Alþýðublaðið - 18.12.1962, Síða 7
a
lágþrýsta frystivél, sein við byrj-
uðum að fi-amleiða fyrir fjórum
árum. Við köllum hana spjald-
dælu eða ,,booster“. Héðinn er
eina fyrirtækið á Norðurlöndum,
sem framleiðir slikar vélar. ég veit
áðeins til að þær séu framleiddar
í Sviss, Frakklandi og Banda-
ríkjunum. Nú er verið að setja
slíkar vélar í næstum öll frysti-
hús hér á landi. Þær flýta mjög
fyrir frystingu, margfalt miðað við
aflið, sem þarf til að knýja þær.
Að baki þessarar framleiðslu
liggur auðvitað mikil tilraunastarf
semi og margir svitadropar, en
allt borgar þetta sig.
Nú erum við að koma með ný
fi-ystitæki á markaðinn, þau áttu
að vera eins konar afmælisgjöf frá
fyrirtækinu, en urðu dálítið síð-
búin. Eitt slíkt tæki á að jafn-
gilda sex venjulcgum frystitækj-
um. Við gerum okkur mjög háar
vonir um þessi tæki, og ég er þess
fullviss, að þau eiga eftir að sanna
ágæti sitt.
Pönnurnar í þeim verða úr alu-
minium, og er það merk nýjung
eitt út af fyíir sig. Við fáum ,pró-
fílana' frá Aluminium fyrirtæki í'
Sviss og sjóðum þá svo saman í
þar til gerðri vél, sem við höfum
nýlega fengið. Það hefur verið
mikið vandamál í frystihúsum að
halda pönnunum hreinum, því rýð
hefur viljað setjast á þær, en nú
á ekkert slíkt að þurfa að koma
til, því aluminium ryðgar ekki og
tærist elcki. Það má til gamans
geta þess, að við kaupum ,pró-
fílana’ af einu stærsta aluminium
fyrirtæki heims hefur einmitt ver-
ið að athuga möguleika á að koma
á fót aluminium-vinnsiu liór á
landi.
— Hvað segirðu um soðkjarna-
tækin, sem þið hafið framleitt
fyrir síldarverksmiðjurnar?
Fyrstu soðkjarnatækin smíðuð-
um við árið 1954. Þau voru sett í
Verksmiðjuna á Kletti. Nú er varla
hægt að hugsa sér að reka síld-
arverksmiðju án þess að hafa slík
tæki. Sem dæmi get ég nefnt, að
í sumar bræddi Rauðka á Siglu-
firði um 160 þús. mál síldar. —
Vegna þess, að þar eru ekkl soð-
kjarnatæki, fengu þeir ekki riema
21.5 kíló af mjöli úr hverju síld-
armáli, en hefðu átt að fá 28,5. —
Hafa þeir líklega tapað 5-6
ónum brúttó. Soðkjarnatæki eða
svipaður útbúnaður naia nú verið
sett í langflestar siidarverksmið.i-
ur og þau hafa fyrir lörjgu
ágæti sitt, svo ekki verður um villzt
— Þið hafið líka byggt
verksmiðjur víða um land, hvað
viltu segja um það?
— Eg get fullyrt, að við höfum
byggt helming allra síldarverk-
smiðja á íslandi. Auk þess hofum
við unnið við að stækka þær
flestar, ef ekki allar. Núna síðustu
dagana höfum við verið að vinna
við verksmiðjur í Reykjavík, Akra
nesi, Hafnarfirði, Keflavík, Sand-
gerði og Grindavík. í sumar vor-
um við að vinna við verksmiðjur
á öllum Austfjörðunum. Þegar
hægist um hjá okkur núna, förum
við að smíða hluti til þess að eiga
á lager, því enginn tími hefur ver-
ið til slíks undanfarið.
— Hvað um skipaviðgerðir, eru
þær mikill þáttur í starfseminni.
— Þær eru það vissulega. Þær
voru með fyrstu verkefnum fyrir-
tækisins, og hafa alla tíð síðan
verið stór þáttur í starfseminni.
Fyrir fáum árum tókum við að
okkur 12 ára flokkunarviðgerð á
tveim togurum Bæjarútgerðar
Reykjavíkur. Tilboða var leitað
bæði innlendis og erlendis, og við
ásarnt Stálsmiðjunni buðum lægst. |
Það voru ýmsir vantrúaðir á að
þetta væri hægt. En þetta reynd-
ist vel og skapaði mikla vinnu,
þegar annars, hefði venð mjög !íi-
ið að gera. |
Eins og þú kannske veizt, þá
eiga Hamar og Héðinn Stálsmiðj-
una h.f. í sameiningu, og nú er
búið að sjósetja þar fyrsta fiski-
bátinn úr stáli, sem smíðaður hef-
ur verið hér á landi. Eg er þess
fullviss, að stálskipasmíðar eiga
sér mikia framtíð hér á landi, en
gallinn er bara sá, að það vantar
fólk til að vinna, það vantar alls
stðar fólk niina. Sérstaklega er
skortur á tæknimenntuðum mönn-
um, því þjóðfélagið er nú að fær-
ast í það horf, að allt scm mögu-
legt er að vinna mcð vélum, er
unnið með vélum.
— Smíðar Héðinn ekki mikið af
svokölluðum „spilum“ eða tog-
vindum fyrir fiskibáta?
Jú, þær höfum við smíðað um
árabil. Og eftirspurnin er meiri
en við með nokkru móti getum
annað. Menn eru nefnilega að
komast að raun um, að það er að
mörgu leyti hentugra að kaupa
þessa hluti hér, bæði hvað vara-
hluti og annað snertir. Núna eig-
um við til dæmis ekkert spil full-
samsett, þegar er allt rifið út úr
höndunum á okkur, ef svo má að
orði komast.
Þetta eru nýju frystitækin, sem Héðinn er nú að senia á markaðinn. Pönnurnar í þeim ern gerðar úr
alnminíum og verður því viðhaldskostnaður tækjanna mun minni. í „eðra horni sést þverskurður af
,,profilu„um“, sem pönnurnar eru smíðaðar úr. Eitt svona frystitæki á að jafngilda sex venjulegum
— Eitthvað hafið þið fengist við
að framleiða heimilistæki?
— Við höfuð framleitt þvotta-
vélar í samvinnu við Rafha í
Hafnarfirði. Það er eins og á öðr-
um sviðum, við höfum fengan veg-
inn undan. Þvottavélarnar hafa
reynst mjög vel. Auk þess eru þær
um 3-4000 krónum ódýrari en sam
bærilegar vélar erlendar, og það
hefur töluvert að segja hjá neyt-
endum.
— Hvað vilt þú að lokum segja
um íslenzka járniðnaðarmenn, eru
þeir samkeppnisfærir við starfs-
bræður sína erlendis?
— Þeir eru samkeppnisfærir og
fyllilega það. Nú síðustu árin er
alltaf verið að ræða um vinnusvik
og þess konar, — við hér vitum
ekki hvað það er. Það er náttúr-
iega misjáfn sauður í mörgu fé, en
yfir vinnusvikum höfum við aldr-
ei þurft að kvarta. Við hér í Héðni
höfum verið sérlega heppnir með
starfsfólk alla tíð.
Járniðnaðurinn á mikla fram-
tíð fyrir sér hér á landi. Erfið-
leikar hans liggja fyrst og fremst
í fólksfæð og lánsfjárskorti. Það
ríkir ekki nægilegur skilningur j
hjá stjórriarvöldunum á lánsfjár-
þörf iðnaðarins. Járniðnaðurinn
hefur í för með sér óhemju gjald
eyrissparnað og mönnum er smám
saman að verða nauðsyn þess ljós,
ur, en þær auka afköst frystivéla margfalt miðað við það afl, sem . ag nægiiega vel sé búið að þessum
þarf til að knýja þær. iðnaði, sem að verulegu leyti er
Þetta tæki kalla Héðinsmenn „booster“, eða spjalddælu. Slík tæki
er nú verið að setja í því sem næst öll frystihús hér á landi. Héðinn
er eina fyrirtækið á Norðurlöndum, - sem framleiðir slíkar spjalddæl-
undirstaða þess þjóðfélags, sem
við búum í.
Það fer ekki á milli mála, að
brautryðjendurnir, þeir valin-
kunnu sómamenn, Markús ívarsson
véistjóri og Bjarni Þorsteinsson
vélfræðingur, lögðu grundvöllinn
að þessu mikla iðnfyryirtæki. Jafn
víst er það, að margir ágætir menn
hafa þarna starfað, og starfa
myrkranna á milli og lengur þeg-
ar nauðsyn hefur borið til. Allir
hafa í sameiningu lagt hönd á
plóginn við smíði véla, sem nú
mala þjóðinni gull víðs vegar um
landið.
Núverandi forstjóri fyrirtækis-
ins, Sveinn Guðmundsson, hefur
með eindæma dugnaði, fyrirhyggju
og framsýni, leitt Héðinn frá ein-
um stórsigrinum til annars, og
eru þar ckki öll kurl komin til
grafar enn þá.
Alþýðublaðið óskar starfsmönn-
um og stjórnendum Héðins til
hamingju með þennan merkis-
áfanga á starfsbrautinni.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. des./1962 y