Alþýðublaðið - 22.03.1963, Síða 4
Hvenær kemur
hún Kleopatra?
ÞESSI mynd var tekin þegar verið var að taka síðustu
„skotin“ af kvikmyndinni um Kleopötru, sem Elizabeth
Taylor leikur í. Báðar voru frægar áður, Elizabeth og
Kleopatra, en myndin virðist ætla að gera báðar frægari,
þó það væri ekki af öðru en því, að menn eru búnir að
bíða eftir myndinni von úr viti. Hér sézt Elizabeth og
Richard Burton ásamt leikstjóranum Joseph Mankie-
wiecs.
í dagblað'inu „Sovétska Kúltúra"
þirtist hinn 19. f.m. eftirfarandi
grein íim íslenzku myndlistarsýn-
inguna í Moskvu eftir listagagnrýn-
jandann A. Baígusjev:
„Eiair klettar íslands.“
Barátta fyrir sjálfstæði, þjóðleg
vitund — þessar hugsjónir mörk-
úðu bló.natíma hinna framsæknu
■foókmennta íslands. Hinar sömu
fougsjónir hafa lyft íslenzkri
inálaralist. Hún er þrungin ætt-
garðarást og þjóðrækni.
Áð bíða þess, sem boðið er,
■Jivort blítt er eða strangt,
<i.g hvað sem helzt að höndum ber,
_fið hopa aldrei langt,
/4anda eins og foldgnótt fjall
í frer pm alla stund,
fove mörg sem á því skrubban skall
SÚ skyldi karlmannslund.
í þessu erindi íslenzka skáldsins
feísla Brynjólfssonar birtist sú meg
inhugsun, er einkennir málverk
þriggja frægra íslenzkra málara,
Jóhannesar Kjarvals, Ásgríms Jóns
sonar og Jóns Stefánssonar.
j Myndir þeirra eru hreinar og
I strangar. „Hraun“, „Mosi á Víf-
ilsfelli", „Eiríksjökull“, „Heiðar-
landslag" — það er eins og norræn
náttúra hafi storknað í þunga sin-
um í hinum föstu litum og kulda-
legu byggingu þessa landslags.
i Þessir þrír listamenn hófu allir
nám í Danmörku, héldu síðan á-
jfram í París eða Berlín. En leit
evrópskra listamanna á öndverðri
öldínni að nýjum aðferðum vakti
einungis áhuga þessara hjarta-
hifeinu íslendinga en hreif þá ekki.
„Engin af bókmenntastefnum
þeim, sem upp komu í Evrópu um
og eftir heimsstyrjöldina (fyrri)
skaut nokkrum rótum á íslandi.
Vér kynntumst súrrealisma, ex-
pressjónisma, „neue Sachlichkeit“
KIIÖYCÍID
BmÐJM
li
Tii ASþýðubiaHsins,
Reykjavík
íg 6ska a? gerast áskrifandi ao AiþýSublaVfnu
Nafa............
»
Heimiiisfang ...
i
• c
o.s.frv. af erlendum bókum,“ sagði
Kristinn Andrésson, fremsti könn-
uður ísl. bókmennta og mikill
kunnáttumaður í listasögu. Hið
sama gæti hann hafa sagt um hina
framsæknu málaralist íslendi.iga.
Og enda þótt segja megi að Ásgrím
ur hafi sætt áhrifum frá Césanne
og Jón frá Matisse, þá er hér ein-
ungis átt við æskuáhrif en ekki
að fylgt sé þeirra stíl.
íslendingarnir hafa reynzt sjálf-
um sér trúir. Jóhannes Kjarval
hefur næmt auga fyrir árstíðum
1 islands — sýnir sumargrænt land
í einu verki en haustliti í öðru.
Hrífandi er auðlegð hans í litum
og samspil þeirra í tveim steinum,
sem í fljótu bragði kunna að virð-
ast eins.
| Ásgrímur Jónsson sýnir hið forn-
fræga Heklufjall gnæfandi eins og
táknmynd yfir umhverfið, blátt
yfir bláum snjó. Hann sýnir einnig
ryðrauða hauítliti og djúpbláa
kletta.
Jón Stefánsson leitar hins ríkj-
andi litar. Hann er áhrifamikill
kóloristi. Heiðalandslag hans er
þrungið litaauðlegð, en í næstu
mynd er eins og hann vilji rétt-
læta þennan óraunveruleika, sanna
í reynd hina voldugu litaauðgi
hins norræna morguns.
Nektarmynd hans er hörkuleg og
sýningargestum í geð. En samtím-
is er sjálfsmynd hans sérkennileg
naumast líkleg til að falla okkar
fyrir sakir sterks svipmóts og nor-
ræn yfirbragðs.
Svo virðist sem þetta sterka svip
mót sé aöaleinkenni þessarar litlu
sýningar, sem um daginn var opn-
uð í Pusjkin-listasafninu.
A. Baigusjev.
4 22. marz 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Minning:
STEINUNN ANDRÉSDÚTTIR,
i Fögrubrekku i Vík
FYRRA laugardag var jarðsung-
in frá Vikurkirkju frú Steinunn
Andrésdóttir, eiginkona Magnúsar
Ingileifssonar, verkamanns í
Fögrubrekku í Vík í Mýrdal. Séra
Páll Pálsson, settur-sóknarprestur
jarðsöng. Fjölmenni var við útför-
ina, margir Mýrdælingar svo og að-
komufólk, þar á meðal stjórnin í
kjördæmisráði Alþýðuflokksins á
Suðurlandi, flokksbræður þeirra
hjóna.
Steinunn Karítas Andrésdóttir
fæddist að Syðra-Hóli undir Eyja-
fjöllum 4. maí 1885 og ólst upp á
ýmsum bæjum undir Eyjafjöllum
og kynntist í uppvexti harðrétti
sinnar tíðar. Vann síðan fyrir sér
á ýmsum stöðum, þar á meðal í
j Vestmannaeyjum. Þar kynntist hún
Magnúsi Ingileifssyni, og giftust
þau í Vík 29. nóv. 1914 og vantaöi
því eitt ár á, að sambúð þeirra ent
; ist í hálfa öld.
j Þau hjónin, Steinunn og Magnús,
eignuðust fimm börn, þrjá syni .j
tvær dætur, en tveir af sonunum
létust ungir, annar drukknaði I
Víkurá 8 ára gamall, en hinn féll
útbyrðis af síldarbáti 18 ára gamall
Hin börnin, Fanney, Magnea Stein-
unn og Andrés eru búsett í Reykja-
vík, svo þau hjón höfðu um nokk-
j ' rra ára skeið búið tvö saman á
heimili sínu að Fögrubrekku í Vík.
Fyrr á árum var Magnús þó oit
fjarri heimili sínu með því að haun
Hið nýja leikrit Sigurðar-
Róbcrtssonar, Dimmuborgir,
liefur nú verið sýnt 8 sinnum
í Þjóðleikhúsinu. Það vekur
að jafnaði talsverða athygli
þegar nýtt íslenzkt leikrit er
tekið til sýningar og svo varð
einnig í þetta skipti. Næsta
sýning leiksins verffur á
sunnudagskvöld.
Myndin er af Ævari Kvar-
an í aðalhlutverkinu.
var yfir tuttugu ár á „Skaftfell-
ingi“ og mun þá oft hafa varið
löngum stundum að heiman og ein.
att í all miklum háska í grályndum
veðrum við Suðurströndina, þannig
að umsjá lieimilisins yrði að ma'.ra
og minna leyli í liöndum Steinann
ar.
Með Steinunni í Fögrubrekku er
falliii í vaiinn góð kona, sem var
lærdómsríkt að kynnast. Hún hafði
ríka tilfinningu fyyir því, sem var
fagurt, og hún miðlaði öðrum af
lífsgleði sinni. Hún var líka vinsæl
og virt af þuim, er hana þekktu.
Hún mun snemma hafa skilið, hvar
skórinn kreppti að í samfélaginu og
vegna framsýni sinnar hafði hún
einarða skoðun á þjóðmálum til
stuðnings Alþýðuflokknum og var
sjálfri sér samkvæm alla tíð. Þeir
sem þekkja til atvinnuhátta í Vík
og stjórnmálaátakanna í Vestur-
Skaftafellssýslu fyrir kjördæma-
breytinguna, þeir skilja, hvað felst
á bak við það, að hafa skoðun svo
óliagganlega að vilja taka afleiðing
um, sem óvíða á landinu munu
þekkjast jafn heiftarlega og í Vík
í Mýrdal.
Alþýðuflokkurinn og Alþýðublað
ið hljóta að votta Steinunni og eft-
irlifandi manni hennar djúpa virð-
ingu og þökk fyrir órofa tryggð
við þann. málsitað, sem bygglr
frama sinn á því bezta, sem mann-
lífið getur boðið.
U. Stef.
TALAR UM
FINNLAND
Á samkomu Náttúrufræðifélags-
ins í 1. kennslustofu Háskólans
mánudaginn 25. marz n.k. kl. 20.30
mun dr. Finnur Guðmundsson
segja frá ferð sinni um Finnland
sumarið 1958 og sýna litskugga-
myndir þaöan. Erindi dr. Finns
mun einkum fjalla um norðurhér-
uð landsins, m.a. Lappland.