ekki er hann bundinn búsctuskilyrði. Þá ber þess að geta, að umboðsstarfa- VALDIÐ Iausir dómendur (hæstaréttar- dómarar) eru kjörgengir til for setakjörs, þótt ekki hafi þeir kjörgengi til Alþingis. Stjórnarskráin gerir engar sérstakar kröfur til forsetaefn- is um menntun, og engin trúar- skilyrði eru honum sett. Sam- kvæmt stjórnarskrá konungs- ríkisins íslands varð konungur hins vegar að játa evangeliska lúterska trú. Þeir, sem rétt hafa til að taka þátt í forsetakjöri, eru þeir sömu, er kosningarrétt eiga við alþingiskosningar. Hvert forsetaefni þarf með- mæli minnst 1500 kosningar- bærra manna, en mest 3000. Meðmælendur þessir skulu vera úr hverjum landsfjórðungi I réttu hlutfalli við kjósenda- fjöldann þar. Það er forsætisráðherra, sem auglýsir forsetakosningar með ákveðnum hætti eigi síðar en þrem mánuðum fyrir kjördag. Undir- og yfirkjörstjórnir eru þær sömu og við alþingiskosn- ingar, en yfirstjórn þeirra mála er í höndum Hæstaréttar. Ef að- eins eitt forsetaefni er í kjörl, gefur Hæstiréttur út kjörbréf þeim frambjóðanda til handa. Séu fleiri í kjöri, fer kosning fram mill frambióðenda. Sér dómsmálaráðiuieytið um gerð og prentun kjörseðla og ann- ast sendingu þeirra til yfirkjör stjórna. Yfirkjörstjórnir telja atkvæði við forsetakosningar, en þær senda niðurstöður sínar til Hæstaréttar ásamt ágreinings- seðlum, ef einhverjir eru. Hæstiréttur úrskurðar ágrein- ingsseðlana, lýsir úrslitum kosninganna og gefur út kjör- bréf handa því forsetaefni, sem hæsta atkvæðatölu hlaut í kosn ingunum. Ekki er þess krafizt, að hinn réttkjörni forseti hafi hlotið meirihluta greiddra at- kvæða, og enginn áskilnaður er um ákveðna þátttöku í kosn- ingunum. Raunverulegar forsetakosn- ingar hafa aðeins einu sinni far ið fram á íslandi, þ. e. árið 1952. Þegar lýðveldið var stofn að að Lögbergi á Þingvöllum hinn 17. júní 1944, var Sveinn Björnsson kjörinn forseti til eins árs af Alþingi samkvæmt afbrigðilegum lagafyrirmælum. Síðar varð hann sjálfkjörinn forseti 1945 og 1949, en Ásgeir Ásgeirsson varð sjálfkjörinn árið 1956 og 19615. Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjór- um árum liðnum. Nú deyr for- seti eða lætur af störfum, áð- ur en kjörtlma hans er Iokið, og skal þá kjósa nýjan forseta til 31. júlí að f jórða ári frá kosn ingu. Ef sæti forseta verður laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðr- um ástæðum, skulu forsætisráð herra, forseti sameinaðs Al- þingis og forseti Hæstaréttar fara með forsetavaldið. Forseti sameinaðs Alþingi stýrir fund um þeirra. Forseti íslands vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnar-. skránni, er hann tekur við störfum. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frumrit. Geymir Alþingi ann- að en þjóðskjalasafnið hitt. Forseti íslands má ekki vera þingmaður, og ekki má hann hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja. Sá, sem hlýtur kosningu í em- bætti forseta, verður því að af sala sér þingmennsku, hafi hann verið alþingismaður, og láta af launuðum störfum, sem hann hefur áður gegnt. Hins vegar er ekki bannað, að for- setinn hafi á hendi ólaunuð störf, t. d. formennsku í bók- mennta- eða vísindafélögum. í greinargerð fyrir stjórnarskrár frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að vísindamanni, sem yrði forseti, væri heimilt að vinna áfram að rannsóknum sínum, rita um þær og taka laun fyr- ir, skáldsagnarhöfundi að rita skáldverk og fá ritlaun, o. s. frv. Laun forseta eru ákveðin I sérstökum Iögum, og undanþeg inn er hann öllum opinberum gjöldum og sköttum. Forseti íslands hefur sérstak an fána og sérstakt forseta- merki. Honum er fengið vald um hina íslenzku Fálkaorðu, án þess að atbeini ráðherra komi til. Forsetinn tekur þátt í lög- gjafarstarfinu með staðfestingu og útgáfu laga. Hann getur að vísu synjað lagafrumvarpi stað festingu, en frumvarpið fær Iagagildi engu að síður, en þá skal leggja það, svo fljótt sem kostur er á, undir atkvæði allra kosningabærra manna í land- inu til samþykktar eða synj- unar með leynilegri atkvæða- greiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu, Réttur for seta í þessum efnirni er nán- ast áfrýjunarheimild til þjóð- arinnar. í síjórnarskránni eru talin upp öll hin helztu stjórnsýslu- störf forsetans. Þar má nefna skipun ráðherra og lausn þeirra. Hann ákveður tölu ráð- herra og skiptir með þeim störf um. Forsetinn veitir öll meiri háttar embætti. Hann getur og vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það. Forseti gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum rík- isins, nema samþykki Alþingis komi til. Forseti stefnir Alþingi saman til funda og ákveður, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Sé litið á þessa upptalningu, virðist vald forseta mikið. En sé hugað að öðrum ákvæðuni stjórnarskrárinnar, er Ijóst, að hið efnislaga vald hans er mjög takmörkunum sett. Þannig seg ir I 19. gr., að undirskrift for- seta lýðveldisins undir löggjaf armál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi, en ráðherra ritar undir þau með honum. Forset- inn er ábyrgðarlaus á stjórn- arathöfnum, en ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmd- um öllum. Framh. á 13. síðu FIMM KONUR Björnsddttir S LJÓSI MINNINGANNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÖTTIR frá Miklabæ í Blönduhlíð hefur ritað minningar sínar og gefið út bók, sem hún nefnir í ljósi minning- anna. Leiftur hefur gefið út bók- ina. Sigríður er kunn kona. Faðir hennar var Björn Jónsson prófast- ur að Miklabæ, hinn mikilhæfasti maður og móðir hennar var Guð- finna Jónsdóttir ættuð úr Önund arfirði. Sigríður ólst upp á Mikla- bæ, en þar var fjölmennt heimili og arfur kynslóðanna í heiðri hafð- ur, jafnt í því smáa sem hinu stóra. Hún segir sjálf að hún hafi verið nokkuð einþykk í æsku og lang- rækin, en borizt við það fram eftir árum að draga úr þessum skapgöll- um. Það er hreinskilni að skrifa slíkt og heiðurskonu sæmandi. Hún hefur bersýnilega verið mjög vel gefin stúlka, enda kom það snemma fram í skaplyndi hennar, að. ganga fram fyrir skjöldu í fé- lagssamtökum. Hún var varla vax- in úr grasi, er hún gekkst fyrir því að stofnað var barnalestrarfé- lag í sveitinni. Sigríður giftist dr. Eiríki Alberts- syni, hinum gáfaða presti og þjón- aði hann allmörg ár, en síðan flutt ust þau hjónin hingað aftur til Reykjavikur með börn sín. Eftir að Sigríður kom hingað, fór hún að hafa afskipti af félagsmálum eins og hún hafði alltaf gert þar sem hún átti heima. Hér starfaði hún fyrir Mæðrastyrksnefndina og Kvenréttindafélagið. Hún hef- ur verið í kjöri fyrir Framsóknar- menn til bæjarstjórnar og setið sem varafulltrúi flokks síns í bæj- arstjórn. Framh. á 13. síðu Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Fimm konur. Bókaútgáfan Setberg, Reykjavík 1962. VILHJÁLMUH S. Vilhjálms- son er þaulvanur að eiga viðtöl við menn og láta þá lýsa viðburð arríkri ævi í stuttu máli. Slíkt er ekki heiglum hent, því að venjulega eru frásagnir manna af lífi sínu skrykkjóttar og fullar af giompum ef þeir fá að ráða sér, og þá fyrst skilja menn, hve hugmyndir þeirra um sjálfa sig og ævi sína eru sundurlausar, þegar þeir eiga að fara að rekja þær í heild. Hin nýja bók Vilhjálms ber ÖU einkenni fyrri viðtalsbóka hans, en hún cr að því leyti til frá- brugðin, að nú ræðir hann ein göngu við konur. Konurnar eru: Elisabet Jóns- dóttir frá Eyrarbakka, 83. ára gömul, ekkja Péturs Guðmunds- sonar skólastjóra, Sigurlaug Mar- grét Jónasdóttir, 64. ára kona Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Jónasar Þorbérgssonar fyrrv. út— varpsstjóra, Margrét Ragnhildui- Halldórsdóttir, 66 ára ættuð úr Norður-Múlasýslu, en hefui- lengst af átt heima i Reykjavík, Ingibjörg Gissurardóttir, 74 ára, ættuð úr Ölfusi, en hefur nú átt- lengi heima í Reykjavík, og loks- Helga Nielsdóttir ljósmóðir 5Ö ára. Bókin er skemmtilega útgef— in og vel skipulögð. Teiknaðai- myndir eru af konunum og stutö- ur kafli til kynningar sögumannt við upphaf hverrar greinar. Síðan gefur Vilhjálmur ltonur* um sjálfum orðið. Hann Iætur þær tala, án þess að skjóta- nokkru inn í frásögn þeirra. Sag: an er eðlileg lifandi, meira aíV segja í frásagnarhættinum koma> fram einkenni sögumanna, ogr tekst höfundi það án þess a'Æ skerða þann heittdarsvip, serrw Framh. á 12. siðu ALÞÝÐUBIAÐIÐ - 12. des. 1962 Y 3i. ' ' '-,-1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.