Alþýðublaðið - 12.03.1963, Síða 4

Alþýðublaðið - 12.03.1963, Síða 4
ÖLLUM ber saman um, að sér- hver borgari, sem hefur vilja og getu, til að vinna og hlýða settum reglum samfélagsins eigi rétt til hjálpar og verndar af hálfu hins opiribera, ef vandrœði steðja að -höndum. Skortur og neyð —, á það ó- hugnanlega ástand, sem hugtök þesái lýsa, sér raunverulega stað í okkar fámenna þjóðfélagi, þar sem félagslegri umhyggju er kom- ið fyrir í samræmi við alþjóðlegar okoðanir? Getur einstaklingur í þjóðfélagi okkar verið svo langt leiddur, að hann verði að leita Æér skjóls undir bátskrifli eða í húsasundi? Svarið hlýtur að verða, að énginn, alls enginn mannleg yera á að komast í slíka aðstöðu, hvort sem hún er fær um eða ékki að lriýta settum reglum sam- félagsins. ) Það hefur lengi verið um það hHlap og skrifað að hefjast handa til hjálpar einstaklingum í þjóð- fálaginu, sem þannig er ástatt um. Meðal okkar lifa menn, sem eru orðnir svo fjarlægir eðlilegum þjó^félagsháttum, að erfitt er að Jkoma þeim í réttar raðir aftur, án pflugrar hjálpar. Það eru líka til menn, sem því miður eru fædd- ir með ófullnægjandi skilningi og viljáfestu tU að samlagast um- iiverfi sínu. Sjálfsagi er mjög erf- Jtt viðfangsefni fyrir þá. Því eru takmörk sett, hvað liægt er að bú- ast við og vona af þessu fólki, eink- vm er það sýnir sig, að gáfnafarið iiefur ekki náð réttu hlutfalli við aldúr og lífsreynslu, heldur virð- Lst ávallt vera á þroskastigi barns- Ins. Ofan á þetta bætist svo fjöl- «nörg vandamál — má þar nefna kynferðisvandamálið — og þá örð- ugleika, sem það hefur í för með sér að þiggja opinbera styrki, það eitt, getur orðið æði flókið við- íangsefni fyrir þessa menn. í nýlegu blaðaviðtali við sænsku skáldkonuna Söru Lindman um fcynþáttvandamál Afríku, segir fuin m.a.: „Þegar við, dálítið utan við okk- «r, ræðum kynþáttavandamál í öðrum löndum og segjum, að slíkt geti ajdrei gerzt hér, þá gleymum Við, eðn þykjumst ekki sjá þá „ljótu andarunga" sem við höfum á meðal okkar----------. Það er orðinn talsmáti, að öllum líði svq vel, að óþarfi sé að horfa f ttringum sig. Þessi forherðing ger- ir okkur meðsek um það, sem ger- jst annars staðar í heiminum.“ iiýlega hlustaði ég á þekktan clanskan lækni flytja fyrirlestur tam ferð sína tii íslands. Minntist Jtpnn á vandamál íslendinga í sam Uandi við vaxandi drykkjuskap, og 3íom með tölur í því sambandi. 'Voru þær sízt til æskilegrar land- kynningar. Einkum var honum star aýnt á þann smánarblett í höfuð- borg okkar, að ekki væri til nátt- staður fyrir drykkjusjúka menn, »ema hjá lögreglunni, heldur hefð- «st þeir \Lö undir beru lofti allan ársins hring. Hvað hæft er í þessu, eetur hver sem vill kynnt sér með f>ví að ganga Hafnarstræti vetrar- Itvöld, eða skyggnast um á Arnar- Itólsbrekkunni síðdegis. Skortur á samstarfi. , Nýlega flutti cand. theol. fru Áuður Eir Vilhjálmsdóttir, ágætt crindi í útvarpið um þær f jölmörgu fijáfparstofnanir, sem starfandi eru 1 R^ykjavík, og undir hvaða kring «mstæðum hægt væri að leita hjálp -ar opinberra aðila. Spumingin er bara þessi, •inria þessir aðilar nógu vel sam- Þóra Einarsdóttir: an? En nauðsynlegt er að virkja alla orku í þessum efnum þannig, að hún renni í einn farveg, því að á þann hátt nýtist hún bezt. Félagasamtökin Vernd voru stofnuð árið 1958, og er markmið þeirra og verkefni, hjálp til handa afbrotamönnum. Vernd hefur opna skrifstofu og vistheimili í Reykjavík. Enginn dagur líður svo að ekki sé hringt til skrifstofu sam- takanna, og beðið um hjálp eða aðstoð fyrir — eða vegna — drykkjusjúkra manna og kvenna, sem hvergi virðast eiga heima. Það er engan veginn heppilegt að þurfa að hýsa slíka menn, en erfitt er að úthýsa á dimmum vetrar- kvöldum. Sýnir þetta bezt, hvað þörfin er brýn og aðkallandi á, að þetta vandamál sé tekið föstum tökum. Fordæmi annarra þjóða. Óhemju fé er varið árlega í ná- grannalöndum okkar til hjálpar þessu fólki. Öll umbótastarfsemi á þessum sviðum hefur þó verið hafin af einstaklingum og félögum sem síðan hefur opnað augu mennings, og um leið opinberra aðila fyrir þörfinni. í Englandi og viða á Norður- löndum vinnur kirkjan mikið og gott starf fyrir þessí olnbogabörn þjóðfélagsins. Danir standa framarlega meðai þeirra þjóða, sem mestan skerf hafa lagt til þessara mála. Mikið og merkilegt starf er unnið í þágu mannúðarmála af Kirkens Korshær, sem hefur baeki- stöð sína í einni af kirkjum Kaup- mannahafnar. Kirkens Korshær rekur mörg upptökuheimili og sumarbúðir fyr- ir drykkjusjúkt fólk. Kofoed- skóli er þekkt hjálparstofnun, sem veitir hjálp tii sjálfshjálpar, og er hundinn því skilyrði. Upptöku- heimili eru á vegum bæja- og sveitafélaga, og hefur borgar- stjórn Kaupmannahafnar full- trúa í nefnd þeirri, sem mynduð hefur verið af hinum ýmsu hjálp- arstofnunum, sem láta þessi mál til sín taka. Þannig mætti lengi telja, En alltaf verða þó ein- hverjir útundan, sem af einhverj- um orsökum geta ekki samlagast öðrum, og erfitt er að koma til hjálpar. Danskur prestur að nafni Stampe, nú prestur á Bprgundar- hólmi, hefur sagt frá þvf, að hann jarðsétti eitt sinn þrjá nafnlausa menn i sömu vikunni, er hann var þjónandi prestur í Kaupmannahöfn Honum hraus hugur vlð, er hann komst að raun um, hve margir þeir voru, sem urðu útundan, og ekki var hægt að koma til hjálp- ar á eðlilegan hátt. Hann fékk gamla járnbrautarvagna til um- ráða, og með hjálp hinna þurfandi manna, kom hann upp skýli eða náttstað fyrir þá, sem hlaut nafnið „Himmelexpressen,“ sem frægt er orðið. Þar skiptast skátar á að haída vörð á nóttum, en að öðru leyti eru heimilsmenn að mestu látnir sjá um sig sjálfir. Lögreglan. Sumarið 1949 lét lögreglan í Kaupmannahöfn gera rannsókn á ! skýrslum áttatíu manna völdum af ihandahófi, úr hópi þeirra, sem á j árunum 1945-1946 höfðu verið tekn j ir fyrir ölvun og fundist höfðu sof- heimilt var að hafast við að nætur- lagl. Ástæðan til þeirrar rann- sóknar var sú, að mjög hafði far- ið í vöxt á þeim árum afbrot ungl- inga í bæjum, og sömuleiðis tala þeirra, sem flæktust um, án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. í ljós kom, að 72,5% af þessu fólki var aðkomufólk, í öðru lagi, að 56% höfðu verið dæmdir í alls 528 mánaða fangelsi, eða ca. 12 mánuði hver maður. Með öðrum Orðum, 56% höfðu setið inni í eitt ár af þessum þrem árum. Þess ar niðurstöður voru athyglisverðar. Lögreglan hafði gert skyldu sína og látið þessa menn taka út hegn- ingu innan veggja fangelsisins. Þetta sama ár var Gredsted lög- reglufulltrúa, sem þekktur er í Kaupmannahöfn fyrir að koma á fót unglingaklúbbstarfsemi á Vest urbrú, falið að leysa þetta vanda- mái á einhvern hátt, í samráði við dómsmálaráðuneytið og lögreglu- Níu þektir lögreglumenn voru settir til starfa. Köbenhavns Polit- iis Sociale Hjælpetjeneste (K.P.S. H.) Hlutverk K.P.S.H. var að koma í veg fyrir tilfellin — fylgjast með þeim, sem reynast heimilislausir, — fara á nóttum á þá staði, þar sem þeirra er helzt að leita, og út- vega þeim samastað. Ætlunin er þó að koma þeim til hjálpar, áð- ur en svo langt er komið. Það virðist þó í fljótu bragði tæplega vera verkefni lögreglunn- ar að taka slíkt að sér, en ég sann- færðist um það á næturferðum mínum með K.P.S.H., að lögregl- an hefur einmitt tækifæri, fram yfir aðra aðila að inna þessa þjón- ustu af hendi. Eins og málum er háttað hér í Reykjavík, er nauð- synlegt að lögreglan hafi vakandi auga með þeim drykkjusjúku mönn um, sem þannig er ástatt fyrir, því enda þótt hin nýja fanga- geymsla í Síðumúla sé til fyrir- mýndar, er það tæplega heppilegur sama’staður fyrir þetta fólk. Niðurlag. Hér hefur lauslega verið drep- ið á eitt af þeim vandamálum, sem skapast af ofneyzlu áfengis. Það er augljóst mál að hér þarf að ráða bót á. Það vantar skýlí eða náttstað fyrir þetta fólk til bráðabirgða, þar til því er fenginn viðeigandi samastaður eins og öðrum sjúklingum. Það er krafa allra hugsandi manna, að bætt sé úr því neyðará- standi, sem ríkir í þessum málum í höfuðstað okkar. Enginn maður ætti að komast í þá aðstöðu að þurfa að liggja úti á köldum vetr- arnóttum, enginn að þurfa að vera í vandræðum með læknishjálp, ef veikindi steðja að. Kirkjan og þær hjálparstofnanir, sem fyrir eru í landinu eiga að taka höndum sam- an við framfærslu Reykjavíkur- borgar um lausn þessa vanda. (Úr Vernd.) rv n- Ý ‘h — Þar sem þér eigið enn þá livorki fé né hafið réttindi til minkavelða, verður hundur yðar, Kolur IV. Lubbason, ættbálk 9, bls. 43, skráður áfram sem lúxushundur. — Fimm hnndrnð krónur, takk. 4 12. marz 1963 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.