Alþýðublaðið - 27.01.1963, Page 9
vinna hvað sem hann óskar í
Bandaríkjunum.
Þó að einhver komizt á svona
samning’, þá þarf það ekki að tákna
að liann sé þar með orðinn ein
helzta stjarnan í Hollywood, eins
og flestir gaetu haldið, heldur get-
ur það þýtt, að ÖU þessi sjö ár,
fái „Ieikarinn" aldrei hlutverk í
kvikmynd. Annars eru tekjurnar af
þessu ágætar, en mér finnst starf
ið vera of bindandi.
— En svo að við snúum okkur
aftur að París, hvað heitir fyrir-
tækið, sem þú hefur unnið hjá
þar?
— Það heitir Dorian Leigh Par-
ker og þar starfa um það bil 60
stúlkur sem ljósmyndafyrirsætur.
Það er Dorian Leigh Parker sem
veitir þessu fyrirtæki forstöðu og
yfirleitt hefur hún verið talin
vandlát á stúlkur, og má ég því
teljast heppin. Vinnudagurinn hjá
okkur er mjög misjafn, allt frá
einni klukkustund á dag upp í 15
stundir á sólarhring.
• — Og kaupið?
— Við erum á tímakaupi, og
einstaka sinnum á dagkaupi, ef
svo er um samið fyrirfram. Mill-
jónamæringur? Nei, það er dýrt
að lifa í París, og þó að tekjurnar
séu ágætar, þá eru þær fljótar að
fara út í þuskann. Hún er dýr-
asta borg -í heimi. Verð á fötum
í París er svo hátt, að engu lagi
lagi er líkt, það er blátt áfram ó-
trúlegt.. Sem dæmi get ég nefnt
að mig langaði til að fá mér
fannhvíta kápu, ófóðraða en fal-
lega. Hún kostar 30 þús. kr. ísl.
Það geta ekki nema milljónerar
keypt sér föt á tízkuhúsunum í
París. Allur almenningur lætur
sauma á sig fatnað eftir sniðum í
tízkublöðunum.
— Hvernig kanntu við Frakka?
__ Eg læt frekar lítið af þeim,
það er viss svipur á Frökkum,
þeir eru allt öðru vísi en við.
— Eru frönsku karlmennirnir
betri en þeir íslenzku?
— Þeir snúast mikið meira í
kringum kvenfólkið og pata mikiö
út í loftið. íslendingar fara sér
mun hægar.
— Hvar bjóstu í París?
— Eg bjó alltaf á hóteli. Fyrst
var ég í stóru hóteli, en þar var
svo óheimilislegt, að ég gafst upp
og fór á annað ódýrara og minna,
þar sem voru engir lyftuþjónar
og maður gat þverfótað fyrir picca
lóum. Þar var dálítið rólegra og
heimilislegra.
— Varstu einmaúa?
— Mér leiddist stundum.
— Fórstu mikið út að skemmta
þér?
Ja, af og til. En maður kynnist
Frökkum ekki svo náið. Ef maður
ætlar að heimsækja fjölskyldu í
París, þá er alltaf tiltekinn stað-
ur, þar sem á að matast og síðan
er setið á veitingaliúsi eða á dans
stað, — þar eru aldrei heimboð
Framh. á 13. síðu
MYNDIN af Mariu hérna fyrir ofan er tekin af dönskum ljós myndara, sem heitir Gunnar Larsen. Alþýðublaðið fær send-
ar myndir frá ýmsum fréttastofum út um heim, og obbinn af þeim sýnir brosandi stjórnmálamenn, frosthörknr I Evrópu
og kvikmyndadísir í baði. En nú í vikunni brá svo við, að við fengum senda mynd af íslenzkri stúlku, — sem jú hefur kom-
izt til frama í París, — en man eigi að síður að hún er íslendingur. Þetta er María Guðmundsdóttir. í textanum, sem fylgdi
myndinni, stendur að Maria sé ungfrú ísland, en þarna sýni hún nýjustu Parísartízku, sem sé konu í karlmannsskyrtu.
Það er einnig sagt. að María hafi um skeið verið mjög vinsæl ljósmyndafyrirsæta í París, „og það efar engmn eftir að hafa
séð hana“ segja þeir merku menn. En um hina myndina, sem ljósmyndarinn okkar, Rúnar Gunnarsson tók, viljum við aft-
ur á móti segja: „Þarna fer saman kvenleg fegurð og snjöllljósmyndatækni.“
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. janúar 1963 $