Baldur - 02.02.1903, Page 1
BALDUE.
I. ÁR.
GIMLI, MANITOBA, 2. FEBRÚAR 1903.
Nr. 4.
Um menntun.
Eftir JÓHANN P. SÓLMUNDSSON.
—:o:—
Oss er það öllum nauðsynlegt að
vjer skiljum greinilega hvað sönn
mcnntun er, íiður en vjer tölum
um það hvernig hennar verði aflað.
Vjer höfum sagt að það sje sönn
menntun að hafa sem fullkomnasta
hæfilegleika f sem fullkomnustu
samrœmi, með öðrum orðum, vera
sem bezt að manni í sem flestum
kringumstæðum á hvaða stað og
stund scm vera skal.
Menn segja að „heimskt sje
heima alið barn,“ og liggur það í
því að sá maður getur verið mjög
ósjálfbjarga í fjarlægð frá œsku-
stöðvum sfnum, sem er fullvel að
manni í þeim kringumstæðum, sem
hann er alinn upp við. Hið fyrsta
og sjálfsagðasta spor í menningar-
áttina er það að vera maður með
mönnum þar, sem maður er fœdd-
ur og uppalinn ; en það getur nú
orðið enginn talist vfðsýnn nema
hann þekki aðaleinkenni þess á-
stands, sem allur heimurinn er í
um hans daga. Samt er það ekki
nóg að þekkja heiminn e i n s o g
h a n n e r, heldur útheimtir full-
komin uppfrœðsla það„ að maður
viti um það hvernig hann
hefir orðið eins og hann
e r. Til þess að geta hegðað sjer
rjettilega, þarf maður f y r s t að
skilja mannlífið á sfnum
e i g i n s t ö ð vum. Þar n æ s t
þarf að fœra svo út það þekkingar-
svið, að það nái út yfir a 111 s a m.
tíðarmannlíf, og það getur
enginn skilið til hlýtar, nema hann
gjöri sjer grein fyrir því veðráttu-
fari og öðrum lífsskilyrðum náttúr-
unnar, sem þjóðirnar eiga við að
búa. Að síðustu verður maður
að kynna sjer svo það, sem
1 i ð i ð e r, að maður skilji hvern-
ig það sem nú er hefir orðið til,
og geti af undanfarinni reynzlu
dregið ályktun um það, hvað
heppilegast muni vera fyrir
ókomna tímann. Mannfjelagið og
náttúran, og saga þeirra eru lindir
menntunarinnar, og þótt mönnum
veitist misjafnlega erfitt að ausa úr
þeim lindum, þá eru þær engum
algjörlega fyrirmunaðar; en það er
mjög sinn háttur á hverju þeirra,
og í þeim mismun er líka mismun-
urinn á viðleitni manna fólginn.
Fyrst má f því sambandi minn-
ast á viðleitnisleysi þeirra manna,
sem ekki er hœgt að segja að lifi
fyrir annað en munn og maga.
Þeir umgangast meðbrœður sfna
frá barndómi án þess að vita neitt
verulegt um mannlífið, annað en
það, á hverju heimilinu sje minnst
annrfki og mest til að borða. Þeir
bylta niður kornstöngum akranna
haust eftir haust, og vaða skrúð-
grœnt engjagrasið í mitti sumar
eftir sumar, án þess að vita neitt
um náttúruna annað en það, að
hún veitir fóður fyrir menn og
skepnur. Þessir menn geta verið
góðir menn og guðhræddir, góðir í
þeim skilningi, að þeir vilja kann-
ske engum manni mein gjöra held-
ur miklu fremur láta gott af sjer
leiða eftir þvf, sem þeir hafa vit á;
og guðhræddir f þeim skilningi,
að þeir vfkja ekki hársbreidd frá
þeirri kirkjulegu siðsemi, sem hann
afi þeirra hafði fyrir þeim þegar
þeir voru börn, heldur þylja í lotn-
ingarfullri leiðslu sömu bcenirnar,
sem hún amma þeirra hafði lært
af henni ömmu sinni, bœnir, sem
gengið höfðu lið fram af lið, án
þess nokkur gæfi gaum að því
hvort efni bœnarinnar ætti við ís-
lenzkt eða ameríkanskt ástand á
nítjándu eða tuttugustu öld, ellegar
efni hennar hefði sjerstaklega átt
við blóðugar trúarbragðastyrjaldir
suður á Þýzkalandi eða austur í
Asfu fyrir fjórum til tuttugu og
fjórum öldum. Þessir menn geta
haft mikla samvizkusemi og tals-
verða framtakssemi, eins og fyr
var tekið fram, en þekkingarskort-
urinn er svo mikill, að um enga
verulega menningu er að ræða,
og viðleitnisleysið svo mikið, að
lítil eða engin umbótavon er vœnt-
anleg hjá slfkum mönnum í því
efni.
Svo er ekki nóg með það, að
þessir menn berist með straumi
síns mannfjelags, án þess að
menntast nokkuð verulega af
reynzlu sinni, og dragi sína lfkam-
legu nœringu úr skauti náttúrunn- j
ar, án þess að öðlast þaðíin nokk-'
urn andlegan þroska, heldur svelgja
þeir talsvert af andlegum afrakstri
mannssálarinnar, án þess að melta
það sjer til varanlegs gagns.
Hvorki hið ytra nje hið innra,
verður þeim að virkilegu andiegu }
næringarefni. Flestir íslendingar
kunna að lesa, en þessir menn,
sem hjer er um að ræða, hlusta á
hugsanir annara manna á sama
hátt eins og þeir horfa á viðburði
náttúrunnar. Náttúruviðburðirnir
berast inn um annað augað og út
um hitt, og hugsanir rithöfundanna
ganga inn um annað eyrað og út
um hitt. Sjáandi sjá þeir ekki og
heyrandi heyra þeir ekki nje
skilja. Þruman gnýr og grasið
sprettur, eldurinn blossar og ærin
jarmar, og svona birtast allir at-
bufðir náttúrunnar svo ósamstœðir
sem framast má verða, og upp-
frœðsla hennar verður í einlægum
molum, þegar ekkert er gjört til
þess, að láta tilsögn hennar verða
sjer að notum, með því að koma
skipulagi á hugsanir sfnar. Sömu-
leiðis fer því, sem lesið er. Blöðin
segja frá ormum og ertglum, frá
göldrum og ástasvikum, frá morð-
um og fundarhöldum, og svo fer
allt í ókleyfan glundroða f hugskoti
þess, sem allt les f belg og biðu í
því skyni að hafa þó sitt upp úr
því, sem blöðin kosta. Svo gjöra
prentfjelögin sjer þetta smekkleysi
að sjerstakri fjeþúfu, og gefa út á
gljáandi pappfr með ásjálegu letri
glœpamannasögur og annan ó-
hroða, sem bezt getur kitlað villi-
dýrsfýsnir kaupendanna. Bœkur
verða aldrei þvf fólki til menntun-
ar, sem ekki beitir lestrarkunnáttu
sinni öðruvísi en svona, fremur
heldur en náttúran veitir þeim
mönnum menntun, sem ekki fhuga
hana fremur heldur en önnur dýr
merkurinnar.
Margt þetta fólk segist vera gef-
ið fyrir bœkur, og það er of mikið
satt í þvf, í allt öðrum skilningi cn
það meinar sjálft. Það cr „kar-
aktjer“ margra á appvaxtarárun-
um gefinn sem sektargjald fyrir
lestur siðspillandi bóka, sumra bók-
anna sem mest eru taldar ,, spenn-
andi“. Hann er í það minnsta gef-
inn í þeim skilningi, að smekkvísi
lesarans er spillt svo, að hann fær
seint eða aldrei löngun til þess að
gefa sig við lestri þeirra bóka, sem
sannarlega menntaðir menn gefa
mestan gaum, hvort heldur þeir
hafa fengið menntun sfna af eigin
ramleik eða með skólagöngu.
LÍKT DREGUR LÍKT
AÐ SJER.
Horfðu framan f bróður þinn, f
augun, þar sem blossandi velvild
leikur sjer, eða í þau augu, þar
sem heiftarbálið œðir, þá munt þú
verða þess var hvernig þfn, annars
rólega sál, óafvitandi fer í sams-
konar blossa. Þið skiftist á leiftrum
og endursendið hver öðrum, þar
til það er orðið að einu takmarka-
Iausu samrennandi báli (annaðhvort
umfaðmandi elsku eða dauðagrips
hatri), og þá getur þú borið um
það, hve undursamleg dyggð flyzt
frá manni til manns.
THOMAS CARLYLE.