Alþýðublaðið - 30.12.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.12.1962, Blaðsíða 7
Ingólfscafé Gömlu dansamir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars leikur. Dansstjóri Sigurður Runólfsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — sími 12826. Ingólfscafé Bingó i dag Id. 3 Meðal vinninga: Kommóða úr tekki — 12 m. kaffistell — Gundapottúr — Gólflampi o. fl. Borðpantanir í simi 12826. Ingólfscafé Áramófafagnaður á gamlaárskvöld kl. 9. Aðgöngumiða^ala stendur - yfir, sími 12826. IÐNÓ Áramófafagnaður á gamlaárskvöld kl. 9. Sóló sextett og Rúnar skemmta. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 e. h. Ingólfscafé Gömlu dansarnir á Nýjársdag kl. 9, Hljómsveit Garðars leikur. Dansstjóri Sigurður Runólfsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. Hárgreiðsl ustofan Grettisgötu 6 (RRFFÓ) — er lokuð um óákveðinn tíma. (Nánár auglýst hvenær opnar afturG. Viðskiptavinir vinsamlega snúi sér til „Lórelei", Lauga- vegi 56 (Beint á móti Kjörgarði). sími /9922 Tveír eftirlitsmenn frá hernum skoða íslenzka fisk- iim, sem seldur er til ney/lu fi Keflavíkurflugvelli. ís- lenzki sjómaðurinn, sem af- henti fiskinn og sonur hans, Pétur, eru á miðri myndinui. MHHMUUUtMtMtHMtMMUVt ✓ y Skoða ís lenzkan físk LUCIU-HATIÐ VOTTORÐ HJÁ ÞJÓÐSKRÁNNI AD VANDA hélt íslenzk sænska félagið Luciuhátíð sína í Leikhús* kjallaranum þann 13. desember. AB þessu sinni kom Lucian fríi Sviþjóð eða nánara tiltekið sem fulltrúi systurfélagsins í Gauta- borg. Stúlka þessi, fröken Eva Larsson, var Lucia Gautaborgai- árið 1859. Kom hún þarna frarr.t ásamt þemum sínum sex íslenzk- um stúlkum, sem sungu Luciu- sönginn ásamt öðrum sænskum, jólasöngvum. Þjóðleikhússtjórv- Guðiaugur Rósinkranz, sem setti. hátíðina, gat þess að þetta værl 25. sk^itið, sem Luciuhátíð væri haldin hér á landi. Fyrst á vegunt „Svenska klubben", en það voria. samtök þeirra er numið höfðu £ Svíþjóð ásamt þeim Svíum er héi* á landi dvöldu. Sænski ambassadorinn von HarC mannsdorff flutti aðalræðu kvöldsr ins og rakti sögu eftirmínnilegra Luciudaga æsku sinnar. Ámi Jónsson óperusöngvarj aöng nokkur lög bæði sænsk ogf ialenzk með undirleik Skúla Hall - dórssonar tónskálds. SVO SEM fyrr á þessu ári hef ur verið frá skýrt, bæði í blöðum og útvarpi, hefur Alþingi ákveðið með lögum nr. 54. 1962, að Þjóð skrá Hagstofunnar skuli frá árs- byrjun 1963 annazt útgáfu allra fæðingarvottorða og hliðstæðra vottorða til opinberra nota, ann- arra en þeirra, sem sóknarprestar láta í té eftir kirkjubókum, með an þær eru lögum samkvæmt í vörzlu þeirra. Hættir Þjóðskjala- safn íslands, sem liingað til liefur annazt útgáfu slíkra vottorða, því öllum vottorðagjöfum um þessi áramót, og verða þeir, sem eftir 1 janúar 1963 þarfnast vottorða, sem ekki eru fáanleg hjá hlutað eigandi presti, að fá þau hjá Hag stofu íslands í Arnarhvoli. Nýskipun þessi á útgáfu fæð- ingarvottorða og annarra hlið- stæðra vottorða til opinberra nota, sem um alllangt skeið hefur verið í undirbúningi, er gerð að eir.dreginni ósk Þjóðskjalasafns íslands, sem í meira en liálfa öld hefur orðið að annast útgáfu slikra vottorða, eitt allra ríkis- skjalasafna á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Á síðustu áratugum hefur eftirspurn eftir fæðingarvottorðum farið svo mjög í vöxt vegna fólksfjölgunar og margvíslegra nýjunga í l.öggjöf og lífi þjóðarinnar, svó Sem al- mannatrygginga, aukinnar skóla- sóknar, æ tíðari ferðalaga til út- landa og ökuprófa, sem allt út- heimtir fæðingarvottorð, að Þjóð skjalsafn íslands taldi það vera orðið ósamrýmanlegt hlutverki sínu sem skjalasafni og fræði- stofnun, að annast slíkrar vott- orðagjafir, sem með hverju ári, sem leið, tók upp meira og meira af starfskröftum skjalasafnslns, tafði önnur nauðsynleg störf við það og spillti vinnufrið á lestrar sal þess. Fór Þjóðskjalasafn ís- lands því þess á leit við mennta málaráðuneytið fyrir tæpum tveimur árum, að það yrði losað við. allar slíkar vottorðagjafir, og benti um leið á, að eðlilegast væri, að Þjóðskráin hefði þær framvegis með liöndum. Tókst um það gott samkomulag með öllinn þessum aðilum. Þjóðskrá Hagstofunnar, sem samkvæmt framansögðu tekur nú við vottorðagjöfum, hefur til þess góða aðstöðu, enda upplýsinga- þjónusta hennar, á grundvelli þeirrar almannaskráningar, sem l'.ún hefur með höndum, sama eðl)s og vottorðagjafirnar. í áður nefndum lögum nr. 54.1962 er svo fyrir .mælt, að vottorð Þjóðskrár- innar skuli veitt samkvæmt kirkju bókum eða skýrslum sóknarpresta tii Hag^tofunnar, sem jafngilda kirkjubókum. — Ná þær skýrslur aftur til ársins 1916. En við vottorð um fæðingar fyrir þann tíkna notar Hagstofán ljósrit af fæðingardálkum kirkjubóka, sem eru' og verða í vörzlu ÞjóS- skjalasafns lögum samkvæmt Vottorðin verða veitt í Hagstof unni, Arnarhvoli (inngangur frá Lindargötu alla virka daga frá og með 2. janúar 1963, frá kl. 9 ór- degis til kl. 5 síðdégis á'laug ardögum kl. 9—12,30. Sími Hag stofunnar er 24460. Ný frímerki PÖSTMÁLASTJÓRNIN gefur úiV tvö ný frímerki 20. febrúav næst- komandi. Frímerkin eru gefin úffc. f tOefni þess að 100 ár eru liðim síðan Þjóðminjasafnið var stofn- að. VerSgildi merkjanna er é,00 krl og 5,50 kr. Frímerkið meö lcégrtu^ verSgUdinu ér með mynd Sigurð— ar Guðmundssonar, mál&ra, eBi hann var helzti frumkvöðuliinn a5l stofnun Þjóðminjasafnsins. Mynd- in er gerð eftir sjálfsmynd Sigurð- ar. (sjá mynd). Hitt frímerkið sýnir hluta aí: myndskurðinum á Valþjóisstaða- - hurðinni frægu, sem varðveitt er 'ií Þjóðminjasafninu. Frímerkin eru tvílit, brún ogpv græn og er upplag þeirra óákvéðið. Jö Þjóðminjasafnið var stofm.ð 24; - 30. des. 1962 J ALÞÝÐUBLAÐIÐ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.