Alþýðublaðið - 12.12.1962, Blaðsíða 15
OG SKONROK
EFTIR J. M. SCOTT
Var Laurie einhver utanað-
komandi aðili, sem vissi eitthvað
um máliS og var að reyna að
valda erfiðleikum? Eða var hann
annar spurull utanveltubesefi
eins og ég? Ég gat aðeins getið
mér til. En það var augljóst, að
ég yrði að vera varkár í því, hvern
ig ég skipti mér sjálfur af hlut-
unum*.
*Til að spara lesendum óþarfa
vangaveltur skal ég skýra frá
því hér, sem ég raunar komst
sjálfur ekki að fyrr en miklu
seinna, að þessi auglýsing var
ekki sett í blaðið af Skonroki. Ég
lief aldrei komizt að því, hver
setti hana, eða hvars vegna, en
allt um það skiptir engu
máli fyrir söguna.
t ■
Hámark auglýsingaskiptanna
kom þegar Hafmeý sagðist
mundu ganga gegnum Berwick-
markaðinn kiukkan tvö síðdegis
10. maí. Ég var sannfærður um,
að þetta yrði síðasta tækifæri mitt
til að sjá nokkum af aðilum þess
arar sögu. En ég skyldi líka, að
sú von var veik. Ef Hehry hefði
getað farið með mér, hefði ég
liaft nokkra von um árangur, en
Henry þurfti auðvitað að gera
mer þann grikk að vera farinn til
Nevv York.
Ég fór til Berwickstrætis
klukkan tuttugu mínútur fyrir
tvö þennan fimmtudag. Mark-
aðurinn er svo sem tvö hundruð
metrar á lengd og hluti af gang
braut milli Soho og Oxford
Street að norðan og Sliaftesbury
Avenue og Piccadilly Circus í
suðri. Meðfram allri götunni eru
'búðir og hálfan daginn er gatan
hálffull af soluvögnum. Þarna er
líf og fjör og brandarar látnir
fjúka, sumir vegfarendur stanza
og prútta, aðrir eiga erindi í búð
irnar og enn aðrir eru aðeins að
reyna að komast sem skjótast
um götuna.
Þar sem ég beið þama eftir því
að tíminn rynni upp, var ég að
velta því fyrir mér hvert slag-
plan mitt skyldi vera. Bezti, ef
ekki eini möguleiki minn til að
þekkja Hafmey og Skonrok væri
að sjá þau beinlínis hittast. Svip
ur Skonroks; þegar hann sæi kon
una, er hann hafði leitað svo á-
kaft, hlyti að verða áberandi.
Einmitt sú staðreynd, að hann
mátti hvorki tala né nálgast, hlaut
að gera svipbrigðin enn aug-
ljósari. Og það gat varla farið
hjá því, að Hafmey sýndi merki
geðshræringar. En ég hafði ekki
hugmynd um hvar á þessum tvö
hundmð metmm fundum þeirra
mundi bera saman. Átti ég að
standa kyrr eða ganga fram og
aftur? Ég reyndi að taka ákvörð-
un um, hvað gera skyldi — og
gerði ekkert.
Þá sá ég ungan mann í sport-
buxum og tveedjakka. Augu.hans
voru björt og ákveðin, hakan ein
beitt. í annarri hendi hélt hann
á eintaki af Daily Telegraph og
í hinni á staf með þungum haus.
Ég hrökk við, en róaðist síðan.
Þetta var vafalaust stúdentinn,
sem um morguninn hafði til-
kynnt í blaðinu, að hann mundi
veita fylgd á markaðnum. Ég
fylgdist með honum, þar til
hann hvarf í mannfjöldann eftir
nokkrar sekúndur. Mér fannst
ég þurfa að fara að hinu kraft-
mikla dæmi hans — en í stað
þess hélt ég kyrru fyrir og
treysti á Guð og lukkuna.
Klukkan var nú orðin tvö. Ég
stóð á stéttinni milli tveggja sölu
vagna, þar sem ég gat að minnsta
kosti séð þvert yfir götuna. Ég
beið í fimm mínútur.
Stúdentinn gekk aftur fram
hjá ,mér. Svipur hans líktist nú
ekki eins og svipur lukkuriddara
Hann var orðinn dálítið kjána-
legur. Mér létti við að sjá hann
aftur. Hann hafði leitað um allan
markaðinn, eins og sporhundur
og ekki fundið neitt. Ég hafði
gert rétt að vera kyrr.
Á meðan stúdentinn var enn í
augsýn tók ég eftir, að annar
maður, hinum megin við götuna
en allnærri mér, horfði líka á-
fjáður á hann. Og þegar í stað
var ég viss um, að þessi maður
væri Skonrok.
Til þess að koma ekki upp um
mig snéri ég mér til hliðar og
fór að skoða af áhuga í næsta
söluvagn. Því miður voru aðeins
í honum kvenundirföt og sölu-
maðurinn tók þegar að skýra
mér frá því hve góð kaup væri
hægt að gera þarna. Til þess að
stinga upp í hann keyptl ég eitt
hvað. Og allan tímann hafði Cg
auga með manninum hinum meg
in götunnar. Hann hafði tekið sér
stöðu, þar sem hann hafði gott
útsýhi yfir vegfarendur, — eins
Skonrok hefði gert. Hann var
meðalhár og meðaldigur, fölleit
ur, að því er ég fékk séð. Hann
samsvaraði lýsingu Henrys. Hann
var í síðum rykfrakka með háan
kragan brettan upp, svo að haka
háns og íiluti af kinnunum sáust
ekki. Á höfðu hafði hann flóka-
hatt með niðurbrettum börðum.
En ég hafði minni áhuga á þess
um smáatriðum en þeirri stað-
reynd, að hann beið enn. Að
einu leyti var hin dularfulla Haf
mey lík öðrum kynsystrum s:n
um. Hún var of sein á stefnu-
mótið.
Ég var nú algjörlega rólegur og
öruggur. Ég gekk yfir götuna,
eins og ég hefði áhuga á öðrum
söluvögnum og skoðaði manninn
nánar. Ég gat ekki séð meira af
andliti hans, án þess að draga að
mér athygli hans. En ég tók eftir
því, að undir rykfrakkanum var
hann í röndóttum „city“ buxum
og svörtum skóm. Ég hefði viljað
fá hann til að tala en taldi það
ekki þess virði. í stað þess fór
ég kippakorn í burtu og hélt á-
fram að fylgjast með hanum. Ég
tók eftir einu atriði. Þó að hann
liti bæði upp eftir og niður eftir
götunni leit hann venjulega upp
eftir henni, í norður, og tyllti
sér stundum á tær til að sjá bet
ur. Ég velti því fyrir mér hvers
vegna hann skyldi telja liklegra
að Hafmey kæmi úr þeirri átt.
En mínúturnar liðu og ekkert
gerðist, reyndi ég að muna, hvað
lægi milli markaðsins og Oxford
allvel, bókabúðar Foyles og
Street, auk Soho, sem ég þekkti
fleira. Þegar klukkuna vantaði
kortér í þrjú, var ég enn að þess
um vangaveltum, þegar maðurinn
tók allt í einu að ganga norður
á bóginn. Hann hélt höfðinu hátt
og gægðist yfir axlir þeirra, sem
voru fyrir framan hann, eins og
hann væri að elta einhvern.
Hann hafði lagt af stað mér
að óvörum og hann var næstum
tuttugu metra á undan mér. Þó
að fólki hefði fækkað á götunni
var þar þó alltof margt fólk til
þess að ég gæti séð hvern hann
væri að elta. Ég fylgdi varlega á
eftir í hæfilegri fjarlægð.
Ég fylgdist með honum allt að
norðurenda markaðsins, þar sem
eru krossgötur og farartæki. Ég
var hræddur um að missa af
honum. En hann stanzaði á gang
stéttarbrúninni. Ég stanzaði fyrir
aftan hann og reyndi að fylgja
augnaráði hans.
Hann stóð í sömu stellingum í
á að gizka þrjár mínútur. Þá kail
aði hann á leigubíl, sem kom
eftir götunni, og ók af stað í
áttina til City. Það var ánægju
svipur á andliti hans.
Ég fór aftur á skrifstofuna, þar
sem ég lenti í vandræðum af
því hve seinn ég var. Það var eltt
hvert umstang og læti út af ein-
hverju. Um leið og ég hengdi upp
jakkann minn datt þetta, sem
ég hafði keypt á markaðnum úr
vasa mínum á gólfið.
Það var allavega vondur daguí.uii
UGPRÚÐIR MENN
Ný merkileg bók, er komin á markaðinn. Það er ekki hversdagsvið-
burður að fá í hendurnar bðk éftir einn fremsta þjóðarleiðtoga, sem
nú er uppi. Bókin „Hugprúðir menn” er skrifuð af John F. Kenn-
edy, forseta Bandaríkjanna. Hún hefur hlotið Pulitzer verðlaun og
selzt í risaupplögum í heimalandi forsetans, einnig hefur hún
verið þýdd í flestum menningarlöndum.
Þeir munu fáir íslendingar, sem ekki þekkja John F. Kennedy,
af afskiptum hans af heimsmálu'num. í bókinni birtist alveg ný hlið
á þessum vinsæla þjóðarleiðtoga og vafalaust kemur hann mörgum
á óvart.
Það er ekki nýtt að merkir menn skrifi endurminningar, þegar
fer að halla degi og kyrrast umj" en hitt er mjög fátítt, að, og verður
að teljast merkilegt, að takast skuli að skrifa bók, mitt í þeirri önn,
sem John F. Kennedy hefur staðið í.
Þessi bók hans er í senn fróðleg og skemmtileg og hana getur
enginn hugsandi maður látið óiésna.
Um jólin lesa allir bók Keimedys Bandaríkjaforseta, hún heitir
„Hugprúðir menn”.
...." --r-
Asrún.
M
ac^
ALÞÝÐUBLAÐIO - 12. des. 1962 15