Alþýðublaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 6
MERKUR
ÁFANGI
STÆRSTU
VÉLSMIÐJU
LÁNDSINS
ALÞÝÐUBLAÐIÐ hafði fregnir
af því fyrir skömmu, að eitt
merkasta iðnfyrirtæki borgarinn-
ar hefði átt fertugs afmæli 1.
nóvember síðastliðinn. Þetta fyr-
irtæki er Vélsmiðjan Héðinn hf.
Afmælisins hefur ekkert verið
getið í blöðum né útvarpi, og
okkur finnst, að oft hafi verið
getið um öllu ómerkari atburði,
og þess vegna lögðu blaðamaður
og ljósmyndari frá Alþýðublaðinu
leið sína vestur í Héðinn til að
fá örlitla hugmynd um starfsemi
þessa fyrirtækis, sem hefur átt
svo merkan þátt í iðnvæðingu
lands vors.
Þegar vestur í Héðinn kom,
tók á móti okkur Jón Oddsson
verkstjóri, sem þar hefur lengi
starfað. Sýndi hann okkur um
hinar ýmsu deildir, og fór ekki
hjá því, að við væcuru nokkru
fróðari að þeirri ferð lokinni. —
Hvar sem komið var, voru menn
önnum kafnir við störf sín og
litu kímileitir á ljósmyndarann
og blaðamanninn, sem að þeirra
dómi voru upp á búnir. Því mið-
ur skortir þann, sem þetta ritar,
tæknilega kunnáttu til að lýsa
öllum þeim undrum tækninnar,
sem fyrir augu bar á leiðinni um
húsakynni Héðins. En eitt var
það, sem ekki varð um villzt. Vél-
smiðjan er búin öllum þeim tækj-
um og vélum, sem bezt má verða
og það gerir henni kleyft að hafa
forystuna í íslenzkum járniðnaði,
þar sem Héðinn hefur ótrauður
rutt nýjar brautir til farsældar
efnahagslífi þjóðarinnar.
Áður en tekið er til við að lýsa
fyrirtækinu eins og það lítur út
í dag, þykir hæfa að rekja sögu
þess í örfáum orðum.
Véismiðjuna Héðinn stofnuðu
þeir Bjami Þorsteinsson, vélfræð-
ingur, og Markús ívarsson, vél-
stjóri, 1. nóvember árið 19^2.
Fyrstu árin var smiðjan til
húsa í Aðalstræti 6, þar sem hús
Morgunblaðsins stendur nú. Þarna
hafði verið smiðja allt frá árinu
1895. Áður en Bjarni og Markús
stofnuðu fyrirtæki sitt, hafði
Bjarnhéðinn Jónsson • starfrækt
þarna smiðju um langt skeið, og
það var í virðingarskyni við Bjarn-
héðin, að þeir létu fyrirtæki
sitt heita Héðinn.
Fyrstu húsakynni Héðins í Að-
alstrætinu voru ekki rishá, né mik
il um sig. í byrjun var gólfflöt-
urinn aðeins 60 fermetrar, og
starfsmennirnir voru f jórir. A
styrjaldarárunum jukust mjög
öll umsvif í járniðnaði hérlendis.
Kom þá að því, að fyrirtækið
þurfti að færa út kvíarnar. Gólf-
flötur smiðjunnar í Aðalstræti var
j þá orðinn tæplega 500 fermetrar
og ýmsa liði starfseminnar hafði
, orðið að starfrækja á öðrum stöð
um í bænum. Á árinu 1941 var
hafin bygging nýs húsnæðis fyrir
starfsemi Héðins vestur við Selja
veg. Hefur síðan alla tíð verið
bætt við þann húsakost frá ári
til árs og ekki hafzt undan. Þessa
dagana er einmitt verið að byggja
tvær hæðir ofan á elzta hluta hús-
anna við Seljaveg.
Gólfflötur í húsnæði vélsmiðj-
unnar er nú um það bil 7500 ferm.
og samt er óhætt að segja, að
þröngt sé um starfsemina.
Árið 1941 var Héðni breytt í
hlutafélag, og ári síðar tók þar víð
framkvæmdastjórn Sveinn Guð-
mundsson, vélfræðingur. Hefur
hann gegnt því starfi óslitið um 20
ára skeið.
Að lokinni hringferðinni um
sali smiðjunnar undir leiðsögn
Jóns Oddssonar, hittum við Svein
Guðmundsson framkvæmdastjóra
á skrifstofu hans, og hann greindi
okkur frá ýmsu úr starfsemi fyrir-
tækisins.
— Fyr'sta spumingin, sem við
’ögðu.m fyrir Svein, var um starfs-
mannafjölda fyrirtækisins.
— Hér starfa að öllum jafnaði
svona 340—350 manns, svaraði
Sveinn, og töluverður hópur
þeirra er alltaf við vinnu úti á
landi, sérstaklega þó á vorin og
sumrin, þegar mest er um að vera.
Sveinn Guðmundsson velfræð-
ingur, hefur verið forstjóri ilé'-
iris frá því árið 1942, eða nm tutt-
ugu ára skcið.
— Hvað er vinnudagurinn lang-
ur hjá starfsfólkinu?
— í’að er unnið frá því kl. 7,30
á morgnana og til kl. 4,09 á dag-
inn. Þar fyrir utan er unnin mjög
mikil eftir- og næturvinna, því
annirnar era svo miklar. Einnig
stafar þessi mikla yfirvinna að
nokkru leyti af verkfóllum, sem
undanfarið hafa verið á hverju ári
og nú síðast í vor í einar fimm
vikur. Fyrst við erum að ræða um
vinnutímann, má geta þess, að við
vorum eitt fyrsta fyrirtækið, sem
tók það upp, að láta vinna hálfan
matartímann og hætta þeim mun
fyrr. Nú fær fólkið aðeins hálf-
tíma í mat, og matur er til reiðu í
mötuneyti þess, sem er sjálfseign-
arstofnun. Þar borða daglega tölu-
vert á annað hundrað manns, og
er verði matarins stillt í hóf eins
og unnt er. Nú kostar máltíðin til
dæmis fimmtán krónur, og má
segja, að það sé ekki dýrt.
— Starfa einhverjir hér ennþá
af fyrstu starfsmönnum fyrirtæk-
isins?
— Já, rétt er það. Sigurður
Ámundason járnsmiður hefur ver-
ið hjá okkur frá því að fyrirtækið
var stofnað. Sigurður Haraldsson,
efnisvörður, hefur einnig starfað
hér síðan stuttu eftir stofnun fyr-
irtækisins. Svo má líka minnast á
Jóhann Bjarnason, innheimtu-
mann, sem mjög lengi hefur starf-
að hér. Hann er nú orðinn 83 ára
gamall og ég mætti honum rétt.
áðan frammi í gangi, þá var hann
að fara í innheimtuferð. Við höf-
um verið mjög heppnir með
starfsfólk, er mér óhætt að segja,
kjarni fólksins hefur lengst af ver-
ið sá sami, og það er góður kjami.
— Hvað eru margir nemendur
hjá ykkur?
— Þeir eru nálægt því að vera
eitt hundrað. Síðan fyrirtækið hóf
starfsemi sína, hafa alls verið út-
skrifaðir 500 nemendur, svo það
má eiginlega segja, að þetta sé
eins konar uppeldisstöð í og með.
— Er það ekki rétt hjá mér, að
ykkar starfsemi sé einkum tengd
fiskiðnaðinum?
— Jú, það má segja það. Við
höfum reynt að fylgja eftir þróun-
ínni á sem flestum sviðum. Árin
1936 og 1937 byggði fyrirtækið
fyrstu síldarverksmiðjuraaL' ó Sevð
isfirði, Akranesi og Húsavík. Áð-
ur höfðu síldarverksmiðjur verið
byggðar hér á landi af Norðmönn-
um. Þá byggðum við líka frysti-
húsiri, þaú fyrstu, á þessum árum.
Árið 1953 smíðuðum við svo
fyrstu stóru frystivélina, hún var
sett í frystihús Heimaskagans á
Akranesi og hefur gengið þar dag
og nótt síðan. Frá því um mitt sum
ar höfum við byggt 14 slíkar vél-
ar og það er svo langt frá- því
að við höfum undan.
Þessar vélar hafa allar reynzt
með afbrigðum vel, þú getur sann
færzt um það, með því að hringja
í einhvern viðskiptavininn. Samt
hefur alltaf gætt mikillar vantrú-
ar, þegar við höfum verið að koma
Lengsta rennibekki á landinu er að finna meðal vélikosts Héðins. í þessum bekk er hægt að renna níu
mctra langa hiuti. Þegar myndin er tekin, er verið að renna í honum borstengur í stóra jarðborinn.
BSI
með eitthvað nýtt, en en svo ha
allir verið ánægðir á eftir.
Við byrjuðum að framleil
skelísvélar árið 1956. Nú eru þ£
í frystihúsum og fiskvinnslustöð
um um allt land og hafa reyn
mjög vel. Þær eru fullkomie;
sambærilegar við vélar fengnar e
lendis frá, og eru að auki 30%
dýrari. Frystihús láta sér nú or
ið ekki detta í hug að kaupa slí
ar vélar að utan. Skelísvélarn
eru nú framleiddar í tveim stær
um og hafa flest frystihúsin ;
minnsta kosti tvær slíkar vélc
— Svo skulum við minnast
Gísli Guðlaugsson, yfii-vcr
stjóri, hefur starfað í Héðni í :
ár, þar af 20 ár, sem yfivverkstjo
Gísli er vélstjóri að rnenci, og á
ur en hann hóf störf í lléðní v
hann um 15 ára skeið vélsvjóri
fcgurum, Iengst af á Gulttopp <
Gylli, sem voru í eigu Blöndals i
Kveidúlfs.
f
6 18. des. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ