Austurland - 07.12.1907, Page 2

Austurland - 07.12.1907, Page 2
að hvalir «reki» síld að landi, þar sem hann virðist trúa á óskeikuleik fiski- fræðingsins eins og katólskir menn á páfann, en fiskifræðingurinn hefurfyrstur eignað oss hana. Hvorki hann eða hínn 'neiðraði höf. hafa viljað skilja mismun þess, að hvalir «reki» síld að landi og að síld óttist hvali og forði sér þess vegna undan þeim að landi; en það er þó sýnilega alt annað en hvalirnir smali síldinni. Nú höldum vér sjómennirnir því fram, að síldin óttist hvalina, jafnt skíðishvali, sem hina og þessvegna hrökkvi hún einnig undan þeim að landi eða á grunn, þó sumir þeirra lifi ekki á henni. Viðvíkjandi annari ástæðu hins heiðr- aða höf., sem snertir átrúnað á fiski- fræðinginn, þá er því þar til að svara, að þó hann hafi margt vel gert og margt rannsakað, sem að gagni má verða, þá hljótum vér að trúa betur eigin augum og reynslu vorri, en áliti hans. Þess ber einnig að gæta að mikið af rannsóknum hans er fengið að láni hjá sjómönnum og byggt á reynslu þeirra. Og enn er mörg dýr- mæt reynsla fólgin í fylgsnum hugans hjá mörgum greindum sjómanni, sem ekki er hrópuð upp á strætum og gatnamótum. Allar ritgerðir fiskifræðingsins um hvalamálið, sem lesa mátti í «ísafold» 1903 í 4 blöðum, eru sannanir um stopulleik fiskiveiðanna, en sanna alls ekkert um það, að hvalaveiðarnar valdi ekki tjóni. Hann hefir hvergi getið um það, hvernig á því stendur að síld hrökkur undan hval að grunni. Hann hefir að eins komið með þá tilgátu gagnvart því, að hvalurinn geti eins rekið síldina af grunni eins og á grunn. Sannleikurinn í þessu er sá, að hvalir reka alls ekki síldina á grunn, enda væri það mjög óeðlilegt, því þeir forð- ast grunnið sjálfir. Þessi meinvilla, sem oss sjómönnunum hefir verið ranglega eignuð, hefir leitt fiskifræð- inginn á þá villubraut, að hvalir geti eins rekið síldina af grunni til djúps. En í raun og veru er hvortveggja jafn rétthá hugsunarvilla, því það er allt sem bendir til þess, að síldin óttist hvalina og leiti grunns af ótta við þá, leiti á þá bletti í sjónum, sem hvalirnir forðast. Þessu er naumast hægt að hnekkja. Þetta vita allir sjómenn, sem veitt hafa þessu athygli og fiskifræðing- urinn hlýtur einnig að vita það og eiga mjög auðvelt nieð að koma út- vegsbóndanum í Mjóafirði á sömu skoðun. Fiskifræðingur landsins hefir breytl þeirri stefnu eða reglu, sem hann hefir fylgt í rannsóknnm sínum, þegar um hvalamálið var að ræða, og þess vegna hefir hann glatað nokkru af því trausti, sem vér sjómennirnir hér eystra bárum til hans. Hann hefir byggt mikið af rannsóknum sínum um fiskiveiðar á skýrslum, reynslu og áliti sjómanna, þar til hvalamálið kom til sögunnar. Þá breytti hann þessari reglu. I því máli þurfti hann ekki að halda á reynslu, áliti og umsögn sjómannanna. Þá nægði honum tölurnar um hverfleik fiskiveiða og eigin hugþótti. Ég get verið fáorður um þá ósvífnu getsök, að það sem ég hefi sagt um hvalamálið í «Austurlandi» sé ekki sprottið af sannfæringu, heldur sé það smíðað til þess að koma vissum manni á þing við næstu kosningar. Ritstjóri «AusturIands» hefir einnig svarað því og sannað hið gagnstæða. Að eins vildi ég mega spyrja hinn heiðraða höf. að því, hvernig slík tilraun ætti að geta heppnast, ef að allir sjómenn hér í Suður-Múlasýslu líta eins á hvala- málið og hann? Mun ekki heldur leynast á bak við þessa getsök, ótti um það, að hér sé haldið fram máli, sem sjómannastéttin hér á Austfjörðum hefir mikinn áhuga á. Hann segir á einum stað í ritgerð sinni, að ef hvala- veiðarnar skemmi fiskiveiðarnar, þá ættu þær að hverfa. Hann álítur nú að þær geri það ekki. Ég álit eð þær geri það tilfinnanlega, sérstaklega með þeim usla sem þær valda í göngunum. Álit hans er vcifalaust sannfæring, en ekki yfirdrepskapur, sprottinn af því, að honum þykir góður hvalur og álit- legir peningarnir, sem hvalaveiðamenn borga til sveitar í Mjóafirði. Eins ætti hann að geta skilið það, að stefna mín í hvalamálinu, sé sprottin af hreinni sannfœringu, án fláræðis og yfirdrep- skapar. B. M. S. Lög um stofnun brunabótafélags íslands. o Verksvið félagsins. (1. §.) Landstjórnin gengst fyrir því, að á stofn sé sett brunabótafélag með gagnkvæmri ábyrgð. Félagið nefnist brunabótafélag íslands. Það tekur að sér brunabótatrygging á húseignum á íslandi utan Reykjavíkur, sem eigi eru tryggingaskyldar í brunabótasjóði, stofn- uðum eftir lögum nr. 26, 20. oktbr. 1905; ennfremur tryggír félagið lausa- fé á íslandi gegn eldsvoða. Stjórnar- ráðið semur reglugjörð fyrir félagið, ákveður flokkunarreglur, iðgjöld og tryggingarskilyrði og setur yfir höfuð allar nánari reglur um starfrækslu fé- lagsins, þó svo, að gætt sé ákvæða þeirra, er hér fara á eftir. — (2. §.) Fé- lagið er gagnkvæmilegt brunabótafélag með ábyrgð landssjóðs fyrir alt að 600,000 kr., og tekur að sér: A. Trygg- ing á % hlutum verðs með hluttöku sveitarfélaga í eldsvoðaábyrgðinni: l)á húseignum í kaupstöðum utan Reykja- víkur og i kauptúnum með 300 íbú- um eða fleirum. 2) á lausafé í kaup- stöðum þeim og kauptúnum, er getið er í tölulið 1, og í Reykjavík. B. Trygging á % tjóns af eldsvoða á lausafé og á húseignum þeim utan Reykjavíkur, sem ekki verða trygðar eftir staflið A með hluttekning sveitar- félags, og eigi eru heldur tryggingar- skyldar í brunabótasjóði, er hreppur hefir stofnað. — (3. gr.) í kaupstöðum þeim og kauptúnum, sem um er rætt í 2. gr. A., skulu allar húseignir, hvort sem þær eru eign einstakra manna, félaga eða hins opinbera, að undan- skildum húseignum landssjóðs vátrygðar fyrir eldsvoða í brunabótafélagi lands- ins. — (4 gr.) Á þeim stöðum, er vátryggingarskylda á húseignum gildir samkvæmt 3. §, hvort sem eru kaup- staðir eða kauptún, eiga menn rétt á að fá trygt í brunabótafélaginu alls- konar lausafé, þar með tal ar verslun- arvörur, og sömuleiðis skip og báta á landi eða í skipakví. — (5. §.) Éigendur húsa þeir. a og lausafjár, sem félagið tryggir að % hlutum samkvæmt 2. gr. A., skulu sjálfir bera ábyrgð á þeim í/li, sem félagið tekur ekki í ábyrgð, og er bannað, að vátryggja þann hluta fyrir eldsvoða í nokkuiri stofnun innan lands eða utan. — (6. §.) Félaginu er skylt, að endurtryggja hjá öðrum bruna- bótafélögum það sem einstakar vátrygg- ingar, er félagið tekur að sér, eru hærri en hér segir: A. með hluttöku sveitar- félags í ábyrgðinni, trygging á húsi eða húsaþyrpingu í sameiginlegri bruna- hættu 10,000 kr. og lausafjártrygging 6,000 kr. B. án hluttöku sveitarfélags í ábyrgðinni, trygging á húseign 7,500 kr. og lausafjártrygging 4,500 kr. Trygging með hluttöku sveitarfélags í áhættunni. (7. §.) Öll þau hús og alt lausafé, sem félagið tryggir, hvort er í Reykja- vík eða í kaupstöðum þeim og versl- unarstöðum, er um ræðir í 2. § A, skal hlutaðeigandi sveitarfélag ábyrgjast að Vr, hluta ábyrgðarinnar (l/(; hluta verðs), þó skal það engan hátt taka í þeini hluta ábyrgðarinnar, sem endur- trygður er, og þannig aldrei í meira en 10,000 kr. af hverri hústrygging og 6000 kr. af hverri lausafjártrygging. Hverju sveitarfélagi skal færður til tekna hluti af iðgjaldinu að réttri til- tölu við áhættu þess. Þenna hluta iðgjaldanna, ásamt vöxturn, skal félagið geyina og fara með sem iðgjaldasjóð, er sveitarfélagið á, og ekki má af taka, nema til greiðslu þess, er á sveitarfé- lagið kann að koma af brunabótum. (8 §.) Ef brennur, greiðir félagið allar brunabæturnar. Það sem sveitarfélagið á að greiða, skal, svo sem til vinst, taka af inneign þess í iðgjaldasjóði, en hrökkvi inneignin ekki til, skal greiða það, er á vantar, af sveitarsjóði innan missiris. — (9. §.) Nú hafa brunabætur verið greiddar af sveitarsjóði samkvæmt 8. §., og skal þá sveitarstjórn jafna þeim niður á sveitarbúa á alt að 15 árum, nema upphæðin sé svo lítil, að hana megi að áliti sveitarstjórnar greiða sem önnur gjöld sveitarsjóðs án endur- gjalds. Niðurjöfnuninni skal haga svo, að brunabótum fyrir hús sé jafnað niður á allar húseignir í kaupstaðnum eða verslunarstaðnum að undanskildum húseignum landssjóðs, eftir verði bygg- inga, en brunabótum fyrir lausafé skal jafnað niður á alla þá, sem gjaldskyldir eru til sveitar, sem aukaútsvari eftir efnum og ástæðum. Um öll atriði, er snerta niðurjöfnunina, getur hver gjald- andi leitað úrskurðar sýslunefndar eða bæjarstjórnar, og er sá úrskurður fulln- aðarúrslit. Stjórnarráðið getur veitt samþykki sitt til þess, að brunabætur, ersveitarsjóður verður að greiða, endur- greiðist honum að öllu eða nokkru leyti af því fé, er annars ætti að greiða í iðgjaldasjóð sveitarfélagsins. Trygging án hluttöku sveitarfélags i áhættunni. (10. §.) Félagið getur tekið í bruna- bótaábyrgð hús og lausafé annarstaðar en í kaupstöðum þeim og verslunar- stöðum, sem eftir framanskráðum regl- um taka þátt í áhættunni. Slíka ábyrgð tekur félagið þó ekki að sér, nema með því einu skilyrði, að einungis 2/„ af skaðanum endurgjaldist, og að sá % hluti, sem ekki verður endurgoldin, ekki sé trygður annarsstaðar. (11 §.) Félagið má ekki, nema samþykki stjórn- arráðsins komi til, taka í ábvrgð bygg- ingar, er mundu vera tryggingarskyldar í brunabótasjóði eftir lögum 20. oktbr. 1905, ef stofnaður væri. Almenn ákvæði. (12. §.) Vátryggjendur í félaginu ábyrgjast, hver gagnvart öðrum, að félagið standi í skilum. Þó nær skuld- binding þessi að eins til eignar þeirrar, er vátrygð er í félaginu. Ábyrgðin skal ákveðin í hlutfalli við þann hluta eignarinnar, sem vátrygður er. Skaða- bóta má að eins krefjast af vátryggjend- um í félaginu á þann hátt, að heimt séu inn aukaiðgjöld, er eigi séu hærri neitt ár, en helmingur hins árlega ið- gjalds, er tíltekið er í brunabóta- skírteininu. — (13. §.) Landssjóður ábyrgist með alt að 600,000 kr., að félagið uppfylli skyldur sínar. Geti félagið eigi af eigin ranileik borgað skaðabætur, er skylt er að greiða, leggur landssjóður til það sem á vantar, þó aldrei nieira, en áður nefnda upphæð. Ef félagið hefur orðið að leita aðstoðar landssjóðs til þess að greiða skaða- bætur, skal styrkur sá, er það hefur þegið af landssjóði, að viðbættum 4% í árlega vöxtu, eudurgreiðast smátt og smátt, eftir því sem efni félagsins leyfa. Nú nemur fé það, er lagt hefur verið fram af landssjóði, að meðtöldum vöxt- um meiru en 50,000 kr., og skal þá félagið gjöra tryggjendum, að greiða aukaiðgjöld, þannig, að það, sem fram yfir er 50,000 kr., endurgjaldist lands- sjóði á 10 árum í seinasta lagi ef hægt er, en ávalt skal gæta ákvæða 12. § um stærð aukaiðgjaldsins. Af ábyrgð- arupphæð landssjóðs má þegar afhenda félaginu alt að 20,000 kr. sem starfsfé, en greiða skal af því 4°/0 árlega. Endurborga skal þetta fé af gróða fé- lagsins, þá er varasjóðurnemur 20,000 kr. — (14. §.) Að því er snertir lausafé, svo og húseignir aðrar en þær, sem vátryggingarskyldar eru samkvæmt 3. §, má ganga úr félaginu við áramót að undan genginni uppsögn með 3 mánaða fresti, og gegn því, að vá- ti-yjjgjandi greiði iðgjald sitt til þess tíma, er hann fer úr félaginu, og sinn hluta af skaðabótum þeim, er á hafa fallið áður, ef þær nema meiru en sjóður brunabótafélagsins. Áður en nokkurt hús sé tekið úr trygging fé- lagsins, verður sá, er trygginguna hefur fengið, að fá samþykki til þess frá öll- um þeim, sem samkvæmt þinglesnu veðbréfi, aðför eða kaupsamningi, eiga á einhvcrn hátt tilkall til hússins. Enga byggingu má fella úr tryggingu fyrir þá sök, að iðgjald sé eigi greitt. (15. §.) Féiagið tekur eigi ábyrgð á tjóni, sem orsakast af jarðskjálfta eða ófriði, né heldur á tjóni, sem af því leiðir, að vátryggjandi, kona hans eða nánustn erfingjar eru valdir af brunan- um, af ásettu ráði eða fyrir stórkostlegt hirðuleysi. Félagið á auk þess rétt á, að draga alt að fjórðung af brunabót- unum, er vátryggjandi hefur út af eldsvoðanum verið dæmdur í sekt fyrir brot gegn brunamálalögunum, eða hann hefur gengist undir það sjálfviljugur að greiða slíka sekt. — (16. §.) Tjón, sem eigi nemur meiru en 30 kr., verður eigi bætt, og sé það meira, skal draga þá upphæð frá brunabótunum. Ef sérstaklega stendur á, má félagsstjórnin þó gjöra undantekning frá þessum ákvæðum. Ákvæði greinar þessarar gilda ekki um tjón, er stafar af ráð- stöfunum til þess, að hindra útbreiðslu eldsvoða, sem þegar er upp kominn. (17. §.) Skaðabætur má eigi greiða af hendi fyr en haldin hefur verið réttar- rausókn út af brunanum; þó má fé- iagsstjórnin gjöra undantekning frá þessu, er tjónið eigi nemur meiru en 500 kr. (18. §.) Bætur fyrir tjón á húsum má að eins greiða til þess að byggja upp á sama stað eða gjöra við hús það, er brunnið hefur, sbr. þó 19. §. Við húsábyrgðir er félaginu skylt að tryggja það, áður en bruna- bæturnar eru greiddar, að þeim sé varið réttilega. Félagsstjórnin, ásanit sveitarstjórn. ef sveit er hluttaki, má veita undanþágu frá fyrsta lið þessarar greinar, þó svo að 15 20% af bruna- bótaupphæðinni sé þá dregið frá, nema almannahagur heimti, að vikið sé frá þessum ákvæðum. (19. §.) Þegar eignir þær, er trygðar eru hjá félaginu, eru veðsettar, nær veðrétturinn einnig til brunabótafjárins. Glati veðsetjandi rétti sínum til brunabótanna, á veðhafi engu að síður heimting á greiðslu þeirra, svo sem með þarf til þess að borga kröfuskuld hans með eins árs vöxtum, ef annað veð eða aðrar eignir veðsetjanda hafa eigi hrokkið til. (20. §.) Tryggingariðgjaldið hvílir á húseignum þeim, er trygðar eru í fé- laginu, og gengur í 2 ár fyrir öllum öðrum skuldbindingum, er á þeim liggja, nema sköttum til Iandssjóðs. Öll iðgjöld til félagsins og virðingargjöld má heimta með lögtaki. Um það fé, sem sveitarstjórnir jafna niðursamkvæmt 9. §., fer sem um önnur sveitargjöld. (21. §.) Eindagi á öllum iðgjöldum skal vera 15. október. Nú eru eignir vátrygðar á öðrum tíma, og skal þá ávalt fyrsta vátryggingartímabilið teljast til 15. október þess, er næstur kemur eftir að vátryggingin byrjar, nema vá- tryggt sé til skemri tíma. - (22. §.) í reglugjörð félagsins skulu sett nánari ákvæði um virðingar á eignnm þeim,

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/162

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.