Alþýðublaðið - 17.02.1963, Blaðsíða 15
vöruverzlun í Riverton. Ég var
ekki af yfirstéttinni. Ég var ekki
af ríka fólkinu. Ég var aldrei
meðal hinna efstu í gagnfræða-
skóla eða háskóla. Ég rétt marði
það að komast gegnum lögfræði
prófið. Ég var ekki íþróttamaður.
Ég hafði ekki, og hef ekki enn,
til að bera neina sérstaka sam-
kvæmishæfileika. Ég er aðeins
sikkanlegur lögfræðingur, og ég
væri ekki þar sem ég er, nema
vegna einskærrar heppni — sem
ég býst við, að geti aðeins að
nokkru leyti kallazt heppni.“
„Hafið þér gaman af að gera
lítið úr sjálfum yðar, herra
ucas?“ spurði læknirinn.
„Ég er aðeins að segja yður
staðreyndirnar", sagði George,
og það brá fyrir biturleik hjá
honum. „Ég væri hreint núll í
dag, ef ekki hefði komið til hálf
-happ.“
„Gifting yðar?“
George rykkti upp höfðinu.
„Hafið þér verið að tala við ein
hvern annan læknir?“
,Ekki um yður, herra Lucas.“
„Jæja, þér hafið alla vega rétt
fyrir yður.“ George leit aftur
niður og starði í eldinn. „Laur
een færði mér alla þá heppni,
sem ég hef notið góða og
slæma. Og það er nú orðinn lang
ur tími, læknir, og þar er um að
ræða eina dæmið um þrákelkni
og staðfestu í mínu lífi.
„Ég sá Laureen í fyrsta skipti,
þegar ég var í sjötta bekk í barna
skóla. Hún sat við næsba borð
við mig. Hún var fallog jafnvel
þá. Ég var með gleraugu og
spengur á tönnunum". Hann hló
við. „Ég held jafnvel, að móð-
ir min hafi verið búin að missa
álla sjálfsblekkingu viðvíkjandi
töfrum mfnum á þessum tíma.
Laureen hefði ekki litið við mér,
ef ég hefði ekki gerzt vikapiltur
og almenn gólfþurka hennar.
Hún var vön að striða mér
frammi fyrir hinum krökkunum
og segja þeim, að ég gerði allt,
sem hún segði mér, og svo var
hún vön að skipa mér að fara
einhverja heimskulega og nið-
urlægjandi sendiför, og ég hljóp
eins og lítill, þægur hvolpur".
Hann dró djúpt andann. „Krakk
ar geta verið djöfullega grimm.
Nú, eftir því sem við eltumst og
komum upp í gagnfræðaskóla,
þá þoldi Laureen mig í kringum
sig. Kannski vorkenndi hún mér.
Alla vega varð ég hluti af um-
hverfinu. Ég passaði ekki alveg
í það, en ég var alltaf með. En
stórkallarnir í gagnfræðaskólan
um voru Jeff og Paul og Mark og
náungi að nafni Walter Perry.“
„Unnusti Fems?“ spurði lækn
irinn.
„Já. Þeir voru íþróttamenn,
altir nema Mark, en hann var
í málfundafélaginu, riffilklúbbn
um, leikfélaginu, ritstjóri skóla
blaðsins, og — og —“
„Og hann var ríkur“, sagði
læknirinn.
„Já. Hann hafði fullar hend-
ur fjár — fannst manni þá.
Ekki svo að skilja, að liann væri
ckki örlátur á peninga. Hann
var það. Hann notaðbþá aldrei
til að troða sér frarn, Hann
þurfti þess ekki. Hann var frá-
bær námsmaður og aðlaðandi
piltur. Hann þurfti elcki að
kaupa sér vini.
Hann hafði allt er eini, krakki
gat óskað .sér, og hann var full
komlega fús til að deila því með
öðrum. Ég dáðist að Mark og
þótti mjög vænt um liann og hef
ur alltaí þótt það, þar til —“
„Það, sem nú er að gerast, er
bara, að Mai'k er ekki í fókus“,
sagði læknirinn. „Það er eins og
xnaður horfði á hann í spéspegli.
Það er veigamikið að vita allt
sem er að vita um hann, ef við
eigum að koma honum í fókus
aftur — og, auk þess, bjarga lífi
okkar, herra Lucas.“
„Ég er að reyna að segja yð-
ur“, sagði George, „að allt 'fram
á síðastliðinn laugardag, þegar
hann varð vitlaus hef ég litlð á
Mark sem minn bezta vin —
dálítið skrítinn kannski, en in-
dælan og árelðanlegan náunga“.
„Hvernig skrítinn?“ spurði
dr. Smith.
„Honum var meinilla við að
gera áætlanir um framtíðina",
sagði George. „Hann vildi jafn-
vel ekki ákveða að borða mið-
degisverð á ákveðnum degi
með nokkurra daga fyrirvara. Ég
býst við, að ég skilji það núna.
En mér fannst það alltaf dálítið
skrítið. En það hafði líka sína
kosti. Við héldum oft algjörlega
óundirbúin partý. Þau takast
venjulega bezt, hvort sem er.
Við Laureen lærðum að biðja
Mark og Kay aldrei fyrr en á
síðustu stundu, ef við vildum
fá þau til að gera eitthvað.
„Hvað um starfið?"
„Á þeim sex árum, sem við
höfum starfað saman, sleppti
hann tveim stórmálum, án þess
að ég sæi neina skynsamlega á-
stæðu fyrir því“, sagði Goreg.
„í bæði skiptin voru það mál,
sem hefðu aukið hróður skrif-
stofunnar, ef hann hefði tekið
þau. Eina, sem Mark fékkst til
að segja um þau, var, að hann
„hefði ekki þá réttu tilfinningu"
í sambandi við þau. í bæði skipt
in bauðst hann til að bæta mér
fjárhagstjónið.“
„Þáðuð þér það?“
„Nei!“ sagði George, hneyksl
aður.. „Ég treysti dómsgreind
hans og hann hafði venjulega
rétt fyrir sér. Þó að honum yrðu
á tvær skyssur, þýddi það ekki
að ég styddi hann ekki. Maður
getur aldrei liaft alltaf rétt fyr
ir sér. Auðvitað hafði ég :ekki
hugmynd um það þá, að þetta
kom ekki dómgreind háns við.
Að einhver gaf honum skipanir,
sem hann varð að hlýða.“
„Svo að þið óluzt öll upp sam
an?“
„Já. Það voru Laureen og
Mark, Jeff og Kay, Walter og
Fern, Paul og Pag, og“ — tónn
George var bitur — „Nicky og
ég. Nicky sagði alltaf vlð mig,
„Eigum við að dansa, George,
við virðumst vera stakt par?“
Ég hafði verið dreginn þarna inn
af Laureen — ég var hennar að
dáunarfulli sendisveinn. Mark
hafði komið með Nicky í hópinn.
Það er allt í lagi með aukastráka
í svona liópum, þó að verra sé
með aukastúlkur. Alla vega, þá
var það svona, sem það gerðist.
Við fórum allir burtu í háskóla,
nema Nicky. Mark og Jeff
bjuggu saman í herbergi þar.
Stríðið tók heilmikið út úr lífi
okkar allra — tók líf Walters
algjörlega — við liéldum síðan
áfram í lagaskóliann, Mark og
ég. Það var rétt á eftir, sem hlut
urinn gerðist."
„Hluturinn?"
„Trúlofunargiidið", sagði
George. „Mark bauð okkur öllum
heim. Við höfðum ekki séð mik
ið til Fern síðan Walter dó. Það
var eins og það vekti upp sár-
ar endurminningar hjá henni að
vera með okkur. En þetta kvöld
ætlaði hún að koma, og Mark
bað mig i símanum að sækja
hana í leiðinni. Ég — ég fann
eitthvað á mér í sambandi við
þessa veizlu. Mark hafði verið
svo glaðlegur í símanum og tal-
að um að koma á óvart. Satt að
segja hélt ég, að hann og Laur-
een ætluðu að tilkynna væntan
lega giftingu sína. Mér var illt
við tilhugsunina. Ég vildi ekki
fara. En ég varð.“
„Fyrirskipun,“ spurði læknir-
inn.
„Ekki beinlínis. Ég hefði get-
að afþakkað. En — ja, maður
verður að kunna að tapa, lækn-
ir.“
„Það er nú oftar svo í orði
en á borði“, sagði læknirinn.
„Jæja, mér fannst ég verða að
fara“, sagði George. „Ég man,
að ég var seinn, þegar ég sótti
Fern. Ég ■ var alltaf að fresta
því að skipta um föt og ég gat
einhvern veginn ekki hnýtt á
mig slaufuna. Það var nefnilega
samkvæmisklæðnaður. Mark
hafði tekið það fram. „Kampa-
vín og heila klabbið" hafði hann
sagt í símanum.
„Partýið var haldið heima hjá
dómaranum, á hæðinni fyrir ut
an borgina. Ég vissi, að dómar-
inn hlaut að vera að heiman, ann
ars hefðl það ekki verið haldið
þar. Dómarinn reyndi að vera
góður við okkur krakkana, en
hann var dálítið þungur, og við
héldum aldrei kvöldpartý þar, ef
hann var heima.
„Þegar ég kom heim til Fern,
var hún þegar orðin full. Ég vor
kenndi henni þá. — ég vorkenni
henni enn. Kannski hefði hún
getað fundið eitthvað til að koma
í stað Walters, en hún gerði það
ekki, og hefur ekki gert það. Ég
man, að við vorum rétt lögð af
stað í bílnum mínum, þegar hún
hallaði sér að öxlinni á mér.
„Aumingja George", sagði
bún. „Þú og ég erum glötuðu sál
irnar. En það er ekkert gaman
að láta nugga sér upp úr því,
segi ég alltaf. Af hverju skyld-
um við vera að fara?“
„Hún hélt, að hún vissi hvað
væri i væntum, alveg eins og ég.
Fyrir mig táknaði það að missa
einu stúlkuna, sem ég hafði
nokkurn tíma gimzt. Fyrir hana
þýddi það að sjá annað fólk
-
höndla þá hamingju, sem Kún
hafði misst. Það hafði einu siiml
verið haldið trúlofunargildi fyr
ir hana og Walter — áður en
hann fór.
„Við komum síðust. Dómár-
inn hafði gömul hjón, sem
héldu heimili fyrir þá, og kjall
arameistarinn tók á móti okkur
með öllum þeim virðuleik, seni
hann hefði notað við erlenda
sendimenn. Við jgátum heyrt
glaðlegar raddirnar innan úr
setustofunni, þegar við gengum
eftir löngum, dimmum gangin-
um frá anddyrinu. Allir virtust
mjög glaðir — einkum þó Mark.
Hann skammaði okkur fyrir að
vera sein og hellti handa okkur
tvöföldum kokkteilum, svo < að
við gætum náð þeim.
„Ég horfði náttúrlega á Lau-
reen og velti því fyrir mér, hvórt
ég gæti lesið í andliti hennair,
hvað í vændum væri. Hún : var
rjóð og glöð, en ekki á þann hátt,
sem ég hafði búizt við. Ég var
rétt að - byrja á kokkteilnum
mínum, þegar hún kom til xnin
og hvíslaði í eyra mér: „Veiztu
hvað um er að vera, George?”.:
George ræskti sig. „Það var
eins og að hljóta náðun á aftöku
pallinum. Hún vissi það ekki! Og
það þýddi, að það var ekki það,
sem ég hafði þótzt viss um að
það væri. Maður heldur ekki trú-
lofunargildi, án þess að væntan-
leg brúður viti um það. Ég flýtti
mér að finna vel og !ukkulcga,á
mér. Nú gat ég notið hvers sem
var með hinum.
„Nicky og Paul og Peg votu
alltaf að nauða í Mark að sejjja
þéim upp á hvað við værum pð
hálda. Hann var geysilega leyijd-
ardómsfullur og sagði, að ,yjð
mundum komast að því, þegp
þar að kæmi, og hann ætípði
ekki að eyðileggja allt, bara tií-gð
seðja forvitni þeirra. ' J,
ALÞÝÐUBLA£U€) — 17. febrúar 1963 $$