Alþýðublaðið - 24.03.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 24.03.1963, Qupperneq 15
„Með svona rödd fer ekki hjá því, að þú komist langt. Þú gætir liaft stórfé upp úr söng. I’ú gæt ir slegið í gegn.“ „Heldurðu það?" Hún lyfti upp öxlunum. „Segðu mér dá- lítið: Hvar get ég fengið ódýrt herbergi til að búa í? Ég er næst um því blönk." Ég hló að henni. „Þú ættir svo sem að hafa á- hyggjur af peningum. Skilurðu ekki, að röddin í þér er skíragull" „Eitt í einu,“ sagði hún. „Ég þarf að spara.“ „Komdu þangað sem ég bý,“ sagði ég. „Það er ekkert til ó- dýrara, og ekkert hræðilegra. I.exon Avenue 25, fyrsta gata til hægri, þegar þú kemur héðan úí .“ Hún drap í sígarettunni og stóð upp. „Takk. Ég fer og geng frá því.“ Hún gekk út úr barnum, vagg- aði dálítið í lendunum og hélt silfurhöfðinu hátt. Allar bytturnar á barnum liorfðu á eftir henni. Einn af þeim var svo ósvífinn að blístra á eftir henni. Það var ekki fyrr en Sam ýtti við mér, að ég gerði mér ljóst, að ►ún hafði farið, án þess að borga kókið. Ég borgaði það. Mér fannst ekki mega minna vera eftir að hafa hlustað á þessa dásamíegu rödd. annar kafli. I. Ég kom heim rétt eftir mið- nætti. Þegar ég opnaði dyrnar á herberginu mínu, opnuðust dyrn ar hinum megin í ganginum og Rima stóð þar og horfði á mig. „Halló," sagði hún. „Þú sérð, að ég er flutt inn.“ „Ég varaði þig við,“ sagði ég, opnaði dyrnar og kveikti ljósið, „en það er að minnsta kosti ó- dýrt.“ „Meintirðu raunverulega það, sem þú sagðir um söng minn?“ Ég fór inn í herbergið mitt og skildi dyrnar eftir upp á gátt og settist á rúmið. „Ég meinti það. Þú gætir orðið rík með þessari rödd.“ „Það eru þúsundir söngvara að deyja úr hungri hórna.“ Hún kom yfir ganginn og hallaði sér upp að dyrastafnum hjá mér. „Ég hafði ekki hugsað mér að fara út í þá samkeppni. Ég held, að það sé auðveldara að afla sér peninga sem aukaleikari í kvik- myndum." Mér hafði ekki tekizt að fyllast ákafa eða hrifningu yfir neinu síðan ég kom úr hernum, en ég var fullur af hvoru tveggja yfir rödd hennar. Ég var þegar búinn að tala við Rusty um hana. Ég hafði stungið upp á, að hún fengi að syngja á kránni, en hann mátti ekki heyra það nefnt. Hann viður- kenndi, að hún gæti sungið, en hann var ákveðinn í því, að hann ætlaði ekki að fara að hafa neina kvensnift syngjandi á sínum bar. Hann sagði, að slíkt hlyti að leiða til vandræða fyrr eða síðar. Hann ætti í nógum erfiðleikum með að reka barinn nú þegar, þó að hann r færi ekki að leita sér að fleii slíkum. „Það er náungi, sem ég þekki, sagði ég við Rimu, „sem kannst mundi gera eitthvað fyrir þií Ég skal tala við hann á morgur Ilann á næturklúbb við 10. gött Það er ekki stórfenglegt, en þa væri þó byrjun." „Ja, þakka þér fyrir ... . “ Rödd hennar var svo áhugs laus, að ég leit snöggt á hana. „Langar þig ekki til að vinn fyrir þér með söng?“ „Ég mundi gera hvað sem væi fyrir peninga." „Jæja, þá tala ég við hann." Ég sparkaði af mér skónur og gaf henni þar með tll kynn; að hún skyldi hafa sig yfir í sil herbergi, en hún stóð kyr o horfði á mig með himinbláu au unum. „Ég er að fara í rúmið," sagf ég. „Sé þig einhvem tíma á mor un. Ég skal tala við skarfinn." „Takk.“ Hún stóð kyr. „Tak kærlega." Svo eftir nokkra þög sagði hún; „Mér þykir leiðinlef að biðja þig. Geturðu lánað mc fimm dollara. Ég er staurblönk, Ég fór úr jakkanum og fleyg! honum á Stól. „Ég líka,“ sagði ég. „Ég hc verið staurblankur í sex mánuð Hafðu ekki áhyggjur af því. Þ venst því.“ „Ég hef ekki borðað neitt í allan dag.“ Ég fór að losa af mér bindið. „Leiðinlegt. Ég er líka blank- ur. Ég á ekkert aflögu. Farðu í rúmið. Þú gleymir því, að þú sért svöng, þegar þú ert sofnuð.“ Hún þandi allt í einu brjóstin í áttina til min. Andlit hennar var algjörlega svipbrigðalaust, þegar hún sagði: „Ég verð að fá einhverja peninga. Ég skal sofa hjá þér í nótt, ef þú vilt lána mér fimm dollara. Ég skal borga þá.“ Ég hengdi jakkann minn inn í skápinn. Með bakið snúið að henni sagði ég: „Hypjaðu þig. Ég sagði þér: ég stofna ekki til neinna sambanda. Viltu nú fara út?“ Ég heyrði svefnherbergisdyrn ar mínar lokast og gretti mig. Svo sneri ég lyklinum. Þegar ég var búinn að þvo mér í vaskafat inu á servantinum, skipti ég um plástur á andlitinu á mér og fór upp í. Ég velti þessu fyrir mér, og þetta var í fyrsta skipti svo mán uðum skipti sem ég hugsaði um kvenmann. Ég velti því fyrir mér hvers vegna hún hefði ekki kom izt áfram sem söngvari fyrr. Með rödd eins og hennar og útlit og að því er virtist vilja til ýmissa hluta var erfit að ímynda sér, hvers vegna hún hafði ekki kom iztáfram. Ég hugsaði um röddina. Kann ski þessi náungi, sem ég þekkti og rak Blue Rose næturklúbb- inn og hét Willy Floyd, hefði á- huga. Sú var tíðin, að Willy Floyd, hefði áliuga á mér. Hann hafði viljað, að ég léki á píanóið í tríói og spilaði frá átta til þrjú á nóttunni. Ég gat ekki fengið mig til að vinna með liinum ná- ungunum, og þess vegna hafði ég setzt að hjó Rusty. Willy hafði boðið mér að tvöfalda kaupið, sem Rusty borgaði mér, en til- hugsunin um að þurfa að spila með hinum náungunum stöðvaði mig. Við og viö greip mig alltaf ægi leg löngun til að hafa meiri tekj ur, en fyrirhöfnin við að afla þeirra latti mig alltaf. Mig hafði langað til að flytja burtu úr þessu herbergi, sem var skratti skítt. Mig' hefði langað til að kaupa mér gamlan bíl, svo að ég gæti farið einn í bíltúra, þegar mig langaði til. Sem ég lá þarna í myrkrinu datt mér í hug, hvort ég gæti ekki haft tekjur af að gerast um boðsmaður stúlkunnar. Með svona rödd og undir góðri stjórn mundi hún ef til vill komast í stórtekjur, þegar fram liðu stundir. Hún gæti jafnvel orðið stórauðug, ef hún kæmist inn í plötusvínaríið. Stöðug tíu pró- sent af öllu, sem hún aflaði gætu kannski beitt mér það, sem mig langaði í. Ég heyrði hana skyndilega hnerra i herberginu sínu. Ég minntist þess hve holdvot hún hafði verið, þegar hún kom inn til Rustys tveim kvöldum áður. Það væri nú alveg eftir heppni hennar og minni, að hún væri orðin kvefuð og gæti ekki sung ið. Hún var enn að hnerra, þegar ég sofnaði. Næsta morgun, klukkan rúm lega ellefu, þegar ég kom út úr herberginu mínu, stóð hún i dyragættinni sinni og beið eftir mér. „Halló“, sagði ég. „Ég heyrði þig hnerra í nótt. Ertu kvefuð?" „Nei.“ í harðneskjulegri morgunsól- inni leit hún hræðilega út. Það voru dökkir baugar undir rökum augunum, nefið var rautt og and litið náfölt og tekið. „Ég ætla að tala við Willy Floyd núna strax", sagði ég. „Kannski er bezt fyrir þig að hvíla þig. Þú lítur djöfullega út. Willy fær engan áhuga, ef hann sér þig svona“. „Það er allt í lagi með mig“. Hún strauk máttlausri höndinni yfir andlitið. „Máttu missa hálf- an dollar handa mér fyrir kaffi?" „í guðs bændum! Hættu þessu! Ég er búinn að segja þér: ég á ekkert aflögu". Það fóru að koma viprur í and litið. Það var ekki falleg sjón. „En ég hef ekki fengið neitt að borða í tvo daga Ég veit ekki, hvað ég á að gera! Máttu ekki missa eitthvað . . . hvað, sem __ Oit er . . . í „Ég er blankur, eins og þú!“ æpti ég framan í hana og reidd ist. „Ég er að reyna að útvega þér vinnu! Hvað get ég gert meira?“ s' „Ég er að svelta í hel!“ Hún' hallaðist upp að veggnum veiklu' léga og neri hendurnar. „Gerðii það, lánaðu mér eitthvað . . „Ó, andskotinn! Jæja þá! Ég1 skal lána þér hálfanöollar, en þú verður að borga mér hann“ ‘1 Mér hafði skyndilega dottið f hug, að ef hún ætti að hafa nokk ur áhrif á Willy, ef hún ætti að> fá vinnu hjó honum, ef ég ætti; að fá mín tíu prósent, yrði égl að sjá svo um, að hún svelti ekki. Ég fór aftur inn í herbergið! mitt, opnaði skúffuna í svervant inum með lykli og fann fimmtíu senta pening. í skúffunni geymdi', ég vikukaupið, sem ég var nýbú inn að fá hjá Rusty, þrjátíu dóll ara. Ég sneri bakinu að henni,. svo að hún gæti ekki séð, hvað! væri í skúffunni, og ég gætti þess vandlega að loka skúfunni og læsa henni, óður en ég fengi, henni peninginn. Hún tók við honum, og ég sá 1 að höndin skalf. „Takk. Ég skal borga þér hann. Svei mér þá“. „Það er eins gott fyrir þig að gera það“, sagði ég. „Ég á rétt aðeins nóg til að lifa á, og ég he£ ekki í hyggju að standa undir út gjöldum neins, þar á meðal ekkl. þín.“ ’ ;; Ég fór út úr lierberginu, læsti dyrbnum og stakk lyklinum í vas ! ann. „Ég verð í herberginu mínu,\' þegar þú þarfnast mín“, sagði' hún. „Ég fer bara niður á kaffi 1 húsið á móti og fæ mér kaffi ' bolla og kem svo strax aftur.“ ; ' ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. marz 1963 'XS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.